Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR SKIP Evrópusambandsins hafa gerzt sek um ofveiði úr norsk-íslenzka síldarstofninum á alþjóðlega hafsvæðihu í Síldar- smugunni. Ekki er nóg með að Evrópusambandið hafí fyrr á þessu ári tekið sér einhliða kvóta upp á 150.000 tonn, sem er miklu meira en aðildarríki sambandsins eiga tilkall til með hliðsjón af sögulegri hlutdeild í síldveiðun- um. Nú hefur aukinheldur verið upplýst að Evrópusambandið hef- ur tilkynnt samtals 197.000 tonna afla til NEAFC, Norðaust- ur-Atlantshafsfískveiðinefndar- innar, eða 47.000 tonn umfram hinn sjálftekna kvóta. Með fram- ferði af þessu tagi er síldarstofn- inum í hættu stefnt. Árvakur hf., Reykjavik. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ísland á mikið undir því að ekki verði enn á ný gengið of nærri síldarstofninum. Sam- komulagið, sem tókst með strandríkjunum, íslandi, Noregi, Rússlandi og Færeyjum, síðast- liðið vor, hamlar gegn ofveiði og varðar veginn til ábyrgrar stýr- ingar á veiðum úr síldarstofnin- um í framtíðinni. Framkoma Evr- ópusambandsins grefur hins veg- ar undan áhrifum þessa sam- komulags. Það er því skiljanlegt að Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra og Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra gagnrýni Evr- ópusambandið harðlega. Halldór segir ESB koma fram af einstöku ábyrgðarleysi og stunda „hreina rányrkju" í Síldarsmugunni. Þor- steinn bendir á að lítið samræmi sé á milli yfirlýsinga Emmu Bon- ino, sjávarútvegsstjóra Evrópu- sambandsins, um alþjóðlegt sam- starf um fiskvernd annars vegar og framferðis skipa ESB í Síldar- smugunni hins vegar. Gagnrýni af þessu tagi fellur hins vegar um sjálfa sig ef hægt er að benda á að íslenzk skip stundi líka ábyrgðarlausar veiðar og ísland standi utan alþjóðlegra samninga um fiskveiðar og fis- kvernd. Það er því miður auðvelt fyrir talsmenn Evrópusambands- ins að benda á að íslenzk rækju- skip á Flæmska hattinum hafi - í trássi við samninga - nærri tí- faldað afla sinn á tveimur árum, þrátt fyrir að vísindamenn telji rækjustofninn þar ofveiddan og leggist gegn auknum veiðum. Evrópusambandið getur líka vís- að til þess að íslenzk skip hafi um árabil stundað þorskveiðar í Smugunni, án samninga. Við íslendingar viljum að litið sé á okkur sem fiskveiðiþjóð, sem umgengst auðlindir hafsins af virðingu og ábyrgð. Sömuleiðis viljum við að önnur ríki fylgi sama fordæmi. Það má ekki vera hægt að saka okkur um tvískinn- ung í þessum efnum. Þess vegna verður nú að leggja ofurkapp á að ná samningum um Smugu- veiðarnar og taka höndum saman við önnur ríki, sem hagsmuna eiga að gæta, um að hætta of- veiðinni á Flæmska hattinum. FLISIN OG BJÁLKINN KANDINSKY VISSI sjálfur manna bezt hvað hann átti Monet mikið að þakka. í grein minni Upphaf nútímalistar, sem ég skrifaði í Bæjern og birtist í blaðauka Lesbókar 1. apríl 1973 segir m.a.: „Fyrstu afstrakt- myndir Kandinskys, eins og við notum það orð nú, voru vatnslita- myndir: „Landschaft mit Turm“ frá 1909: rússneskt þunglyndi, bæj- erskt landslag; dökkur blár himinn, græn tré, gulur akur, jú líklega akur, kannski rússneskur, tuminn sést; við horfum á þessa mynd, sjáum bókstaflega hvemig heims- listin hverfur inn í óhlutkenndan afstraktheim þessarar nýju verald- ar. Og nú hefur þessi óhlutkenndi heimur verið sterkasti þáttur vem- leika okkar um 60 ára skeið og verður ávallt, fyrst