Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Nýr forstöðumaður Byggðasafns Snæfellinga Stykkishólmi - Nýr forstöðu- maður tók til starfa í Byggða- safni Snæfellinga og Hnapp- dæla og hefur hann aðsetur í Stykkishólmi. Forstöðumaður- inn heitir Sigrún Ásta Jóns- dóttir, fædd og uppalin í Búð- ardal. Hún hefur lokið prófi bæði í sagnfræði og heimspeki. I starfí hennar feist að hafa yfirumsjón með þremur söfn- um á Snæfellsnesi. Þá mun hún einnig skipuleggja sýningar á söfnunum og hafa umsjón með viðhaldi á húsun þeirra. Söfnin sem um ræðir eru Norska hús- ið í Stykkishólmi, Byggðasafn í Ólafsvík og Sjómannagarður- inn á Hellissandi, en hann er í eigu og umsjá Sjómannadagsráðs þar. Sigrún kvíðir ekki verkefnaleysi því af nógu er að taka. í vetur mun hún undirbúa sýningu í Norska hús- inu sem verða næsta sumar. Þar verður lögð áhersla á 19. aldar líf í þéttbýli, jafnframt því sem ákveðnir þættir, sem tengjast felags- og menn- ingarstarfi í héraðinu, verða teknir fyrir. Sýningarnar eiga að höfða til ljölskyldufólks, bæði til mömmu og pabba og eins barnanna og svo til ferðamanna. Það er mikið verk að undirbúa slíkar sýningar, safna mun- um auk uppsetningar og textavinnu. Framundan eru viðgerðir á safnahúsinu í Ólafsvík, einkum miðhæðinni. Að þeim loknum er hugmyndin að setja upp sýn- ingu sem sýnir verkmenningu fyrri alda og hugsanlega versl- unarsögu sem tengist Snæfells- nesi. Söfnunarátak á Snæfellsnesi Í vetur ætlar Sigrún að beita sér fyrir söfnunarátaki á Snæ- fellsnesi og safna ýmsum mun- um frá liðnum tímum. Þá hefur hún hug á að safna myndum af fyrrum íbúum Norska húss- ins en þar hafa margar fjöl- skyldur búið í gegnum tíðina. Ef einhveijir eiga myndir af fólki sem búið hefur í Norska húsinu mun Sig- rún gjarnan vilja sjá þær og taka eftir þeim. Á þessu starfsári voru 10 sýning- ar í Norska húsinu. og 2.000 gestir komu að sjá þær. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason SIGRÚN Ásta Jónsdóttir, nýráðin safn- vörður á Snæfellsnesi, og Guðrún Gunn- arsdóttir, formaður Byggðasafns Snæfell- inga og Hnappdæia. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson BYGGINGARSTAÐUR hins nýja leikskóla er gamla íþróttahúslóðin. Leikskólinn Akrasel er í bak- sýn, en hann verður lagður niður þegar nýi skólinn tekur til starfa. * Islenskt - Já takk! á Hvammstanga Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson FRÁ matvöruverslun KVH. Kaupfélagið lækkar vöruverð Hvammstanga - Á • Hvarrimstanga er aðeins ein matvöruverslun sem Kaupfélag Vestur-Húnvetninga rek- ur, en matvara er seld á nokkrum stöðum víðar í héraðinu. KVH rekur einnig vefnaðaivöru- og gjafavöru- deild, bókabúð svo og byggingar- vörudeild og pakkhús. Einar Sigurðsson, verslunarstjóri hjá KVH, segir að ánægjulegt hafi verið að leita eftir samstarfí við heild- sala um söluátakið Islenskt, já takk! Innlendir framleiðendur hafi gefið góðan afslátt og Hagfélagið á Hvammstanga hafi m.a. haft milli- göngu um merkingar fyrir verslun- ina. Einar segist fínna viðbrögð hjá neytendum, að þeir vilji heldur