Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MEIRI skít, meiri skít . . . Endurskoðun á lögnm um atvinnuleysistryggingar Dregur úr misnotkun á bótakerfinu ENDURSKOÐUN á lögum um at- vinnuleysistryggingar er til þess fallin að draga úr misnotkun á at- vinnuleysisbótakerfinu, að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, fram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bands íslands. Að mati Þórarins hefur núverandi bótakerfi ýkt at- vinnuleysi umfram það sem raun- verulegt getur talist, m.a. þar sem dæmi eru um fólk sem hættir störf- um, þiggur lífeyri en skráir sig jafn- framt atvinnulaust. í frumvarpsdrögum um endur- skoðun á lögum um atvinnuleysis- tryggingar sem Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra kynnti á ríkis- stjómarfundi sl. þriðjudag, eiga þeir sem eru á vinnumarkaði og í aldurshópnum 18-70 ára rétt á at- vinnuleysisbótum. Þau nýmæli eru í drögunum að til frádráttar at- vinnuleysisbótum komi lífeyris- sjóðsgreiðslur. Gert er ráð fyrir að nýja bótakerfið verði afturvirkt. Að sögn félagsmálaráðherra eru dæmi um að flugstjórar og flugum- ferðarstjórar, sem þurfa að hætta störfum rúmlega sextugir, fari á atvinnuleysisskrá og fái bætur þrátt fyrir háar lífeyristekjur. „Það er í hæsta máta óeðlilegt þar sem bæt- urnar eru fyrst og fremst ætlaðar til að létta undir með þeim sem missa vinnuna tímabundið," sagði Páll Pétursson í samtali við Morg- unblaðið. 200 ungmenni á atvinnuleysisskrá í frumvarpsdrögum um endur- skoðun á lögum um atvinnuleysis- tryggingar fá ungmenni yngri en 18 ára ekki atvinnuleysisbætur nema af sérstökum ástæðum. í gild- andi lögum er hins vegar miðað við 16 ára aldur. Samkvæmt upplýsing- um frá Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytis eru daglega að meðaltali um 200 ungmenni á at- vinnuleysisskrá en aðeins hluti af þeim er á bótum. Að mati framkvæmdastjóra VSÍ er brýnt að breyta reglunum á þenn- an hátt þar sem ekki eigi að skil- greina börn yngri en 18 ára sem atvinnulaus þegar þau eiga að vera í skóla. „í framtíðinni mun þeim störfum fækka sem ekki gera kröf- ur til menntunar og því á ekki að freista bama til að hætta í skóla og fara á atvinnuleysisbætur," sagði Þórarinn. Sérálit ASÍ Hervar Gunnarsson, fýrsti vara- forseti Alþýðusambands íslands, sat í nefnd sem félagsmálaráðherra skipaði til að fjalla um fmmvarps- drögin en sú nefnd lauk störfum í BARBRO Johnsdottir Gardberg, sem hafði vefnaðarsýningu í Norræna húsinu á dögunum, hef- ur gefið Þjóðkirkju íslands messuskrúða: Hökul, stólu og kaleiksklæði, sem eru ofin í lin með gullþræði og eru gripir þess- mars sl. Honum fannst um skerð- ingu á réttindum atvinnulausra að ræða og skilaði því séráliti. Að mati Hervars hefur hópur ung- menna yngri en 18 ára vegna slæmrar námsgetu ekkert í skóla að gera. Aðrir em jafnvel búnir að stofna heimili og þurfa sökum fjár- hagsörðugleika að fara á vinnu- markaðinn. í áliti meirihiuta nefnd- arinnar var að mati Hervars óljóst hvað yrði um þann minnihlutahóp. Þar sem Hervar hefur ekki haft tækifæri til að kynna sér fmmvarps- drögin nægilega en þau hafa tekið breytingum frá því nefndin lauk störfum, vildi hann ekki tjá sig frek- ar um þau við Morgunblaðið. ir mjög vel unnir. Síðastliðinn laugardag afhenti hún biskupi íslands, herra Ólafi Skúlasyni, messuskrúðann að viðstöddum prófasti, sr. Ragnari Fjalari Lár- ussyni, og var myndin tekin við það tækifæri. Morgunblaðið/Kristinn Þjóðkirkju íslands gefinn messuskrúði Aðstoðarframkvæmdastjóri Ullevál Engin vöntun á fjármagni Hulda Gunnlaugsdóttir HULDA Gunnlaugs- dóttir var nýlega ráðin aðstoð- arframkvæmdastjóri _ á Ullevál sjúkrahúsinu í Ósló þar sem hún mun ásamt framkvæmdastjóra sjá um uppbyggingu nýs barna- og kvennasjúkrahúss. Ullevál er fimmta stærsta sjúkrahúsið í Evrópu og það stærsta á Norðurlönd- um. Þar eru 6.200 starfs- menn. Um 40.000 legu- sjúklingar eru meðhöndl- aðir þar ár hvert og 300.000 sjúklingar á göngu- og dagdeild þar sem sjúklingar koma inn að morgni og eru útskrif- aðir að kvöldi. Alls