Kandinsky steig sporið til fulls. Franz Marc vann með Kandinsky í Mumau að almanaki „Der Blaue Reiter". Úr því samstarfí spratt sýning Bláu riddaranna. Þeir gáfu almanakið út 1912 og hugðust gefa það út sem ársrit, en það fórst fyr- ir. Aftur á móti var sýning þeirra haldin í Múnchen í desember 1911, þá var Kandinsky hálffimmtugur, fæddur í Moskvu 1866. Kandinsky hefur sagt frá því í minningarorðum sínum um Franz Marc, 1936, að eigandi sýningarsal- arins í Múnchen þar sem Bláu ridd- aramir sýndu verk sín fyrsta sinn, hafí kvartað yfír því, að hann hafi þurft eftir hvem einasta sýningar- dag að þvo málverkin og láta þau þorna yfír nóttina, því að gestir hafí spýtt á þau: „Þetta voru erfíð- ir tímar, en hættulegir," segir Kandinsky. „Við máluðum, públikum hrækti. Nú málum við og públikum segir: Þetta er laglegt (húbsch)." Kandinsky kunni manna bezt að meta Monet. Hann segir m.a.: „...að tvennt hafi einkum haft áhrif á líf hans og „gróf sig inn í merg og bein“: sýning impressjónistanna í Moskvu 1895, sérstaklega „Heys- áta“ Monets og uppfærsa á Lo- hengrin Wagners. Hann segir að í prógramminu hafí verið fullyrt að myndin væri af heysátu, en hann hafí ekki getað séð hana, cg því hafí þessi „fyrirmyndarlausa" mynd verið nánast óþolandi. „Ég sá óljóst, að það vantaði fyrirmyndina í mál- verkið,“ segir hann. Og ennfremur: „Ég hafði lítinn áhuga á ljós- og loftvandamál- um impressjónist- anna... Mér virtist alltaf, að umræður um þetta vandamál ættu ekkert skylt við málaralist.“ Kandinsky kunni ekki að meta áhuga impres- sjónistanna á ljósi og birtu, en hann bætir við: djúpt innra með honum hafí vaknað veikar efasemdir um gildi fyrirmyndanna fyrir málaral- ist, þegar hann sá „Heysátu" Mo- nets." Og loks: „Wasily Kandinsky var fæddur í Moskvu 4. des. 1866, sonur efnaðra foreldra. Hann segir, að sólin hafi bráðnað yfír Moskvu og orðið eins og litaspjald, bætir við að sérhver litatúba komi hreyfingu á allt sálar- líf sitt. Hann varð aldrei svo gam- all, að hann fyndi ekki til eftirvænt- ingar, þegar hann opnaði túbuna og sá litinn í fyrsta sinn. „Moskva er lykillinn að list hans," segir einn margra fræðimanna, sem hafa fíall- að um líf hans og list. En lyklamir voru fleiri: Bæjern, París, Frakk- land, Norður-Afríka... 1896 kom Kandinsky til Múnchen, þar sem hann kynntist m.a. Alexej von Jawlensky landa sínum, sem var fæddur í Rússlandi 1864, en lézt í Wiesbaden 1941. 1896-1908 var Kandinsky búsettur í Múnchen; lærdómsár, ferðalög m.a. til Túnis, Rapallo, Parisar. Hann gerir tilraunir í symbólskum og ný-impressjónistískum stíl, kynnist svo fauvismanum (hittir Matisse í París) og loks expressjón- isma. Fauvismi Matisse átti rætur í list frumstæðra kynstofna, m.a. í Afríku. Eftir margvíslegar tilraunir verð- ur til fyrsta afstraktmynd eða öllu heldur „óhlutkennda" mynd sög- unnar, vatnslitamynd, „kompositon I“, sem fyrr er nefnd, en áður hafði Kandinsky reynt að mála „afstrakt- myndir", svo að þetta var engin tilviljun, því síður bylting, heldur þróun. Én tvö ár liðu, þar til hann telur sig hafa reynslu til að gera fyrstu raunverulegu og, ef svo mætti segja, meðvituðu tilraunina til að mála óhlutkennda mynd. Sönnun þess, að hér var um ákveð- ið takmark að ræða, en hvorki til- viljun né byltingu, „er Úber das Geistige in der Kunst", sem hann Murnau eftir Kandinsky. skrifaði á þessum árum, þótt bókin kæmi ekki út fyrr en 1911. Hún