Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ KORFUKNATTLEIKUR Masterkova stefnir hærra RÚSSNESKA hlaupadrottning- ín Svetlana Masterkova, sem sló svo rækilega í gegn á Ólympíuleikunum i sumar, hef- ur sett sér markmið fyrir næsta sumar. Markmið hennar eru ekki auðveld en hin 28 ára gamla hlaupakona lætur engan bilbug á sér finna og segist staðráðin í að bæta sig mikið á næsta keppnistímabili. FRJALSIÞROTTIR Masterkova varð tvöfaldur Ólympíumeistari í sumar, í 800 metra hlaui og 1.500 metra hlaupi, og setti auk þess heimsmet í míluhlaupi og 1.000 metra hlaupi. En hún ætlar ekki að láta þar við sitja og hefur sett markið hátt. „Mig langar mjög mikið til að verða heimsmeistari og það er markmið mitt fyrir komandi tíma- bil. Einnig ætla ég að bæta þau heimsmet sem ég á og setja auk þess nokkur ný,“ sagði hún nýverið. Masterkova er mikil baráttukona og hún er ekki óvön því að setja sér markmið - og ná þeim. Árið 1993 óttaðist hún að ferill hennar væri á enda. Hún hafði verið skorin upp vegna meiðsla á hásin beggja fóta og andlegt og líkamlegt álag virtist vera að bera hana ofurliði. Hún óttaðist að líkami hennar þyldi ekki meira álag. „Ég var gjörsam- lega búin að vera. Annaðhvort var fyrir mig að hvíla í einhvern tíma eða halda áfram og eiga þá á hættu að geta aldrei keppt aftur,“ segir hún. Masterkova ákvað að hvíla sig og hún byijaði ekki að æfa aftur fyrr en 1995, tveimur árum síðar. Hún æfði gífurlega stíft, eins og kona með köllun. Hún var nýbúin að eignast barn og var ákveðin í að léttast en innst inni var hún hrædd um að meiðsli hennar tækju sig upp. „Maðurinn minn [Asyat Saitov], bað mig um að fara mér hægar við æfingarnar þannig að líkaminn fengi tíma til að aðlagast álaginu sem fylgir því að hefja æfingar af fullum krafti eftir tveggja ára hvíld. En ég hlustaði ekki á hann og æfði eins og hver æfing væri mín síð- asta. Ég vissi að Olympíuleikarnir í Atlanta gætu orðið síðasta tæki- færi mitt á þeim vettvangi til að sanna mig.“ Árangur Masterkovu er ekki hvað síðst áhugaverður þar sem segja má að hún hafi verið einstæð móðir á þessum tíma. Eiginmaður hennar, sem er atvinnuhjólreiða- kappi, dvaldi nefnilega langdvölum á Spáni við keppni og æfingar. „Ég á móður minni mikið að þakka því hún var alltaf boðin og búin að hjálpa mér. Það mæddi mikið á henni en hún var alltaf tilbúin að sjá um Nastyu [Anastasiu] litlu og elda fyrir mig og taka aðeins til,“ segir meistarinn. Masterkova varð í þriðja sæti í 800 metra hlaupi'á Evrópumótinu innanhúss í fyrra og hélt til Atlanta MASTERKOVA hln rússneska, sem er tll hægri á myndlnni, kom flestum á óvart á Ólympíulelkunum þegar hún sigraðl örugglega í 800 metra hlaupl kvenna. sannfærð um að hún gæti að minnsta kosti krækt sér í brons- verðlaun í 800 metra hlaupinu 29. júlí. En hún gerði gott betur og sigraði glæsilega eins og raunar í 1.500 metra hlaupinu fimm dögum síðar. „Fólk óskaði mér til hamingju með sigurinn í 1.500 metrunum áður en hlaupið hófst og ég var mjög afslöppuð og örugg. Það sama verður ekki sagt um 800 metra hlaupið, þá var ég taugatrekkt, en í 1.500 metra hlaupinu var þetta eins og að hlaupa tvisvar 800 metra og síðari helmingurinn var miklu léttari. Þetta var auðveldasta hlaup sem ég hef tekið þátt í,“ segir Masterkova. Þrátt fyrir að hafa hlaupið mjög vel í Atlanta var hún ekki viss um að hún gæti sett heimsmet. En það vafðist ekki fyrir henni því 14. ág- úst bætti hún heimsmetið í mílu um 3,05 sekúndur í Zúrich í Sviss og níu dögum síðar bætti hún heimsmetið í 1.000 metra hlaupi í Brussel um 0,36 sekúndur. „Það var tekin mynd af mér eftir met- hlaupið þar sem ég bendi á klukk- una. Margir halda að ég sé að grobba mig en ég var bara svo hissa á að ég skyldi hafa náð að bæta metið,“ segir hin hæverska en ákveðna hlaupakona. Glæst framganga Masterkovu á Ólympíuleikunum hefur þreytt ýmsu fýrir hana. Fyrir leikana var eitt fyrirtæki sem hafði áhuga á að styrkja hana en er nú í samn- ingaviðræðum við tvö önnur og er um mun hærri upphæðir að ræða. Rússnesk yfirvöld