Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGARNAR í BANDARÍKJUNUM Talið að færri muni mæta á kjörstað en 1992 Léleg kjörsókn sögð munu gagnast Dole Washington. Reuter. KJÖRSÓKN er yfír leitt minni í Bandaríkjunum en annars staðar á Vesturlöndum og er ýmsu kennt um en þess má geta að í sumum lönd- um, t.d. í Belgíu, er fólk sektað fyrir að mæta ekki á kjörstað. Ovenju mikil kjörsókn var í forseta- kosningunum 1992 í Bandaríkjun- um en þá var hún 55,2%, líkur eru taldar á að hún verði mun minni núna og allt að 90 milljónir manna með kosningarétt láti hjá líða að kjósa. í könnun sem gerð var hjá Iowa-háskóla er sagt að lítil kjör- sókn muni koma forsetaefni repú- blikana, Bob Dole, og frambjóðend- um flokksins í þingkosningunum til góða. Um 140 milljónir manna eru nú á kjörskrá. Er þeir George Bush og Michael Dukakis börðust um forsetaembætt- ið 1988 var kjörsókn aðeins 50,1%. Meðaltalskjörsókn í Bandaríkjunum var á níunda áratugnum um 53%, að sögn Samtaka kvenna sem kjósa, og voru Svisslendingar einir iðnv- æddra þjóða með lægra hlutfall en þar var kjörsóknin 49%. Bandaríkja- menn þurfa sjálfir að sjá um að vera á kjörskrá þar sem þeir búa, það gerist ekki sjálfkrafa og sums staðar þarf að skrá sig með nokk- urra mánaða fyrirvara. Loks má geta þess að kosið er á virkum degi vestra sem gæti valdið þar lélegri kjörsókn en í Vestur-Evrópu þar sem yfirleitt er kosið um helgar. Víða í suðurn'kjunum var fyrr á öldinni reynt að hindra kosninga- þátttöku blökkumanna, er oft voru lítt menntaðir og vart læsir, með því að krefjast þess að fólk svaraði flóknum spurningum um stjórnar- skrána til að fá að skrá sig; „próf- dómararnir" voru að sjálfsögðu hvít- ir og tóku vægar á hvítum kjósend- um. Áhugi almennings minni Að sögn CNN-sjónvarpsstöðvar- innar er kjörsókn að jafnaði mikil meðal aðfiuttra Bandaríkjamanna er fengið hafa ríkisborgararétt, yfir 90% þeirra neyta kosningaréttarins. Fyrir nokkrum árum voru sett lög um að fólk gæti látið setja nafn sitt á kjörskrá um ieið og það endumýj- aði ökuskírteinið og mun þetta hafa fjölgað kjósendum um fimm milljón- ir frá 1992, alls eru nú 67,7% at- kvæðisbærra Bandaríkjamanna á kjörskrá. Nefnd bandarískra kosninga- rannsókna hefur birt nýja könnun á kosningahegðun og spá um kjör- sókn í dag. Curtis Gans, sem stjórn- ar nefndinni, er ekki á því að fleira fólk á skrá hljóti að merkja aukna kjörsókn, hann spáir því að hún verði talsvert minni en 1992 en hins vegar meiri en 1988. Ef kosningarn- ar 1992 eru undanskildar, en þá fóru margir örvæntingarfullir á kjörstað vegna vaxandi efnahags- erfiðleika og kusu þann sem þeir töldu geta bætt ástandið, hefur þró- unin verið sú síðustu 35 árin að dregið hefur úr kjörsókn. „Kreppa og reiði geta aukið þátt- tökuna stöku sinnum en eigi hún að vera áfram mikil þarf andstæð- an, vonin, að vera fyrir hendi,“ seg- ir Gans. Af ýmsum ástæðum - lág- kúrulegum aðferðum við kosninga- baráttu, vaxandi vantrausti og fyrir- litningu almennings og fjöimiðla gagnvart stjórnmálamönnum og auknum skorti á borgaralegum dyggðum, sé afar lítið um slíka von. Samkvæmt könnun nefndar Gans horfðu þriðjungi færri á kappræður forseta- og varaforsetaefnanna í sjónvarpi en síðast og fréttaskýr- ingaþættir á kvöldin um kosning- arnar voru 40% minni að umfangi en 1992. Stjórnendur sjónvarps- stöðva eru þess fullvissir að áhugi almennings sé mjög lítill og draga þess vegna úr slíkri umfjöllun. Fræðimenn hjá Iowa-háskóla eru sammála Gans um að kjörsókn verði lítil og repúblikanar hagnist á því, kjósendur þeirra séu iíklegri til að mæta á kjörstað. Verði kjörsókn meiri en spáð er muni óháði forseta- frambjóðandinn Ross Perot njóta þess en Bill Clinton forseti tiltölu- iega lítið. Innbyggð hlutdrægni? Tom DeLuca, stjórnmálafræðing- ur