Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Sóknarhugur er ínnan bandarískra háskóla ÞORSTEINN Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri (HA) undir- ritaði nýlega á ferð sinni í Banda- ríkjunum samstarfssamning um rannsóknir og nemenda- og kenn- araskipti við Háskólann við Monte- rev Bay. Skólinn er næstyngstur fylkisháskóla í Kaliforníu og var stofnaður 1995. Ferð Þorsteins var í boði Menningarstofnunar Banda- ríkjanna og var tilgangur hennar að kynna sér hvað efst væri á baugi í háskólamenntun og þá einkum á þeim sviðum sem snerta starfsemi HA. Samstarf við heimskautastofnun Margir háskólar sýndu áhuga á samstarfi við HA auk heimskauta- stofnunar í Dartmouth, en hún er að undirbúa gerð margmiðlunar- verkefnis um líf og starf Vilhjálms Stefánssonar. Sýndu vísindamenn stofnunarinnar einnig áhuga á sam- starfi við væntanlega Stofnun Vil- hjálms Stefánssonar á Akureyri um gerð þessa verkefnis. Þorsteinn sagði að mjög fróðlegt hefði verið að kynna sér starfsemi háskólanna, sem allir hefðu verið í sóknarhug og haft skýra framtíðar- sýn. „Þeir höfðu nákvæma mynd af þörfum þess rrrarkaðar sem þeir ætla sér að sinna. Til dæmis hafa þeir mjög náið samstarf við atvinnu- lífið og önnur skólastig s.s. héraðs- háskóla og framhaldsskóla. Ég get nefnt heimsókn mína til Oklahoma en þar hefur háskólinn skipulagt umfangsmikið fjarkennslukerfi sem hin skólastigin geta nýtt sér. Einn- ig vakti athygli mína sú mikla fjöl- breytni sem almennt er í háskóla- menntun í Bandaríkjunum. Skól- arnir eru mjög meðvitaðir um þjón- ustuhlutverk sitt og ------------ leggja mikla áherslu á að þeir séu aðgengilegir fyrir fólk á því svæði sem þeim er ætlað að þjóna.“ Háskólinn á Akureyrí hefur gert samstarfs- samning við háskóla í Kaliforníu og fleiri eru í bígerð. Þorsteinn Gunnarsson rektor sagði Hildi Friðriksdóttur frá árangurs- ríkri ferð sinni um Bandaríkin nýlega. Morgunblaðið/Kristján ÞORSTEINN Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri segir ferðina hafa verið gagnlega og opna nýja möguleika í samstarfi. Kennd 140 tungumál Þorsteinn sagði að nú þyrfti HA að fylgja eftir þeim samstarfsmögu- leikum sem opnuðust í heimsókn- inni ekki síður en samningnum sem gerður var við háskólann í Monte- rey. „Bærinn Monterey er mikil tungumálamiðstöð. Til dæmis er bandaríska varnarmálaráðuneytið þar með þjálfunarmiðstöð sína fyrir tungumálakennslu og þar eru kennd um 140 tungumál. Þarna er einnig tungumálamiðstöð símafé- Eru mjög með- vitaðlr um þjónustuhlut- verk sitt lagsins AT&T fyrir öll Bandaríkin og allan heiminn ef svo ber undir. Skólinn gerir þá kröfu til nemenda sinna að þeir tali lýtalaust að minnsta kosti tvö tungumál." Háskólinn í Monterey varð til þegar herstöðin Fort Ort, sem var stærsta herstöð á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna, var lögð niður. í skóíanum eru 1.200 nemendur og 76 kennarar í fullu starfi, en spár um nemendafjölda gera ráð fyrir um 10.000 nem- endum árið 2010. Skólinn skiptist í fimm deildir, þ.e. Iistir og tungumál, félagsvísindi, menntunar- fræði og fagnám (pro- fessional studies, þ.m.t. alþjóðavið- skipti), raunvísindi og tækni og framhaldsnám. Háskólakennarar afla fjármagns Þorsteinn segir að mikið sé byggt á því að háskólakennarar geti aflað skólanum fjár frá opinberum jafnt sem einkaaðilum. „í gluggalausum herbergjum eru haldnir fundir með fjárfestum og verðbréfamiðlurum um stórfjárfestingar í fyrirtækjum í Silicon Valley, sem gætu skilað umtalsverðu fé til háskólans til frekari uppbyggingar." Ein þeirra háskóladeilda sem sýndu áhuga á nemenda- og kennaraskiptum við HA var haf- fræðideild sjávarútvegsskóla Was- hington-háskóla (UW) í Seattle. Haffræðideildin er ein af þremur deildum sjávarútvegsskólans en hinar eru sjávarútvegs- deild og hafréttardeild. Sagði Þorsteinn samstarf við þessar tvær deildir einnig koma til greina. Innan haffræðideildar sérsvið s.s. lífræn, Háskólarnir eiga samstarf við önnur