Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 35 FRÉTTIR ERLEIMD HLUTABRÉF Reuter, 4. nóvember. NEWYORK NAFN LV LG DowJones Ind 6015,22 (6000,68) Allied Signal Co 66,375 (65) AluminCoof Amer.. 59,25 (59) AmerExpress Co.... 47 (46,5) AmerTel &Tel 33,75 (35,125) Betlehem Steel 8 (8.375) Boeing Co 92,25 (95,875) Caterpillar 70,25 (68,375) Chevron Corp 64,875 (65,875) CocaCola Co 50,125 (50,375) Walt DisneyCo 65,625 (65,375) Du Pont Co 94,25 (93,125) Eastman Kodak 78,75 (79,125) Exxon CP 88,125 (88,375) General Electric 96,875 (95,5) General Motors 54,875 (52,875) GoodyearTire 46,25 (45,25) Intl Bus Machine 127,875 (126,875) Intl PaperCo 42,875 (42,625) McDonalds Corp 45,5 (44,25) Merck&Co 74,625 (73) Minnesota Mining... 76,375 (76,125) JP Morgan &Co 86 (86) Phillip Morris 93,25 (92,875) Procter&Gamble.... 98,75 (98,5) Sears Roebuck 47 (47,5) Texaco Inc 98,375 (102) Union Carbide - 42,75 (42,375) United Tch 129,5 (128) Westingouse Elec... 17,375 (17,125) Woolworth Corp 20,75 (20,875) S & P 500 Index 703,17 (701,3) AppleComplnc 23,875 (22,375) Compaq Computer. 66,875 (67,875) Chase Manhattan ... 85,75 (85,5) ChryslerCorp 33.625 (33,25) Citicorp 98,875 (98,25) Digital EquipCP 29,25 (29,5) Ford MotorCo 30,5 (30,75) Hewlett-Packard 43,375 (44,25) LONDON FT-SE 100 Index 3930 (3971,9) Barclays PLC 958 (962) British Airways 549 (554) BR Petroleum Co 637 (658) British Telecom 371 (353) Glaxo Holdings 956 (953) Granda Met PLC 458 (463) ICI PLC 773 (788) Marks&Spencer.... 509 (513) Pearson PLC 747,25 (763) Reuters Hlds 743 (760) Royal&Sun All 420 (420) Shell Trnpt (REG) .... 1025,5 (1004) Thorn EMI PLC 1214,75 (1205) Unilever 1282,5 (1290) FRANKFURT Commerzbk Index... 2671,86 (2659,25) ADIDAS AG 130,5 (129,8) Allianz AG hldg 2737 (2718) BASF AG 49,05 (48,4) Bay Mot Werke 884 (886) Commerzbank AG... 34,1 (33,9) DaimlerBenz AG 90,75 (88,9) Deutsche Bank AG.. 70,3 (70,14) Dresdner Bank AG... 40,63 (40,5) Feldmuehle Nobel... 303 (304,8) HoechstAG 57,1 (56,95) Karstadt 564,75 (552,3) Kloeckner HB DT ■ 7,8 (7,25) DT Lufthansa AG 20,1 (19,8) ManAG STAKT 367 (368,5) Mannesmann AG.... 587 (588) Siemens Nixdorf 2 (2.15) Preussag AG 362 (364,6) Schering AG 121,8 (121,85) Siemens 78,52 (78,25) Thyssen AG 275,7 (271) Veba AG : 81,3 (80,77) Viag 570,5 (560) Volkswagen AG 613,25 (596,25) TÓKÝÓ Nikkei 225 Index 20633,06 (20466,86) Asahi Glass 1200 (1200) Tky-Mitsub. banki.... 2310 (2320) Canon Inc 2220 (2180) Daichi Kangyo BK.... 1860 (1850) Hitachi 1030 (1010) Jal 660 (650) MatsushitaEIND.... 1860 (1820) Mitsubishi HVY 884 (875) MitsuiCoLTD 937 (920) Nec Corporation 1260 (1240) NikonCorp 1240 (1260) Pioneer Electron 2210 (2250) Sanyo Elec Co 550 (552) Sharp Corp 1730 (1730) Sony Corp 6760 (6830) Sumitomo Bank 2020 (2000) Toyota MotorCo 2740 (2690) KAUPMANNAHOFN Bourse Index 442,2 (444,05) Novo-Nordisk AS 960 (968) Baltica Holding 124,75 (125) Danske Bank 419 (417) Sophus BerendB .... 