Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 13 Unnið að hugmyndum um þéttingu íbúðabyggðar á Akureyri Morgunblaðið/Kristján MIKILL áhugi var fyrir einbýlishúsalóðum við Hindar- og Hörpulund og þar eru 14 slík hús í byggingu og eitt parhús. Elsti Akureyringur- inn átti afmæli í gær Elín Magn- úsdóttir 101 árs ELÍN Magnúsdóttir, vistmað- ur á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri varð 101 árs í gær en hún er elsti núlifandi bæjar- búinn. Hún fæddist á Gauts- stöðum á Svalbarðsströnd 4. nóvember 1895. Elín er nokkuð hress þrátt fyrir háan aldur en þó eru bæði sjón og heyrn farin að daprast. Hún hefur fótavist alla daga og fylgist vel með því sem er að gerast í þjóðfé- laginu og þá ekki síst íþróttum í sjónvarpi. Elín var í sambúð með Jóni Stefánssyni, lengst af á Gröf í Öngulsstaðahreppi og eign- uðust þau tvö börn. Þau fluttu til Akureyrar árið 1955 en Jón lést árið 1956. Nýr karla- kór í Eyja- firði NÝR karlakór hefur hafið starf- semi sína í Eyjafirði og fara æfingar fram í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit á fimmtu- dagskvöldum. Nú þegar eru á þriðja tug söngmanna í kórnum en hann er opinn ölium söng- mönnum á Eyjafjarðarsvæðinu. Stjórnandi kórsins er Atli Guðlaugsson en hann var sem kunnugt er stjórnandi, útsetjari og textahöfundur Galgopanna sálugu og er ekki loku fyrir það skotið að andi þeirra svífi yfir vötnum. Stefnt er að því að kórinn syngi í fyrsta skipti opin- berlega í lok desember. Viður- kenndu tvö innbrot ÞRÍR piltar á tvítugsaldri, hafa við yfirheyrslu hjá rann- sóknardeild lögreglunnar á Akureyri, viðurkennt innbrot í Blómaskálann Vín í Eyja- fjarðarsveit og afgreiðslu Esso á Svalbarðseyri. Alls höfðu piltarnir um 60 þúsund krónur upp úr krafsinu í þessum tveimur innbrotum. Málið telst að fullu upplýst. Markmiðið að fjölga bygginga- lóðum INNAN bæjarkerfisins á Akureyri eru uppi hugmyndir um að þétta íbúðabyggðina á ýmsum stöðum í bænum, með það að markmiði að fjölga byggingalóðum. Málið var til umræðu á sameiginlegum fundi bygginga- og skipulagsnefndar nýlega. Jón Geir Ágústsson bygg- ingafulltrúi segir að fulltrúar nefndarinnar séu sammála um að skipulag á norðurhluta Giljahverf- is, sem óbyggður er, verði endur- skoðað og er vinna við þá endur- skoðun þegar hafin. „Einnig eru nefndirnar sammála um að huga að skipulagi umhverf- is Verkmenntaskólann. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig byggð rís á því svæði en líklegast er að hún verði blönduð. Eins er stefnt að því að huga að þéttingu byggðar á öðrum svæðum, áður en ráðist verður í uppbyggingu Naustahverfis," segir Jón Geir. Hægt verði að úthluta lóðum næsta sumar Bygginganefnd hefur óskað eft- ir því að vinnu við þessa end- urskoðun verði hraðað, svo hægt verði að úthluta lóðum næsta sum- ar. Jón Geir segir að í dag sé ekki hægt að bjóða lóðir fyrir ein- býlishús á einni hæð en hægt sé að bjóða upp á lóðir fyrir fjölbýlis- hús og þá í Giljahverfi. Ekki er MAÐUR á fimmtugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir tékkafals og fjársvik. Þá ber honum að greiða allan sakarkostn- að, 90 þúsund krónur, og skaða- bætur að upphæð um 80 þúsund krónur. Manninum var gefið að sök að hafa notað 5 falsaða tékka í við- skiptum á Akureyri og Dalvík, samtals að fjárhæð um 40 þúsund krónur. Eyðublöðunum hafði verið stolið úr tékkhefti. Þá var honum enn hægt að bjóða upp á lóðir á Oddeyri en sá tími styttist. „Eg held að það horfi margir til þess að fá lóð á Oddeyrinni þegar þar að kemur og ekki síst verktakarnir. Þar er gert ráð fyr- ir bæði einbýlishúsa- og fjölbýlis- húsalóðum en það liggur fyrir að bærinn þarf að kaupa upp hús- eignir og jafnvel semja um breytt lóðamörk áður