Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 B 21 A I JY^I VG/N/G^A/? Yfirþroskaþjálfi Yfirþroskaþjálfi óskast til starfa á nýtt sam: býli fyrir þroskahefta með atferlistruflanir. í starfinu felst uppbygging á innra starfi sam- býlisins og umsjón með daglegri starfsemi. Nánari upplýsingarveitrSigrún Sigurðardótt- ir forstöðumaður í síma 587 4240. Umsóknarfrestur er til 17. nóvember 1996. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum fjármálaráðuneytisins og Starfsmannafélags ríkisstofnana. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist til Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra í Reykjavík, Nóatúni 1, 105 Reykjavík. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni. Héraðsdómur Reykjaness Dómritari Héraðsdómur Reykjaness óskar eftir að ráða dómritara í tímabundið starf (u.þ.b. 9 mán.) Hæfniskröfur: Mjög góð íslensku- og rit- vinnslukunnátta (word f. windows) skilyrði. Umsækjendur mega búast við því að gang- ast undir hæfnispróf. Um er að ræða fullt starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Umsóknareyðublöð og upplýsingar ein- göngu á skrifstofu Liðsauka, sem opin er frá kl. 9-14. Umsóknarfrestur er til og með 6. nóv. nk. Fólk og þekking IBá Liósauki ehf. W Framkvæmdastjóri Hagsmunasamtök í borginni á sviði fisk- vinnslu óska að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Leitað er að sjálfstæðum og vel skipulögð- um einstaklingi með menntun og reynslu til að takast á við þetta staf. Þekking og/eða reynsla á sjávarútvegi er nauðsynleg. Vegna erlendra samskipta er mjög góð enskukunn- átta skilyrði. Launakjör samningsatriði. Umsóknareyðublöð og allar nánar upplýs- ingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 13. nóvember nk. Guðni Tónsson RÁÐGIÖF & RÁDNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 LANDSPÍTALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... LYFLÆKNINGADEILD/ GIGTARSKOR Sérfræðingur Staða sérfræðings í gigtsjúkdómum er laus til umsóknar. Um er að ræða 75% starf á gigtarskor lyflækningadeildar Landspítalans og 25% starf á rannsóknastofu í ónæmis- fræði. Umsækjandi skal vera sérfræðingur í gigtsjúkdómum og hafa reynslu í rannsókn- um á sviði gigtsjúkdóma og ónæmisfræði. Starfinu fylgir kennsluskylda læknanema og unglækna og annarra heilbrigðisstétta. Um- sóknir með upplýsingum um nám, fyrri störf og reynslu af kennslu og vísindavinnu sendist á eyðublöðum stöðunefndar lækna til Krist- jáns Steinssonar yfirlæknis fyrir 1. desember 1996. Staðan veitist frá 1. febrúar 1997. Mat stöðunefndar byggist á innsendum umsóknargögnum. Eyðublöð fást hjá heii- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og skrifstofu Ríkisspítala. Nánari upplýsingar veita Kristján Steinsson yfirlæknir á gigtar- skor í síma 560 1255 og Helgi Valdimarsson þrófessor í ónæmisfræði í síma 560 1960. RANNSÓKNASTOFA í VEIRUFRÆÐI Sérfræðingur Staða sérfræðings í veirufræði við rann- sóknastofu Landspítalans íveirufræði er laus til umsóknar. Um er að ræða 70% stöðu er veitist frá 1. febrúar 1997. Umsóknir með upplýsingum um nám, fyrri störf og reynslu af kennslu og vísindavinnu sendist á eyðu- blöðum stöðunefndar lækna fyrir 1. desem- ber 1996 til dr. Arthúrs Löve yfirlæknis rann- sóknastofu í veirufræði, Ármúla 1 a, sem jafn- framt veitir allar nánari upplýsingar (sími 560 2420). Mat stöðunefndar byggist á innsendum umsóknargögnum. Eyðublöð fást hjá heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og skrifstofu Ríkisspítala. SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLUDEILD Sérfræðingur Staða sérfræðings við svæfinga- og gjör- gæsludeild Landspítalans er laus til umsókn- ar. Um er að ræða 100% stöðu er veitist frá 1. febrúar 1997. Umsækjandi þarf að hafa alhliða reynslu í svæfingum, deyfingum og gjörgæslulækningum. Áhersla er lögð á að umsækjandi búi yfir þekkingu og reynslu, sem geti orðið stuðningur við rannsókna- störf á deildinni. Stöðunni fylgir kennslu- skylda skv. nánara samkomulagi. Umsóknir með upplýsingum um nám, fyrri störf og reynslu af kennslu og vísindavinnu sendist á eyðublöðum stöðunefndar lækna til Odds Fjalldals forstöðulæknis fyrir 1. des- ember 1996. Mat stöðunefndar byggist á innsendum umsóknargögnum. Eyðublöð fást hjá heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og skrifstofu Ríkisspítala. Nánari upplýsingar