Morgunblaðið - 03.11.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 03.11.1996, Síða 1
Engar hrakspár SÍGAUNAKONUR rómversk- ar sem hafa í sig og á með því að spá fyrir ferðamönnum, eru í vondum málum. Borgar- stjóri Rómar, Francuso Rut- elli, vill nefnilega að starfsem- in verði bönnuð í borginni ei- lífu. Hann segir það ekki sanngjarnt að aumingja ferðamennirnir fái yfir sig hrakspár, bara vegna þess að þeir vilji ekki láta spá í lófann á sér. m SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER1996 BLAÐ C Á Harley Davidson um Bandaríkin EF draumurinn er að aka Harley Davidson mótorhjóli í Bandaríkjunum, gæti Iron Horse Rentals verið svarið. Fyrirtækið er með aðsetur í Orlando, Flórída, og sér- hæfir sig í leigu á Har- ley Davidson hjólum, bara Harley David- son. Leigan er há, 135 dollarar á dag eða um níu þúsund krónur íslenskar, en innifalið í þeirri upphæð er 200 mílna akstur, hjálmar, regn- fatnaður, lás á hjólið og trygg- ingar sem gilda svo lengi sem farið er eftir akstursreglum fyrirtækisins. Viðskiptavinir Iron Horse Rentals þurfa að vera yfir 21 árs og með gild mótorþjólaskír- teini auk þess sem þeir þurfa að sýna fram á að þeir þekki Harley hjólin af eigin raun. Leðurfatnaður og húðflúr duga ekki til. Iron Horse Rentals er með útibú í Fort Lauderdale, Miami, Tampa og Los Angeles. Síma- númerið er 800-946-4743. ■ Umsvif Flugleiða meiri en nokkru sinni samkvæmt nýrri vetraróætlun Stefnt oð rúmlega 5% f arþegaaukningu ó óri VETRARÁÆTLUN Flugleiða er umsvifameiri en nokkru sinni fyrr. Samkvæmt áætluninni, sem tók gildi síðasta sunnudag, fjölgar vikulegum ferðum milli Keflavíkur og erlendra áfangastaða Flugleiða um 18% frá síðasta ári. Helsta breytingin felst f fleiri ferðum til Stóra Bretlands, en ferðum til London fjölgar úr sjö í níu á viku og ferðum til Glasgow úr þremur í sex. Þetta segja forsvars- menn félagsins að muni styrkja sölu íslandsferða frá Bretlandi, en þeim ferðaþjónustufyrirtækjum fjölgi stöðugt, sem bjóði upp á ferðir frá Bretlandi til Islands allan ársins hring. Áfangastaðir Flugleiða í Evrópu og Norður-Ameríku eru fimmtán að þessu sinni, en tveir nýir áfangastað- ir hafa bæst við frá því í fyrravetur, Boston í Massachusetts í Bandaríkj- unum og Halifax í Nova Scotia í Kanada. Flogið er fjórum sinnum í viku til Boston og tvisvar í vikii til Halifax. Ferðum til Baltimore og til Or- iando hefur fjölgað um eina ferð á viku, en auk þéss fjölgar ferðum alln- okkuð til áfangastaða á meginlandi Evrópu, svo sem til Amsterdam, Stokkhólms og Oslóar. Enn aukln tíðni Að sögn Sigurðar Helgasonar, for- stjóra Flugleiða, eru fjöldi ákvörð- unarstaða og aukin tíðni ferða einn meginþátturinn í þjónustustefnu fyr- irtækisins. „Og með uppbyggingu skiptistöðvar á Keflavíkurflugvelli undanfarin átta ár hefur félagið náð að fjölga ákvörðunarstöðunum ár frá ári,“ segir hann. Aðspurður hvort búast megi við frekari fjölgun erlendra áfangastaða á næstunni, segir Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða, að ekki séu neinar fyrirætlanir um það í þessari áætlun, en gert sé ráð fyrir því að næsta skref verði aukin tíðni á þá áfangastaði sem fyrir eru. „Á hinn bóginn eigum við hægara með, nú en áður vegna þess hvemig leiðar- netið er uppbyggt, að bregðast við nýjum aðstæðum á markaðnum og opna nýja markaði. Félagið hefur því alltaf