ís- lenska framleiðslu, jafnvel þótt hún sé stundum nokkru dýrari en inn- flutt. íslenskir framleiðendur hafi einnig tekiðsér tak með verðlagningu framleiðslu sinnar og nefnir Einar sérstaklega íslenskt þvottaefni, sem nánast sé allsráðandi á markaðinum. Vilja halda verslun í heimabyggð Einar segir KVH hafa lækkað verulega verð á um tvö hundruð vöruflokkum á liðnum vikum og seg- ir þessa aðgerð vera lið í baráttu fyrir að halda versiun í heimabyggð. Sífellt bættar samgöngur héraðsins við Reykjavíkursvæðið auki mjög á verðsamanburð og krefji verslunina um hagstæðara vöruverð. KVH á um helming í Brauð- og kökugerðinni, sem er bakaríið á Hvammstanga. Bakaríið annast að mestu framleiðslu fyrir sölubúðina. Þá rekur KVH litla kjötvinnslu fyrir heimamarkaðinn og geta viðskipta- vinir einnig fengið matvæii sín reykt þar. Mjólkurvörur koma frá Blöndu- ósi og Reykjavík, en mjólk sem berst til mjólkurstöðvarinnar á Hvamms- tanga fer að mestu í hinn vinsæla mjólkurost, sem oft er kallaður brauðostur og er með rauðri vax- skorpu. Sjö stöðugildi eru í matvörudeild KVH, en margt starfsfólk vinnur hluta úr degi. Vöruval í matvörudeild kaupfélagsins er ágætt. Tvisvar í viku mætir starfsfólk kl. 6 og fyllir í hillur til kl. 9, þannig að verslunin er tilbú- in og aðgengileg fyrir fyrstu við- skiptavinina strax við opnun. Einar telur þetta auka ánægju fólks með þá þjónustu sem KVH veitir við- skiptamönnum sínum. Nýr leikskóli byggður á Ákranesi Akranesi - Hafinn er undirbúning- ur að byggingu þriggja deilda leikskóla á Akranesi og er stefnt að því að hann verði tilbúinn til notkunar 1. ágúst 1998. Skipuð hefur verið byggingar- nefnd og mun þessi leikskóli koma í stað tveggja elstu leikskólanna á Akranesi, Akrasels og Bakka- sels, sem lagðir verða niður. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjarsljóra á Akranesi er ekki reiknað með að byggingarframkvæmdir hefjist fyrr en að ári liðnu, en hönnunar- vinna fer fljótlega af stað svo og annar undirbúningur. I framhaldi af því fer fram útboð á byggingar- framkvæmdum, vonandi fljótlega á næsta ári. Hinn nýi leikskóli verður staðsettur við Laugarbraut í eldri hluta bæjarins á lóð þar sem áður var íþróttahús IA. Áætlað er að rými í hinum nýja skóla verði fyrir um 60 börn. -----♦—♦—♦---- Sameining- in felld Geitagerði - Atkvæðagreiðsla um tillögu til sameiningar Fljótdals-, Skriðdals- og Vallarhrepps fór fram sl. laugardag. Tillagan var felld með miklum meirihluta í Skriðdalshreppi sem þýðir að sameiningin í heild var felld þó íbúar hinna tveggja hefðu samþykkt þar sem samþykki allra hreppa þurfti til. Fyrr á árinu hafði farið fram hlið- stæð atkvæðagreiðsla sem þá hlaut samþykki í Skriðdals- og Vallahreppi en ekki í Fljótsdalshreppi. Galli var þá á framkvæmd atkvæðagreiðslunn- ar í Fljótsdal og hún úrskurðuð ógild. Spænskur sérfræðingur í nátt- úrulækningum með námskeið Streitulosun í nútímaþjóðfélagi Morgunblaðið/Sig. Jóns. ANNA Árnadóttir hjá Suðurgarði ásamt Birni S. Lárussyni í hinu friðsæla umhverfi Gesthúsa á Selfossi. Selfossi - Námskeið og fyrir- lestrar í stresslosun verða haldn- ir á Selfossi og í Reykjavík dag- ana 8.