Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 39 . BREF TIL BLAPSINS Þakkir til Dómkirkjunnar Frá Ingibjörgu Jónasdóttur: ÞAÐ var í lok maímánaðar sl. að mér barst bréf frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hvað þeir í Dómkirkj- unni gætu viljað mér var mér al- veg óskiljanlegt. Ef til vill voru þetta einhver mistök. Bréfið opn- aði ég og sá að þar voru engin mistök á ferðinni, heldur þetta líka ágæta bréf frá prestum Dómkirkj- unnar þeim síra Hjalta Guðmunds- syni og síra Jakobi Á. Hjálmars- syni. Einnig skrifuðu undir bréfið þau Kristján Búason og Unnur Fenger, en þau voru gömul bekkj- arsystkini mín. Bréfið var til að minna á að í ár væru 50 ár liðin frá því að ég hafði fermst í Dómkirkjunni og að þetta árið væri 200 ára af- mæli Dómkirkjunnar. Sú hugmynd hefði komið fram að reyna að stofna til þess siðs einvhern dag á vori hveiju að minnast 50 ára fermingarafmælisins. Þá væri fólk á besta aldri og ástæða til að hitta þá sem lífsins leið hefði ekki leitt Dómkirkjan saman lengi og minnast liðinna stunda. Þetta var auðvitað hið besta mál og ég þurfti ekkert að vera í vafa um að þarna ætlaði ég að mæta. Messan var ákveðin 9. júní 1996 kl. 14. Það var vel mætt í kirkjuna og mjög gaman að hitta gamla vini, kunningja og skólasystkfni. Við rifjuðum upp hitt og þetta í sambandi við fermingu okkar frá því fyrir fimmtíu árum og þegar við gengum til prestsins. Öll vorum við sammála um hvað síra Bjarni Jónsson hefði verið skemmtilegur. Það skipti nú ekki svo litlu máli í þá daga. Það voru stórkostlegir menn síra Bjarni Jónsson og dr. Páll ísólfsson organisti, sem að þessari fermingarguðsþjónustu stóðu. Að messunni lokinni var boðið í kaffi í safnaðarheimili kirkjunn- ar. Þeir, sem stjórnuðu því boði, höfðu ekki síður lagt sig fram, það var allt hið myndarlegasta, veit- ingar höfðinglegar og gaman að skoða húsakynnin. Ég vil að lokum þakka öllu því fólki, sem að þessari athöfn stóð, kærlega fyrir. Ég mun alla tíð minnast þessa dags með hlýjum hug og mér fannst mjög gaman. INGIBJÖRG JÓNASDÓTTIR, fermd 3. nóvember 1946, Grandavegi 47, Reykjavík. Umboðsmaður óskast Alþjóðleg bílaleiga óskar eftir einkaumboðsmanni ó Islandi til að sjó um leigu ó bílum í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Ástraliu og Asíu. Áhugsöm fyrirtæki sendi símbréf til: FC a/s, Oslo, Noregi, 00 47 22 521210. Opið hús — Alfholt 32 Góð 4ra herb. 95 fm íb. á góðum útsýnisstað. Útsýni yfir bæinn. Sólpallur, hiti í stéttum. Suðursvalir. Möguleg skipti á 2ja herb. íb. í Hafnarfirði. Guðrún (s. 565 0369) tekur á móti ykkur frá kl. 13 til 15. Valhús, Bæjarhrauni 10, sími 565-1122. Boðagrandi 6 — opið hús Til sýnis í dag glæsileg 90 fm íbúð á 3. hæð m. stórglæsilegu útsýni í norður og suður, m.a. yfir Akranes og KR-völlinn. Stórar suðursvalir. Nýlegt eldhús og parket. Verð 7.850 þús. Páll Einar sýnir íbúöina í dag milli kl. 14 og 17. Valhöll, fasteignasala, sími 5884477. Brandtex vörur Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Gífurlegt úrval köflóttra efna í barnakjóla, akbútasaum, gardínur fflt og föndur. £ÍS\ Sendum í póstkröfu. ÍÖMWWI fffH- 4 ■ Mörkinni 3, s. 568 7477. -sJU búseti