Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Nei, VIÐ SÁLMASKÁLDIÐ VORUM SJALDAN Á SAMA MÁLI Eiríkur Eiríksson frá Pag\7erðargerði, lauk störfum á Alþingi eftir að hafa starfað þar sem bókavörður í tvo áratugi. Eiríkur hefur víða komið við, fengist við fræðistörf og numið lönd í ríki skáldskapar-gyðjunnar. Pjetur Hafstein Lárusson ræddi við Eirík. EIRÍKUR Eiríksson í bókasafni Alþingis. AÐ þykja jafnan nokkur tíð- indi, þegar þingmenn taka staf sinn og hatt og yfirgefa grámúraðan virðuleikann við Austurvöll. Og víst er um það, að sjónarsviftir er að þeim sumum, þótt enn hafi himnamir ekki hrunið, þrátt fyrir brottför þeirra. En jafnaugljóst og það er hveijum þeim, sem fylgist með stjómmálum, þegar mannabreyting- ar verða á Alþingi, þá dylst hitt flestum, þegar starfsmenn þingsins hverfa þaðan og aðrir koma í þeirra stað. Á síðastliðnu ári lauk störfum á Alþingi Eirík- ur Eiríksson frá Dagverðargerði eftir að hafa starfað þar sem bókavörður í tvo áratugi. Ei- ríki er margt til lista lagt. Hann hefur lagt gjörva hönd á fræðistörf og numið lönd í ríki skáldskapargyðjunnar, svo sem fram kemur í eftirfarandi viðtali. „Ég er fæddur í Dagverðargerði í Tungu- hreppi á Fljótsdalshéraði, 16. desember 1928, svo ég á sama afmælisdag og Framsóknarflokk- urinn. Þar ólst ég upp og hafði þar lögheimili, þangað til ég fluttist hingað suður 1975. Þama var ég við búskap og fleira. En svo fékk ég ofnæmi fyrir heyi og ýmsum gróðri. Þá var mér algjörlega bannað að koma nálægt gripa- hirðingum og heyskap. Þá var búskapnum vitan- lega sjálfhætt. Það var 1967 sem ég hætti honum. Eftir það var ég þó nokkur ár fyrir austan. Ég var þá það sem kallast á flnu máli, farand- verkamaður. Á sumrin vann ég hjá Skógrækt ríkisins á Hailormsstað. Svo vann ég í sláturhús- um og hingað og þangað. Loks kom að því, að ég þoldi ekki erfiðisvinnu. Þá ráðlagið læknir mér að fá mér eitthvað léttara að gera. En atvinnulíflð þama fyrir austan var heldur fá- breytt. Þá vom fjöldamargir, sérstaklega þeir sem ekki þoldu að vera í fiski, byggingavinnu eða öðru erfiði, sem fóru úr héraðinu. Leið flestra lá náttúmlega suður á Reykjavíkursvæð- ið, eins og gengur. Og þangað fór ég. Hitt er það, að pólitíkin var svolítið í þessu öllu saman. Þama réðu kommúnistar og Fram- sóknarmenn öllu. 0g þeir vora iðnir við að koma sínum mönnum að, þegar færi gafst. Ekki tókst það þó alltaf, því fyrir kom, að þeir misstu spón úr aski sínum. En það var sjaldan.“ - Ég heyri að þú átt sama afmælisdag og maddama Framsókn. Þykir þér það miður? „Já, ég tel mér það ekki til gildis. Ég get sagt þér það, að alveg frá því ég man fyrst . eftir mér, var SÍS allsráðandi fyrir austan. Móðir mín átti ævisögu Skúla landfógeta og ég held ég hafi ekki verið nema tólf ára, þegar ég las hana. Þegar ég las um viðureign Skúla við Hörmangara og Almenna verslunarfélagið, þótti mér sem Kaupfélag Héraðsbúa væri þar stigið fram á spjöld sögunnar. Og mikið þótti mér vænt um að lifa það, að geta ort eftir- mæli um SÍS. Þau eru svona: Frá Sambandi íslenskra samvinnufélaga er talið með svindli og reikningskúnstum er baráttan háð. í daganna erli, sem vita ei ijúkandi ráð, rannsóknarspekingum verður nú málefnið falið. Og Útvegsbankinn er órafjarlægur draumur, iðjagrænn Smárahvammur horfinn á braut. Seafood Company sett