Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Bríet Héðins- dóttir, leikari og leikstjóri, fædd- ist í Reykjavík 14. október 1935. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans 26. október síðast- liðinn. Bríet var dóttir hjónanna Guðrúnar Pálsdótt- ur söngkennara og Héðins Valdimars- sonar forsljóra sem lengi var formaður Dagsbrúnar og al- þingismaður Reyk- víkinga. Bríet var tvígift. Hún eignað- ist þijár dætur og sex barna- börn. Fyrri maður hennar var Sigurður Orn Steingrímsson, nú prófessor við Háskóla Is- lands. Þau áttu tvær dætur: Laufeyju Sigurðardóttur fiðlu- leikara og Guðrúnu Theodóru Sigurðardóttur sellóleikara. Eftirlifandi eiginmaður Bríetar er Þorsteinn Þorsteinsson kennari og þýðandi og þeirra dóttir er Steinunn Ólína leik- kona. Bríet lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954 og stundaði jafnframt nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún lagði stund á þýskar og enskar bókmenntir í Vínarborg 1955 til 1960 og Maðurinn lifír skamma stund og mettast af órósemi og svo deyr hann, segir í þeirri miklu bók. Og þegar allt er komið í kring kyssir torfan ljáinn. En sé verk hans ágætt hefur hann ekki lifað til einskis. . Skammt er nú stórra högga milii í forystusveit í ísienskri leiklist. Vart er Helgi Skúlason allur fyrr en Bríet Héðinsdóttir kveður okkur. Þar lýkur löngu samstarfi, en vin- átta er ekki bundin stað og tima. Ég man glöggt daginn sem ég sá Bríeti fyrst. Hún kom inn í gró- inn bekkinn okkar i Austurbæjar- skólanum og það var eins og gluggi hefði verið opnaður og nýju lofti hleypt inn. Þá þegar bjó hún yfir persónuleika, sem dró að sér at- hygli. Yfir andlitinu var birta og hún geislaði af þeim þokka, sem dóttir hennar, leikkonan Steinunn Ólína, hefur erft í svo ríkum mæli. Er engin launung á því, að sá sem hér skrifar þessi kveðjuorð, og um þær mundir var að fá hvolpavit, varð ástfanginn upp fyrir haus. Síð- ar breyttist sú hrifni í vináttu, sem staðið hefur með litlum hléum í 49 ár. Og þá upphófust samræður sem einnig hafa verið sleitulitlar og tek- ið á sig ýmsar myndir í jafnmörg ár. Það er nú einu sinni svo, þó að gott sé að hlíta góðum ráðum þeirra eldri og reyndari, þarf maður þó að uppgötva heiminn með sínum jafnöldrum, læra að fóta sig saman, því að hann er hvort eð er ekki fullskapaður. Sennilega hef ég ekki talað meir við nokkra sál mér óvandabunda um öll þessi ár, af því að við vorum alltaf að uppgötva heiminn og reyna að skilja hann. Við fylgdumst að í gagnfræða- skóla og menntaskóla og tókum stúdentspróf saman. Skólabækurn- ar voru Bríeti svosem ekkert aðal- atriði á þessum árum, en hún hafði svo góða greind, að ekki fór hjá því, að sú menntun, sem skólinn ætlaði nemendum síaðist inn í Brí- eti fyrirhafnarlaust. Jafnframt var svo auðvitað rætt um heimspeki og stjórnmál, sálfræði og bókmenntir, líf og list og mannleg samskipti. Og jafnfram sinnti Bríet á þessum árum tónlistargáfu sinni. Síðan fór hún til Vínarborgar að lesa germ- önsk fræði, mál og bókmenntir, en ég í önnur lönd. Mér er sérlega minnisstætt, þegar við þijú bekkjar- systkin hennar heimsóttum hana í hóf þar einnig nám í leiklist. Hún lauk síðan prófi frá Leik- listarskóla Þjóð- leikhússins árið 1962. Bríet lék á ferli sínum meira en 80 hlutverk, langflest hjá Þjóðleikhúsinu en einnig hjá Leik- félagi Reykjavíkur og fijálsum leik- hópum. Þá lék hún mikið í útvarpi og einnig nokkuð í sjónvarpi og kvik- myndum. Bríet var afkastamik- ill leikstjóri og vann hjá öllum atvinnuleikhúsum landsins. Þá stjórnaði hún fjölmörgum út- varpsleikritum og sýningum hjá Islensku óperunni. Hún samdi leikgerðir eftir mörgum íslenskum skáldsögum og má nefna Jómfrú Ragnheiði, Svart- fugl og Hið ljósa man eftir sög- um Kambans, Gunnars Gunn- arssonar og Halldórs Laxness. Hún þýddi mörg leikrit, einkum fyrir útvarp, og einnig smásög- ur og skáldsögur. Þá samdi hún bók um Bríeti Bjarnhéðinsdótt- ur ömmu sína, byggða á bréfum hennar til barna sinna. Útför Bríetar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Vín um páskana 