Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 11 FRÉTTIR Stóra norræna lestrarkeppnin hafin Elín Hirst gagn- rýnir Kvennalist ann harðlega í GÆR hófst norræn Iestrar- keppni í öllum grunnskólum á Norðurlöndum. Þetta framtak, sem nýtur stuðnings Norrænu ráðherranefndarinnar, er til komið að frumkvæði Islendinga. Hliðstæð keppni var haldin hér á landi árið 1993. Keppnin heitir Mímir - stóra norræna lestrar- keppnin. Markmið keppninnar er að auka lestur norrænna bóka sem veitir innsýn í sögu og menn- ingu þjóðanna. Lesturinn á að fara fram dagana 4.-17. nóvem- ber 1996 og nær til allra grunn- skólanema. Keppt er í þremur aldurshópum; í fyrsta tii fjórða bekk, fimmta til sjöunda og svo áttunda til tíunda. A meðan keppnin stendur yfir munu flest heimili á Norðurlöndum tengjast keppninni á einn eða annan hátt. Að sögn Garðars Gíslasonar, verkefnisstjóra keppninnar á Is- landi, er skipulag hennar þannig að bæði verður keppt í því hver les mest og í lesskilningi. „Það verður ekki aðeins kannað hveijir lesa mest heldur þurfa þátttakend- umir líka að búa til veggspjald þar sem þeir útfæra skilning sinn á því sem þeir hafa lesið. Það skiptir auðvitað öllu máli að fólk skilji það sem það er að lesa.“ Keppnin felst í því að nemend- ur lesa sem flestar bækur frá Norðurlöndum, þar á meðal ís- lenskar. Eftir lesturinn vinnur hver bekkur úr því efni sem nem- endur hafa kynnt sér. Sköpunar- gleðin á að fá að njóta sín á vegg- spjaldi, sem verður framlag bekkjarins til keppninnar ásamt lista yfir lesnar bækur. Hver skóli velur síðan vinningsvegg- spjöld og sendir til íslensku keppnisstjórnarinnar. A Islandi verða veitt þrenn verðlaun í hverjum aldurshópi. Verðlauna- afhending fer fram um miðjan janúar 1997. Hvert land sendir síðan þrjú veggsjöld í lokakeppn- ina. Sameiginleg dómnefnd Norðurlanda mun velja einn vinningshafa í hverjum aldurs- hópi og verða úrslitin kynnt á stórri bókmenntahátíð í Stavan- ger, Noregi, um miðjan febrúar á næsta ári. Sigurverðlaun verða afhent í mars 1997. Að sögn Garðars var þátttak- an, í keppninni sem haldin var hérálandiárið 1993, geysilega . góð og því var farið út í það stór- virki að halda slíka keppni á öll- um Norðurlöndunum. „Okkur taldist til að ef bókunum sem lesnar voru í keppninni árið 1993 hefði verið staflað upp hefðu þær myndað stæðu jafnháa Esjunni, eða um 900 metra háa. Það er engin spurning að þessi keppni skilaði sér í auknum áhuga nem- enda á lestri og bókmenntum MÍMIR — stóra norræna lestr- arkeppnin hófst í gær en öll Norðurlöndin átta taka þátt í keppninni. enda jukust útlán á bókasöfnum mikið, bæði meðan á keppninni stóð og lengi á eftir. Við heyrðum hreint ótrúlega sögur af nemend- um sem fóru á verulegt skrið í lestrinum en það skal þó tekið fram að þetta er ekki einstakl- ingskeppni heldur keppir hver bekkur sem heild. Það er mikill hugur I hinum Norðurlöndunum að vinna þessa keppni og slá okkur, bókaþjóðinni, við en það er auðvitað undir okkur komið að við stöndum undir nafni.“ Fulltrúar frá móðurmálskenn- urum, skólasljórum, sveitarfé- lögum, menntamálaráðuneyti, bókaúgefendum, fjölmiðlum og bókavörðum skipa nefnd sem staðið hefur að undirbúningi keppninnar allt síðastliðið ár. Þessir sömu fulltrúar munu einn- ig skipa íslensku dómnefndina. Til stendur að halda þessa keppni árlega eða annað hvert ár í fram- tíðinni. ELÍN Hirst, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar, gagn- rýndi Kvennalistann harðlega á fundi sem listinn stóð fyrir sl. föstudagskvöld þar sem umræðu- efnið var ímynd kvenna í fjölmiðl- um, kvikmyndum og auglýsingum. Að sögn Elínar ætti það að vera áhyggjuefni Kvennalistans að málflutningur hreyfingarinnar