Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 15 LANDIÐ Gamalt hús með nýtt hlutverk Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson UNNIÐ að endurbótum á pakkhúsinu, húsi Verslunarminja- safnsins á Hvammstanga. Hvammstanga - Endurbætur standa yfir á gamla pakkhúsinu á Hvammstanga, en húsið er eitt af elstu húsum staðarins. Á þessu ári var stofnað sjálfseignarfélag um Verslunarminjasafn á Hvamms- tanga og er aðsetur þess í pakk- húsinu. Húsið var síðast í eigu Verslun- ar Sigurðar Pálmasonar og þar áður í eigu Kaupfélags Vestur- Húnvetninga og gegndi ýmsum hlutverkum en þó fyrst og fremst sem vörugeymsla. Vissa er þó fyr- ir því að Sigurður Páhnason kaup- maður lét salta þar dilkakjöt sem selt var til Noregs á fjórða ára- tugnum. Húsið kom hingað frá Skagaströnd og er á ljósmyndum frá um 1910. Pakkhúsið er sjálft hluti af Verslunarminjasafni staðarins og var ákveðið að halda upphaflegri gerð þess að innan. Húsið er byggt úr bjálkum og klætt með heilli súð. Á innviðum þess má sjá ýms- an fróðleik svo sem nöfn verka- mann og dagafjölda við ákveðin verk. Til þess að húsið mætti nýtast sem heilsárshús var ákveðið að einangra það, bæði veggi og þak. Jámið var tekið af og komið fyrir einangrun utan á klæðninguna og bárujára sett aftur yfir. Síðan verða gluggar færðir út og þannig heldur húsið upprunalegu útliti. Þúsundir gesta sóttu safnið Verslunarminjasafnið var opið á liðnu sumri og reyndar vísir að því á afmælishátíð Hvammstanga- hrepps árið 1996. Gestir skipta þúsundum á þessum tveimur árum. Safninu berast munir frá fjölmörgum aðilum, en stóran sess skipar Krambúðin, sem að mestu er úr búi Sigurðar Davíðssonar, kaupmanns á Hvammstanga. Á pakkhúsloftinu er sýning á Ijós- myndum frá Hvammstanga og mannlífinu á fyrri árum. Verslunarminjasafnið er rekið af Galleríi Bardúsa sem hefur góða aðstöðu fyrir söluvörur sínar á jarðhæðinni. Bardúsa er félag handverksfólks í héraðinu og er starfsemi þess með ágætum. Fé- lagið er virkur þátttakandi í átak- inu Islenskt, já takk. Með endurgerð pakkhússins skapast ýmiss konar möguleikar á aukinni starfsemi í því. Þar hafa verið móttökur hópa, sem koma á Hvammstanga. Einnig er rætt um að halda þar námskeið í hand- verki og ýmsir aðrir möguleikar eru í stöðunni. Galleríið er nú opið eftir hádegi á föstudögum en afgreiðslutími verður lengdur þegar líður nær jólum. Islenskt, já takk. Nýjar bygginga- lóðir á Akranesi Akranesi - Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt deiliskipulag fyrir Leynisbraut á Akranesi en þar er gert ráð fyrir 38 byggingalóðum og er stefnt að því að úthlutun lóðanna geti hafist fljótlega. Leynisbraut er framhald af svo- kölluðu Grundahverfi og liggur milli Víðigrundar og landamarka við Innri-Akraneshrepp. Á milli húsanna við Víðigrund og hinnar nýju byggð- ar er gert ráð fyrir opnu svæði og tengist það svæði við ströndina, svo og við golfvöllinn og skógræktina. Þarna verða, eins og fyrr er nefnt, 38 lóðir, 18 fyrir einbýlishús og 20 raðhúsalóðir. Gert er ráð fyrir að hægt verði að byggja húsin í ýms- um stærðum en þó er tekið fram að tvær neðstu húsaraðirnar sem standa næst sjónum verði einnar hæðar hús. Á undanförnum árum hefur nær eingöngu verið byggt í Jörundar- holti sem staðsett er ofan við Grundahverfið. Þar eru enn til lóðir svo óhætt er að segja að vel sé séð fyrir byggingalóðum um þessar mundir, enda má búast við því að byggingaframkvæmdir fari að fullu af stað með betra atvinnuástandi og bjartsýni á framtíðina. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson HIÐ nýja byggingahverfi við Leynisbraut á Akranesi. Húsin við Víðigrund eru til hægri á myndinni. Mógane Coupé, 2 dyra. Aukabúnaöur á mynd, álfelgur og vindskeið. Renault Mégane uppfyllir allar þínar óskir z •a s Renault Mégane 5 dyra Ríkulega búinn og einstaklega öruggur. Loftpúðar fyrir ökumann og farþega. Öryggisbelti með strekkjara og höggdeyfi. Rafdrifnar rúður, fjarstýrð samlæsing á hurðum og skottloki, aflstýri, útvarp með fjarstýringu, snúningshraðamælir, þokuljós o.m.fl. Veröfrá 1.468.000 kr. RENAULT FER k KOSTUM Négane MEISTARAVERK RENAUUFIk FIMMFALDUR HEIMSMEISTARII KAPPAKSTRI 92 93 94 95 96 Mégane Coupé 2 dyra Draumur þeirra sem eru ungir - og þeirra sem vilja halda sér ungum. 90 eða 150 hestafla véi. Loftpúðar fyrir ökumann og farþega. Öryggisbelti með strekkjara og höggdeyfi. Fjarstýrð samlæsing á hurðum og skottloki, aflstýri, útvarp meö fjarstýringu, snúningshraðamælir o.m.fl. Verö frá 1.468.000 kr. ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200, BEINN SlMI: 553 1236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.