721,25 (718) ISS Int. Serv. Syst.... 161 (165) Danisco 330 (333) UnidanmarkA 264,7 (268) D/S Svenborg A 206000 (207000) Carlsberg A 363 (366) D/S1912B 145500 (146000) Jyske Bank 416 (419) ÓSLÓ OsloTotal IND 874,15 (867,88) Norsk Hydro 295,5 (294) Bergesen B 144 (138) HafslundAFr 45,1 (47) Kvaerner A 241 (241) Saga Pet Fr 99 (99,5) Orkla-Borreg. B 375 (373) Elkem A Fr 86,5 (85) Den Nor. Olies 13,6 (12,8) STOKKHÓLMUR Stockholm Fond 2122,99 (2110,21) Astra A 302 (300,5) Electrolux 370 (370) EricssonTel 187 4183) ASEA 742 (737) Sandvik 155,5 (155) Volvo 132,5 (136) S-E Banken 55,5 (54,5) SCA 140 (140) Sv. Handelsb 161,5 (162) Stora 84 (86) Verð á hlut er í gjaldmiðli viðkomandi lands. í London er veröið í pensum. LV: verð við lokun markaða. LG: lokunarverð daginn áður. Morgunblaðið/Halldór Reykjarstrókur á Skaganum MARGIR hringdu í lögregluna á Akranesi í gær og tilkynntu um eld og háan reykjarstrók við sorp- hauga bæjarins. Að sögn lögregl- unnar á Akranesi höfðu margir bæjarbúar áhyggjur af eldinum, en þeim létti þegar lögreglan upp- lýsti að eldurinn logaði undir eftir- liti slökkviliðsins, sem var að t brenna timburúrgangi. Verkefni fyrir reykvískar athafnakonur kynnt Viðskiptahug- myndir útfærðar VERKEFNI á vegum Reykjavíkur- borgar sem ætlað er fyrir athafna- konur í borginni var hleypt af stokk- unum í gær, en það er sérstaklega ætlað konum sem hafa áhuga á að láta eigin viðskiptahugmyndir verða að veruleika. Málþing um íþróttir í Holti MÁLÞING um íþrótta- og æsku- lýðsmál verður haldið að Holti í Onundarfirði miðvikudaginn 6. nóvember kl. 18. Umræðuefnið er framtíð íþrótta- og æskulýðsmála innan svæðis Héraðssambands Vestur- Isfirðinga. Tilgangurinn með málþinginu er að kanna leiðir til að efla og styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf. Fjallað verður um stöðuna eins og hún er í dag. En megináhersla lögð á að horfa til framtíðar. í Iokin verða pallborðsumræð- ur. Þinglok eru áætluð kl. 21.30. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri ávarpaði skipuleggjendur og þátttakendur námskeiðsins í gær, en verkefnið nefnist Brautargengi, frá hugmynd til veruleika. Markmið þess er að styrkja konur sem stjórnendur, auka þekkingu og ábyrgð kvenna í fyrirtækjum, fjölga störfum í höf- uðborginni og treysta þau sem fyrir eru. Ný vinnubrögð og þekking Á kynningarfundi um verkefnið kom m.a. fram að þátttakendur í því munu næstu tvö árin reyna að til- einka sér ný vinnubrögð í rekstri og stjórnun fyrirtækja, vinna að eigin viðskiptahugmyndum undir leiðsögn ráðgjafa og freista þess að afla sér hagnýtrar þekkingar á íslensku við- skiptalífi. Fer fræðslan þannig fram að stjórnendur og aðrir flytja fyrirlestra um helstu atriði í viðskiptafræðum og Ieggja afmörkuð verkefni fyrir þátttakendur, auk þess sem fyrirtæki í ýmsum greinum atvinnulífsins verða heimsótt. Reykjavíkurborg og félagsmála- ráðuneytið flármagna verkefnið, en umsjón þess er í höndum Nýsköpun- ar- og framleiðnideildar Iðntækni- stofnunar íslands. Olíuverð á Rotterdam-markaði, 23. ágúst til 1. nóv. GASOLÍA, dollarar/tonn 260 180 160H----1---1---1---1----1---\---1--1-----1-- 23.Á 30. 6.S 13. 