-17. nóvember á vegum Suðurgarðs hf. á Selfossi. Spænskur sérfræðingur, dr. Ir- ene del Homo Hernandes, mun leiðbeina á námskeiðunum en hún hefur víðtæka reynslu í hómópatískum meðferðum og náttúrulækningum. Á námskeiðunum og fyrir- lestrunum mun fólk læra hvern- ig koma má meiru í verk með minni spennu, hvernig má slaka á í lok vinnudags, hvernig tak- ast skal á við stressandi kring- umstæður og hvernig má auka hæfileika sína og getu til að leysa vandamál ásamt því að taka við verkefnum án þess að stressast. Þá er einnig lögð á það áhersla hvernig Iosna má við kvíða og ótta gagnvart hinu ókomna. Læknir með víðtæka reynslu Námskeið dr. Irene del Omo Hernandes eru talin mjög nyt- samleg og hjálpa fólki í daglegu lífí og til þess að auka lífsfyllingu sína. Dr. Irene er læknir við einkasjúkrahús í Madrid oghefur víðtæka reynslu í hómópatískum meðferðum og náttúrulækning- um. Hún lauk læknisprófi frá háskólanum í Madrid 1981. Hún er meðlimur í European Con- federation of homeopathy and Biotherapy Schools og hefur stundað nám í hugleiðslu- og náttúrulækningum, reiki og heil- un svo eitthvað sé nefnt. Hún er nú starfandi læknir á einka- sjúkrahúsi í Madrid. Námskeið, fyrirlestrar og einkatímar Fyrsta námskeiðið verður í Gesthúsum 8.-10. nóvember og fyrirlestrar og einkatímar í vik- unni á eftir. Síðan verður haldið námskeið 16.-18. nóvember í Reykjavík. Á námskeiðunum vera kenndar mismunandi að- ferðir við stresslosun, hugleiðsla, slökun, öndun, sjálfsnudd, spuni og hlutverkaleikir. Möguleikar eru á að sækja eitt eða fleiri námskeið hjá dr. Irene auk einkatíma og fyrirlestra. í tengslum við námskeiðin og fyr- irlestrana verður boðið upp á námskeið í matreiðslu indverskra grænmetisrétta og meðferð kryddjurta. Námskeið þessi og fyrirlestr- arnir eru fyrsta skref Suður- garðs hf. á þessu sviði en áform- að er að halda fleiri slík nám- skeið í vetur og bjóða upp á námskeiðaröð á sviði náttúru- lækninga og hugleiðslu. Námskeið á Selfossi og á Spáni Anna Árnadóttir hjá Suður- garði sagði að hér væri á ferð- inni nýjung í starfsemi fyrirtæk- isins. Námskeiðin eru sett upp í samstarfi við Gesthús á Selfossi þar sem fyrsta námskeiðið fer fram og þar verða einnig fyrir- lestrar. Anna sagði að námskeið- in og fyrirlestrarnir færu fram á ensku en túlkur yrði á staðnum sem túlkaði efnið jafnóðum eftir þörfum. Þá sagði hún að kannað- ir yrðu þeir möguleikar að halda sams konar námskeið á Hótel Vík í Mýrdal en þar er umhverf- ið rómað fyrir náttúrufegurð og reynsla er af vistvænni ræktun grænmetis. Anna sagði að næsta námskeiðshrina yrði haldin í Gesthúsum í febrúar og myndi byggjast á þeirri reynslu sem fengist af námskeiðunum í nóv- ember. Síðan væri áformað að halda námskeið á Spáni á heimaslóðum dr. Irene del Olmo Hernandes læknis. Þá yrði dval- ið á fallegu sveitasetri og sam- einað stutt sólarfrí með áherslu á heilbrigða sál í hraustum lík- ama. ) I I í ) I > * > l . i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.