en að því kemur,“ sagði Jón Geir. Stærsta svæðið kringum VMA Árni Olafsson skipulagsstjóri segir að á þeim svæðum sem rætt er um að þétta byggðina, sé í flest- um tilfellum um að ræða breyt- ingu á aðalskipulagi. „Sjónarmið skipulagsnefndar er að nýta sér möguleika á þéttingu byggðar eða einnig gefið að sök að hafa gefið út og notað í viðskiptum á Akur- eyri og Sauðárkróki alls 6 tékka, samtals að fjárhæð 38 þúsund krónur. Ákærði játaði athæfi sitt ský- laust fyrir dómi. Samkvæmt saka- vottorði hefur maðurinn hlotið 30 refsidóma, aðailega vegna þjófnað- ar, skjalafals og fjársvika. Síðasti dómurinn yfir honum var kveðinn upp í lok maí. Samanlögð óskil- orðsbundin refsivist ákærða nemur nú 13 árum og 6 mánuðum. byggja í jaðri byggðarinnar, til þess að fresta meiriháttar fjár- festingu í Naustahverfi um örfá ár. Bygginganefnd vill hins vegar geta boðið upp á sem fjölbreyttast framboð lóða sem allra fyrst. I skipulagsnefnd hefur verið hugað að því að þau svæði sem þarna kæmu inn, féilu vel að uppbygg- ingu skólakerfisins." Árni segir ekki tímabært að svara því á þessari stundu hversu margar lóðir hér er um að ræða. Stærsta svæðið er í kringum Verk- menntaskólalóðina og suður undir Naustahverfi. Þó er gert ráð fyrir að þar komi umferðarmannvirki á milli og skilji byggðina í Nausta- hverfi að í framtíðinni. Nausta- hverfi verður jafnframt nýtt skólahverfi en byggðin í kringum VMA mun tengjast Lundarskóla og Barnaskóla Akureyrar. Árni telur ekki skort á einbýl- ishúsalóðum í bænum en þó sé eitthvað um að vanti lóðir fyrir einnar hæðar einbýlishús á besta stað á Brekkunni. „Það er eins og hluti þeirra sem eru í bygginga- hugleiðingum sætti sig ekki við að byggja í þessu annars ágæta byggingarlandi i Giljahverfi." Samkvæmt yfirliti frá bygg- ingafulltrúa, var hafin bygging á 62 íbúðum á Akureyri fyrstu níu mánuði ársins. Þar af eru 14 ein- býlishús við Hörpu- og Hindarlund en flest fjölbýlishúsin eru i bygg- ingu í Giljahverfi. Á næsta ári er áætlað að hafin verði bygging 70-75 íbúða en alls eru óveittar lóðir fyrir 103 íbúðir. í fangelsi fyr- ir tékkafals J\[ý öímattwnm í 3ía££wanú£a 540 2000 (Óbtt&ifU tuím&i í u£ttoCunum Petuuuii í Muþuvtfvtá, ClwotuttitmíU o-tf 3Otmglutuii) Beínt innval: Verslunin Hallarmúla • Ritfangadeild • Bókadeild • Teikni- og myndlistardeild • Tæknideild • Ljósritunarþjónusta 540 2060 5402061 5402062 5402063 5402064 5402067 J\!ú hefwi wtié ókipt um ötí aímatuimeK C 3‘ennanum vii SíaUwunáta. Samáand uié uenatun o$ afodfóteþi fœat í aiatnúnwU ÍPennana, 540 2000, atla uit&a daga ptá &L8 til18. Beint innval: Penninn skrifstofubúnaður • Húsgögn og vélar 5402030 • Véla-ogviðgerðarþjónusta 5402020 Penninn - Egili Guttormsson • Heildsala 540 2040 cnm Skrifstofa, Hallarmúla 4 • Verslun, Hallarmúla 2 -----Geymið þessa augiýsingu! Fundarataður cg tími Stjómaýóluhúiið kl. ii:oo- 13.00 Framaögumenn SigurðurJönaon. iramkvœmdastjóri Skipasmiða&töðvarinnar /lý. Finnur /ngóíjióon, iðnaðarráðherra Haraldur Sumarliðason. (ormaður Samtaka iðnaðarins Á tundinum verður jjarið yfcir breytingar d ótartóákifyrclum os i rekstri iðntyrirtœkja undanfarin ár og náverandi staða metin. Leitast verður við að svara spumingum um það hvemig stjómvöld og hagsmunaaðilar geta tekið höndum saman til að trySSÍa vöxt iðnáðar og að sóknartœkitærin nýtist til aukinnar verðmœtasköpunar. Á tundinn er boðið hélagsmönnum Samtaka iðnaðarins. sveitarstjómarmönnum og alþingismönnum en auk þess er tundurinn opinn öllum áhugamönnum um atvinnumál. Nœsti þundur: Miðvikudaginn 13. nóvember kl. 10:00 á Hótel Valaskjál/). Cgil&stöðum. Sókn í iðnaði - á traustum grunni ©) SAMTÖK *K IDNAÐARINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.