hafi ekki náð til fleiri og þar af leiðandi hafi listinn ekki meira fylgi en raun ber vitni. Þýðir lítið fyrir Kvennalistann að skella skuldinni á aðra „Það þýðir lítið fyrir Kvennalist- ann að skella skuldinni á aðra aðila s.s. fjölmiðla og ég held að það þurfi að fara fram sálarrann- sókn innan hreyfingarinnar sjálfr- ar og það strax. Mér finnst kvennalistakonur ekkert vera að beijast sérstaklega fyrir fram- gangi kvenna í þjóðfélaginu. Frek- ar finnst mér þetta vera konur í karlaleik. Inni á þingi tala þær um ESB, álver, kjör hinna lægst launuðu og öll hin hefðbundnu þrasmál hinna flokkanna. Á ís- landi situr ein kona í tíu manna ríkisstjórn. Ein kona sem hefur fengið að fljóta með inn í stjórnina meira upp á húmorinn og til þess að minna á að konur hafi kosn- ingarétt." Mun meiri kröfur gerðar til útlits kvenna en karla Frummælendur auk Elínar voru Anna Sveinbjarnardóttir, kvik- myndafræðingur, sem fjallaði um konur í kvikmyndum, m.a. um hlutverk þeirra í Óskarsverðlauna- myndum síðasta árs. Auk þess ræddi Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, fjölmiðlafræðingur, um ólíkar kröfur sem gerðar eru til kvenna og karla innan fjölmiðla og þá sérstaklega í sjónvarpi. Að sögn Áslaugar Dóru eru gerðar miklu meiri kröfur til útlits kvenna en karla í fjölmiðlum og skiptir útlitið oft meira máli heldur en það sem þær hafa fram að færa. Að erindum ioknum fóru frani pallborðsumræður sem Elfa Ýr Gylfadóttir, bókmennta- og fjöl- miðlafræðingur, og Steingrímur Ólafsson, fréttamaður, tóku þátt i auk Önnu, Áslaugar Dóru og Elínar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson RÚMLEGA 100 borgarstarfsmenn sóttu námstefnu um gerð starfsáætlunar í jafnréttismálum hjá stofnunum borgarinnar. Reykjavíkurborg Námstefna um starfsáætlun í jafnréttismálum íslenskir heimsmeistarar í parasveitakeppni SIGURVEGARARNIR á fyrsta heimsmeistaramótinu í parasveita- keppni á verðlaunapallinum. Frá vinstri eru Jón Baldursson, Björn Eysteinsson, Heather Dhondy, Liz McGowan, Aðalsteinn Jörgenlsen, Ragnar Hermannsson og Bobby Wolff, fyrrverandi forseti Alþjóðabridssambandsins sem afhenti verðlaunin. NÁMSTEFNA um gerð stariu- áætlunar í jafnréttismálum hjá stofnunum Reykjavíkurborgar var hablin sl. föstudag í Ráðhúsinu en hver borgarstofnun á að gera sína starfsáætlun, þar sem lýst er hvernig markmiði jafnréttisáætl- unar hjá borginni verði náð. „Jafnréttisáætlunin lýsir mark- miðunum en starfsáætlunin iýsir leið hverrar borgarstofnunar að þessum markmiðum,11 sagði Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar. „Hver borgar- stofnun þarf að skoða sína innviði með tilliti til jafnréttis og setja upp aðgerðaráætlun og með þessari námstefnu var verið að hefja þá vinnu.“ Tveir norskir fyrirlesarar komu til námstefnunnar og greindu frá j sinni reynslu. Ingrid Guldvik hefur stundað rannsóknir á stjórnarhátt- um og skipulagningu sveitarfélaga og þá sérstaklega jafnréttismálum og Torill Lundli er ráðgjafi hjá borgarfyrirtæki í Ósló og hefur reynslu af hvernig hægt er að ná árangri innan borgarfyrirtækja. „Þetta kom mjög vel út,“ sagði Hildur en um 110 starfsmenn borgarstofnana sátu námstefn- una. „Þarna sáfólkjafnréttisstarf- ið í víðu samhengi. Um ieið og talað er um jafnrétti þá er líka verið að tala um að Reykjavíkur- borg verði að vera fjölskylduvænni vinnustaður. Það er sterk tilfinn- ing fyrir að komið sé að endimörk- um yfirvinnu þjóðfélagsins og að það hangi saman við jafnréttispóli- tíkina. Launajafnrétti næst ekki eingöngu með því að hætta að krefjast yfirvinnu sem sumir geta uppfyllt en aðrir ekki. Eg held að við höfum verið að hefja mjög merkilegt starf og það eru góðar væntingar í fólki.