er í mikla þraut. Sérhver kostur verður nú rýr og naumur. Samskiptaörðugleikum á lofti halda, lávarðar bítast grimmir um auð og völd. Einfóldum sálum áhyggjum þunpm valda. Syrtir í iofti í svipinn hverfandi landnyt, sorgmæddir norpa hátt virtir framsóknarmenn. Síðustu forvöð að setja upp heiðarleg andlit. Ég vil taka það sérstaklega fram, að þegar ég tala um hátt virta framsóknarmenn í þessu kvæði, þá er það í tveimur orðum, til að undir- strika það, að ég virði þá ekki mikils. Aftur á móti virtu þeir sjálfa sig tii hárra launa, kóng- amir hjá SIS. En virðing þeirra var ekki beinlín- is í réttu hlutfalli við launin. - Vel er kveðið. En ert þú maður níðskæld- inn? Já, ég tel nú réttara að segja það. Það er nú líka svo, að ég byrjaði ekki að yrkja, fyrr en ég fór að vinna hjá Skógræktinni. Þar vom tveir sómamenn, sem sendu mér gjaman glósur í bundnu máli. Nú, ég varð náttúrlega að svara fyrir mig og stundum með orðavali, sem lítill sómi er að. - En leið þin lá sem sagt suður til Reykjavík- ur? Já, það var eins og áður segir árið 1975. Þá reyndist hægt að nota mig sem bókavörð á Alþingi, þótt ég hefði áður verið talinn ónothæf- ur sem skjaiavörður á Egilsstöðum. Svona geta menn hafnað í virðulegum störfum út á það eitt, að fá ekki þá vinnu sem þeir sækjast eftir. - Hvemig var svo aðkoman á bókasafni Alþingis? Hún var ágæt. Að vísu vomm við ekki alltaf sammála, við Halldór sálmaskáld frá Kirkju- bóli, sem var þama fyrir. Hann var þá að ganga frá alþingismannatalinu, sem nær til 1975. Nei, við sálmaskáldið vomm sjaldan á sama máli. Þá kom hún sér vel, þjálfunin sem ég hafði fengið í vafasamri kveðskapargerð austur á Hallormsstað. - Það hefur sem sagt einhver kveðskapur flogið á milli ykkar? Já, það er óhætt að fullyrða það. Þar flaug svona eitt og annað. - Manstu eitthvað af þvf? Já, þá kemur nú að þingveislunum. Þær em sérstakur kapituli út af fyrir sig. Þær em haldn- ar í tvennu lagi, önnur fyrir þingmenn en hin fyrir starfsmenn þingsins. Þingforsetamir sitja þær þó báðar. Á þeirri fyrstu sem haldin var, eftir að ég kom til starfa, fór Halldór að yrkja um mig. Eg kann nú ekkert af því, enda fékk ég það aldrei skrifað. En mér hafði fyrr um daginn orðið litið í Dagblaðið. Þar sá ég í stjöm- uspá Halidórs, að Venus yrði honum mjög hlið- holl þann daginn. Mér hafði verið sagt, að í þingveislum mætti ekki tala nema í bundnu máli, svo ég hugsaði með mér, að Halldór skyldi fá eina vísu út á þetta. Og hún er svona: Versa skáldið vinum hjá, Venus elda kyndir. Heimur örvar, holdið þjá, hugrenningasyndir. Það vildi þannig til, að Halidór þurfti að sitja tvær veislur þetta kvöld, því það var líka veisla hjá templumm, þannig að hann kom ekki í þing- veisluna, fyrr en búið var að borða og umræð- ur hafnar. Einhveijir vom sem sagt búnir að taka til máls, a.m.k. frú Sigrún Ámadóttir, sem var þama við prófarkalestur. Eitthvað hafði hún haft uppi gamanmál. Nema að þegar Halidór gengur í salinn, þá dettur mér í ailt í einu í hug: Freisting lokkar fírrast vé, fjölgar gamanmálum. Falls er von á fomu tré, freyðir vín á skálum. Annað skipti var það, þegar Jón Helgason var forseti sameinaðs þings, og þar með veislu- stjóri. Helgi Seljan var þá forseti efri deildar og þeir báðir templarar. Þetta þótti náttúrlega ekki vemlega gott, því sem templarar