Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fólk Nýir fram- kvæmda- stjórar hjá P&S MEÐ nýju hlutafélagi, sem yfir- tekur rekstur Póst- og símamála- stofnunarinnar um næstu áramót, mun nýtt skipurit taka gildi. Geng- ið hefur verið frá ráðningu fjög- urra nýrra framkvæmdastjóra, úr hópi rúmlega hundrað umsækj- enda, sem verða yfirmenn fjar- skiptanetsins, þjónustusviðs, rekstrarsviðs og póstsviðs. • BERGÞÓR Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjarskiptanets- ins. Bergþór er fæddur 2. maí 1947. Hann nam verkfræði við Háskóla íslands ogviðLTHí Lundi, Svíþjóð, þaðan sem hann lauk prófi í raf- eindaverkfræði 1972. Sama árhóf Bergþór störf hjá Pósti og síma, fyrst hjá línudeild en undanfarin ár hefur hann verið yfirverkfræð- ingur yfir sjálfvirkum stöðvum. Bergþór er kvæntur Margréti Friðbergsdóttur og eiga þau þijú börn. • JÓN Þóroddur Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þjónustusviðs. Hann er fæddur 11. nóvember 1945. Jón Þór- oddur lauk fyrri- hlutaprófi í verk- fræði frá Há- skóla íslands og prófi í rafeinda- verkfræði frá LTH í Svíþjóð 1?71. Að námi loknu fór Jón Þoroddurtil starfa hjá Pósti og síma, fyrst hjá radíó- tæknideild en hin síðari ár hefur hann verið yfirverkfræðingur sam- bandadeildar og stjórnað upp- byggingu ljósleiðarakerfis um landið. Jón Þóroddur er kvæntur Soffíu Ákadóttur hjúkrunarfræð- ingi og eiga þau þijú börn. • VIÐAR Viðarsson hefur verið ráðinn frarnkvæmdastjóri rekstr- arsviðs. Viðar er fæddur 21. mars 1956. Hann er rafmagnsverk- fræðingur að mennt með Dipl. Ing. gráðu frá Háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi. Við- ar kemur til Pósts og síma frá Olíufélaginu hf. þar sem hann var forstöðumaður upplýsingadeildar og áður tölvudeildar. Viðar er kvæntur Önnu Elísabetu Ólafs- dóttur, matvæla- og næringar- fræðingi, og eiga þau þijá syni. • EINAR Þorsteinsson hefur verið ráðinn framvæmdastjóri póstsviðs. Einar erfæddur28. maí 1959. Hann lauk prófi í iðn- aðar- og rekstr- arverkfræði frá Aalborgs Uni- versitets Center. Einar hefur starfað hjá Mar- el, Plastprenti og nú síðast hjá Samskipum hf. þar sem hann var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Einar er kvæntur Eddu Elísabetu Kjerúlf og eiga þau fjögur börn. Góð afkoma hjá Loðnuvinnslunni hf. á Fáskrúðsfirði Hagnaður 106 milljónir fyrstu níu mánuðina LOÐNUVINNSLAN hf. á Fá- skrúðsfirði skilaði um 106 milljóna króna hagnaði fyrstu níu mánuði ársins, skv. milliuppgjöri. Verk- smiðjan hefur tekið á móti um 70 þúsund tonnum af hráefni á árinu og nam heildarveltan á tímabilinu um 728 milljónum. Vinna við byggingu verksmiðj- unnar hófst í nóvember 1994 og var hún gangsett í lok janúar sl. Hún getur afkastað um 1.000 tonnum af hráefni á sólarhring, en við hlið hennar er ein stærsta loðnuflokkunarstöð landsins. Þá eru í verksmiðjunni gufuþurrkarar sem gera kleift að framíeiða svo- kallað gæðamjöl. Gísli Jónatansson, kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirð- inga og framkvæmdastjóri Loðnu- vinnslunnar, segir að reksturinn hafi gengið afar vel, þrátt fyrir að verksmiðjan hafi ekki verið rekin á fullum afköstum í upp- hafi. Ennfremur hafi verið seld um 4 þúsund tonn af hrygnu frá flokkunarstöðinni. Gengi bréfa nær tvöfaldast Hlutabréf í Loðnuvinnslunni voru boðin til sölu á Opna tilboðs- markaðnum í október og hefur gengi þeirra farið ört hækkandi. Fyrstu bréfin voru seld á genginu 1,75, en í gær urðu viðskipti með bréf í fyrirtækinu á genginu 3,40, þannig að bréfin hafa nær tvöfald- ast í verði. Stærsti hluthafinn í Loðnu- vinnslunni er Kaupfélag Fáskrúðs- firðinga með um 43% hlut. Þar á eftir kemur Búðahreppur með tæp 8%, en Útvegsfélag_ Samvinnu- manna, Olíufélagið, VÍS og Lífeyr- Loðnuvinnsla Fáskrúðsfirði in hf. KÉÉkl Úr árshlutareikningi Milljónir króna 1996 Rekstrarreikningur 1/1-30/9 Bekstrartekjur 639,4 Rekstrargjöld 529,5 Hagn. án fjárm.kostn. 