Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 1
Á Harley Davidson um Bandarflcin 135 dollarar á dag eða um níu þúsund krónur íslenskar, en innifalið í þeirri upphæð er 200 mílna akstur, hjálmar, regn- fatnaður, lás á hjólið og trygg- ingar sem gilda svo lengi sem farið er eftir akstursreglum fyrirtækisins. Viðskiptavinir Iron Horse Rentals þurfa að vera yfir 21 árs og með gild mótorhjólaskir- teini auk þess sem þeir þurfa að sýna fram á að þeir þekki Harley hjólin af eigin raun. Leðurfatnaður og húðflúr duga ekkitil. Iron Horse Rentals er með útibú í Fort Lauderdale, Miami, Tampa og Los Angeles. Síma- númerið er 800-946-4743. ¦ Engar hrakspár SÍGAUNAKONUR rómversk- ar sem hafa í sig og á með því að spá fyrir ferðamönnum, eru í vondum málum. Borgar- stjóri Rómar, Francuso Rut- elli, vill nefnilega að starfsem- in verði bönnuð í borginni ei- lífu. Hann segir það ekki sanngjarnt að aumingja ferðamennirnir fái yfir sig hrakspár, bara vegna þess að þeir vilji ekki láta spá í lófann sér. m Umsvif Flugleiða meiri en nokkru sinni samkvæmt nýrri vetraróætlun Stef nt að rúmlega 5% f arþegaaukningu á ári VETRARAÆTLUN Flugleiða er umsvifameiri en nokkru sinni fyrr. Samkvæmt áætluninni, sem tók gildi síðasta sunnudag, fjölgar vikulegum ferðum milli Keflavíkur og erlendra áfangastaða Flugleiða um 18% frá síðasta ári. Helsta breytingin felst í fleiri ferðum til Stóra Bretlands, en férðum til London fjölgar úr sjö í níu á viku og ferðum til Glasgow úr þrefnur í sex. Þetta segja forsvars- menn félagsins að muni styrkja sölu íslandsferða frá Bretlandi, en þeim ferðaþjónustufyrirtækjum fjölgi stöðugt, sem bjóði upp á ferðir frá Bretlandi til íslands allan ársins hring. Áfangastaðir Flugleiða í Evrópu og Norður-Ameríku eru fimmtán að þessu sinni, en tveir nýir áfangastað- ir hafa bæst við frá því í fyrravetur, Boston í Massachusetts í Bandaríkj- unum og Halifax í Nova Scotia í Kanada. Flogið er fjórum sinnum í viku til Boston og tvisvar í viku til Halifax. Ferðum til Baltimóre og tií Or- lando hefur fjölgað um eina ferð á viku, en auk þéss fjölgar ferðum alln- okkuð til áfangastaða á meginlandi Evrópu, svo sem til Amsterdam, Stokkhólms og Oslóar. Enn aukln tíðni Að sögn Sigurðar Helgasonar, for- stjóra Flugleiða, eru fj'öldi ákvörð- unarstaða og aukin tíðni ferða einn meginþátturinn í þjónustustefnu fyr- irtækisins. „Og með uppbyggingu skiptistöðvar á Keflavíkurflugvelli undanfarin átta ár hefur félagið náð að fjölga ákvörðunarstöðunum ár frá ári," segir hann. Aðspurður hvort búast megi við frekari fjölgun erlendra áfangastaða á næstunni, segir Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða, að ekki séu neinar fyrirætlanir um það í þessari áætlun, en gert sé ráð fyrir því að næsta skref verði aukin tíðni á þá áfangastaði sem fyrir eru. „Á hinn bóginn eigum við hægara með, nú en áður vegna þess hvernig leiðar- netið er uppbyggt, að bregðast við nýjum aðstæðum á markaðnum og opna nýja markaði. Félagið hefur því alltaf til skoðunar hvaða möguleikár komá næst til greina, bæði austan hafs og vestan," segir Einar. Hann áréttar að engin ákvörðun sé á blaði um nýja áfangastaði til viðbótar, en hins vegar