við Fordham-stofnunina segir að léleg kjörsókn auki bilið milli ríkra og fátækra; því lægra sem hlutfallið sé þeim mun fleiri kjósi hlutfallslega úr röðum velmenntaðs fólks með háar tekjur og það velji sér fyrst og fremst pólitíska fulltrúa sem það telji þjóna hagsmunum sínum. Vel- efnað fólk taki meiri þátt í opinberu lífi en fátækir, sæki fleiri fundi og sendi fleiri bréf til þingmanna og gefí meira fé í kosningasjóði. „Kjörsókn er svona léleg í Banda- ríkjunum og munurinn á kjörsókn eftir stéttum svona mikill vegna hlutdrægni sem er óaðskiljanlegur hluti stjórnmálakerfís okkar. Það er aðeins hægt að fjarlægja þessa galla með grundvallarbreytingum á kerfínu," segir DeLuca. VALDAHLUTFOLL A BANDARIKJAÞINGI Kosið er um 34 af 100 sætum í öldungadeildinni að þessu sinni og öll 435 sætin í fulitrúadeiidinni en sérstakar reglur gilda í Louisiana og er í reynd þegar búið að kjósa um fulltrúadeildarsætin 5 þar. Repúblikanar hafa nú meirihluta í báðum þingdeildum. Þeir eru með 235 sæti gegn 198 sætum demókrata í fulltrúadeild, en þar situr auk þess einn óháður, Bernara Sanders frá Vermont, er oftast greiðir atkvæði með demókrötum og eitt sæti er nú óskipað. Repúblikanar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni 1994 í fyrsta sinn frá 1954. Repúblikanar hafa 53 sæti gegn 47 sætum demókrata í öldungadeildinni. Þegar atkvæði falla jafnt í öldungadeild, 50-50, getur varaforseti landsins, sem nú er Al Gore, skorið úr með atkvæði sínu en hann er þingforseti samkvæmt stjórnarskrá. Fulltrúadeildin fii n Öldungadeildin n FORSETI Kosninga- REPÚBLIKANAR DEMÓKRATAR ár REPÚBLIKANAR DEMÓKRATAR Clinton (Demókrati) l230 1994 Einn óháóur Bush 176 (Repúblikani) 175 177 Reagan (Repúblikani) 1182 166 45 45 53 54 192 Carter (Demókrati) i Ford (Repúblikani) 143 144 191 Nixon (Repúblikani) Pjso” Johnson 192 (Demókrati) M8-7 140 42 36 32 Kennedy i17R (Demókrati) 62 32 175 Eisenhower 1153 (Repúblikani) i 2qi 203 □ ' Hawaii bættist við 1954 og Alaska1958 og þá fjölgaði um 2 sæti í öldungadeildinni í hvort sinn. Endasprettur Clintons og Doles líkari maraþonhlaupi Sacramento, Kaliforníu, Manchester, New Hampshire. BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Bob Dole, forsetaefni repúblikana, voru báðir örþreyttir og svefnlausir þegar síðasti dagur kosningabarátt- unnar hófst í gær og má segja að endaspretturinn hafí verið líkari maraþonhlaupi. Clinton varði síð- ustu kosningafundum sínum í að skora á kjósendur að neyta atkvæð- isréttar síns og Dole beitti öllum tiltækum ráðum til að saxa á for- skotið, sem andstæðingur hans hef- ur samkvæmt skoðanakönnunum. Raddlítill Dole Dole mátti vart mæla fyrir hæsi á kosningafundi í Sacramento í Kaliforníu á sunnudagskvöld. „Ég hef flutt 23 ræður á undan- fömum 24 klukkustundum," sagði Dole. Frambjóðandinn skoraði á kjós- endur að styðja sig á hverjum kosn- ingafundinum á fætur öðrum í Kali- forníu. Þar eru flestir kjörmenn í húfí af öllum ríkjum Bandaríkjanna, eða 54. 270 kjörmenn þarf til sig- urs og fær sigurvegarinn í hveiju ríki alla kjörmenn þess í sinn hlut. Dole hélt áfram linnulausri gagn- rýni sinni á skort á siðferði í stjórn Clintons og skoraði jafnframt á stuðningsmenn auðkýfíngsins Ross Perots, forsetaefnis Umbótaflokks- ins, sem samkvæmt skoðanakönn- unum hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið, að veita sér brautargengi. var viðkvæðið hið sama, sættir, ein- ing og atkvæði. „Þessar kosningar eru stór stund,“ sagði Clinton í Springfield í Massachusetts. „Ég vil að við gerum meira saman.