Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ lO SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 DAGBÓK Kirkjustarf Langholtskirkja. Ung- bamamorgunn mánudag kl. 10-12.Opið hús. Jóna Margrét Jónsdóttir, hjúkr.fr. Laugarneskirkja. Mánudag: Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20. Neskirkja. Hjónastarf í Neskirkju í kvöld kl. 20.30. Mánudag: 10-12 ára starf kl. 17. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20. Foreldramorgunn þriðjud. kl. 10-12. Kaffi og spjall. Óháði söfnuðurinn Fræðslukvöld mánudag kl. 20.30. Ábyrgð á um- hverfinu. Páll Skúlason, siðfræðikennari. Árbæjarkirkja. Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 19.30-21.30. Mánudag: Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13-15.30. Starf fyrir 9-10 ára kl. 16-17. Digraneskirkja. For- eldramorgnar þriðjudaga kl. 10-12. Öllum opið. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir unglinga í kvöld kl. 21. Mánudag: Starf fyrir 6-8 ára börn kl. 17. Bænastund og fyrirbænir kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkjunni. Æskulýðsfé- lagsfundur kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Fundur á vegum Hvíta- bandsins og Thorvalds- ensfélagsins mánudags- kvöld kl. 20.30. Efni: Vímuefnavamir og for- eldrafræðsla. Kópavogskirkja. Æskulýðsfélagið heldur fund í safnaðarheimilinu Borgum í kvöld kl. 20. Seljakirkja. Fundur KFUK á morgun mánu- dag fyrir 6-9 ára böm kl. 17.15-18.15 og 10-12 ára kl. 18.30-19.30. Mömmumorgunn þriðju- dag kl. 10-12. Landakirkja. Unglinga- fundur KFUM & K kl. 20.30 í kvöld. Keflavíkurkirkja Á þriðjudag kl. 16-18 kirkjan opin. Bókavarðafélag íslands Kjör bókavarða verði leiðrétt ý BÓKAVARÐAFÉLAG íslands hélt 13. landsfund sinn í iok sept- ember og var samþykkt ályktun á fundinum þar sem segir að það skjóti skökku við að kjör þeirra sem starfa við upplýsingamiðlun skuli vera með þeim lökustu í ís- lensku samfélagi. „Á fáum árum hefur orðið al- ger bylting í starfi bókavarða. Bókaverðir þurfa nú að kunna góð skil á allri þeirri nýju tækni sem mótar allt upplýsingastarf; tölv- um, margmiðlun, Interneti og margskonar fjarskiptaleiðum, auk hinna hefðbundnu bókasafns- starfa ... Því skorar XIII. lands- fundur Bókavarðafélags íslands á sveitarstjórnir og launanefnd sveitarfélaga og þeirra annarra sem málið varðar að leiðrétta kjör bókavarða til samræmis við þær auknu kröfur sem gerðar eru til þeirra til að tryggja stöðu íslands í upplýsingasamfélagi 21. aldar- innar." Eru bókaverðir að úreldast? Bókaverðir halda landsfund annað hvert ár og sækja hann bókaverðir af öllu landinu. Þátt- takendur voru að þessu sinni t 115, samkvæmt frétt frá félag- inu. Fundurinn stóð í tvo daga og var fjallað um samstarf og tengsl almennings- og skólabóka- safna og háskólabókasafna, til dæmis samstarf allra bókasafna á Akureyri. Jón Sigurðsson, fyrr- verandi rektor háskólans á Bif- röst, flutti ræðu með yfirskrift- inni „Eru bókaverðir að úreld- ast?