sannnfærði leitandi nýskapendur i málaralist, eða herti á þeirri sann- færingu þeirra, að tilraunir þeirra væru ekki í því skyni gerðar að btjóta niður gamla list og ganga af henni dauðri, heldur blása í hana nýju fersku lífi. Af bókinni má sjá, að Kandinsky leggur mikla áherzlu á, að verkið skapist af „innri nauðsyn“ og sé brúin milli listamannsins og áhorf- andans, eins og hann kemst að orði. án þessa sambands er verkið „dautt“. Kandinsky nefnir þijár for- sendur listsköpunar: 1) Impressjón (áhrif frá umhverfi og náttúru), 2) Impróvisasjón, (óvænt túlkun óefn- islegrar náttúru) og 3) Komposisjón (meðvituð tilraun til túlkunar á ákveðnum tilfínningum, oftast byggða á langvarandi vinnu; bar- átta forma og lita, sem skapa nýja veröld, byggða á ákveðnum lögmál- um eins og tónlist, en ekki tilviljun- um eins og margir vilja vera láta, þ.e. óhlutkennd list, oft kölluð fúsk á þeim tímum og enn af sumum). Úr þessum þremur þáttum er list Kandinskys og þar með nútímalistin sprottin." P.S. Gamlir stalínistar í Menningar- og friðarsamtökum íslenzkra kvenna senda mér tóninn vegna heldur vin- samlegrar umfjöllunar um Maríu Þorsteinsdóttur í þessum þáttum fyrir hálfum mánuði. Ekkert af því er svaravert, en rifjar upp gamla góða kaldastríðsæðið. Megi þeim vel farnast þama í fortíðinni. M HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 2. nóvember UMRÆÐUR UM VEIÐI leyfagjald hafa bloss- að upp á nýjan leik og eru nú almennari en þær hafa nokkru sinni verið. Á Alþingi hafa farið fram víð- tækar umræður um þingsályktunartillögu Ágústar Einarsson- ar og annarra þingmanna jafnaðarmanna. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fóru fram sviptingasamar umræður um físk- veiðistjórnun almennt. Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokksins, hefur ítrekað blandað sér í umræðurnar að und- anförnu með allt öðrum hætti en áður og loks var þetta mál rætt mjög á aðalfundi Landssambands ísl. útvegsmanna, sem lauk í gær, föstudag. Af hveiju eru umræður um veiðileyfa- gjald að verða svo almennar nú? Ástæðan er sú, sem fram kom í ræðu Halldórs Ásgrímssonar, utanrikisráðherra, á fundi á Hótel Borg fyrir skömmu, þegar hann kvaðst fínna þunga undiröldu meðal þjóð- arinnar vegna þessa máls. Það kom skýrt fram í hinum miklu umræðum, sem fram fóru á Alþingi um tillögu þingmanna jafn- aðarmanna, að þingmenn úr öllum flokkum finna þessa undiröldu. Það kom líka skýrt fram á aðalfundi LÍÚ, að forystumenn útgerðarmanna fínna hina sömu undiröldu. Og það er alveg ljóst að Þorsteinn Páls- son, sjávarútvegsráðherra, verður mjög var við þessa þungu öldu vegna þess, að ræða hans á aðalfundi LÍÚ snerist nánast ekki um neitt annað en veiðileyfagjaldið, þar sem hann virtist ekki gera neinn ágreining um það í grundvallaratriðum en taldi að það mætti ekki hækka frá því, sem nú væri. í ræðu, sem Magnús Stefánsson, alþing- ismaður Framsóknarflokks fyrir Vestur- landskjördæmi, flutti í umræðunum á Al- þingi um þingsályktunartillögu þingmanna jafnaðarmanna sagði hann m.a.: „Maður verður var við það nánast hvar sem maður fer að rætt er um að taka beri upp inn- heimtu veiðileyfagjalds. Ég hef með sjálf- um mér verið að reyna að skilgreina hvem- ig standi á því að þessi umræða er orðin svona útbreidd eins og ég tel hana vera. Ég hef komizt að þeirri niðurstöðu, að í langflestum tilfellum sé rótin að umræð- unni sú, að fólk er óánægt