veitir Oddur Fjalldal forstöðulæknir sími 560 1375. KVENNADEILD Deildarlæknir Deildarlæknir (reyndur aðstoðarlæknir) ósk- ast á kvennadeild Landspítalans frá 1. janúar 1997. Um er að ræða fullt starf, námsstöðu, sem ráðið er í til eins árs í senn með mögu- leika á framlengingu í allt að þrjú ár. Deildar- læknirinn vinnur skv. vinnuskipulagi sem ligg- ur hjá sviðsstjóra eða forstöðulækni, þannig að hann færist á hálfs árs fresti milli þriggja eininga innan kvennadeildar. Gert er ráð fyr- ir virku námi og tækifæri gefst til rannsókna- starfa undir handleiðslu. Umsóknir, þar sem tilgreind er menntun og fyrri störf, sendist til Reynis T. Geirssonar forstöðulæknis á kvennadeild Landspítalans. Nánari upplýs- ingar veita Reynir T. Geirsson prófessor og Jón Þ. Hallgrímsson yfirlæknir - sími 560 1000. LYFLÆKNINGADEILD Deildarlæknir Staða deildarlæknis (reynds aðstoðarlæknis) við lyflækningadeild Landspítaians er laus til umsóknar frá 1. desember 1996. Um er að ræða 6 til 12 mánaða stöðu. Umsóknir berist til Þórðar Harðarsonar prófessors, lyf- lækningadeild Landspítalans fyrir 15. nóvem- ber nk. Nánari upplýsingar veita Þórður Harðarson prófessor, Sigurður Guðmundsson kennslu- stjóri og Katrín Ruth Sigurðardóttir umsjón- arlæknir sími 560 1000, kalltæki. RANNSÓKNASTOFA HÁSKÓLANS í MEINAFRÆÐI Deildarlæknir Staða deildarlæknis í vefjameinafræði er laus til umsóknar. Lágmarks ráðningartími er sex mánuðir en eitt ár er æskilegt. Ráðningu í eitt ár (eða lengur) fylgir þátttaka í rann- sóknaverkefni samkvæmt viðmiðunarreglum framhaldsmenntunarráðs læknadeildar. Upplýsingar veitir Jónas Hallgrímsson pró- fessor í síma 560 1900. GEÐDEILD Yfirfélagsráðgjafi Staða yfirfélagsráðgjafa við geðdeild Land- spítalans er laus til umsóknar frá næstu ára- mótum. Umsækjandi láti fylgja ítarlegar upp- lýsingar um menntun, fyrri störf og rannsókn- ir. Umsóknarfestur er til 1. desember nk. Umsóknir berist til Sigurrósar Sigurðardóttur yfirfélagsráðgjafa á geðdeild Landspítalans, sem jafnframt veitir upplýsingar um starfið. GONGUDEILD KRABBAMEINS- LÆKNINGA- OG BLÓÐSJÚKDÓMA Hjúkrunarfræðingur Staða hjúkrunardeildarstjóra á göngudeild krabbameinslækninga- og blóðsjúkdóma er laus til umsóknar. Á deildinni er einstakling- um með krabbamein og illkynja blóðsjúk- dóma veitt læknis- og hjúkrunarmeðferð. Viðkomandi þarf að hafa menntun og reynslu í hjúkrun krabbameinssjúklinga, ennfremur reynslu af stjórnunarstörfum. Þeir sem áhuga hafa eru vinsamlegast beðnir um að leggja inn umsókn á skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra fyrir 15. nóvember nk. Nánari upplýs- ingar veita Kristín Sophusdóttir. hjúkrunar- framkvæmdastjóri og Anna Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 560 1300. KRABBAMEINS- OG LYFLÆKNINGADEILD Hjúkrunarfræðingur Á krabbameins- og lyflækningadeild 11E er laus stað hjúkrunardeildarstjóra. Á deildinni er 21 rúm og þar fer fram hjúkrun sjúklinga með krabbamein og illkynja blóðsjúkdóma. Skipulag hjúkrunar er einstaklingshæfð. Umsækjandi þarf að hafa menntun og/eða reynslu í hjúkrun krabbameinssjúklinga, enn- fremur fimm ára reynslu af stjórnunarstörf- um. Þeir sem áhuga hafa eru vinsamlegast beðnir að leggja inn umsókn á skrifstofu hjúkrunarforstjóra fyrir 15. nóvember nk. Nánari upplýsingar veita Kristín Sophusdótt- ir hjúkrunarframkvæmdastjóri og Anna Stef- ánsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 560 1300. SKURÐDEILD Hjúkrunarfræðingur Staða skurðhjúkrunarfræðings á skurðdeild Landspítala er laus til umsóknar nú þegar. Starfsemi skurðdeildar er ákaflega fjölbreytt má þar nefna almennar skurðlækningar, æða-, þvagfæra-, lýta- og bæklunarskurð- lækningar. Landspítalinn er auk þess mið- stöð barnaskurðlækninga og hjartaskurð- lækninga á íslandi. Á deildinni vinna skurð- hjúkrunarfræðingar á dagvöktum, bundnum kvöldvöktum auk gæsluvakta. Fyrirhugað er að taka upp teymisvinnu skurðhjúkrunar- fræðinga á deildinni þannig að sérhæfing á ákveðnu sérsviði verður í boði. Góð aðlögun eftir þörfum hvers og eins með reyndum skurðhjúkrunarfræðingi. Möguleikar eru á hlutastarfi eftir að aðlögun lýkur. Nánari upplýsingar veita Svala Jónsdóttir hjúkrunar- deilarstjóri í síma 560 1378 og Ásta B. Þor- steinsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 560 1300 eða 560 1366.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.