sé verið að gera ráð fyrir að Flugleiðir fljúgi til Manchester í framhaldsflugi af Glasgow á næsta ári. „Umfram það eru ekki aðrir stað- ir komnir á ákvörðunarstig." Verömœtarl pakkaferðlr Á blaðamannafundi sem haldin var til þess að kynna hinu nýju vetrará- ætlun, kom fram að Flugleiðir stefna á 5,4% farþegaaukningu á ári, á markaðnum til og frá íslandi. Þá hefur komið fram að stefna félagsins er að auka veltuna um 10% á ári. „Með þessu erum við að horfa til næstu fjögurra ára eða fram til ársins 2000," segir Einar. „Markmiðið er að velta fyrirtækisins verði um 27 og hálfur milljarður í lok ársins 2000. Þessu ætlum við að ná með því að fjölga farþegunum bæði til og frá Islandi, með aukningu yfir hafíð á þeim mörkuðum þar sem við erum hvað sterkastir og með aukinni sölu á verðmætari pakkaferðum, fyrst og fremst á alþjóðamarkaðnum. Þetta þýðir þó ekki að Flugleiðir muni yfir- gefa þann markað sem við höfum nú þegar," segir Einar. ¦ ÁFANGASTAÐIR Flugleiða eru nú fimmtán talsins og umsvifín eru meiri en nokkru sinni. IT-PERÐIR ?NÝ ferðaskrifstofa, ÍT-ferðir, hefur opnað að Suðurlands- braut 6. Ferðaskrifstofan mun sérhæfa sig í þjónustu við íþrótta- og tónlistarhópa, en einnig verður öðrum sérhópum og einstaklingum sinnt eftir því sem við á. Aðaleigandi og fram- kvæmdastjóri ÍT-ferða er Hörð- ur Hilmarsson sem hefur starf- að við ferðaþjónustu í áratug hjá Samvinnuferðiun-Landsýn og Úrval-Útsýn. Ferðaskrifstof- an hefur fengið umboð fyrir nokkur alþjóðleg íþróttamót og einnig gert samninga við íþrótt- amiðstöðvar og aðra gististaði víða í Evrópu. IT-ferðir skipu- l^ggja ennfremur heimsóknir erlendra íþrótta- og tónlistar- hópa til íslands. ?ÍT-ferðir hafa gert samstarfs- samning við Samvinnuferðir- Landsýn um að hafa aðgang að sérfargjöldum Samvinnuferða í áætlunar- og leiguflugi. Enn- fremur að gistisamningum Samvinnuferða. ? Skrifstofa ÍT-ferða verður fyrst um sinn opin milli kl. 13 og 18 alla virka daga en auk þess er alltaf hægt að ná sam- bandi við starfsmann i síma 897-8202 ¦ % óla -i iRGI I HEIMI ER JÓLAFÖÍ ondon ÍANGU'R JOLANNA MEÐ SLÍKUM GLEÐI- OG GLÆSIBFW6 - HIN ROMAÐA lERÖMEIMSKLÚBBSINS VERÐUR FARIN 12.-15. DESEMBER. Dvöl á háklassahóteli í hjarta borgarinnar rétt við glæsilegustu verslanahverfin: KNIGHTSBRIDGE OG CHELSEA. ÁÆTLUNARFLUG MEÐ FLUGLEIÐUM. FARARSTJÓRN I.MGÓLFUR GUÐBRANDSSON. Fjölbreytt dagskrá stendur til boða: 1) Kynnisterð um fagurskreytta heimsborgina ífylgd Ingólfs, sem gjörþekkir London og sögu hennar. 2) Glæsilegar ópérusýningar í Covent Garden og Þjóðaróperunni eða vinsælustu söngleikirnir. 3) Stórtónleikar í Barbican og Royal Festival Hall með heimsfrægum listamönnum. 4) Ljúffengir kyöldvérðir á völdum veitingastöðum, m.a. enskur jólakvöidverður. 5) Mesta vöruúrval í Evrópu á hagstæðu verði við allra hæfi 6) Fjölbreytilegt nætur- og skemmtanalíf. Grípið þetta einstæða tækifæri í OÐRUVISIBORGARFERÐ! Brottför 12. desember - 3 nætur - verð kr. 39.600 á mann ítvíbýli + flugvallaskattar. FERÐASKRIFSTOFAN PI\IMA? HEIMSKLUBBUR INCOLFS Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavfk, sfmi 562 0400, fax 562 6564

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.