þjónar sjúkrahúsið 840.000 manns. - Ertu búin að starfa lengi við sjúkrahúsið? „Ég er búin að búa í Noregi síðastliðin átta ár. Fyrst var ég I námi í Háskólanum í Ósió en var ráðin sem hjúkrunarfram- kvæmdastjóri þegar ég var að vinna að lokaritgerð minni í skól- anum. Ég hef gegnt því starfi í fjögur ár á barnaskurðdeild og gjörgæsludeild." - Hvað varstu að læra í há- skólanum? „Ég var í cand polit námi í stjórnun og námsgráðan sem ég hef er einskonar millistig á milli mastersgráðu og doktorsgráðu." - Hver er munurinn á heil- brigðiskerfinu í Noregi og á ís- landi og í hverju felst nýtt starf þitt? „Það eru sjö ár frá því ég fór frá íslandi þannig að ég hef lítinn samanburð á ástandinu eins og það er í dag. í Noregi er allavega ekki vöntun á fjármagni og mik- il uppbygging á sér nú stað. Það eru miklar framkvæmdir og fjár- festingar í nýjum tækjabúnaði. Það er mjög gaman að vinna núna á Ullevál. Þó má maður ekki eyða ótakmörkuðum pen- ingum því hver deild þarf að fylgja fjárhagsáætlun og hver hjúkrunarframkvæmdastjóri og yfirlæknir verða að reka sína ein- ingu samkvæmt henni. Nú er til dæmis verið að loka tveimur deildum á sjúkrahúsinu vegna þess að þær fóru yfir fjárhags- áætlun. Það er verið að byggja nýjan ríkisspítala í Ósló frá grunni. í mínu starfi hef ég umsjón með fyrsta barnasjúkrahús- inu en verið er að taka allar kvenna- og barna- deildirnar í Ullevál og byggja upp nýtt hús- næði fyrir þær. Ég er aðstoðarframkvæmdastjóri fyrir byggingarframkvæmdirnar auk þess sem ég hef umsjón með sameiningu tveggja sjúkrahúsa í byggingunni. - Er það algengt að ráða hjúkrunarfræðing í svona fram- kvæmdastjórastöðu ? „Þetta er nýtt. Það er mjög spennandi fyrir mig sem hjúkrun- arfræðing að vera með alveg frá byrjun byggingar sjúkrahússins og þar til starfsemin flytur inn. Staðan var auglýst og ég var ein af sjö sem sóttu um og fékk vinn- una en auglýst var eftir fólki með heilbrigðismenntun. Fram- kvæmdastjórinn sem var ráðinn er doktor í barnalækningum." - Eru fleiri íslendingar að vinna á sjúkrahúsinu? ►Hulda Gunnlaugsdóttir er fædd 1958 og á einn son, Gunn- laug Snæ Olafsson. Hún lauk námi frá hjúkrunarskóla Is- lands árið 1978. Hún vann á gjörgæsludeiid Borgarspítal- ans og var hjúkrunarforstjóri á Kristnesspítala í Eyjafirði í fimm ár. Framhaldsnám í sljórnun á lyúkrunarsviði stundaði hún við Háskólann í Ósló. Hún gegndi formennsku í íslendingafélaginu í Ósló um tveggja ára skeið. „Já, við erum þónokkrir ís- lendingar, bæði læknar og hjúkr- unarfólk.“ ■ - Hafa einhverjir komið héð- an í kjölfar læknaverkfallsins fyrr á þessu ári. Þá bárust fregn- ir af læknaskorti í Noregi? „Það vantar 3.000 hjúkrunar- fræðinga til starfa í Noregi og um 1.000 lækna. Yfirvöld eru búin að vera með herferð í Sví- þjóð og Finnlandi, þar sem er atvinnuleysi í stéttinni, í því skyni að fá starfskrafta þaðan en hafa ekkert lagt sig eftir íslensku starfsfólki. Það hefur gengið mjög vel að fá fólk enda eru laun- in hér þau bestu á Norðurlöndun- um auk þess sem húsnæði er útvegað. Astæðan er mikil upp- bygging heilbrigðisgeirans auk þess sem ný vinnulöggjöf er kom- in þar sem er þak á yfirvinnu á ársgrundvelli og því á að reyna að fylgja eftir. í síðustu kjara- samningum var því ekki einungis samið um krónur og aura heldur líka um að fólk fái meiri frítíma. Áður en þessi samningur var gerður vantaði 3.000 hjúkr- unarfræðínga þannig að líklega vantar mun fleiri nú til að hægt sé að halda samninginn." - Hvenær mun þínu starfi Ijúka? „Starfið er áætlað að muni taka tvö til tvö og hálft ár eða allt þar til flutningur er yfirstað- inn og starfsemin er hafin. Eftir það held ég minni stöðu sem hjúkrunarframkvæmdastjóri. - Hvað ert þú að gera á ís- landi núna? „Ég er í tveggja daga fríi hér og fer síðan beint í tíu daga frí til San Francisco með syni mínum áður en ég byija í nýju starfi. Ég byija tólfta nóvember en verð í gamla starfinu meðfram því fram í miðjan desember. Meiri frítími þýðir fleira starfsfólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.