Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ©1996 Tribune Media Services, Inc. U All Rights Reserved._____________ V'J / Ferdinand Smáfólk H'E5,SIR..lVE been INVITED TO THE SUIEETHEART SALL.. Já, herra... mér hefur verið boðið á paraballið ... Svo að ég býst við því Nei, þetta er hundurinn Hundum er aldrei að ég verði að leigja minn ... nei, hann kemur boðið neitt mér smóking, er það ekki... ekki? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Neyðaróp frá Zambíu Frá Ástþóri Magnússyni: BISKUPINN A.K. Kaping, for- stöðumaður „Brethren Center for Confliet Resolution" í Zambíu sem eitt aðilðarfélag Friðar 2000, hefur nýlega sent aðalskrifstofunni á ís- landi bréf með örvæntingarfullri beiðni um aðstoð. Hér fer útdráttur úr þessu bréfi: Eg bið um aðstoð og góð ráð. Vegna þess að leiðtogar þjóðar okk- ar hafa sóað auðlindum landsins og selt ríkisfyrirtækin. Engin reikn- ingsskil eru gerð opinber og al- menningur býr við mikla örbirgð meðan leiðtogarnir lifa í vellysting- um. Þeir safna auði meðan hinn almenni borgari býr við fátækt, hungursneyð og atvinnuleysi. Leiðtogarnir hafa stundað lán- tökur erlendis sem að stórum hluta skila sér ekki til þjóðarinanr. Af- borganir eru jafnvel hærri en allar þjóðartekjur samanlagt. Þar sem efnahagslífið hefur verið lagt í rúst geta fátækar þjóðir eins og okkar ekki staðið við skuldbindingar sínar við alþjóðlega banka. Og af því fyrri lánafyrirgreislur hafa verið misnot- aðar fáum við ekki fleiri erlend lán. Efnahagslíf þjóðarinnar hefur verið gjörsamlega rústað af þessum sjálfselsku leiðtogum sem hefur orsakað mikinn fjölda dauðsfalla barna og fátækra úr hungri og sjúk- dómum. Við gætum haft það gott ef þjóð- artekjum væri réttlátlega skipt. Land okkar er auðugt af málmum, gulli, demöntum og alls kyns eðal- steinum. Við höfum einnig frjósam- an jarðveg til að rækta mikið af ávöxtum og grænmeti. Við höfum fengið styrki erlendis frá til að byggja upp atvinnuvegi en því mið- ur hafa peningarnir oft ekki skilað sér inn í atvinnulífið. Stundum hafa peningarnir horfið hjá embættis- mönnum eða verið notaðir í annað en ætlast var til. Við ætlum að koma á fót eftirfar- andi verkefnum: 1. Aðstoða smærri bændur við að ryðja land til að rækta matvæli. 2. Þjálfa ungt fólk og atvinnu- lausa til margvíslegra starfa. 3. Aðstoða nauðstadda, götu- börn, misnotuð börn og konur og veita munaðarleysingjum hæli. 4. Aðstoða fanga til endurhæf- ingar og aðstoða alnæmissjúklinga. 5. Stuðla að því að bæjarfélög byggi sjálfbærar heilsugæslustöðv- ar og skóla. Vinsamlegast heyrið neyðaróp okkar, hjálpið okkur! ÁSTÞÓR MAGNÚSSON, stofnandi Friðar 2000. Trúverðuga forystu Frá Hrafnkeli Tjörva Stefánssyni: FYRIR dyrum stendur val_á nýrri forystu Alþýðuflokksins. í þeirri umræðu hefur gamalt vandamál skotið upp kollinum, Guðmundur Ámi Stefánsson, sem telur sig hæfan til að verða næsti formaður flokksins. Ferill hans er öðru frem- ur varðaður spillingu og vafasamri notkun almanna fiár, fyrst sem bæjarstjóri og síðar sem ráðherra. Eftir þennan stjórnmálamann ligg- ur einn lengsti og skrautlegasti listi spillingarmála sem sést hefur í ís- lenskum stjórnmálum á síðari áram. Sem dæmi um þetta má nefna ráðn- ingu formanns stjómar Ríkisspítal- anna. En eins og alþjóð veit réð Guðmundur mág sinn í þessa stöðu, hálfum sólarhring áður en slíkt hefði orðið ólöglegt samkvæmt nýju stjórnsýslulögunum sem þingmað- urinn tók reyndar sjálfur þátt í að samþykkja. Kannski löglegt en ansi hreint siðlaust. Arfleið bæjarstjór- ans fyrrverandi í Hafnarfirði og fjármálasukkið þar í bæ segir líka sína sögu. Með vera sinni á lista flokksins átti Guðmundur Árni stærstan hlut í fylgishruni Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi, sterkasta vígi flokksins. Undrunarefni er að mað- urinn skyldi ekki draga sig í hlé eftir svo misheppnaðan stjórnmála- feril og eftir að hafa verið hrakinn með skömm úr ráðherrastóli vegna pólitískrar spillingar. Hefur það reynst flokknum æði dýrt. Yfír 700 útstrikunaratkvæði á nafn Guð- mundar Árna í síðustu Alþingis- kosningum segja allt sem segja þarf um stöðu hans meðal kjósenda flokksins. Það spillingarorð sem farið hefur af Alþýðuflokknum undanfarin ár og áratugi er óþolandi með öllu. Siðblindir forystumenn flokksins hafa hrakið fólk frá flokknum og þannig veikt hann og jafnaðar- stefnuna í landinu. Á þeim tíma- mótum sem við alþýðuflokksmenn stöndum á í dag er brýnt að traust og heiðarlegt fólk veljist til for- ystu, svo boðskapur flokksins um jöfnuð frelsi og bræðralag geti reynist trúverðugur í augum kjós- enda. í ljósi fyrri verka skora því Ungir jafnaðarmenn í Garðabæ á 48. Flokksþing Alþiýðuflokksins að gefa Guðmundi Árna Stefánssyni frí frá frekari trúnaðarstörfum fyr- ir flokkinn. HRAFNKELL TJÖRVI STEFÁNSSON, Markarflöt 41, Garðabæ. Hvað skal segja? 55 Væri rétt að segja: Stór hópur íslendinga settust að í Kanada. Svar: Það var hópur sem settist að. Því er rétt að segja: Stór hópur Islendinga settist að í Kanada. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.