til skoðunar hvaða möguleikar koma næst til greina, bæði austan hafs og vestan," segir Einar. Hann áréttar að engin ákvörðun sé á blaði um nýja áfangastaði til viðbótar, en hins vegar sé verið að gera ráð fyrir að Flugleiðir fljúgi til Manchester í framhaldsflugi af Glasgow á næsta ári. „Umfram það eru ekki aðrir stað- ir komnir á ákvörðunarstig." Verðmætari pakkaferðlr Á blaðamannafundi sem haldin var til þess að kynna hinu nýju vetrará- ætlun, kom fram að Flugleiðir stefna á 5,4% farþegaaukningu á ári, á markaðnum til og frá íslandi. Þá hefur komið fram að stefna félagsins er að auka veltuna um 10% á ári. „Með þessu erum við að horfa til næstu fjögurra ára eða fram til ársins 2000,“ segir Einar. „Markmiðið er að velta fyrirtækisins verði um 27 og hálfur milljarður í lok ársins 2000. Þessu ætlum við að ná með því að fjölga farþegunum bæði til og frá Islandi, með aukningu yfir hafið á þeim mörkuðum þar sem við erum hvað sterkastir og með aukinni sölu á verðmætari pakkaferðum, fyrst og fremst á alþjóðamarkaðnum. Þetta þýðir þó ekki að Flugleiðir muni yfir- gefa þann markað sem við höfum nú þegar," segir Einar. ■ ÁFANGASTAÐIR Flugleiða eru nú fimmtán talsins og umsvifin eru meiri en nokkru sinni. ÍT-FERÐIR ►NÝ ferðaskrifstofa, ÍT-ferðir, hefur opnað að Suðurlands- braut 6. Ferðaskrifstofan mun sérhæfa sig í þjónustu við íþrótta- og tónlistarhópa, en einnig verður öðrum sérhópum og einstaklingum sinnt eftir því sem við á. Aðaleigandi og fram- kvæmdastjóri ÍT-ferða er Hörð- ur Hilmarsson sem hefur starf- að við ferðaþjónustu í áratug þjá Samvinnuferðum-Landsýn og Úrval-Útsýn. Ferðaskrifstof- an hefur fengið umboð fyrir nokkur alþjóðleg íþróttamót og einnig gert samninga við iþrótt- amiðstöðvar og aðra gististaði víða í Evrópu. IT-ferðir skipu- leggja ennfremur heimsóknir erlendra íþrótta- og tónlistar- hópa til íslands. ►ÍT -ferðir hafa gert samstarfs- samning við Samvinnuferðir- Landsýn um að hafa aðgang að sérfargjöldum Samvinnuferða í áætlunar- og leiguflugi. Enn- fremur að gistisamningum Samvinnuferða. ► Skrifstofa ÍT-ferða verður fyrst um sinn opin milli kl. 13 og 18 alla virka daga en auk þess er alltaf hægt að ná sam- bandi við starfsmann í síma 897-8202 ■ ðventan í ondon GUR JÓLANNA MEÐ SLÍKUM GLEÐI- OG GLÆSIBRAÓ - HIN RÓMAÐA MSKLÚBBSINS VERÐUR FARIN 12.-15. DESEMBER. Dvöl á háklassahóteli í hjarta borgarinnar rétt við glæsilegustu verslanahverfin: KNIGHTSBRIDGE OG CHELSEA. ÁÆTLUNARFLUG MEÐ FLUGLEIÐUM. FARARSTJÓRN INGÓLFUR GUÐBRANDSSON. Fjölbreytt dagskrá stendur til boða: 1) Kynnisferð um fagurskreytta heimsborgina í fylgd Ingólfs, sem gjörþekkir London og sögu hennar. 2) Glæsilegar óperusýningar í Covent Garden og Þjóðaróperunni eða vinsælustu söngleikirnir. 3) Stórtónleikar í Barbican og Royal Festival Hall með heimsfrægum listamönnum. pfc£4fil4FÍT A h 4) Ljúffengir kvöldverðir á völdum veitingastöðum, m.a. enskur jólakvöldverður. r R.1A^A.F 5) Mesta vöruúrval i Evrópu á hagstæðu verði við allra hæfi. w w 6) Fjölbreytilegt nætur- og skemmtanalff. Grípið þetta einstæða tækifærí í ÖÐRUVÍSI BORGARFERÐ! Brottför 12. desember - 3 nætur - verð kr. 39.600 á mann í tvíbýli + flugvallaskattar. IM tHEIMSKLUBBUR INGOLFS Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavlk, sími 562 0400, fax 562 6564

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.