færðu henni sem nemur 650 þúsundum króna fyrir gullin tvö og fyrir heimsmetið í Zúrich fékk hún 325 þúsund krónur og gullstöng. Auk þessa hefur hún fengið þónokkurt fé fýrir að koma fram við ýmis tækifæri og yfirvöld í Moskvu ætla að gefa henni nýja íbúð. En hver ætli sé galdurinn á bak við árangur hennar? „Enginn gald- ur. Ég hef sloppið við meiðsli og svo er þetta bara hörkuvinna," seg- ir hún. Masterkova hefur dregið í land eftir leikana í Atlanta og sum- ir telja að hún hafi breyst. „Asyat horfír meira að segja stundum öðru- vísi á mig en hann var vanur og spyr hvort ég muni breytast eitt- hvað við frægðina. Hann heldur sjálfsagt að ég muni gera það en ég veit að ég verð alltaf eins. Ég mun halda áfram að elda og taka til í íbúðinni okkar.“ Masterkova hefur tekið lífínu með ró eftir leikana og er ekki spennt fyrir því að keppa innanhúss í vetur. Þess í stað ætlar hún að nota veturinn til að æfa nærri Alic- ante á Spáni, en þar æfir maður hennar. Hún er enn hrædd við að meiðast og vill því hvílast vel. „Ég held að ég eigi ekki mörg keppnis- tímabil eftir og ég veit að ég myndi ekki þola annan uppskurð," segir hún og víst er að það fer vel um hana á Spáni í vetur þar sem hún ætlar að æfa sig í spænskunni og bregða sér á hverfiskrána til að fara í karaoke. Reuter MICHAEL Jordan og félagar í Chlcago slgruðu í fyrsta leikn- um, lögðu Celtics í Boston. Hér reynir David Wesley að ná boltanum af melstaranum. Eins og fyrir hátfri öld N |BA deildin í körfuknattleik hófst aðfaranótt laugardags- ins og eins og fyrir hálfri öld, þegar fyrst var leikið í deildinni, sigraði New York Knicks lið Toronto. Fyrir nákvæmlega 50 árum vann Knicks 68:66 en að þessu sinni var sigurinn örlítið stærri, 107:99. Allan Houston og Buck WiIIiams byija báðir mjög vel með Knicks, sá fyrmefndi gerði 28 stig og liðið er greinilega til alls líklegt, sérstaklega þegar Chris Childs verður orðinn góður en hann er fótbrotinn. Meistarar Bulls unnu Boston 107:98. Jordan gerði 30 stig og Kukoc 20. Orlando vann fyrstu 33 leikina í fyrra, en tapaði fyrsta leikn- um í ár, gegn Washington, 96:92 og átti Rod Strickland góðan leik með sínu nýja liði og gerði 20 stig fyrir Bullets. O’Neal gerði 23 stig í fyrsta leik sínum með Lakers en liðið lagði Suns 96:82. Clyde Drexler var í stuði með Houston er liðið vann Sacra- mento 96:85. Hann gerði 25 stig, tók 10 fráköst, stal bolta 10 sinnum og gaf 9 stoðsendingar, en aðeins fjórir leikmenn NBA hafa náð tvö- faldri fernu, Nate Thurmond, Alvin Robertson, Hakeem Olajuwon og David Robinson. Úrslit annarra leikja urðu: Utah -Seattle 99:91, Denver -Dallas 92:91, Detroit - Indi- ana 95:89, Miami - Atlanta 94:81, Minnesota - Spurs 82:78, Nets - Cleveland 90:77, 76ers - Milwaukee 111:103 og Vancouver - Portland 114:85. VIÐURKENNINGAR Akranes, ÍA og Morgun- blaðið fá viðurkenningu Uppskeruhátíð frjálsíþrótta Efnt verður til uppskeruhátíðar frjálsíþróttamanna í tengslum við frjálsíþróttaþing, sem haldið verður í Reykjavík um næstu helgi. Hátíðin verður haldin á Hótel íslandi og hefst kl. 19j laugardaginn 9. nóvember. Skráning þátttöku er hjá Fríðu Rún, sími 566 6647 og fax 566 8023. Frjálsíþróttasambandið. Íþróttasamband íslands vottaði Akraneskaupstað, íþrótta- bandalagi Akraness ásamt íþróttafélögunum á staðnum og Morgunblaðinu viðurkenningu sína á íþróttaþingi ÍSÍ á Akranesi um síðustu helgi. Akraneskaup- staður og IA fengu viðurkenning- arskjal fyrir uppbyggingu mann- virkja og Morgunblaðið fyrir íjöl- breytta og faglega umfjöllun um íþróttir. Þá voru knattspyrnu- mennirnir fyrrverandi, Þórður Þórðarson og Helgi Hannesson, sæmdir gullmerki ÍSÍ. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, afhenti við- komandi skjölin og á myndinni tekur Skapti Hallgrímsson, frétta- stjóri íþrótta á Morgunblaðinu, við skjalinu. Þingið var haldið á Akra- nesi í tilefni 50 ára afmælis íþróttabandalags Akraness og færði Jón Runólfsson þingfulltrú- um platta að gjöf frá ÍA. Morgunblaðið/Halldór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.