skólastig eru sérsvið s.s. efnafræðileg, jarðvísindaleg og eðl- isfræðileg. „Haffræðideildin er ein- staklega vel búin rannsóknartækj- um og aðstöðu. Til dæmis rekur hún 90 metra langt hafrannsókna- skip sem er nýtt í 45 daga á ári fyrir kennslu stúdenta. Þess utan er það gert út allt árið til rann- sókna víða á heimshöfunum," sagði Þorsteinn. Innan UW er einnig kennara- skóli sem sýnt hefur áhuga á sam- starfi við HA og þá einkum hvað varðar nemenda- og kennaraskipti. Þá segir hann að rætt hafi verið um hugsanlegt samstarf við hjúkr- unarskóla sem starfar við UW, en það muni þó bíða betri tíma. Ráðgjöf fyrir starfandi hjúkrunarfræðinga Fleiri skólar í öðrum fylkjum sýndu áhuga á samstarfi við HA, s.s. hjúkrunardeild fylkisháskólans í Montana (MSU), en þar eru 600 nemendur við nám. „Deildin kennir bæði til BSN (Bachelor of Science Nursing) og MSN prófs. í því síðar- nefnda er lögð mikil áhersla á starf hjúkrunarfræðinga á stijálbýlum svæðum. Deildin rekur einnig um- fangsmikla ráðgjöf fyrir starfandi hjúkrunarfræðinga með tölvusam- skiptum, Virtual Medical Center, sem bjargar ekki aðeins mannslíf- um í Montana heldur í fjarlægum löndum eins og Kína. Þessi deild hefur mikinn áhuga á að tengjast heilbrigðisdeild HA með kennara- og nemendaskipti í huga. Sömuleið- is hefur viðskiptadeild MSU, sem sérhæfir sig í bókhaldi, fjármálum, stjórnun og markaðsfræðum, áhuga á samstarfi en skoða þarf tilhögun þess nánar,“ sagði Þorsteinn. í ferð sinni heimsótti Þorsteinn einnig menntamálaráðuneytið og Bandaríkjaþing. Segir hann að þingmenn hafi miklar áhyggjur af umtalsverðum hækkunum skóla- gjalda sem verða árlega í háskólum. Margir þingmenn hafa hvatt til aukins samstarfs á milli háskóla og fyrirtækja og þá sérstaklega til að styrkja atvinnulíf á þeim svæð- um þar sem háskólar starfa. Þá hefur 'þingið sett lagaákvæði um fjárhagsaðstoð við stúdenta í „Higher Education Act“ én þar er bæði gert ráð fyrir styrkja- og lánakerfi fyrir stúdenta. Einnig er verið að endurskoða lögin um háskólamenntun með það fyrir augum að ein- falda þau og ef til vill að efla styrkja- og lánakerfi fyrir náms- merin. í menntamálaráðuneytinu er starfandi sjóður sem á að örva umbætur í háskólum og hefur hann yfir að ráða um fimm milljónum dollara á ári. „Mjög hörð sam- keppni ríkir um Ijármagnið og inn- an við 5% upphaflegra umsækjenda fá styrki úr sjóðnum," sagði Þor- steinn Gunnarsson að lokum. Ný aðferð við nemendur með hegðunarvandamál innan kanadísks skóla Gerbreyttir nemendur sem lært hafa trúðastörf SKÓLAYFIRVÖLD í einu af út- hverfum Torontoborgar í Kanada, Etobicoke, hafa komið á fót áætlun þar sem unglingar, sem gert hefur verið að hverfa úr skóla tímabund- ið vegna hegðunarvandamála, fá að læra til trúðs jafnframt nám- inu. í blaðinu The Globe and Mnil segir að skólastjórnendur hafi ver- ið vantrúaðir í fyrstu á nytsemi hugmyndarinnar en reynslan hafi verið einstaklega góð. Stjórnandi og frumkvöðull áætlunarinnar, Lynn Zammitt, fékk upprunalega góðgerðastofn- un til að greiða kostnaðinn við að hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd. Hún segir að nokkrir skólastjórar hafi fljótlega hringt í sig og vart átt orð til að lýsa ánægju sinni. Einn þeirra sagðist hafa hitt fyrrverandi skólaskelfi á lóðinni þar sem hann var að skemmta börnum úr yngstu bekkjardeildum með því að búa til eftirlíkingar af dýrum með gúmmíblöðrum. Nokkrir þátttakendur í fyrsta útskriftarhóp Stjörnutrúðanna (Classy Clowns), eins og áætlunin er nefnd, voru nýlega fengnir til að skemmta hóp þar sem meðal annars voru nokkrir skólastjórn- endur sem á sinum tíma höfðu neyðst til að reka stjörnurnar úr skóla vegna óláta. Viðtökurnar voru frábærar og nú hafa nem- endurnir ákveðið að reyna að vinna til verðlauna sem kennd eru við hertogann af Edinborg og veitt eru þeim sem skara fram úr í frumkvæði, tileinkun nýrrar kunnáttu, sjálfboðaliðsstarfi og líkamsþjálfun. Zammitt er kennari en ekki lengur í