Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 D 3 _______________________________BÍLAR FÍB segir eftirlit á f jónabílum í lamasessi Þrjú mál á hendur sama sðluaðila SAMKVÆMT dómsmati sem sér stakir matsmenn sem sýslumanns- embættið á Selfossi kallaði til lækk- ar markaðsverð á bílum sem hafa lent í altjóni, þ.e. bilar sem trygg- ingafélög hafa eignast eftir veruleg umferðaróhöpp, um 15% miðað við sambærilega bíla. Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri FÍB, segir að eftiriit með tjónabílum sé i ólestri og mörg mál hafa risið vegna þess að seljendur bíla hafa ekki upplýst kaupendur um að tilteknir bílar hafi lent í altjóni. Dómsmat Runólfur segir að þetta sé hluti af stærra vandamáli sem er skipu- lag á eftirliti á tjónabílum. „Það hafa verið til tillögur að kerfi, framkvæmd og eftirliti á tjónabíl- um um árabil en ekkert hefur þok- ast í þessum málum. Hins vegar hefur verið komið á kerfi með eftir- liti á innfluttum tjónabílum.“ Fyrir um það bil einu ári fór eitt tiltekið mál fyrir sýslumanns- embættið á Selfossi og þar fór fram dómsmat. Tveir dómkvaddir mats- menn voru kallaðir til og niður- staða þeirra var sú að miðað við núverandi ástand í eftirliti með tjónabílum megi gera ráð fyrir því að jafnvel þótt bíll sé fullkomlega viðgerður sé markaðsverð hans 10-15% lægra en sambærilegs bíls. Einnig verði að taka tillit þess að þeir séu mun þyngri í sölu því t.d. bilaumboðin neita að taka slíka bíla upp í aðra bíla. Ekki skýrt frá altjóni í lögum um bílasala segir að bíla- sala sé skylt að upplýsa kaupanda og seljanda um allt sem máli skipt- ir varðandi viðskiptin. „Það skiptir verulegu máli ef bíll hefur verið innleystur af tryggingafélagi og er skráður tjónabíll. Hann hefur minna markaðsvirði og er þyngri í sölu,“ segir Runólfur. Kaupandi bíls leitaði nýlega til FÍB þegar hann komst að því að bíllinn sem hann keypti hafði lent í altjóni. Seljandinn skýrði frá því að bíllinn hefði orðið fyrir smá- vægilegu tjóni en gat þess ekki tryggingafélag hafði leyst hann til sín eftir að bílnum var velt. Kaup- andinn komst ekki að þessu fyrr en hann ætlaði að láta sem greiðslu upp í annan bíl hjá bílaumboði. Runólfur segir að þetta tiltekna mál sé það þriðja sem tengist sömu bílasölunni, sem hafði milligöngu um söluna, og sama seljanda sem jafnframt gerði við bílana. Sam- kvæmt lögum um sölu notaðra bif- reiða ber bílasalan ákveðna ábyrgð varðandi upplýsingaskyldu og á að tjá kaupendum alla þá vitneskju sem hún hefur um tiltekinn bíl. Seljandi bílsins hefur í þessum þremur tilvikum skýrt frá því að bílarnir hafi lent í tjóni en leynt því að um altjón hafi verið að ræða. Hummer skólabíll NÝLEGA var fyrsta Humraer skólabifreiðin afhenti Valdimar Jónssyni á Reykhólum á Barða- strönd. Bifreiðar þessar eru útbúnar til þess að taka allt frá 8 til 14 farþega. Valdimar ekur skólabörnum um 250 km leið daglega og oft við erfiðustu aðstæður sem fyrirfinnast á Is- landi. Til hægri á myndinni er Ævar Hjartarson framkvæmda- stjóri Hummer umboðsins er að afhenda Valdimar bifreiðina. Stríð um EINHVER hjá Audi hefur líklega fengið bágt fyrir að selja Volvo hina ágætu 2,5 lítra, fimm strokka dísil- vél með beinni innsprautun. Volvo framleiðir vélina í 850 TDI langbak- inn og selur bílinn á um 450 þús- und ÍSK lægri upphæð en Audi A6 Avant TDI kostar, sem er langbaks- útfærslan af Audi A6. í frétt í danska bílablaðinu Bilen segir að umboðsmenn Audi í Þýska- landi hafi fengið leiðsögn í því að hræða Þjóðveija frá því að kaupa Volvo. Þeir haldi því m.a. fram að gæðakröfur Volvo séu mun minni en hjá Audi og að Volvo hafi ekki gengið jafn vel og Audi að draga úr titringi frá vélinni. Volvo var fyrstur framleiðenda til þess að bjóða hliðarbelgi í bíla en Audi er í vafa um að þeir veiti það skjól sem lofað er og hvort þeir yfirhöfuð blás- ist upp. 50 hringir kringum jörðina BÍLAEIGN er talsverð á íslandi, um 133 þúsund bílar, og hefur vax- ið hratt síðasta aldarfjórðunginn, þótt hægst hafi um á allra síðustu árum. I lauslegri athugun Hag- fræðistofnunar Háskóla íslands kemur fram að ef þjóðin öll myndi koma sér fyrir í bílaflota landsins sætu tveir í hveijum bíl. Áætlað er að í Reykjavík séu eknar um 2 milljónir kílómetra á Morgunblaðið/Jón Svavarsson Econoline sjúkrabíll FULLBÚINN Ford Econoline sjúkrabifreið var afhent Sauðár- króksdeild Rauða Kross íslands í síðasta mánuði. Þetta er fyrsta sjúkrabifreiðin sem Brimborg hf., umboðsaðili Ford, afhendir. Bíllinn