með fyrirkomu- lag fiskveiðistjómunarinnar, þar sem um er að ræða heimild til framsals, þ.e. sölu eða leigu á veiðiheimildum. Niðurstaða mín eftir að hafa rætt þetta við_ fólk tölu- vert víða er að rótin sé þessi. Út af fyrir sig get ég viðurkennt, að sú rót, sem ég tala um er á sinn hátt skiljanleg... En umræðan um veiðileyfagjaldið vítt og breitt hefur að mínu mati að vissu leyti farið út á mjög óæskilegar brautir. Þá meina ég það þannig, að allir útvegsmenn em í umræðunni stimplaðir sægreifar, sem braski með eigur þjóðarinnar o.s.frv. Þetta tel ég hafa valdið því, að það er mjög hallað á marga heiðvirða útgerðarmenn og sjómenn, sem hafa ekki stundað það, sem umræðan skilgreinir sem brask og svínarí. Ég veit dæmi þess, að einstakar persónur hafa orðið fyrir aðkasti vegna þessa en era þó alsaklausir af málinu." Kristján Pálsson, alþingismaður Sjálf- stæðisflokks fyrir Reykjaneskjördæmi, finnur sömu óánægju og Magnús Stefáns- son. í sömu umræðum sagði hann m.a.: „Það sem hefur gerzt með framsalinu hef- ur skapað þann óróleika meðal þjóðarinn- ar, sem við erum núna að glíma við.“ Svavar Gestsson, alþingismaður Al- þýðubandalags fyrir Reykjavíkurkjör- dæmi, sagði í umræðunum: „... það er gríðarleg óánægja í landinu, bullandi óánægja, með kvótabraskið, með leiguvið- skiptin, með það að menn séu að hirða milljónir og aftur milljónir á því að eiga veiðiheimildir, sem þeir nota ekki og lifa sjálfir í vellystingum praktuglega og leigja þær út.“ Og Árni Johnsen, alþingismaður Sjálf- stæðisflokks fyrir Suðurlandskjördæmi, sagði í síðasta hluta þessara umræðna á dögunum: „Það er alveg rétt, að mikil og vaxandi tortryggni er í landinu í dag vegna fiskveiðistjórnunar og atriða, sem lúta að þeim málum. Við því þarf að bregðast. Það er alveg rétt. Og það er ekki boðlegt, þegar sú staða er komin upp í svo mikil- vægu hagsmunamáli, að mikill urgur er í landsmönnum og tortryggni." Þessar tilvitnanir sýna, að alþingismenn gera sér nú almennt grein fyrir þeirri gífur- legu undiröldu, sem er meðal kjósenda. Fólk fylgist með því hvernig sameiginleg auðlind þjóðarinnar er afhent fámennum hópi manna til afnota endurgjaldslaust, en þeir selja svo aðgang að fyrir stórfé, sem rennur í vasa þeirra eða þeirra fyrir- tækja, sem þeir stjórna. En það eru ekki aðeins alþingismenn, sem átta sig á þessari miklu óánægjuöldu meðal þjóðarinnar. Á aðalfundi LÍU, sem stóð sl. fímmtudag og föstudag kom skýrt í ljós, að helzti forystumaður útvegsmanna í landinu, Kristján Ragnarsson, formaður samtakanna, gerir sér glögga grein fyrir stöðu þessa máls hjá almenningi. í setning- arræðu sinni á aðalfundinum sagði Krist- ján Ragnarsson m.a.: „Hvernig má það vera, að umræðan í þjóðfélaginu sé okkur svo neikvæð, sem raun ber vitni, og uppi séu kröfur um gífurlega skattlagningu á þann arð, sem stjórnkerfí fiskveiðanna gefur okkur? Það liggur við, að það sé talið vandamál, að sjávarútvegurinn geti eitthvað grynnt á skuldum sínum. Svo virð- ist sem framsal veiðiheimilda vegi þyngst í hinni neikvæðu umræðu. Viðskipti með veiðiheimildir er eitthvað, sem fólki þykir aðfinnsluvert... Þegar litið er yfir þetta mál í heild verðum við að álykta, með hlið- sjón af hinni neikvæðu umræðu, að við öll, sem hér erum saman komin, höfum ekki staðið okkur sem skyldi í að skýra fyrir almenningi á hvaða meginþáttum fískveiðistjórnarkerfið byggist.