110,0 Fjármagnsgjöld 4,2 Hagnaður tímabíls 105,8 Efnahagsreikningur 30/9 I Eign ir: \ Veltufjármunir 93,5 Fastafjármunir 990,0 Eignir samtals 1.083.6 l Skuldir og elaið fé: I Skammtímaskuldir 133,3 Langtímaskuldir 469,0 Eigið fá 481,2 Skuldir og eigið fé 1.083.6 Sjóðstreymi 1/1-30/9 1996 jVeltufé frá rekstri 132,4 issjóður Austurlands eiga hvert um_ sig tæplega 6% hlut. Á meðfylgjandi töflu er að finna nánari upplýsingar úr níu mánaða uppgjöri Loðnuvinnslunnar hf. Grænmetisverð síðastliðið eitt og hálft ár Hækkunin nemur tæp- lega 50% á tímabilinu GRÆNMETI hefur hækkað um 47,23% frá því í marsmánuði 1995 og þar til í októbermánuði í ár og á sama tímabili hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,8%, að því er fram kemur í nýju tölublaði Vinnunnar, málgagns Álþýðusam- bands íslands. Fram kemur að ef hækkun grænmetis er frátalin á þessu tíma- bili hefði vísitala neysluverðs hækkað um hálfu prósentustigi minna eða sem nemur 3,3%. „Af- leiðingar verðþróunar á grænmeti er 0,5% iækkun á kaupmætti launafólks sem launafólk þarf þá Afleiðingin 0,5% rýrnun kaupmáttar augljóslega að sækja til annarra atvinnugreina," segir í Vinnunni. Markviss framleiðslustýring og stóraukin vernd Greinin er meðal annars byggð á erindi sem Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur Alþýðusambands íslands, flutti á haustfundi sam- taka garðyrkjubænda. Þar eru raktar þær breytingar sem hafa orðið á rekstrarumhverfi græn- metisframleiðenda. Sagt er að þar fari saman mun markvissari fram- leiðslustýring og skipulagðari sala samfara stóraukinni vernd vegna samninga um GATT og EES. „Með EES-samningnum voru tímabil innflutningsbanns á græn- meti lengd og með GATT fram- kvæmdinni náðist mikil tollvernd og eru tollar á bilinu 150% og upp í tæplega 400% fyrir margar teg- undir grænmetis. Afleiðingin er mun sterkari tök framleiðenda og seljenda á markaðnum og verð- hækkanir," segir einnig í Vinn- unni. Viðskipta- ferð til S- Ameríku í bígerð 1 UNDIRBÚNINGI er viðskiptaferð til Suður-Ameríku á næsta ári á vegum utanríkisráðuneytisins í sam- starfi við Útflutningsráð íslands. Að sögn Stefáns L. Stefánsson- ar, sendifulltrúa hjá viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins, hefur ekki verið ákveðið hvaða land eða lönd verða heimsótt enda ferðin enn á undirbúningsstigi. „Við höfum ekki rætt nein ákveðin ríki heldur verða þarfir íslenskra fyrirtækja og þeirra áherslur hafðar að leiðar- ljósi. Það er verið að skoða mögu- leikann á að heimsækja fleiri en eitt land, þá jafnvel eitt land þar sem íslensk fyrirtæki hafa þegar komið sér fyrir og annað sem er óplægður akur fyrir þau. Unnið er að undirbúningi ferðarinnar í sam- vinnu við þau fyrirtæki sem hafa verið hvað kröftugust í útrásinni s.s. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, íslenskar sjávarafurðir, Marel, Hampiðjuna, Borgarplast og Sæ- plast, auk hugbúnaðarfyrirtækja og annarra fyrirtækja sem hafa áhuga á Suður-Ameríku, t.d. fyrirtækja sem eru í iðnaði tengdum sjávarút- vegi.