Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 25 LISTIR „Þetta gæti verið satt“ Stopp-leikhópurinn frumsýnir Skiptistöðina, nýtt íslenskt leikrit eftir Valg~eir Skagfjörð, í Ölduselsskóla í kvöld. Orri Páll Ormars- son kynnti sér þessa farandleiksýningu sem aðstandendur líta á sem innlegg í umræðuna um fíkniefnaneyslu unglinga. FÁIR vágestir hafa gert jafn mik- inn usla í röðum íslenskra ung- menna og fíkniefni. Aukið úrval og útbreiðsla hafa leitt til aukinnar neyslu og horfur mættu vera betri. Samfélagið er þó smám saman að vakna til vitundar um vandann og þótt menn greini á um leiðir bland- ast engum hugur um að spyrna verði við fótum — hið bráðasta. Sagt hefur verið að fáir miðlar séu betur til forvarnafræðslu falln- ir en leikhúsið — sé vei haldið á spöðunum — og nýjasta innleggið í þessa umræðu er einmitt nýtt leikrit, Skiptistöðin eftir Valgeir Skagfjörð, sem Stopp-leikhópur- inn frumsýnir í Ölduselsskóla í kvöld klukkan 20. Fjórir unglingar, þrír strákar og ein stelpa, verða fyrir tilviljun innlyksa á skiptistöð yfir nótt. Ekkert þeirra er af sama sauða- húsinu — einn er krimmi, annar „skoppari", þriðji íþróttamaður og stelpan er á kafi í neyslu. I fljótu bragði virðast þau því ekki eiga mikla samleið en þegar líða fer á nóttina kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist. Þótt fíkniefnin séu miðlæg ber umræðan þau um víð- an völl og þegar upp er staðið er áhorfandanum látið eftir að meta hvern mann þau hafa raunveru- lega að geyma — hvort við þeim blasi von eða vonleysi? „Þetta er farandleiksýning fyrir alla sem láta málefni unglinga sig varða en við höfum kostað kapps um að vera ekki með einhæfar og fráhrindandi predikanir,“ segir Þórarinn Eyfjörð leikstjóri en bæt- ir við að sérstaklega sé miðað við 9. og 10. bekk grunnskóla, 1. og 2. bekk framhaldsskóla og for- eldrafélög. Að sýningu lokinni munu fagaðilar í forvörnum frá SÁÁ stýra umræðum um efni leik- ritsins. „Það skiptir verulegu máli hvernig unnið er úr sýningunni og fróðlegt verður að heyra hvaða sýn krakkarnir hafa á þennan heim sem við skyggnumst þarna inn í. Þess vegna brugðum við á það ráð að fá þessa aðila til liðs við okk- ur,“ segir leikstjórinn. Dökk mynd Skiptistöðin dregur upp dökka mynd af heimi unglingsins, með þá staðreynd fara Þórarinn og Eggert Kaaber, einn leikaranna, ekki í launkofa. Verkið sé þó barnaleikur í samanburði við margvíslegt efni sem unglingar hafi aðgang að, svo sem banda- rísku kvikmyndina Kids, sem ku njóta mikillar hylli um þessar mundir. „Vissulega dregur verkið ekki upp fagra mynd af þessum afkima samfélagsins, enda er markmiðið að leggja stein í götu þeirra sem hugsanlega eru á leið þangað. Boðskapurinn er einfald- ur: Það er ekki þess virði,“ segir Þórarinn. Stopp-leikhópurinn var settur á laggirnar á liðnum vetri og var TÉl ED oisiL@i[aA NŒ K R Lan Shui, hljómsveitorstjórí [inar Jóhannesson einleikari Efuisslaú TOlíLlílKAll l HASIWLM101 FIMMTUDAGÍNN 7. NÓVEMBÉR KL. 20.00 Felix Mendelssohn: Suðureyjar Karólína Eiríksdóttir: Klarinettkonsert Anton Bruckner: Sinfónía nr. 4 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN Morgunblaðið/Kristinn MAGGI (Hinrik Olafsson) deilir og drottnar á skiptistöðinni og tekur hér