“ Það er afar mikilvægt, að alþingismenn almennt eru nú búnir að átta sig á því hvað óánægjan er mikil meðal þjóðarinnar með óbreytt kerfi. Þetta kom að vísu skýrt í ljós fyrir síðustu alþingiskosningar, þar sem spurningar um þetta mál snera að frambjóðendum á nánast hveijum einasta kosningafundi, sem haldinn var, hvar sem var á landinu. Eftir þær kosningar höfðu margir þingmenn og frambjóðendur á orði, að þeir gætu ekki gengið til kosninga á nýjan leik án þess að hafa gert einhveijar þær breytingar, sem þjóðin væri sátt við. Sú viðurkenning, sem fram kom á óánægju fólks í umræðunum á Alþingi er hisn vegar mikilvæg forsenda þess, að áfram verði haldið á vettvangi þingsins með umræður og undirbúning að breyting- um á þeirri löggjöf, sem um er að ræða. Það skiptir líka veralegu máli, að út- vegsmenn sjálfír era að byija að gera sér grein fyrir því, að þeir geta ekki látið gagnrýni á óbreytt kerfí, sem vind um eyra þjóta. Þetta kom skýrt fram í ræðu Kristjáns Ragnarssonar, sem var að hluta til eins konar ákall til útgerðarmanna um að standa sig betur í umræðum úti í þjóðfé- laginu um þeirra hlið á málinu. Það eitt út af fyrir sig, að útvegsmenn lýsi sig reiðubúna til málefnalegra umræðna um auðlindina og hvernig hagnýtingu hennar sé bezt fyrir komið er mikilvægt spor í rétta átt. Framlag Halldórs Ás- grímssonar ÞATTUR HALL- dórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, í þessum umræðum er afar mikilvægur, ekki sízt vegna þess, að hann hefur á undanförnum árum verið einn helzti talsmaður þess kerfis, sem nú er við lýði, enda einn af aðal höfundum þess og ábyrgðarmaður. í ræðu á aðalfundi LÍÚ í gær, föstu- dag, sagði Halldór Ásgrímsson m.a.: „Varðandi galla aflamarkskerfísins getum við ekki litið framhjá því, að þar sem markaðskröftunum er sleppt lausum getur komið fram misskipting og óréttlæti, sem nauðsynlegt er að takast á við og fínna leiðir til úrbóta. Þótt ég telji aflamarkskerf- ið hafa ótvírætt sannað kosti sína er um- ræðan um kosti þess og galla nauðsynleg. Sanngjörn umræða skapar aðhald og kallar fram hugmyndir um það, sem betur má fara. En það verður að gera með rök- um en ekki rökleysu. Það ríður á, að menn haldi áttum og geri sér grein fyrir þeim möguleikum, sem liggja í þessu fjöreggi okkar og við nýtum þá í stað þess að koma í veg fyrir, að þeim verði hrint í fram- kvæmd. Útvegsmenn verða að taka þátt í um- ræðunni og færa fram rök í skipulagsmál- um sjávarútvegsins. Þeir sitja hjá í alltof miklum mæli og leiðrétta ekki margvísleg- an misskilning og ætlast til að aðrir geri það. Ekkert skipulag í sjávarútvegi mun standast til frambúðar nema um það ríki bærileg sátt. Við sem vinnum í stjórnmál- unum erum helztu ábyrgðarmenn þeirrar sáttar. Við getum ekki rækt þessar skyld- ur okkar nema gengið sé fram af var- færni. Við hljótum að ætlast til þess, að þeir, sem hafa auðlindina til afnota rækti garðinn vel og gangi fram af ábyrgð í garð byggðanna og þjóðfélagsins. Við verðum líka að ætlast til þess að fjölmiðl- ar fjalli um málið hleypidómalaust og reyni ekki að gera rökleysu að sannindum í kappi sínu við að ná fyrirfram ákveðinni niðurstöðu." Þetta eru áþekk ummæli og utanríkis- ráðherra viðhafði á fundi þeim á Hótel Borg, sem Morgunblaðið hefur áður vitnað til. Að sjálfsögðu er ljóst, að Halldór Ás- grímsson hefur ekki gengið til liðs við talsmenn veiðileyfagjalds en það skiptir miklu máli, að hann hefur