“ Clinton hefur um 30 prósentu- stiga forskot á Dole í Massachu- setts. Þar er hins vegar hart barist um öldungadeildarsæti demó- kratans Johns Kerreys. Repúblikan- inn William Weld, ríkisstjóri Massachusetts, er andstæðingur Kerreys og eru þeir hnífjafnir. Talar gegn fordómum Clinton notaði helgina méðal annars til að höfða til svartra og tala gegn kynþáttafordómum. Hann flutti tölu í kirkju svartra í Tampa í Flórída þar sem svertingja- leiðtoginn Martin Luther King ávarpaði eitt sinn söfnuðinn. „Við munum sigra 5. nóvember vegna þess að ég treysti fólk- inu og Clinton forseti treystir ríkisstjóminni og ég stend við orð mín,“ sagði Dole í West Covina á sunnu- dagskvöld í sama mund og röddin gaf sig-. „Eg mun segja sannleikann, svo lengi sem röddin heldur mun ég segja sann- leikann,“ bætti Dole við í flýti. Forskot Clintons hefur minnkað undanfarið, ef marka má skoðanakannanir, en er þó enn ótvírætt. Dole kvaðst hins vegar stefna að því að koma öllum á óvart líkt og Harry Truman þegar hann sigraði Tom Dewey árið 1948. Dole hélt á lofti eintaki af dag- blaðinu Chicago Tribune frá 1948 með fyrirsögninni „Dewey sigrar“ og sagði: „Eg hitti aldrei Dewey forseta.“ Blaðið fór í prentun áður en úr- slit vora kunn, en ritstjórn þess ákvað að treysta skoðanakönnun- um, sem bentu til forskots Deweys, í forsíðufréttinni. Clinton á Austurströndinni Bili Clinton ferðaðist á sunnudag eftir endilangri Austurströndinni, frá sólarströndum í Flórída til frost- kulda í Maine. Hvar sem hann kom „Við munum aldrei ná að sýna okkar besta ef við felum stjórnar- taumana í hendur þeim, sem telja að okkur farnist betur hveiju í sínu lagi og reyna að fara þá leið með því að reka fleyga á milli okkar og nýta ótta okkar og sannfæra okkur um að bræður okkar og systur af öðram kynþáttum, öðram trúar- brögðum og öðrum stigum lífsins séu eðlislægir óvinir okkar,“ sagði Clinton. „Það er ávísun á stórslys." Sigurvissa í herbúðum Clintons Samkvæmt daglegri skoðana- könnun Reuíer-fréttastofunnar er orðið mjög mjótt á munum milli Clintons og Doles. Aðrar kannanir sýna hins vegar að Clinton hafi meira forskot. Um borð í flugvél forsetans ríkti sigurvissa á sunnudagskvöld og var stemmningin iíkt og í búningsher- bergi sigurliðs í íþróttum. Starfs- menn í kosningaherbúðum Clintons sögðu að samkvæmt þeirra könnun- um hefði forsetinn milli 12 og 15 prósentustiga forastu. Sagði Mike McCurry, blaðafull- trúi forsetans, að Clinton hefði þeg- ar látið hefja endurmat á starfsliði sínu og breytingum á því, næði hann endurkjöri. Ekki væri ráðgert að gera miklar breytingar, en ýms- ir hefðu sagst ætla að yfirgefa stjórnina að loknu þessu kjörtíma- bili, þar á meðal Leon Panetta skrif- stofustjóri, sem hyggur jafn vel á framboð til ríkisstjóra Kaliforníu. Kosið um þingsæti og ríkis- stjóra Washington, Rcuter. AUK þess sem Bandaríkjamenn kjósa sér forseta í dag, fara einn- ig fram þing- og ríkisstjórakosn- ingar. Kosið er um 34 öldungadeildar- sæti af 100. Af þeim eru 19 í hönd- um repúblikana og 15 í höndum demókrata. I deildinni hafa repú- blikanar meirihluta, 53-47, og þurfa demókratar því að vinna af þeim fjögur sæti til að endur- heimta meirihluta. Verði Clinton forseti endurkjörinn dugar þeim að bæta við sig þremur sætum því þá verður A1 Gore varaforseti for- seti deildarinnar og ræður at- kvæði hans úrslitum verði atkvæði jöfn. Kosið verður til allra 435 sæta fulltrúadeildarinnar. Þar hafa repúblikanar haft meirihluta, 235-197. Til að fá meirihluta þarf minnst 218 þingsæti. Þá verður kosið um ríkisstjóra í 11 ríkjum af 50, þ.e. í Washing- ton, Norður-Karólínu, Vestur- Virginíu, Missouri, Indíana, Delaware, Utah, Vermont, New Hampshire, Montana og Norður- Dakóta. I dag sitja repúblikanar á stóli ríkisstjóra í 32 ríkjum, demókratar í 17 og óháður í einu ríki. Jafnframt verður í nokkrum ríkjum kosið um sæti á löggjafar- samkundu viðkomandi ríkis, til ýmissa embætta, allt frá setu í skólanefndum til iögregiustjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.