Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 B 7 Gúomindang, sem hafði á stefnu- skrá að beijast gegn þeim, efldist vegna andúðar í garð Japana. Mað- urinn hennar bauðst til að veita þá aðstoð sem hann mætti og vegna málakunnáttunnar lést hann stund- um vera Japani til að njósna fyrir þá. Gúomindang vantaði vopn tiL að beijast og maðurinn hennar gaf flokknum fyrirtæki sitt, sem dugði til að halda uppi og sjá 35 þúsund manna her farborða. Fyrir það fékk hann ofurstanafnbót í her þeirra og ári seinna varð hann hershöfðingi. Hvað um hana og dæturnar tvær? Ástandið var of hættulegt og hún fylgdi honum oft. Hún kunni tals- vert í japönsku, því Japanir leyfðu stúlkum að læra. Milli tveggja herja Eftir ósigur Japana 1945 hóf Chiang Kai-Shek stórsókn gegn kommúnistum, sem mistókst, og herir þeirra hröktu þjóðernissinna í útlegt til Tævan. Hvað varð þá um manninn hennar og þau öll? Þegar þeir voru búnir að tapa stríðinu og voru að flýja á skipi, sem lá í aðal- höfninni í Luda, sendi hann menn til að sækja ijölskyldu sína. En kommúnistaherinn var farinn að skjóta af fallbyssum á þá og þeir urðu að fara. Hún var í jeppa á leið- inni með yngri dótturina þegar skip- ið sigldi og hún sá á eftir því. Hin dóttirin komst í skipið í bíl með annarri fjölskyldu. Tveimur dögum seinna var henni tilkynnt að skipið hefði verið skotið niður á leiðinni og dóttirin farist með föður sínum. Því trúði hún í áratugi. En það var opinber lygi. Hann hafði komist til Tævan, en hvorugt þeirra hefur hún séð síðan. Hermenn kommúnistahersins stöðvuðu jeppann hennar og spurðu hver hún væri. Hún kvaðst vera læknir. Við erum með marga særða menn, sögðu þeir, og hún fór að stunda þá sjúku. Hún reyndist svo vel að þeir vildu ekki missa hana. Eftir 1949 fór hún að mennta sig betur í lækningum og vinna með nýju stjórninni. í fyrstu voru engir spítalar, segir hún, læknirinn varð að fara í vitjanir til sjúklinganna. Læknar mann fram af manni Hvernig stóð á því að hún kunni eitthvað fyrir sér í lækningum? Hún kvaðst alltaf hafa haft áhugann, enda hefur flölskylda hennar mann fram af manni stundað kínverskar lækningar, faðir kennt syni. En það gildir aðeins um synina, ekki dæt- ur. Bannað var að kenna þeim. En þegar hún var unglingur fór hún að stelast í bækur föður síns, sem voru ævafornar lækningabækur. Stundum varð henni á að segja eitt- hvað sem hann skildi ekki hvaðan hún hefði. Hélt að hún hlyti að hafa dulræna hæfileika. Pabba hennar þótti vænt um hana og hún fékk þrátt fyrir allt að læra svolítið. Fjöl- skylda hennar er fræg fyrir jurta- og nálastungulækningar. Faðir hennar kenndi henni heimspekina sem þessar lækningar byggja á, sem hún segir að sé undirstaðan. Hann kenndi henni í fjögur ár, mest um lækningu þess sem hijáir konur. En hætti því þá, því hún, stúlkan; átti ekki að feta í hans fótspor. I bakgarðinum hjá þeim beið alltaf röð af fólki og var veitt ókeypis læknishjálp. En þeir sem komu um stóra hliðið borguðu, úrskýrir hún. Hún hristir bara höfuðið yfir því að hægt sé að læra nálastungulækn- ingar á skammtímanámskeiðum. Það sé hægt að læra að stinga nál- unum á skömmum tíma, en ekki sé hægt að stinga bara í einhveija fyr- irframlærða punkta. Maður verður að þekkja líkamann, hafa mikla reynslu og finna fyrir þessu í hverju tilfelli. Það tekur 5-6 ára háskóla- nám og margra ára og næstum kynslóða þjálfun. Faðir hennar sagði henni að maður yrði að finna þessa leyndardóma á eigin líkama. Og hún kveðst hafa þreifað sig áfram og lært á sínum eigin skrokki. Það sé ekki hægt öðru vísi. Eftir byltinguna kom það sér vel að hafa þessa kunnáttu, því hún þurfti að vinna. Maó formaður var hrifinn af kínverskum lækningum, því þær eru miklu ódýrari en vest- rænar lækningar. Hún segir að Maó hafi einfaldað skriftáknin svo fleiri Greiðsla húsaleigubóta Glatt a hjalla.me • , Eftir Jim Cartwright 0 kostulegurttrvióskiptavjrium þéirra Leikhúsgestir sitja við borð uwl og geta notið veitinga á m * * 0 * § meðan á sýningu stendur. Sl Sýningar á föstudags- Æs °8 laugadagskvöldum Barflugunar og Oj<9 LEIKFELAC REYKJAVÍKUR Uppselt á 70 sýningar Sími: 5688000 FYRIR utan heimilið í Anshanborg í Kína, þar sem fjölskyldan býr í samliggjandi íbúðum. Wang Zhi Lan er höfuð fjölskyldunn- ar og barnabörnin fá gjarnan að sofa hjá henni. Þarna má sjá þijár dætur hennar og íslenska tengdadóttur, son hennar og tengdason og fjögur barnabörn að kveðja hana áður en hún lagði upp í ferðina til íslands. gætu lært þau, sem kom sér vel. Sjálf stundaði hún náttúrulækning- ar og nálastungur og fólk leitaði til hennar langt að. Hún var orðin mjög þekkt fyrir þetta í Norður- Kína og virt sem kínverskur læknir. En í menningarbyltingunni varð hún að hætta. Þá stoppaði allt, seg- ir hún einfaldlega og vill ekki tala um það tímabil í ævi sinni. Segir bara:„ Menningarbyltingin gekk fljótt yfir og nú er allt í lagi.