“ og spunnust fjörugar um- ræður í kjölfarið, að sögn for- manns Bókavarðarfélagsins, Hrafns A. Harðarsonar. Þá var fjallað um aðgang al- mennings að margmiðlun á bóka- söfnum og skráningu efnis á Internetinu. Einnig var skipst á skoðunum um hvort bókasöfn eigi að vera upplýsingaskrifstofur fyrir ferðamenn og sagt frá skoð- unarferð um bókasöfn i Banda- ríkjum Norður-Ameríku undir heitinu „Bókasöfn í villta vestr- inu“. Unnið var í hópum og fjall- að um barnastarf á bókasöfnum og Ieiðbeint um viðgerðir á bók- um. Segir Hrafn mikinn hug í bókavörðum um þessar mundir og áhuga á nýjum möguleikum til betri þjónustu sem opnast með nýrri tölvu- og fjarskiptatækni. Loks má geta ályktunar sem bókaverðir samþykktu og sendu menntamálaráðherra og sveitar- stjórnum, en þar er til þess mælst, meðal annars, að öll bókasöfn á íslandi hafi aðgang að sameigin- legum gagnagrunni bókasafna Iandsins fyrir lok næsta árs, að- gang að Internetinu fyrir lok árs- ins 1997 og að almenningsbóka- söfn veiti almenningi aðgang að Internetinu fyrir árslok 1997. -I« Heildarjóga Jógafyrír alla Gninnnúmskeiú: Kenndar verða hatha-jógastöður, öndun, slökun og hugleiðsla. Fjallað verður um jógaheimspekina, mataræði o.fl. • 4.-25. nóv. (7 skipti) mán. og mið. kl. 20-21.30. Leiðbcinandi: Ásmundur Gunnlaugsson. Örfá pláss laus. • 12. nóv. - 3. des. (7 skipti) þri. og ftm. kl. 20-21.30. Leiðbeinandi: Anna Dóra Hermannsdóttir. Anna Dóra Ásmundur Gunnlaugsson Jóga a meðgöngu: Kenndar verða hatha-jógastöður, sérstaklega útfærðar fyrir þungaðar konur, teygjur, öndun og slökun. Engin reynsla í jóga nauðsynleg. • 4.-25. nóv. (7 skipti) mán. og mið. kl. 18.30-19.45. Leiðbeinandi: Anna Dóra Hermannsdóttir. Jóga gegn kvíða: Númskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegn um miklar breytingar í líftnu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynlcg. Leiðbeinandi: Ásmundur Gunnlaugsson. • Helgarnámskeið 9. og 10. nóv. (lau. kl. 9-15, sun. 9-14.30). • Kvöldnámskeið 19. nóv. -10. des. (7 skipti), þri. ogfim. kl. 20-22.15. Örfá pláss laus. YOGA^ STUDIO Ásmundur verður mcö l'yrirleslur 0« kynniunu X. nóv. kl. 20. Fjuliaö veröiir um kvíöa, fælni 054 strcitu. Ailgimgscyrir kr. 500. Hátúni 6A, 105 Reykjavík, sími 511 3100. I DAG Farsi VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Tapað/fundið Úlpa tapaðist DÖKKBLÁ dúnúlpa var tekin í misgripum í Tunglinu laugardaginn 26. otkboer sl. Sá sem kannast við þetta er beð- inn að hafa samband í síma 565-6745. Myndavél tapaðist OLYMPUS myndavél tapaðist við ÍR-heimilið eða í leigubíl þaðan 28. september sl. Vélin er eigendunum dýrmæt og þá ekki síður fiiman sem í henni var, en myndimar hafa mikið tilfinninga- legt gildi fyrir eigend- urna. Sá sem veit um þessa myndavél er vin- samlega beðinn að hafa samband í síma 557-6035. Gæludýr Köttur fæst gefins SÍÐHÆRÐUR gulur geldur fressköttur óskar eftir nýju heimili. Hann er geldur, eymamerktur og er tveggja ára. Upp- lýsingar í síma 554-0384. SKAK llmsjón Margeir Pétursson hvítur getað gefist upp. En nú var annað uppi á ten- ingnum: 35. Rg6+! og það var ekki um annað að ræða fyrir svart en að gefast upp, því 35. - hxg6 36. Dh4 er mát. STAÐAN kom upp á al- þjóðlegu móti í Gistrap í Danmörku í sum- ar. Stórmeistarinn A. Kovalev (2.450), Úkraínu, var með hvítt og átti leik, en Dan- inn Karsten Ras- mussen (2.435) hafði svart og lék síðast 34. - Rgl - e2??, yfirsást hót- un hvíts. Svartur hefði hins vegar verið hrók yfir fyr- ir ekki neitt, eftir t.d. 34. - g5! eða 34. - De4! Þá hefði HVÍTUR mátar í öðrum leik, Víkverji skrifar... FYRSTI vetrardagur rann upp 26. október sl. Hvað þessi vetur ber í skauti sér skal Vík- verji ósagt látið. Að hluta til er hann þó leir í höndum