máttu þeir ekki veita vín, frekar en drekka það sjálf- ir. En Sverrir Hermannsson, sem var forseti neðri deildar bjargaði málunum og sá um vín- föngin. Þingveislumar em, samkvæmt hefðinni, venjulegir þingfundir, en svona í öryggisskyni þeir einu sem ekki em færðir til bókar. Ekki man ég hvort þeir vom allir í sömu stúkunni, Jón Helgason, Helgi Seljan og Hall- dór frá Kirkjubóli. Ailavega vom þeir stúku- bræður, Helgi og sálmaskáldið, báðir í stúkunni Einingu. Svo það er ekki nema von, að af vör- um mér hafí hrotið: Halldórs bíður hlutverk aukið, hrannir víns á borðum fljóta. Einingar mun erfítt þraukið, eygja má þá ráð til bóta, fræga þraut hann fær að leysa, forsetana endurreisa. - Eitthvað fleira hefur þú nú sýslað í þing- veislum, en að hrella sálmaskáldið frá Kirkju- bóli? Já, það flaug nú eitt og annað um sali. Ég man t.d. eftir því, að í þingveislu sem haldin var árið 1983, skömmu fyrir kosningar, þá fór ég með smábrag, sem ég kalla „Bræðrabýti hin nýju“. Það er undir sama bragarhætti og Bræðrabýti Stephans G., en óskylt að öðm leyti. í vitlausu viðskiptatafli fer verðbólgan eldi um krær. „Svipull er sjávarins afli“ en sífelldur taprekstur slær. „Kreppa og kaupmáttarlækkun" með „kvótum og áfangahækkun" svo greiðsluþrot genpr oss nær. Efnahagsuppbygging lækka Ólafslög gagnslaus og köld. Einstaklingsáhrifin smækka, eflir nú flokksræðið völd, og glefsandi „varðhundar valdsins" í vígstöðu frekir til gjaldsins með harðstjóm frá horfinni öld. I öngþveiti er auðvelt að rata nú alþýðu lamað er þrek, þó sterk hljómi stórmæli krata af „stofninum brotið er sprek“. Visnar sá veikburða meiður en vepr til hrakfara greiður með amerísk áróðursbrek. Völt sýnist Vilmundargeta og vitrænan takmörkum háð, staðreyndir stefnuna meta en stjómviskan hispurslaus skráð. Opið til boða og banna er Bandalag jafnaðarmanna þó lítið sé leiðtogans ráð. íhaldið situr í svíma sundrað í prófkjaraslag. Vitnar um válega tíma og versnandi alþjóðarhag. „Uppsöfnuð" ólund af gjörðum aðalsins vestur á fjörðum svíkur þar samkomulag. Aiþýðubandalag áður austrænan magnaði seið, bilar sá blekkingaþráður til bölvunar leiðin er greið. í ríkisstjóm ráðleysi eykur rauðliðaflokkurinn veikur, „Einhuga um íslenska neyð“. Framsóknarauglit er frosið flöktandi ásjónan bleik. Hjá SÍS reyndist sóttmengað trosið og samvinnan glataði leik, tilfærslu tjóðruð í böndum en Tíminn í nátttröllahöndum vígður er villu og reyk. - En varla hefur starfíð á bókasafni Alþing- is einungist falist í því, að sitja þingveislur? Nei, nei, mikil ósköp. Þama var náttúrlega útlán á bókum. Og svo þurfti að leita ýmissa upplýsinga fyrir þingmenn. Eins þurfti maður alltaf að vera í viðbragðsstöðu að fínna greinar í blöðunum, sérstaklega á seinni árum. Bæði vitna þingmenn oft í þessar greinar og eins hafa þeir mikinn áhuga á að vita hvað blöðin segja um þá sjálfa. Sama gildir um útvarp og sjónvarp. Hér er rekið fyrirtæki, sem heitir Miðlun. Þar skrá menn niður allar þjóðmálaf- réttir og sjálfsagt eitthvað fleira. Alþingi fær svo þessar skrár og eftir þeim geta þingmenn fylgst með því sem fram fer í útvarpi og sjón- varpi. _ - Áttirðu góða samvinnu við þingmenn? Það held ég megi segja. Auðvitað líkaði mér misvel við þá, en þó vel við þá alla. En það er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.