Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rannsóknastofa í réttarlæknisfræði Evu Klonowski sagtupp EVU Elviru Klonowski, réttarmann- fræðingi, sem starfar um þessar mundir með hópi sérfræðinga við að rannsaka flöldagrafir í nágrenni borgarinnar Srebrenica í Bosníu, hefur verið sagt upp störfum á rann- sóknastofu Háskólans í réttarlækn- isfræði en starf hennar þar var lagt niður 1. nóvember. Gunnlaugur Geirsson prófessor, forstöðumaður rannsóknastofunnar, segir að ákvörðun um að leggja nið- ur starf það sem Eva Elvira gegndi og segja henni upp störfum hafi ekki á neinn hátt tengst leyfi hennar til að starfa í Bosníu. Eva Elvira Klonowski fór til Bosn- íu í ágúst í sex vikna leyfi frá rann- sóknastofunni. Starfar hún þar á vegum bandarískra læknasamtaka fyrir Stríðsglæpadómstólinn í Haag, undir vernd friðargæsluliða Samein- uðu þjóðanna. Eiga rannsóknirnar að standa yfir fram að áramótum. Eva kom til íslands fyrir skömmu og fékk þá tilkynningu um að starf hennar yrði lagt niður 1. nóvember Er hún nú farin á ný til Bosníu til áframhaldandi rannsókna. „Hún hefur unnið hér við blóð- rannsóknir í barnsfaðernismálum en þær hafa verið að leggjast af hægt og bítandi vegna þess að þróunin hefur færst yfir í DNA-rannsóknir en hún hefur ekki kunnáttu á því sviði. Það var ákveðið fyrir nokkuð löngu að leggja starf hennar niður og það er alveg óskylt verkefnum hennar annars staðar. Þetta er alger- lega sjálfstæð ákvörðun,“ segir Gunnlaugur Geirsson. Hann sagði að ekki hefði tekist að athugðu máli að fínna annað starf handa Evu hjá Ríkisspítulunum miðað við sérþekk- ingu hennar. Gengið yrði frá starfs- lokum hennar eins og samningar og lög gerðu ráð fyrir. í brekkum Fagradals. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hundruð snjóflóða hafa fallið í Mýrdal Fagradal. Morgunblaðið. Mörg snjóflóð hafa fallið í Mýrdal síðustu daga. Snjóflóðin eru misjöfn að stærð allt frá smáspýjum til stærri flekaflóða. Engir skaðar hafa orðið vegna þeirra en menn eru á varðbergi. Ólafur Gunnarsson, bóndi á Giljum, var búinn að taka allt sitt fé á hús þegar snjóflóð féll nærri fjár- húsunum. Hann þorði ekki annað en að rýma fjárhús- in ef fleiri flóð myndu falla nærri húsunum. Ólafur sagði tvö önnur flóð hafa komið eftir að hann var búinn að rýma húsin og að annað flóðið hefði stað- næmst við heyrúllustafla utan við fjárhúsin. Orsök snjóflóðanna er talin sú að þegar snjóar á ófreðna jörð þar sem mikið gras er í bröttum brekk- um og snjór safnast fyrir verður mjög hált undir þannig að snjóinn festir ekki í hlíðunum. Þykkustu flekarnir sem fallið hafa eru á annan metra á þykkt og tugir metra á breidd. Að sögn Magnúsar Más Magnússonar, snjóflóða- eftirlitsmanns hjá Veðurstofu Islands, eru þeir með í athugun að koma austur í Mýrdal og skoða aðstæð- ur. Mörg snjóflóð hafa fallið vestan í Reynisfjalli. Að sögn Ragnars Indriðasonar í Görðum. tóku stærstu flóðin með sér 100 metra af girðingu kringum túnin við bæinn. Hann sagði að vitað væri um sauðfé sem ekkert kæmist vegna snjóalaga vestan í Reynis- fjalli. Ekki væri þorandi að reyna að nálgast féð fyrr en eitthvað bleytti í snjónum. Klæðskipt- ingur með háreysti í Holtunum ÞRJÁTÍU og þijár kvartanir bárust lögreglu um helgina vegna hávaða og ónæðis. Var meðal annars til- kynnt um að verið væri að beija hús að utan í Holtunum aðfaranótt sunnudags og bárust margar kvart- anir þar að lútandi. Við athugun lögreglu kom í ljós að þar reyndist vera á ferð karlmað- ur sem er íbúi í kjallara hússins og hafði sennilega gleymt lyklum að útidyrum. Hann hafði reynt að komast inn úr kuldanum um hríð, en ekki verið hleypt inn því fólk þar bar ekki kennsl á hann, enda klæddur kven- mannsfötum sem töldust ekki vera hluti af daglegu gervi hans. Vaknaði í næstu götum Kalt var í veðri og flíkurnar skjól- litlar og sjálfsagt hefur honum runn- ið svo í skap við þennan skort á þjónustulipurð hjá þeim sem inn- andyra voru, að háreystin varð meiri en ella. Að minnsta kosti varð skark- alinn svo mikill þegar hann leitaði inngöngu á heimili sitt að fólk vakn- aði ekki einungis í nærliggjandi hús- um heldur og í næstu götum og kvartaði yfir hávaða til lögreglu. --------♦ ♦.