okkar, sem við mótum sjálf. Veldur hver á heldur. Jafnvel í svartasta skamm- deginu getur verið sól í sinni, ef viðhorf eru jákvæð. Þorsteinn skáld Erlingsson sagði: Þegar vetrarþokan grá þig vill fjötra inni; svífðu burt og seztu hjá sumargleði þinni. XXX TÍMINN er fugl sem flýgur hratt. Samt eru dægrin mörg til sumardagsins fyrsta á nýju ári, 24. apríl 1997. Orðið vetrarkvíði segir það sem segja þarf um þann ugg sem bjó í bijóstum fyrri tíðar fólks á haustnóttum. Aðstæður þess voru aðrar og verri en okkar: Engir vegir, engin farartæki, eng- inn sími, ekkert útvarp, ekkert sjónvarp, engin hjálparþjónusta af neinu tagi; húsakynni dimm og köld; aðeins opnir árabátar að sækja í sjávarauðlindina. Sá hefur nóg sér nægja lætur. Unum við, sem ný tækni og ný þekk- ing hefur leyst úr fjötram fábreytni og fátæktar, betur okkar hag? xxx ERLENDIR sparendur sækja hvorki meira né minna en þrettán milljarða króna í landssjóð íslendinga á næsta ári (vextir af erlendum skuldum ríkisins). ótald- ar eru vaxtagreiðslur af erlendum skuldum fólks og fyrirtækja. Ef fyrirhyggja hefði ráðið ferð hefð- um við ekki þurft að greiða svo gífurlegan skuldaskatt út úr land- inu. Þá hefðu þessir fjármunir nýzt til annarra hluta - heimafyrir. Það hefur á hinn bóginn aðeins rofað til. Við höfum lítillega undið ofan af skuldafjötrunum. I haust- skýrslu Seðlabankann segir að samfara minni hallarekstri ríkis- sjóðs lækki skuldir hans miðað við landsframleiðslu að raungildi. „Skuldir umfram útistandandi kröfur fóru hæst í um 50,5 af hundraði landsframleiðslu árið 1995, en verða miðað við áætlanir komnar niður undir 45 af hundraði í árslok 1997.“ Mjór er mikils vísir. Máski kom- umst víð á næstu öld í ráðdeildar- flokk meðal þjóða. Gerumst spar- endur og fiskum einhverja millj- arða í íslenzk útlánatroll? xxx SVEITARFÉLÖGIN sækja einnig dulítið í sig ráðdeildar- veðrið, þótt árangur hagræðingar mælist enn sem komið er í hænu- fetum. Tekjur þeirra hafa aukizt, eftir lægð áranna 1993 og 1994, segir í haustskýrslu Seðlabank- ans. Og lánsfjáreftirspurn þeirra er heldur minnkandi. Orðrétt úr skýrslunni: „Sýnileg merki benda í þá átt, því að bankaskuldir sveitarfélaga jukust ekki á fyrstu 8 mánuðum þessa árs, en örlítið á sama tíma í fyrra og lánsfjáreftirspurn sveitarfélaga á almennum lánsfj- ármarkaði var minni en á sama tíma 1995. Engu að síður er var- úðar þörf. Sveitarfélögin njóta síð- ur góðærisins í tekjum en ríkis- sjóður, og skuldir þeirra eru enn heldur á uppleið.“ Ríki og sveitarfélög verða greini- lega að ganga hægt um gleðidyr eyðslunnar næstu misserin. xxx FJÁRHAGUR hins opinbera virðist sumsé fara skánandi, eftir hallarekstur og skuldasöfnun á gegnum atvinnuleysis- og kreppuárum. „Nú er útlit fyrir“, segja þeir vísu menn í Seðla- bankanum, „að halli hins opinbera verði undir 2% af landsframleiðslu í ár samanborið við 3,5% 1995 og nærri 5% 1994. Heildarskuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu mun að líkindum lækka í ár vegna lítils halla og öflugs hagvaxtar og verða 55,5% samanborið við 58,5% 1995. Þetta er sæmilegur árangur í alþjóðlegu samhengi, en vaxandi viðskipta- halli og viss önnur merki um auk- ið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum benda til að árangurinn hefði þurft að verða enn betri.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.