sem Sauðárkróksdeildin fékk er sá fyrsti af fimm af Ford Econoline sjúkrabifreiðum sem dag og 3 milljónir á höfuðborgar- svæðinu öllu. Það samsvarar því að til samans keyri Reykvíkingar 50 hringi í kringum jörðina á hveij- um einasta degi. Á hinn bóginn keyrir hver fjögurra manna fjöl- skylda að meðaltali um 70 kfló- metra á dag. Stærstur hluti fólks- Brimborg mun afhenda á kom- andi mánuðum. Hinar eru fyrir deildir Rauða krossins á Suður- nesjum, Djúpavogi og Fáskrúðs- firði. Sú fimmta fer til Færeyja. í dag eru 74 sjúkrabílar í notkun á íslandi, þar af 50 af Ford Econ- oline gerð sem er 68% markaðs- hlutdeild. bifreiða er á höfuðborgarsvæðinu, eða um 59 prósent. I Reykjavík einni eru 39 prósent bifreiða. Orlít- ið fleiri fólksbifreiðar eru á hveija þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni en sá munur er þó ekki marktækur. ■ Aukaraf sérhæfir sig í aukabúnadi Samlæs- ingar í bíla sem eru án hennar MÖRG fyrirtæki eru starfandi hér á landi í kringum breytingar og sérútbúnað á bifreiðum. Eitt þeirra er Aukaraf í Nóatúni. Fyrirtækið er sérhæft í aukarafbúnaði í bíla. Ingimundur Þorsteinsson hjá Auka- rafi segir að átt sé við allan þann rafbúnað sem fólk vill bæta í bílinn hjá sér. Sem dæmi megi nefna far- síma, útvarpstæki, geislaspilara, hátalara, magnara, þjófaviðvörun- arkerfi, samlæsingar, ljóskastara, GPS staðsetningarkerfi, dagljósa- búnað, aukarafgeyma, talstöðvar, loftnet, fjarstýringar á samlæsingar og margt fleira í þeim dúr. „Okkar sterkasta hlið er þjófavið- vörunarkerfi, samlæsingar, hljóm- flutningstæki og heildarfrágangur á aukarafbúnaði í jeppum og húsbíl- um. Á þessu sviði höfum við mikla reynslu og eigum mikið af góðum viðskiptavinum," sagði Ingimundur. Tvö sérhæfð fyrirtæki Aukaraf er í raun tvö sérhæfð fyrirtæki sem lögðu saman í eitt. Ánnars vegar Aukaraf sem var til húsa í Garðabæ og sérhæfði sig í aukarafbúnaði í jeppa og húsbíla og hins vegar Bíltækjaísetningar sem var til húsa í Ármúla og sér- hæfði sig í hljómtækjum og þjófa- viðvörunarkerfum í bfla. Ýmiss konar sérhæfður búnaður er fáanlegur hjá Aukarafi. Af ís- lenskri framleiðslu má nefna auka- rafkerfí sem framleidd eru hjá Aukarafi en það eru rafmagnstöflur fyrir jeppa og húsbíla með mikið af aukabúnaði. „Dagljósabúnaður er einnig framleiddur hjá okkur en það er búnaður sem sér um að kveikja og slökkva ökuljósin. Ýmislegt er það sem fólk veit ekki að hægt er að fá eins og t.d. samlæsingar í bíla sem ekki eru með samlæsingar eða fjarstýringar á samlæsingar sem fyrir eru í bílnum," sagði Ingimund- ur. Sítrónuilm á framrúðuna OLÍS hefur hafið sölu á rúður hreinsi með sítrónuilmi. Ilmurinn er ferskur og nær að eyða hinni hefðbundnu sprittlykt sem bí- leigendur kannast við af þeim rúðuhreinsi sem hefur verið á markaði. Rúðuhreinsirinn hefur frostþol allt að -21 gráðu á Cels- ius. Rúðuhreinsirinn fæst á þjón- ustustöðvum Olís um allt land á eins og 2,5 lítra pakkningum. Ford eykur hlutsinnl Mnzdn FÁIR undrast að Mazda þurfi á allri aðstoð að halda sem fyrirtækinu býðst. Árið 1995 dróst framleiðslan saman um 21,7% frá árinu áður, í 771.450 bíla eða um helmingi minna en framleitt var árið 1990. Þá virtist fátt geta orðið Mazda að falli og það var einmitt árið sem Mazda kynnti síðasta sjóðheita bflinn sinn, Mazda MX-5 Miata. Engu að síður var það áfall fyrir ■ japanska viðskiptaheiminn þegar : fréttist að Ford hefði aukið hlut sinn' '• í fyrirtækinu úr 25% í 33,4%. Auk * þess tókst Ford að koma yfirmanni ' sínum, Henry D.G. Wallace, að sem forstjóra Mazda en hann hafði áður 1 verið aðstoðarforstjóri. Fyrrverandi forstjóri, Yoshihiro Wada, var gerður < að stjórnarformanni fyrirtækisins sem þykir fyrst og fremst táknræn virðingarstaða. Bannað að sof na við stýrið RENAULT í Frakklandi hefur hann- að nýtt viðvörunarkerfi sem er ætlað að halda syfjuðum ökumönnum vak- andi. Fýrsta kastið verður búnaður- inn aðeins fáanlegur í vörubíla og rútur. Rannsóknir í Frakklandi benda til þess að 90% af öllum umferðar- slysum sem verða að nóttu til megi rekja til þess að ökumenn sofni undir ' stýri. n TILBOÐ OSKAST í Pontiac Grand AM “SE” árgerð '94 (ekinn 19 þús. mílur), Ford Explorer XL 4x4 árgerð '91 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 5. nóvember kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. Ranae Rover tjónabifreið Ennfremur óskast tilboð í Range Rover “Vouge” 4wd (tjónabifreið) árgerð '90. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.