“ Þó kemur fram í tali okkar af öðru til- efni að hún hafi byijað að stunda „tai ji“-líkamsþjálfunina eftir menn- ingarbyltinguna, því þá var hún svo illa farin og leið illa. Maðurinn henn- ar var látinn. Hún hafði gifst aftur. Kynntist manni sínum í stálverksmiðju þar sem hann vann auk þess að vera í her Maós. Þau bjuggu í hafnarborg- inni Dalien í Lioning-fylki og eign- uðust þijár dætur og einn son. Hann er elstur og það er hann sem á að sjá um hana í ellinni og því er hún nú hér, kom með þeim Rannveigu þegar þau fóru til Kína í sumar. Þó hún sýni mér fyrir forvitnissakir kínverskar nálar, sem eru langar og mjóar og allt öðru vísi en þær stuttu sem menn nota gjarnan hér, kveðst hún hætt að beita þeim, vera orðin of gömul og óstyrk í höndum. En fólk hélt áfram að sækja til henn- ar, svo hún varð að gefa um það opinbera yfirlýsingu í blöðum. Hvemig varð henm við þegar sonurinn settist að á íslandi? Það er gott að vera á íslandi, segit- hún og kveðst hafa trúað því að hann gæti gert hér eitthvað gott. íslenskt fólk þarf líka á lækningu að halda. Hann er kínverskur læknir, sér- hæfður í bak- og hryggjarvandamál- um. Við gerum þetta allt öðru vísi, útskýrir hún. í mun ríkari mæli með því að laga meinin til að komast hjá uppskurðum, sem er því beitt í mun færri tilfellum. Hún trúir því að best sé að beita 60% vestrænum lækningum og 40% kínverskum að- ferðum, farsælast að þetta fari sam- an. Með henni til íslands kom yngsta dóttir hennar og tengdasonur, sem er menntaður skurðlæknir. Þau hafa hugsa sér að vera hér í tvö ár. Hann vinnur við nudd hjá mági sín- um. Hún segist vera smám saman að kenna yngstu dótturinni leyndar- dóma nálanna, eins og þekkingin hefur færst milli kynslóða. Engri annarri. Elstu dótturinni sem er heimilislæknir í Kína vill hún ekkert kenna. En hvað um soninn? Faðir á að kenna syni, segir hún. Þó fylgdi Jia henni frá því hann var 7 ára gamall, síspyijandi. Aflaði sér þekk- ingar frá henni samkvæmt ævaforn- um fjölskylduaðferðum auk hefð- bundins læknanáms og hefur nauð- synlegan grunn til að kunna og skilja nálastungunotkun, segir hún. En hann varð að sveija að kenna það aldrei neinum utan fjölskyld- unnar. Hann bætir við að enn sé móðir sín alltaf að lauma að sér einhverju um nálastungurnar, fara með hálfkveðna vísu, svo hann geti unnið úr því sjálfur, hugsað um það og prófað sig áfram. Svo það síist inn í hann. Við tölum um að fá að taka af Wang Zhi Lan mynd þegar hún Reykjavíkurborg hefur ákveðið að greiða húsaleigubætur fyrir árið 1997, í samræmi við lög nr. 100/1994. Húsaleigubætur eru áætlaðar tekju- og eignalitlu fólki, sem leigir á almennum markaði. Húsaleigubætur koma til greiðslu frá og með næsta mánuði eftir að réttur til bóta hefur verið staðreyndur. Tekið er við umsóknum hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39. Upplýsingabæklingur og umsóknareyðublöð liggja þar frammi. Umsóknarfrestur er til 15. hvers mánaðar. Skilyrði fyrir húsaleigubótum eru m.a. • að umsækjandi hafi lögheimili í Reykjavík • að umsækjandi hafi þinglýstan húsaleigusamning til a.m.k. sex mánaða • að umsækjandi leigi íbúð, en ekki einstaklingsherbergi • að leiguhúsnæðið sé ekki í eigu borgar eða ríkis Reykjavík 1. nóvember 1996 1 Félagsmálastofnun I Reykjavíkurborgar Félagsmálastjóri gerir á morgnana „tai ji“ í ijörunni í Skeijafirðinum, sem er auðsótt. Hún er bara ekki með trésverðið með rauða dúskinum sem hún notar heima við æfingarnar og sem hjálp- artæki til að ná einbeitingu. Hún þakkar þessari ástundun hve hún er við góða heilsu þótt komin sé á áttræðisaldur og kveðst gjarnan vilja kenna öldruðum á íslandi þess- ar kínversku líkamsæfmgar. Ekki þó fyrir borgun, flýtir hún sér að bæta við, bara af því að það er svo gott fyrir alla. Vilt þú kannski læra það? spyr hún kankvís. Á HEIMILI sonar síns á íslandi. Fyrir aftan Wang Zhi Lan standa Jóhannes Karl Jia og tengdadóttirin Rannveig Hallvarðsdóttir með dóttur þeirra Onnu í kínverskum búningi og lengst til hægri situr Ásmundur sonur Rannveigar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.