opinberlega lýst þeirri skoðun, að ekki sé allt sem skyldi og jafnframt að hann hefur hvatt til mál- efnalegra umræðna um. málið. Raunar hvatti Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, einnig til umræðna um fiskveiðistjórnunina í setn- ingarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins fyrir skömmu. Hér hafa á skömmum tíma skapast al- veg ný viðhorf í umræðum um veiðileyfa- gjald. Það er nýtt, að stjórnmálamenn í öllum flokkum séu tilbúnir til að viður- kenna og horfast í augu við megna óánægju landsmanna með óbreytt kerfí. Það er nýtt, að helztu forystumenn tveggja stærstu stjórnmálaflokka þjóðarinnar og helzti forystumaður útvegsmanna hvetji til opinna umræðna meðal landsmanna um þetta mikla mál. Þess vegna lítur Morgunblaðið svo á, að þrátt fyrir stóryrði, sem falla hér og þar í hita leiksins, höfum við á undanförn- um vikum stigið skref fram á við í átt til þess að viðurkenna í verki lögmætan rétt þjóðarinnar til nokkurrar umbunar fyrir réttinn til að nýta auðlindina. ÞÁTTUR ÞOR- steins Pálssonar, sjávarútvegsráð- herra Sjálfstæðis- flokksins, í þessum umræðum að und- anförnu er sérlega forvitnilegur. Hann hefur eins og alþjóð veit verið einn helzti talsmaður núverandi kerfís á undanfórnum áram enda gegnt embætti sjávarútvegsráðherra frá árinu Hefur Þor- steinn Páls- son fallizt á megin- atriðin? 199L í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ sl. fímmtu- dag sagði Þorsteinn Pálsson m.a.: „í um- ræðum um nýjan auðlindaskatt heyrist gjarnan að knýja þurfi á um viðurkenningu á því grundvallaratriði að leggja megi skatt á aflaheimildir. Sannleikurinn er hins veg- ar sá, að því fer víðsfjarri að deilan standi um þetta. Frá upphafi hefur verið lagður skattur á aflaheimildir. Fyrst til að standa að hluta undir veiðistjómun og eftirliti, síðan til að standa undir öllum kostnaði við stjómun og eftirlit, úreldingarstyrkjum og hluta af óreiðuskuldum ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Þessi skattur er yfir 700 milljónir króna í dag. Stærstu útgerðarfyrirtækin era að greiða milli 20 og 30 milljónir króna í slík- an skatt og algengt er, að trillukarlar greiði frá 100 og upp í 300 þúsund krón- ur. Hvað ætli skatturinn á trillukarlana þurfí að hækka til þess að réttlæti auð- lindaskattsmanna sé náð? Ég hef aldrei heyrt þá svara þeirri spurningu og vefst þó réttlætið yfírleitt ekki fyrir þeim. Þegar veður er gert út af því, að Banda- ríkjamenn séu að leggja á skatt til að mæta kostnaði við veiðistjórnun og eftirlit er veraleikinn sá, að við höfum fyrir löngu tekið slíkar ákvarðanir. Þær era ekki nýjar af nálinni. Bandaríkjamenn era því spor- göngumenn okkar í þessum efnum. En um hvað snýst þá deilan? Hún snýst um það, hvort á að hækka þessa skatta“ Morgunblaðið vill ekki gera Þorsteini Pálssyni upp skoðanir. En ef skilja má orð hans á þann veg, að hann sé samþykkur því í grundvallaratriðum, að útgerðin greiði gjald fyrir réttinn til þess að nýta sameig- inlega auðlind þjóðarinnar allrar en að hann leggi hins vegar áherzlu á, að þetta gjald sé lágt, era það engu að síður póli- tísk stórtíðindi. Þá er alveg augljóst, að breyting er að verða á afstöðu eins helzta forystumanns Sjálfstæðisflokksins til málsins. í umræðum um veiðileyfagjald hefur Morgunblaðið alltaf lagt höfuðáherzlu á, að mestu skipti, að viðurkenning fengist á því grundvallaratriði, að þjóðin ætti rétt á