“ BRIPS Ródos, Grikklandi ÓLYMPÍUMÓTIÐ Ólympíumótið í brids var haldið dag- ana 19. október til 2. nóvember. Fyrsta heimsmeistaramótið í pai’a- sveitakeppni var haldið 29. október til 2. nóvember. ÍSLENDINGAR gerðu sér lítið fyrir og unnu á laugardag fyrsta heimsmeistaratitilinn sem keppt hefur verið um í parasveitakeppni í brids. Parasveitakeppnin var haldin á vegum Alþjóðbridssambandsins samhliða úrslitum Ólympíumótsins. Reglur mótsins voru nokkuð frjáls- legar því ekki var nauðsynlegt að sveitarféjagar væru frá sama landi. Þegar íslendingar töpuðu fyrir Indónesum í 8 liða úrslitum ákvað hluti liðsins að taka þátt í para- sveitakeppninni bg myndaði sveit með tveimur breskum landsliðskon- um, sem einnig höfðu tapað sinni viðureign í 8 liða úrslitum kvenna- flokksins. Liðið var því skipað þeim Birni Eysteinssyni, Áðalsteini Jörg- ensen, Ragnari Hermannssyni, Jóni Baldurssyni, Heather Dhondy og Liz McGowan. Fyrst voru spilaðar 15 umferðir í undankeppni, með 10 spila ieikj- um. íslensk-breska sveitin vann alla sína leiki og endaði með 289 stig. Næst kom bandarísk sveit undir stjórn Marks Feldmans með 267 stig og tvær franskar sveitir, Na- hmens og Faivre, voru í 3. og 4. sæti með 266 og 260. í næstu sætum voru ýmis kunn nöfn. Norsk-sænsk sveit var í 5. sæti en í henni spiluðu Tor og Gunn Helness, Geir Helgemo og Cathar- ine Midskog. Og í 6. sæti var sveit undir forustu Bandaríkjamannsins Edgars Kaplans sem spilaði við franska Evrópumeistarann Bene- dicte Cronier en sveitarfélagar þeirra voru Bobby Wolff og Sylvie Willard. Vildi gull íslendingarnir tiyggðu sér a.m.k. 3. sætið í mótinu með því að vinna undankeppnina og fengu einnig rétt til að velja sér andstæðing í undan- úrslitum. Þeir völdu Faivre og unnu 77-48 í 30 spila leik. Hinn undanúrslitaleikinn vann sveit Feldmans, en hann var í bandaríska landsliðinu sem keppti um Bermúdaskálina i Yokohama 1991. Með honum spilaði margfald- ur heimsmeistari kvenna, Sharon Osberg, og hjónin Rozanne og Bill Pollack, sem m.a. unnu bronsverð- laun á heimsmeistaramóti í paratví- menningi fyrir nokkrum árum. Úrslitaleikurinn var 32 spil, og spilaður samhliða tveimur síðustu lotunum í úrslitaleik opna flokksins á Ólympíumótinu. Liz McGowan hefur spilað tvívegis til úrslita á heimsmeistaramótum í kvenna- flokki en tapað í bæði skiptin og nú bað hún sveitarfélaga sína um gullverðlaun. Þeir hlýddu: í fyrri lotunni náði íslensk-breska sveitin góðu forskoti, 42-11, og þótt Bandaríkjamennirnir næðu að saxa á forskotið í þeirri síðari dugði það ekki til. Ixikastaðan var 66-55 fyr- ir Ísland-Bretland. Þótt þetta sé að sjálfsögðu ekki eins verðmætur heimsmeistaratitill og Bermúdaskálin eða Ólympíu- meistaratitillinn, er þetta samt heimsmeistaratitill og íslensku spil- ararnir hafa komið sér á spjöld bridssögunnar með því að vinna hann í fyrsta skipti. Um leið hafa þeir enn og aftur staðfest styrkleika Islendinga í íþróttinni. Frakkar vörðu titilinn Frakkar vörðu Ólympíumeistara- titii sinn í opna flokknum með því að vinna Indónesíu 358-268 í 128 ’spila úrslitaleik. í franska liðinu spiluðu Alain Lévy, Herve Mouiel, Henri Szwarc, Frank Moulton, Christian Mari og Marc Bompis. I kvennaflokki unnu Bandaríkin yfir- burðasigur a Kínvetjum í 98 spila úrslitaleik. í bandaríska liðinu spil- uðu mæðgurnar Gail Greenberg og Jill Blanchard, Irina Levitina, Shawn Quinn, Linn Deas og Juan- ita Chambers. Danmörk og Tævan spiluðu 32 spila leik um 3. sætið í opna flokkn- um og Danir unnu hann örugglega svo þeir hrepptu bronsverðlaunin. Þá vann Kanada Austurríki í leik um 3. sætið í kvennaflokki. Guðm. Sv. Hermannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.