20. 27. 4.0 11. 18. 25. 1.N SVARTOLÍA, dollarar/tonn 160 140 6Q [ - I- - j..1-—-t-----1—-t---- \------------f 23.Á 30. 6.S 13. 20. 27. 4.0 11. 18. 25. 1.N Oútskýrður ljósa- gangur á lofti ÞRJÁR tilkynningar um ljósagang á himni bárust til Landhelgisgæslu, flugstjórnar og tilkynningaskyldu í fyrrakvöld og fyrrinótt, en ekki hafa fundist neinar skýringar á honum. Fyrsta tilkynningin barst frá ferðalangi í Kaldadal um klukkan 18.20 sem kvaðst hafa séð birtu á lofti í átt að Skjaldbreið. Eftirgrennslan árangurslaus Um óljósa tilkynningu var að ræða en þó þótti ástæða til að kaila út menn frá björgunarsveitum á Suður- landi og lögreglu. Héldu björgunar- sveitarmenn af stað í tveimur bifreið- um og lögreglan á Selfossi í einni, og þræddu það svæði sem talið var koma til greina, en sú eftirgrennslan bar engan árangur. Um klukkan þijú um nóttina til- kynnti maður á leið til vinnu sinnar skammt frá Blönduósi að hann teldi sig hafa séð neyðarblys á lofti í vest- urátt, eða í nágrenni Húnaflóa. Lög- reglan á Blönduósi og tilkynninga- skyldan könnuðu málið, en ekkert kom í ljós sem skýrði þennan ljósa- gang. Skömmu síðar, eða laust eftir klukkan þijú, barst síðan tilkynning frá flugvél bandaríska sjóhersins sem var á flugi um 90 mílur suður af Ingólfshöfða um ljósglætu í landátt sem flugmaðurinn taldi vera blys af einhveiju tagi. Tilkynningaskyldan kallaði upp öll þau skip sem vitað var um þar í grennd og reyndust þau öll vera heil á húfi og könnuðust þau ekki við að hafa sent upp eða séð neyðarblys. ' Margar skýringar hugsanlegar Kalt var í veðri í fyrrinótt og skyggni mjög gott, en ekki er vitað til þess samkvæmt upplýsingum frá tilkynningaskyldunni að neyðarblysa sé saknað. Ekki sé viðhlítandi skýring fundin á ljósaganginum, en margt komi til greina, þar á meðal skin af stjörnum, loftsteinar eða ljós af t.d. bílum í mikilli ijarlægð, auk þess sem ekki sé hægt að útiloka að einhver hafi skotið upp blysi. Því til viðbótar bætist að tilkynningar um ljósagang sem gæti stafað af neyðarblysi séu tíðum ónákvæmar og erfiðar viður- . eignar af þeim sökum. Ur dagbók lögreglunnar Fátt fólk á ferli í mið- borginni vegna kulda- í DAGBÓK helgarinnar eru bókfærð 366 mál. Af þeim eru 2 minniháttar líkamsmeiðingar, 10 innbrot, 17 þjófnaðir, 11 eignarspjöll, 8 brunar og 5 mál vegna heimilisófriðar. Afskipti voru höfð af 52 vegna ósæmilegrar ölvunarháttsemi og þurfti að vista 32 manns í fanga- geymslunum, bæði vegna þess sem og ýmissa annarra mála. Afskipti voru höfð af 36 ökumönnum vegna hraðaksturs. Þrír þeirra voru sviptir ökuréttindum. Þá eru 16 ökumenn, sem afskipti var haft af, grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfeng- is. Einn hafði lent í umferðaróhappi áður en til hans náðist. Tilkynnt var um 36 umferðaróhöpp um helgina. í ijórum tilvikum urðu meiðsli á fólki. Veskjaþjófar í Þjóðleikhúsinu í innbrotum um helgina var m.a. farið í bifreiðir við Njöivasund, Njarðargötu, Hofgarða, Spítalastíg, Gullengi og Frostafold. Þá var farið inn í sumarbústað við Hafravatnsveg