greiðslu fyrir rétt takmarkaðs hóps landsmanna til þess að nýta þessa auð- lind. Morgunblaðið hefur alltaf og ítrekað sagt, að það væri síðan spurning um mála- miðlun í samfélaginu, hvert gjaldið yrði og hvenær því yrði komið á og á hve löng- um tíma. I því sambandi sagði blaðið í upphafí þessa áratugar, að það skipti ekki meginmáli, hvort það gerðist á næstu fímm eða tíu árum. Staðreyndin er auðvitað sú, að útgerðar- menn hafa haft efni á því að greiða mikl- ar fjárhæðir sín í milli fyrir réttinn til að veiða fisk í hinni sameiginlegu auðlind. Kristján Pálsson, alþingismaður Sjálfstæð- isflokks, sagði í umræðum um þingsálykt- unartillögu jafnaðarmanna: „Ég styð veiði- leyfagjald eins og það er útfært í dag.“ Síðan upplýsti hann hvað útgerðarmenn í hans eigin kjördæmi borguðu í veiðileyfa- gjald á síðasta fískveiðiári, þ.e. veiðileyfa- gjald til annarra útgerðarmanna en ekki eigenda auðlindarinnar. Þingmaðurinn sagði: „Á síðasta fískveiðiári keyptu þeir- (útgerðarmenn í Reykjaneskjördæmi, inn- skot Mbl.) 16.817 þorskígildistonn umfram það, sem þeir seldu frá sér. Ef við mundum reyna að gera þetta að peningum, þá gæti þetta þýtt að Reyknesingar hefðu keypt til sín þorskígildistonn fyrir yfír milljarð á sl. ári. Það er það gjald, sem þeir hafa þurft að greiða fyrir að komast á sjó sumir hveijir þó að það sé að sjálf- sögðu misjafnt milli útgerða hvort þetta hefur verið notað til þess að komast yfír þorskheimildir eða heimildir til veiða.“ Látum alveg liggja á milli hluta, að útgerðarmenn í Reykjaneskjördæmi hafa haft efni á að greiða einn milljarð í veiði- leyfagjald til annarra útgerðarmanna á sama tíma og sjávarútvegsráðherra telur að 700 milljónir frá útgerðinni á landinu öllu sé viðunandi gjald til eigenda auðlind- arinnar og aðrir forsvarsmenn útgerðar- innar segja, að engin efni séu til slíkrar greiðslu! Úr því að Þorsteinn Pálsson virðist sam- kvæmt orðanna hljóðan vera sáttur við ein- hvers konar veiðileyfagjald er hann þá tilbú- inn til þeirrar málamiðlunar, að slíkt gjald verði hækkað í áföngum með batnandi hag útgerðarinnar og að leigugjaldið verði greitt réttum aðila, þ.e. þjóðinni sjálfri? Eru aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks, á borð við Kristján Pálsson, sem segist styðja „veiði- leyfagjald eins og það er útfært í dag“, tilbúnir til slíkrar málamiðlunar? Telur Kristján Pálsson sjálfsagt, að útgerðarmenn í hans kjördasmi greiði útgerðarmönnum í öðram kjördæmum milljarð fyrir veiðiheim- ildir á einu ári en að kjósendur hans í Reykjaneskjördæmi, sem lögum samkvæmt era eigendur auðlindarinnar ásamt með öðram landsmönnum, fái ekkert í sinn hlut af þessum milljarði? Kannski geta menn þokast áfram til niðurstöðu og málamiðlunar með umræð- um af þessu tagi og tryggt þar með þá „bærilegu sátt“, sem Halldór Ásgrímsson segir réttilega að verði að vera fyrir hendi, eigi skipulag í sjávarútvegi að standast til frambúðar. „Hér hafa á skömmum tíma skapast alveg ný viðhorf í umræð- um um veiðileyfa- gjald. Það er nýtt, að stjórnmála- menn í öllum flokkum séu til- búnir til að viður- kenna og horfast í augu við megna óánægju lands- manna með óbreytt kerfi. Það er nýtt, að helztu forystumenn tveggja stærstu stjórnmálaflokka þjóðarinnar og helzti forystu- maður útvegs- manna hvetji til opinna umræðna meðal lands- manna um þetta mikla mál.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.