Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Búlgaría Stoyanov sigraði Sofia. Reuter. PETAR Stoyanov, forsetaefni stjórnarandstæðinga í Búlgar- íu, vann yfirburðasigur í siðari umferð forsetakosninganna í landinu um helgina. Búlgörsk dagblöð lýsti úrslitunum sem mikiu áfalli fyrir Sósíalista- flokkinn, sem er með meiri- hluta á þinginu. Stoyanov, frambjóðandi Bandalags lýðræðisaflanna, fékk 60% atkvæðanna en for- setaefni Sósíalistaflokksins, Ivan Marazov menningarmála- ráðherra, 40%. Stoyanov er hlynntur rót- tækum efnahagsumbótum og vill færa Búlgaríu nær Evrópu- sambandinu og Atlantshafs- bandalaginu. Stjórn Sósíalista- flokksins hefur hins vegar lagt meiri áheijslu á tengslin við Rússland og verið treg til að koma á efnahagsumbótum. Þótt forsetinn hafi lítil völd setur kjör Stoyanovs stjórn Zhans Videnovs forsætisráð- herra í mikinn vanda. „Verður að segja af sér“ „Stórsigur Petars Stoyanovs er mesta áfallið sem Zhan Vid- enov hefur orðið fyrir frá því hann varð forsætisráðherra. Hann verður að segja af sér,“ sagði í forystugrein í dagblað- inu Standard. „Búlgarir hafa hafnað nokkrum óhæfum emb- ættismönnum sem hafa komið Búlgaríu aftast i biðröðina í Evrópu og íbúunum á botninn." Stoyanov forðaðist að gagn- rýna sósíalista eftir sigurinn og lagði til að stofnað yrði sér- fræðingaráð, sem yrði stjórn- inni til ráðgjafar. Umskipti í þing- og forsetakosningimum í Rúmeníu um helgina Fyrrverandi kommúnistar missa stj órnartaumana Búkarest. Reuter. CDR, bandaiag stjómarandstöðu- flokka í Rúmeníu, bar sigurorð af Jafnaðarmannaflokki Ions Iliescus, forseta landsins, í þingkosningunum á sunnudag, samkvæmt tölum sem birtar voru í gær. Iliescu fékk hins vegar mest fylgi í forsetakosningun- um en þó ekki nógu mikið til að ná kjöri. J afnaðarmannaflokkurinn (PDSR), sem er einkum skipaður fyrrverandi kommúnistum, hefur verið við völd í Rúmeníu frá því Nicolae Ceausescu einræðisherra var steypt árið 1989. Þegar rúmur at- kvæðanna hafði verið talinn var CDR með rúm 30% fylgi í báðum deildum þingsins og Sósíalistaflokk- urinn með um 22%. CDR virðist því vera nógu öflugt til að geta myndað samsteypustjórn og bundið enda á valdatlma PDSR. „Eftir sjö ára gervi-lýðræði og stjórn ný-kommúnista hefur þjóðin loksins uppgötvað að þörf er á al- gjörri breytingu,“ sagði Lucian Hossu Longin, einn af forystumönn- um CDR. „Þetta eru eðlileg viðbrögð vegna þess að öll loforð stjómarinn- ar reyndust lygar og lífskjör fólksins héldu alltaf áfram að versna.“ Flokkur Romans í oddaaðstöðu Iliescu fékk 33% atkvæðanna í forsetakosningunum og Emil Const- antinescu, forsetaefni CDR, fékk 28%. Þar sem enginn fékk meira en helming atkvæðanna verður að kjósa milli þeirra tveggja 17. nóvember. Petre Roman, fyrrverandi forsæt- isráðherra, varð þriðji í forsetakjör- inu með 21%. Stuðningsmenn hans Reuter ION Iliescu, forseti Rúmeníu, myndar sigurmerki með fingrunum eftir að hafa greitt atkvæði í kosningunum á sunnudag. gætu ráðið úrslitum í síðari umferð forsetakosninganna. Flokkur Ro- mans, Jafnaðarmenn (USD) fékk 13% fylgi í þingkosningunum og virðist hafa komist í oddaaðstöðu á þinginu. Erfitt stjórnarsamstarf Ion Crisoiu, einn af virtustu stjórnmálaskýrendum Rúmeníu, spáði því að CDR og USD mynduðu nýja ríkisstjórn eftir kosningarnar en sagði að samstarf þeirra yrði mjög erfitt. „Ef þeim tekst ekki að koma á þeim umbótum sem vænst er mun það valda gífurlegum von- brigðum," sagði hann. Báðir flokkarnir hafa útilokað samstarf við PDSR. Roman