Gulla íþróttagarp (Eggert Kaaber) í bakaríið. fyrsta verkefni hans, umferðar- leikritið Stopp, sýnt á höfuðborg- arsvæðinu fyrir 4. og 5. bekk grunnskóla. Segir Eggert Kaaber það framtak hafa fallið í frjóa jörð og formið, fræðsluleiksýning og umræður í kjölfarið, gefið góða raun. Leikhópnum hafi því þótt spennandi að halda áfram á sömu braut. „Umræða um unglinga og fíkniefni hefur verið mjög ofarlega á baugi í þjóðfélaginu undanfarið og okkur þótti því við hæfi að næsta verkefni okkar yrði innlegg í hana.“ Næsta skref var, að sögn Egg- erts, að leita hófanna hjá hugsan- legum styrktaraðilum og eftir að Forvarnasjóður ráðuneytanna hafði brugðist vel við erindi leik- hópsins fóru hjólin að snúast. Aðr- ir styrktaraðilar sýningarinnar eru SÁÁ, Samband íslenskra spari- sjóða, Sjóvá-Almennar og Hitt húsið. Handritshöfundur Skiptistöðv- arinnar er Valgeir Skagfjörð, „sem þekkir lífið frá svo mörgum hlið- um“, svo sem Þórarinn tekur til orða. Segir Eggert höfundinn hafa unnið verkið í náinni samvinnu við leikhópinn en fjölmargir aðrir aðil- ar hafí jafnframt lagt hönd á plóg- inn. „Við höfum farið víða og tal- að við marga. Krísuvíkursamtökin lögðu okkur meðal annars lið og við leiklásum verkið fyrir yngsta heimilisfólkið þar á bæ.“ Gjörþekktu karakterana Þórarinn tekur upp þráðinn: „Við fengum margar gagnlegar ábendingar í þeirri heimsókn um hvað mætti betur fara, til að mynda var heilmikið rætt um kar- akterana í verkinu og aðstæðurnar sem þeir búa við. Kom sú umræða okkur reyndar skemmtilega á óvart en krakkarnir virtust gjör- þekkja alla karakterana og gátu meðal annars bent á suma þeirra í salnum. Það er því óhætt að full- yrða að eftir þennan dag sem við eyddum með krökkunum hjá Krísuvíkursamtökunum höfum við sannfærst um að við værum á réttri braut.“ Ungt fólk hjá SÁÁ var annar hópur sem leitað var til í því skyni að kanna hvort verkið hefði ekki örugglega einhveija raunveru- leikatengingu. „Okkur var í mun að fá fast land undir fætur og horfðum í því samhengi bæði til trúðverðugleikafrásagnarinnar og karakteranna. Og okkur til mikill- ar ánægju voru viðbrögðin þar jafnframt afar jákvæð — krakk- arnir voru ekki í neinum vafa um að „þetta gæti verið satt“,“ segir Þórarinn. Að sögn Eggerts og Þórarins komu ábendingar unga fólksins í góðar þarfir og var ýmsu í handrit- inu hnikað til í kjölfarið. Á loka- sprettinum munu síðan fáeinir ein- staklingar sem gjörþekkja af eigin raun þann heim sem er til umijöll- unar hafa lagt sitt af mörkum. Og nú þegar komið er að frumsýn- ingu „bíðum við bara spennt eftir viðbrögðunum." Auk Eggerts leika í sýningunni Dofri Hermannsson, Hinrik Olafs- son og Katrín Þorkelsdóttir. Leik- mynd er eftir Þorvald Böðvar Jóns- son og Þórarin Eyfjörð, hljóðmynd gera Baldur Björnsson, Kári Þór Arnþórsson og Þórarinn Eyfjörð og búninga hannaði hópurinn sjálfúr. Lífeyrissjóáir sameiqn - sereiqn r ’ . V < " Juu uii VIVK Missir þú starfsgetu, verðir háaldraður eða látir eftir þig fjölskyldu, færð þú og/eða fjölskylda þín mjög líklega meira úr sameignarsjóði en þú greiddir til hans. « / i l$qri kostnðður - eftirlaun til æviloka Rekstrarkostnaður á hvem sjóðfélaga árið 1995 var:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.