♦--- Forseti Alþingis í Noregi ÞRIGGJA daga opinber heim- sókn Ólafs G. Einarssonar, for- seta Alþingis, til Noregs hófst í gær. Hér má sjá utanríkisráð- herra Noregs, Bjorn Tore Godal, bjóða Ólaf velkominn. Morgunblaðið/Hjálmar FLEKKURINN eins og hann leit út úr þyrlu Landhelgisgæslunnar rétt fyrir hádegi í gær. Stór olíuflekkur skammt frá Engey REYKJAVÍKURHÖFN tilkynnti Hollustuvemd ríkisins í gærmorgun um olíuflekk á Faxaflóa sem mæl- ingar Landhelgisgæslunnar bentu til um hádegi í gær að væri um 6,7 ferkílómetrar að stærð. Eyjólfur Magnússon, sem hefur umsjón með mengunarvörnum á sjó hjá Hollustuvernd, kveðst telja um vægt mengunarslys að ræða en hann minnist þó ekki jafn umfangs- mikils olíuflekks á sjó þau ellefu ár sem hann hefur starfað hjá stofn- uninni og raunar lengur. Akraborgin gerði viðvart um ol- íuna í gærmorgun og var þyrla Landhelgisgæslunnar beðin um að skoða flekkinn í kjölfarið. Maður á vegum Hollustuvemdar reyndi síðan að taka sýni af olíunni í gærmorgun en hún reyndist of vatnsósa og þunn til að það væri gerlegt og sömuleið- is mistókst tilraun varðskipsins Týs í þá vem um klukkan 14. Eyjólfur kveðst telja um úr- ' gangsollu að ræða, en torvelt sé að fullyrða um upptök hennar og hversu mikið magn sé að ræða. I fyrradag bilaði loka í úrgangsolíu- tönkum á Laugarnesi, en að sögn Eyjólfs telja starfsmenn viðkomandi olíufélags ekki, að olía, sem lak út af þeim sökum, hafi borist í hafið, heldur hafí hún öll mnnið í olíu- skilju skammt frá. Flekkurinn var suður af Kjalar- nesi, um fimm og hálfa mílu vestur af Engey, þegar hann var skoðaður úr lofti I gærmorgun og hafði stækkað enn frekar um kvöldmat- arleytð, sennilega vegna aukins nið- urbrots olíunnar. Eyjólfur kveðst telja ósennilegt að fuglar bíði skaða af olíumenguninni, þar sem þeir safnist lítt saman á þessum árstíma. Fjölmiðlakönnun 60% lásu Morgun- blaðið að jafnaði AÐ jafnaði lesa um 60% landsmanna hvert tölublað Morgunblaðsins, sam- kvæmt fjölmiðlakönnun sem Félags- vísindastofnun Háskóla íslands gerði vikuna 8.-14. október. Um 40% lesa hvert eintak DV að jafnaði og um 4% Viðskiptablaðið. Þá kom fram að um 77% lásu eitt- hvað í Morgunblaðinu í könnunarvik- unni en 63% lásu eitthvað í DV. 4% lásu eitthvað í Viðskiptablaðinu. Þegar spurt var um lestur ein- stakra tölublaða dagblaðanna tveggja kom fram að 60% lásu þriðju- dagsblað Morgunblaðsins og er það óbreytt frá fyrri könnunum sem gerðar voru I mars sl., október 1995 og mars 1995. Þá lásu 57% miðviku- dagsblaðið, en lesturinn mældist 60% í fyrri könnunum. 56% lásu fimmtudagsblað Morg- unblaðsins, samanborið við 59% I mars 1996 og október 1995 og 63% í mars 1995. Föstudagsblaðið lásu 60% miðað við 62% í mars sl. 65% í október 1995 og 64% í mars 1995. Þá les 61% laugardagsblaðið en sam- svarandi tala var 66% í mars, og 62% í október og mars á sfðasta ári. Sunnudagsblað Morgunblaðsins var lesið af 67%, samanborið við 68% I mars, 65% í október 1995 og 64% í mars 1995. 45% lásu laugardagsblað DV mið- að við 57% í mars, 56% í október 1995 og 50% í mars 1995. Þá lásu 43% mánudagsblaðið, samanborðið við 46% í mars, 51% í október 1995 og 47% í mars 1995. Þriðjudagsblað DV lású 40% en sú tala var 42% í mars, 43% í októ- ber 1995 og 40% í mars 1995. 38% lásu miðvikudagsblaðið en í mars lásu 41% það blað, 45% í október 1995 og 41% f mars á síðasta ári. Fimmudagsblaðið var lesið af 37% aðspurðra, samanborið við 40% í mars, 43% í október á síðasta ári og 46% í mars 1995. Föstudagsblaðið var sömuleiðis lesið af 37% saman- borið við 40% í mars, 48% í október 1995 og 45% I mars 1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.