fullu starfi. Hún kennir nemendum í hverfinu sem reknir hafa verið tímabundið úr skóla og er markmiðið að reyna að tryggja að þeir dragist ekki aftur úr í náminu. Unglingunum er einnig kennt að hafa taumhald á reiði sinni og aðferðir til að forð- ast harkalega árekstra við annað fólk. Barb Bennett, sem er trúður að atvinnu, bauðst ásamt starfs- bróður sínum til að kenna ungl- ingunum og var haldið tveggja mánaða námskeið fyrir 10 þeirra eftir hefðbundinn skólatíma. Sex þraukuðu allan tímann og lærðu meðal annars að farða sig, búa til gúmmíblöðrudýr og fullnægja siðakröfum trúða. Athyglisþörf svalað Einn nemendanna, 16 ára stúlka, sem ekki var beinlínis í uppáhaldi hjá kennurum ungl- ingadeildanna og tók sér trúðs- heitið Missy, segir að trúðsnámið hafi kennt sér ábyrgðartilfinn- ingu, hún sé orðin agaðri, stund- vísari og kurteisari en áður. Fimmtán ára strákur, sem var vísað úr skóla vegna áfloga, seg- ist nú ætla að reyna að komast í háskóla og leggja stund á raunvis- indi; trúðsstarfið verði skemmti- legt en erfitt aukastarf. Að sögn Bennett hefur sumt af því sem olli vandræðum hjá nemendunum í skólanum, s.s. mik- il athyglisþörf og hneigðin til að leika bekkjarfífl með öllum þeim skrípalátum sem því fylgja, hafi reynst nothæfir eiginleikar við að læra fagið. Samkvæmt siðakr- öfunum áðurnefndu má trúður aldrei þefja af vindlingareyk eða áfengi, hann má heldur ekki bölva og má einvörðungu gera grín að sjálfum sér, aldrei áhorfendum. Bennett segist hafa séð nem- endur sína taka gerbreytingum síðan áætlunin hófst í snemma á árinu. „Sjálfsmat þeirra hefur aukist og fjarvistir hafa minnk- að,“ segir hún. Zammitt segir að nú sé biðlisti fyrir næsta þjálfun- arnámskeið. Löggild próf í frönsku ALLIANCE Francaise gefur frönskunemum og öðrum, sem hafa til þess þekkingu, kost á að taka löggilt próf sem nefnast DELF og DALF. Prófin eru viðurkennd af franska menntamálaráðu- neytinu og Evrópusamband- inu og veitir DALF rétt til að stunda nám í frönskum háskólum. Möguleiki er á að taka prófin í nokkrum einingum, þ.e. sex fyrir DELF I og II og fjögur fyrir DALF. Hafi nemandi lokið einni eða fleiri einingum án þess að ljúka öllum getur hann tekið það sem á skortir hvar og hvenær sem er í þeim 36 löndum sem gera fólki kleift að taka þessi próf. Innritun fer fram 5.-15. nóvember hjá Alliance Francaise en prófin verða haldin 18.-29. nóvember. Unnt er að skrá sig í fleiri en eina einingu. Prófgjald fyrir hveija einingu er 1.000 kr. en sé tekið heilt DELF- próf eða heilt DALF-próf kostar það 3.000 kr. Grunnskólinn Ný reglugerð um lágmarks- aðstöðu NÝ REGLUGERÐ mennta- málaráðuneytis um lág- marksaðstöðu grunnskóla hefur tekið gildi. Kemur þar meðal annars fram að til stað- ar verður að vera húsnæði til kennslu í öllum skyldunáms- greinum samkvæmt aðal- námskrá, vinnuaðstaða fyrir skólastjóra, kennara og ann- að starfsfólk. Einnig verður að vera til staðar skólasafn, samkomu- salur og aðstaða fyrir félags- starf nemenda. Auk þess að- staða fyrir nemendur til að neyta málsverða, til viðveru utan kennslustunda og að- staða sérfræðiþjónustu fyrir nemendur. Þá skal gert ráð fyrir húsnæði fyrir heilsu- gæslu og aðgengi og aðstöðu fyrir fatlaða. í reglugerðinni er fjallað um stærð og gerð grunn- skólahúsnæðis miðað við fjölda, stærð skólastofu, skólalóðar og gólfflatar íþróttasalar o.fl. 135 skólar einsetnir SKÓLAÁRIÐ 1995-96 eru 135 grunnskólar einsetnir á landinu öllu en 70 skólar tví- setnir. Hefur einsetnum skól- um Ijölgað um fimm frá síð- asta skólaári. Þetta kom fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guð- finnssonar alþingismanns á Alþingi fyrir skömmu. Þetta sama skólaár eru starfræktir 205 almennir grunnskólar, þar af sjö einka- skólar. Fimm einkaskólanna eru í fræðsluumdæmi Reykja- víkur, einn í fræðsluumdæmi Reykjaness og einn í fræðslu- umdæmi Norðurlands eystra. Allir einkaskólarnir eru ein- setnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.