og íþróttahús í Breiðholti. í öllum tilvikum höfðu þjófarnir lítið sem ekkert upp úr krafsinu, en tjón af þeirra völdum var þess meira. Dýru armbandsúri var stolið úr skáp gests í sundlaugunum, en hann hafði tapað skáplyklinum í sundi með fyrrgreindum afleiðingum. Auk þessa var tilkynnt um þjófnaði á peningum úr yfirhöfnum á veitinga- stöðum. Ungur maður, sem áður hefur komið við sögu mála hjá lögreglu, greip með sér varning úr verslun í miðborginni á laugardag. Hann var handtekinn skömmu síðar. Þá sást til þriggja ungra manna vera að stela úr veskjum starfsfólks Þjóðleikhúss- ins þann sama dag. Þjófarnir reyndu síðan að hlaupa á brott, en starfs- maður hússins sá til þeirra og hljóp annan þeirra uppi. Maðurinn var að því búnu fluttur.á lögreglustöð til skýrslutöku. Tóku götunafnsmerki Af hinum mörgu umferðaróhöpp- um helgarinnar má nefna fjögurra bifreiða árekstur á Miklubraut við Lönguhlíð á föstudag. Meiðsli urðu ekki á fólki, en flytja varð eina bif- reiðina af vettvangi með kranabif- reið. Ökumaður í tveggja bifreiða árekstri á gatnamótum Flókagötu og Lönguhlíðar á föstudag reyndist sviptur ökuréttindum. Hann var fluttur á lögreglustöð. Afskipti voru höfð af tveimur ung- um mönnum í Barðavogi á föstu- dagskvöld. Þeir höfðu gert sér það að leik að skráfa niður götunafns- merki. Rætt var við mennina og merkinu komið í hendur réttra aðila. Á föstudagskvöld stöðvuðu lög- reglumenn virðisaukaskattsbifreið í akstri í Mosfellsbæ. í bifreiðinni var, auk farþega í framsæti, annar far- þegi í farangursrými. Umframfar- þeganum var vísað út og verður skýrsla rituð um málið. Aðfaranótt mánudags fundust meint fíkniefni í bifreið, sem lög- reglumenn stöðvuðu í akstri á Miklu- braut. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð til yfirheyrslu. Hrundu í stigum Tvö slys voru tilkynnt á skemmti- stöðum í miðborginni aðfaranótt laugardags. í báðum tilvikum féllu ungar konur í stigum svo flytja varð þær á slysadeild. Stúlka öklabrotnaði er hún datt á Grettisgötu aðfaranótt laugardags og um nóttina féll önnur stúlka í stiga veitingahúss í miðborg- inni. Tiltölulega fátt fólk var í miðborg- inni aðfaranótt laugardags, enda mjög kalt í veðri. Unglingaathvarfið var opið nú sem endranær. Leit var gerð að börnum og unglingum í og við miðborgina á föstudagskvöld og um nóttina, en þar fundust engin slík. Reyndar hafa böm og unglingar ekki sést í miðborginni í haust. Um nóttina þuiTti hins vegar að handtaka 3 fulla fullorðna og færa í fangageymslu og auk þess þurfti að flytja tvo á slysadeild eftir smá- vægileg meiðsli. Um nóttina fóru lögreglumenn um ýmis hverfi borg- arinnar, en urðu ekki varir við börn þar utan dyra eftir að útivistartíman-' um lauk. Eldri unglingar sáust ekki á ferli fram yfir miðnætti. Á laugardagskvöld sáust heldur engir unglingar undir 16 ára aldri í miðborginni. Hins vegar þurfti að hafa afskipti af 5 fullorðnum vegna ölvunar. Þá voru í miðborginni um 2.000 manns þegar þar var fiest um kl. 3 um nóttina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.