Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FLOWER OF MY SECRET KLIKKAÐI PRÓFESSORINN BVlKmNPAHÁrf^ f Sjá nánar "bls. 61. SHANGHAI TRIAD fNAI GENGIÐ Nýasta meistara Zhang (Rauði lampinn) Sýnd kl. 5 og 7. Mánudag sýnd kl. 9 og 11. eftir Jim Jarmusch. Aðalhlutverk Johnny Depp, Gabriel Byrne og Robert Mitchum. Tónlist: Neil Young. Sýnd kl. 9. Mánudag sýnd kl. 6. BREAKING THE WAVES ('* Jk ★★★★ ás By|9jan Óvenjuieg ástarsaga sem gerist í Skotlandi og fjallar um unga stúlku sem giftist stafsmanni á olíuborpalli. Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn eru bau miög hamingjusöm en fljotleqa dregur skugga fyrir solu er máourinn slasast vio störf sin og getur ekki gagnast konu sinni. Hann telur henni trú um að eina leiðin til að halda í sér líftórunni sé að hún lýsi í smáatriðum fyrir sér ástarsmböndum sínum. Slíkt hlýtur að enda með ósköpum. Allir þeir sem sáu Jerusalem ættu ekki að missa af þessari frábæru kvikmynd. Sýnd kl. 6 og 9. fjöískylduna. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Mánudag sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Sýnd kl. 3, 9 og 11.15. Mánudag kl. 9 og 11.15 ----^ HÁSKOLABÍÓ SÍMI 552 2140 Frumsýning: Staðgengillinn Sýnd kl. 5 og 7. ísl. texti. Háskólabíó HTTP://WWW. THE ARRIVAL.COM 'fHÆr ★ ★★ A.I.MBL Mynd sem lífgar uppá tilveruna. Harðsvíraður málaliði tekur að sér að uppræta eiturlyfjahring sem hefur aðalbækistöðvar í gagnfræðaskóla í suður Flórída. Aðalhlutverk: Tom Berenger (Platoon, The Big Chill), Ernie Hudson (Congo, The Crow), Diane Venora (Heat) Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.15. B. i. 16 ára. Nýtt í kvikmyndahúsunum RENE Russo, Don Johnson og Kevin Costner í hlutverkum sín- um í myndinni Tin Cup. Sambíóin sýna nýjustu mynd Kevin Costners Penn hermir eftir Bacon BÍÓHÖLLIN og Bíóborgin hafa tek- ið til sýninga rómantísku gaman- myndina „Tin Cup“ með þeim Kev- in Costner, Rene Russo og Don Johnson í aðalhlutverkum. Leik- stjóri er Ron Shelton. Myndin segir frá golfleikaranum Roy „Tin Cup“ McAvoy (Costner), manni sem er lítið fyrir að leika af öryggi en þeim mun meira gefinn fyrir áhættu og djarfan leik. Þessi árátta Roys hefur komið í veg fyrir að hann komist í fremstu röð í jþróttinni og þess i stað kennir hann byijendum í smábænum Salome í Texas. Hefði Roy leikið af öryggi, ætti hann ennþá barinn sinn en hefði ekki tapað honum í veðmáli við gömlu kærustuna. Þá þyrfti hann heldur ekki að starfa sem kylfuberi fyrir David Simms (Johnson), at- vinnumann í íþróttinni og gamlan BRESKI gamanleikarinn og rit- höfundurinn Hugh Laurie, sem þekktur er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum „Blackadder" og „Jeeves and Wooster11, hefur selt kvikmyndaréttinn að sinni fyrstu bók, „The Gun Seller“ sem kemur út í byrjun næsta árs hjá Soho Press útgáfuforiaginu. Kaupendur réttarins eru kvik- keppinaut. En Roy gaf aldrei mikið fyrir öryggið, hann tók alltaf áhætt- una og lét stjórnast af „innri púka“ sem besti vinur hans kallar svo. Það kemur því í hlut íþróttasál- fræðingsins dr. Molly Griswold (Russo) að koma vitinu fyrir Tin Cup. Hún, sem aðeins ætlaði að fá hjá honum leiðsögn í golfi fyrir byijendur, hefði mátt vita að púkinn í honum myndi taka áhættuna og verða alvarlega ástfanginn af henni, en hún er einmitt kærasta Simms. En dr. Griswold er ekkert lamb að leika við. Hún er klækjakvendi og hefur ávallt svör á reiðum hönd- um. Tin Cup þarf því ekki aðeins að taka á honum stóra sínum varð- andi hana heldur einnig í sambandi við íþróttina, enda kominn tími til að sanna sig í eitt skipti fyrir öll á þeim vettvangi. myndafyrirtækið United Artists en talsmenn þess hafa ekkert látið uppi um smáatriði samningsins. Sagan er pólitísk spennusaga blönduð vænum skammti af kimni. Áhugasamir geta bráðlega séð Laurie á hvíta tjaldinu því hann fer með hlutverk í Disney-mynd- inni „101 Dalmat,ians“ sem frum- sýnd verður síðar í vetur. ► BANDARÍSKI leikarinn Sean Penn og kona hans, leikkonan Robin Wright, sem leika áfengis- sjúkt fólk í myndinni „She’s De Lovely“ sem frumsýnd verður næsta haust, fóru út á lífið nýlega TONLIST Geisladiskur UPPÖRVUN Uppörvun, geisladiskur Ómars Dið- rikssonar. Flytjendur eru Ómar Dið- riksson, Halldór Halldórsson, Birgir J. Birgisson, Björgvin Gíslason, Rún- ar Þór Guðmundsson, Hafsteinn Hafsteinsson, Sigurður Dagbjarts- son, Gunnar Ben, Már Eliasson, Elísa Dagbjartsdóttir og Jón Ingiberg Guömundsson. Tekið upp í Stúdíó STEF. Lengd 40.01 mín. Verð 1990. Ómar Diðriksson gefur út en Skífan dreifir. ÞAÐ hlýtur að teljast óvenjulegt að hefja tónlistarferilinn eftir fer- tugt og þá með heilli breiðskífu, Ómari Diðrikssyni finnst réttilega að það sé aldrei of seint að byija og gaf nýlega út geislaplötuna Uppörvun, á eigin vegum. Ómar semur melódískt popp, auðmelt og grípandi, við íslenska texta, hann leikur sjálfur á kassagítar og syng- og skelltu sér á Miami Beach’s Bash skemmtistaðinn sem Penn á sjálfur hlut í. Þau gerðu að gamni sínu og Penn sýndi viðstöddum Kevin Bacon eftirhermuatriði sitt með aðstoð limbands. ur. Það sem vekur fyrst athygli við hlustun er skemmtilegur og mjúkur hljómur sem fellur vel að tónlist- inni, upptökumaðurinn, Birgir J. Birgisson, hefur unnið sitt verk vel og varast þann harða hljóm sem einkennir oft íslenskar plötur, Hammond orgel og góður gítarleik- ur fyllir vel svo úr verður góð heild. Auðvitað skiptir einnig miklu máli hljóðfæraval og hljóðfæraleikur sem heppnast vel á plötunni og þó enginn tónlistarmannanna eigi stór- leik þá komast allir vel frá sínu, sérstaklega Björgvin Gíslason, gít- arleikari. Lagasmíðar Ómars eru áheyrilegar, helst er að heyra að hann sé undir áhrifum frá sveita- tónlist og „bluegrass” en vantar nokkuð kraft. Bestu lögin eru Ég vildi að ég væri, við texta Davíðs Stefánssonar og Draumur eða Draugasaga, ágætt lag með góðum hrynjanda. I nokkrum lögum, þó sérstaklega í laginu Uppörvun (sem reyndar er eftir Norðmann, en ekki eftir Ómar) heyrast klisjur sem spilla fýrir heildinni. Ómar er ágæt- VATNAPOKAROTTA Rottuveiðar í Peking’ YFIRVÖLD í Peking í Kína hafa gefið út yfirlýsingu um að 12. nóv- ember næstkomandi verði opinber rottuveiðidagur í borginni, en rottu- gangur er vaxandi vandamál í Pek- ing. Borgarbúar hafa þá möguleika á að vinna sér inn 8 krónur fyrir hveija rottu sem þeir veiða og helstu veiðistaðirnir verða verslana- miðstöðvar, markaðstorg og bygg- ingarsvæði. Árið 1993 reyndu yfir- völd að þurrka úr allar flugur í borginni í hreinsunarátaki í tengsl- um við umsókn hennar um að fá að halda Ólympíuleikana árið 2000. Fyrr á þessu ári veiddust 400.000 rottur í svipuðu átaki í kínversku borginni Shenyang. Samkvæmt kínversku dagatali er árið í ár ár rottunnar. ur söngvari, minnir á stundum á Pálma Gunnarsson og hæfir tónlist- inni vel, röddin er mjúk og gæti orðið mjög góð með örlítilli þjálfun. Textar Ómars eru hugleiðingar um lífið og tilveruna, allt góð og giid yrkisefni en honum tekst misjafn- lega vel upp við að orða þá. Text- arnir við Eg veit, og Draumur eða Draugasaga eru grunnir og skilja lítið eftir sig, “. . . ég veit við eig- um að elska hvort annað/því þann- ig er mannkynið af Guði hannað.“ Textinn við lagið Til Jóhönnu er hins vegar ágætur. Umslagið er stílhreint og segir það sem segja þarf. Heildarhljómur Uppörvunar er ágætur, sérstaklega ef miðað er við að þetta er fyrsta plata Ómars. Góður hljóðfæraleikur og einkum hljómurinn hjálpa til við að gera plötuna betri. Það er sem sagt und- an fáu að kvarta, en eitthvað vant- ar til að gera plötuna virkilega at- hygliverða, og hún rís eins og áður var sagt aldrei mjög hátt. Gísli Árnason. Seldi kvikmyndarétt Auðmelt og grípandi popp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.