“ -----» ♦ ♦---- Ibúðarverð lækkar RAUNVERÐ íbúðarhúsnæðis á höf- uðborgarsvæðinu lækkaði í sept- embermánuði eftir umtalsverðar verðhækkanir í júlí og ágúst, sam- kvæmt mælingum Fasteignamats ríkisins. Nemur lækkunin um 6% milli ágúst- og septembermánaðar. í nýútkomnum Hagvísum Þjóð- hagsstofnunar kemur fram að raunverð íbúðarhúsnæðis á hvern fermetra á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um tæplega 6% frá því í ársbyijun 1994. Litlar breyt- ingar urðu á verðinu frá október 1995 þar til í júlí í ár, en þá tók verð að hækka. Þjóðhagsstofnun bendir hins veg- ar á að aukin sala sé nú á fasteign- um á höfuðborgarsvæðinu og talið sé að verðið muni þokast upp á við á næstu mánuðum. London. Reuter. BRITISH TELECOM (BT) hefur skýrt frá sögulegum 20 milljarða dollara samruna sínum og MCI Communications í Bandaríkjunum og með þeim samningi mun brezki fjarskiptarisinn tryggja sér forystu- hlutverk á stærsta fjarskiptamark- aði heims. BT á fyrir 20% í MCI og með sameiginlegu fyrirtæki þeirra, Concert Plc, verður stigið þýð- ingarmikið skref í þeirri viðleitni að auka umsvif BT á heimsmörk- uðum á sama tíma og höft verða aflögð eins og í Bandaríkjunum og Bretlandi. Með samningnum gengur BT til liðs við annað stærsta langlínufyrir- tæki Bandaríkjanna, sem þegar hefur gert samninga um sameign- arfyrirtæki á sex helztu mörkuðum Evrópu að verðmæti 135 milljarðar dollarar. Þar með fær BT góða aðstöðu til að hagnýta sér viðskipti við fyrirtæki á markaði langlínu- símtala, gagnabanka og farsíma- þjónustu. Til þess að gera samninginn éftir- sóknarverðari í augum 2,4 milljóna hluthafa hefur BT ákveðið að greiða sérstakan arð upp á 2,2 milljarða punda. Gamall draumur rætist BT hefur lengi reynt að ná fót- festu á 200 milljarða dollara fjar- skiptamarkaði Bandaríkjanna þar sem fyrirtækið telur mikla vaxta- möguleika. Concert verður 54 milljarða doll- ara fyrirtæki með 25 milljarða doll- ara tekjur og fær verulega mark- aðshlutdeild á þeim tveimur mörk- uðum heims þar sem samkeppni er hörðust. Auk þess verður það í góðri aðstöðu til að fá aðgang að beztu tækni sem völ er á. MCI er meginstoð alnetsins í Bandaríkjunum og mun hafa 20-22% hlutdeild á langlínusíma- markaði Bandaríkjanna. Blöð hafa kallað MCI „eitt dáðasta tækni- og markaðassóknarfyrirtæki Banda- ríkjanna". MCI-samningurinn mun ógna andstæðum bandalögum undir for- ystu bandaríska ijarskiptarisans AT&T og Deutsche Telekom og gæti leitt til myndunar nýrra svæðabandalaga áður en fjarskipta- markaðurinn í Evrópu verður gef- inn fijáls 1998. BT hefur einnig augastað á Asíu- BT-MCI SAMRUNINN Breska BT og MCI í Bandaríkjunum tilkynntu samruna fyrirtækjanna tveggja á sunnudag, sem samtals eru metin á um 64 milljarða dollara. Þar með hefur orðið til eitt stærsta fjarskiptafyrirtæki heimsins. & f Hagnaður, milljónir dollara 3.227* 548** Tekjuráhlul, dollarar 0,51 0,80 Tekjur, milljarðardollara 23,5 15,3 Arður, dollarar 0,35 0,05 Markaðsvirði, milljarðar dollara 36,0 28,0 Starfsmenn 130.000 50.367 ' Fjárhagsár sem týkur 30/6 1996 "Fjárhagsár tllársloka 1995 MCI Kyrrahafssvæðinu, þeim markaði sem er í örustum vexti og var um 125 milljarða dollara virði 1996. Eftir samninginn við MCI kveðst BT vonast til að geta einbeitt sér meir að þessum markaði. Inn á Asíumarkað Fyrir sex mánuðum fóru tilrauri- ir til að sameina BT og Cable & Wireless út um þúfur. Um leið runnu út í sandinn tilraunir til að tengjast „stafrænni heimshrað- braut“ og fjarskiptafyrirtækjum C&W í Hong Kong, Japan og Ástr- alíu. Síðan hefur BT leitað nýrra leiða inn á Asíumarkað. Sir Peter Bonfield forstjóri neit- aði því að samningurinn við MCI, sem hefur lítilla sem engra hags- muna að gæta á Asíu-Kyrrhafs- svæðinu, væri næst bezti kosturinn. „Hann var bezti kosturinn,“ sagði hann. Sérfræðingar gera ráð fyrir að nýstofnað BT/MCI-fyrirtæki muni leita hófanna hjá helztu samkeppn- isaðilum í Asíu, þar á meðal jap- anska risanum Nippon Telegraph & Telephone Corp., stærsta fjar- skiptafyrirtæki heims. Sögulegur samruni BT og MCI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.