gerði harða hríð að stjórnarflokknum í kosningabaráttunni og efnahags- stefna hans er svipuð stefnu CDR í öllum meginatriðum. Hins vegar gæti togstreita milli leiðtoga stjórn- arandstöðuflokkanna tveggja komið í veg fyrir samstarf þeirra. Iliescu varð greinilega fyrir mikl- um vonbrigðum með úrslitin og reyndi að notfæra sér ágreining flokkanna tveggja með því að leggja til að CDR myndaði samsteypustjórn með PDSR. Flokkur ungverska þjóðarbrots- ins, UDMR, sem er andvígur Iliescu, varð í fjórða sæti með 6%. Fyrstu tölur bentu ennfremur til þess að nokkrir þjóðernissinnaðir smáflokk- ar fengju meira en 3% fylgi, sem nægir til að fá sæti á þinginu. Erlendir eftirlitsmenn sögðu að kosningarnar hefðu verið frjálsar og lýðræðislegar. vango Gildir til mountain jakki: Ur protex 6000 vatnsheldu eftii , með útöndun. kr-: flís peysur: Nýtt útlit, litir og I CO/ mikiö úrval. i J/O Þykkar og lottmiklar. afsl. Frá kr. 5.015. nimbus sett: Úr delfy 1000 „„„ St.4-1 16. november Vxman ITALSKIR GONGUSKÓR stubai skór: kr.69B0 áður 8.700 Vatnsvarðir með npatex. Þæeileeir skór fyrir léttar gögnuferði SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 511 2200 Frakkar styðja EMU-aðild Italíu og Spánar Marseille, Frankfurt. Reuter. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, lýsti því yfír í gær að Frakk- ar styddu viðleitni nágrannaríkj- anna Spánar og Ítalíu til að verða I hópi stofnríkja Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU). Chirac átti í gær fund með José Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar. Chirac olli Qaðrafoki á Ítalíu í síðasta mánuði er hann lét í ljós efasemdir um að ítölum tækist að uppfylla skilyrði Maastricht-samn- ingsins fyrir þátttöku í EMU. Nú virðist forsetinn hins vegar hafa ákveðið að halda sig við bjartsýnis- spár um frammistöðu ítala og Spánverja í efnahags- og ríkisfjár- málum og að ríkisstjórnum land- anna beggja þann siðferðilega stuðning, sem hann getur. „Við vonum að þau [Ítalía og Spánn] verði með árið 1999, að því gefnu að þau uppfylli skilyrði Maastricht," sagði Catherine Col- onna, talsmaður Chiracs. Hún bætti því við að forsetinn vonaðist eftir að sem allra flest lönd yrðu innan- borðs er sameiginleg Evrópumynt yrði tekin upp í ársbyijun 1999. Víð túlkun á ákvæðinu um opinberar skuldir Cario Azeglio Ciampi, fjármála- ráðherra Ítalíu, sagði í viðtali við þýzka blaðið Welt am Sonntag að Italir myndu uppfylla skilyrði Maastricht á næsta ári. Ekki ætti EVROPA^ að slaka á skilyrðunum, heldur halda fast við þau til að veikja ekki hina nýju Evrópumynt. „Það er Evrópu fyrir beztu að evróið verði sterkt. Við megum ekki láta veikt evró koma í stað sterks þýzks marks,“ segir Ciampi í viðtalinu. Hann segir að þó verði að túlka ákvæði Maastricht um að opinberar skuldir megi ekki vera meiri en sem nemur 60% af vergri landsfram- leiðslu með víðari hætti en ákvæðin um verðbólgu, fjárlagahalla og vexti. „Það er önnur áherzla á hlut- fali skulda hins opinbera en á hin skilyrðin þijú,“ segir Ciampi. „Þetta er spuming um að ríki sýni að það minnki skuldir sínar stöðugt." Fjármálaráðherrann segir að skuldir ítalska ríkisins nemi nú 120% af VLF og að það hlutfall náist ekki niður í 60% í nánustu framtíð. „En margt bendir til að önnur ríki nái ekki 60%-markinu heldur. Niðurstaðan virðist vera sú að kröfunni um 60% verður ekki framfylgt sjálfkrafa, heldur er það þróunin í lækkun skulda, sem skipt- ir máli,“ segir Ciampi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.