FELAGSLEGAR IBUÐIR TIL ÚTHLUTUNAR í NÓVEMBER 1996 Aðeins félagsmenn innan eigna- og tekjumarka, geta sótt um þessar íbúðir: Staður. Nr. íb. Herb.fj.: Nettó fm: Búseturéttur: Búsetugj.: Til afhend.: Berjarimi 3,112 Reykjavík 101 2 66,1 1.115.485 kr. 33.028 kr. Fljótl. Berjarimi 5,112 Reykjavík 102 2 64,8 1.095.137 kr. 32.413 kr. Samkomul. Berjarimi 7,112 Reykjavík 101 2 64,8 1.094.343 kr. 32.413 kr. Jan.’97 Berjarimi 7,112 Reykjavík 201 2 67,47 1.137.891 kr. 33.684 kr. Fljótl. Frostafold 20,112 Reykjavík 502 3 78,1 965.466 kr. 37.440 kr. Strax Berjarimi 5,112 Reykjavík 302 3 71,8 1.208.705 kr. 35.747 kr. Samkomul. Skólatún 6, 225 Bessastaðahr. 101 3 92,5 1.216.168 kr. 32.352 kr. Samkomul. Garðhús 2,112 Reykjavík 202 3 79,7 1.309.261 kr. 30.838 kr. Samkomulag Frostafold 20, 112 Reykjavík 406 4 88,1 1.050.378 kr. 41.430 kr Samkomulag Bæjarholt 7a, 220 Hafnarfjörður 001 4 129,9 1.450.618 kr. 50.786 kr. Samkomulag Laugavegur 146,101 Reykjavík 203 4 92,7 1.115.488 kr. 37.619 kr. l.desember Berjarimi 1,112 Reykjavík 302 4 87,0 1.459.583 kr. 43.049 kr. Samkomulag Hvernig sótt er um íbúð: Umsóknir um íbúðirnar þurfa að hafa borist Búseta hsf. fyrir kl. 15 þann 11. nóvember á eyðublöðum sem þar fást. Athugið að fjölskylduvottorð ásamt staðfestum skattframtölum sl. þriggja ára þurfa að fylgja umsókn. Umsóknir gilda fyrir hverja auglýsingu fyrir sig og falla síðan úr gildi. Upplýsingar um skoðunardag íbúða og teikningar fást á skrifstofu Búseta. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 13. nóvember kl. 12.00 í fundar sal Hamragarða, Hávallagötu 24,101 Reykjavík. ATH. Þeir félagsmenn sem eru með breytt heimilisfang vinsamlegast látið vita til að fréttabréfið BÚSETINN berist á réttan stað. http://WWW.centrum.is./-bus/ BÚSETI Hamragotðum. Hávallagötu 24, 101 Reykiavtk. sími 552 5788. Tjarnarmýri 45, Seltj. — raðhús 252 fm vandað raðhús á þessum vinsæla tað. Rúmgóð svefn herbergi, 2 stofur. Arinn. Sólskáli. Bílskúr. Vönduð að mestu fullbúin eign. Áhv. 6,5 m. Verð 15,0 m. Bjarni sýnir í dag milli kl. 13 og 17. Ásholt 20, miðbær — laust 130 fm fallegt raðhús á tveimur hæðum í þessum vin- sæla kjarna. 3 svefnherb. og rúmgóðar stofur. Sólstofa. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Stæði í vandaðri bíl- geymslu. Húsvörður sér um sameign. Áhv. 3,3 millj. Verð 11,7 millj. Arnór og Brynja sýna í dag frá kl. 13—17. Vesturberg 146, 4ra herb. — laus 99 fm falleg íb. á 3. hæð í vönduðu fjölbýli (verð- launahús). 3 rúmg. svefnh. Parket á holi, stofu og eld- húsi. Suð-vestur svalir. Mikið útsýni. Áhv. 4,2 millj. Verð 6,9 millj. íbúðin getur verið laus. Sverrir og María sýna í dag milli kl. 13 og 17. Réttarholtsvegur 110 fm fallegt raðhús á þessum vinsæla stað. 3—4 svefnherbergi. Parket á gólfum. Endurn. lagnir, þak o.fl. Suðurverönd og fallegur garður. Áhv. 4,2 millj. þyggsj. Verð 8,9 millj. Húsið getur verið laust fljótlega. Suðurlandsbraut 50,108 Reykjavík Sími: 533 4300 Fax: 568 4094 Þórarinn Jónsson hdl. og löggiltur fasteignasali. Opið í dag milli kl. 12.00 og 14.00. Opið hús í dag, sunnudag, milli kl. 14.00 og 17.00. FASTEIGNASALA iv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.