1959, söguleg ferð og lítt gleymanleg, eins og margt annað þar sem Bríet kom við sögu. Þá trúði hún mér fyrir því, að hún væri komin í einkatíma hjá frægri austurískri leikkonu og hugurinn stefndi í leikhúsið. Þetta kom mér á óvart, jafnkunnugur og ég var í hvaða átt samræður okkar höfðu beinst öll árin - það má nánast orða það sem svo, að ekkert mannlegt hefðum við látið okkur óviðkom- andi; sjálfur hafði ég auk þess verið með leikhúsið á heilanum allt frá fermingu. En um hitt var ég jafn- sannfærður, að hvað sem hún tæki sér fyrir hendur, myndi hún skara fram úr á því sviði. Það gekk eftir. Bríet nam í Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins og lauk þaðan prófi 1962 og lék þá og síðan nokkur smáhlutverk í Þjóðleikhúsinu, í gamanleiknum Allir komu þeir aft- ur, í My Fair Lady (Frú Eynsford- Hill), í Hún frænka mín og í Pétri Gaut. Hún vakti fyrst verulega at- hygli í Vinnukonunum eftir Genet hjá Grímu og skömmu síðar lék hún svo í Læðunum hjá Þjóðleikhúsinu og sín fyrstu hlutverk í Iðnó í Föng- unum í Altona og í Rómeó og Júlíu á Shakespeare-afmælinu 1964. Næsta vetur var hún orðin burðar- leikkona hjá Leikfélagi Reykjavíkur í hlutverkum eins og Sonju í Vanja frænda eftir Tjekhov og Maríu í Þjófar, lík og falar konur eftir Dario Fo, en sú fræga sýning teygði sig yfir þijú leikár. Jafnframt lék hún hlutverk Holgu í Eftir syndafallið eftir Miller í Þjóðleikhúsinu og dótt- urina Katrínu í Mutter Courage. Haustið 1966 réðst hún svo til Þjóð- leikhússins og var þá hennar fyrsta hlutverk, að ósk höfundar, Jóhanna Einars í Uppstigningu Nordals. Síð- an helgaði Bríet Þjóðleikhúsinu fyrst og fremst starfskrafta sína, var um skeið í hálfu starfi sem leik- stjóri en lengst af þó fastráðin sem leikkona. Þegar sá sem hér heldur á penna kom til starfa í Þjóðleikhús- inu, blasti við, að leikforystu þurfti að styrkja. Þær Bríet og Brynja Benediktsdóttir höfðu þá þegar sýnt hæfileika í þá átt og á næstu árum hvíldi nú talsverður hluti verkefn- anna á þeirra leikstjórnarherðum. Þannig var Bríet Héðinsdóttir í hópi helstu leikara hússins í þrjátíu ár, en með árunum urðu áhrif henn- ar sem leikstjóri ekki síðri. í hvert skipti, sem Bríet glímdi við eitthvert meiri háttar hlutverk, heyrði til, að undirritaður tæki upp símann og segði henni sitt álit. Drægist að ég hringdi, varð Briet fyrri til og samtalið hófst á spurn- ingunni: Var þetta svona slæmt? Ekki var það, að hún væri að slægj- ast eftir lofinu einu, þó að öllum þyki okkur það gott af og til, held- ur var það hinn metnaðarfulli og kröfuharði listamaður, sem aldrei lét mettast af rósemi. Er það og ekki feimnismál, að framan af þótti mér Bríet stundum eiga erfitt með að samsamast persónum sínum, einkum í raunsæilegum verkum, og er það fyrirbæri, sem alþekkt er þegar í hlut eiga listamenn með skarpar greinandi gáfur. Því naut hún sín þeim mun betur í hlutverk- um eins og Maríu og Katrínar þar sem tvísæið er partur í tjáningarað- ferð skáldsins. En reynslan og þroskinn skulu aldrei vanmetin í listinni, hvað sem líður viðsjárverðri æskudýrkun nútímans, og brátt nýtti Bríet sér til hlitar meðfætt innsæi, óvenjuríkt skap og sterka samkennd með mannskepnunni í ófullkomleik sínum og framganga hennar helgaðist af listrænu jafn- vægi hinna eftirsóknarverðustu eðl- iskosta. Hér væri freistandi að láta sér dveljast við örfá hlutverk: Hina sérkennilegu Elísabetu drottningu í Maríu Stúart, leiksopp valds og ástleysis, frú Carrar með byssuna, logandi í særðri réttlætiskennd, og síðan, svo dæmin séu sem ólíkust hin stórskringilega mamma Jósef- ína í Milli himins og jarðar (persón- urnar hétu allar Jósefína og hljóm- sveitin með), en sú sýning var brúðusýning með táknmáli, byggð á textum Ionescos, en fyrir stíl- brigðum fáránleikastefnunnar hafði Bríet næman smekk. Varla fer og hjá því að nefna Jarþrúði í Húsi skáldsins, en þar var samband, eins og skáldið okkar myndi orða það. Hlutverkin munu hafa verið orðin um 80, svo að ekki tjóir að setja á langar tölur. En svo stokkið sé til hinna síðustu ára: Hver man t.d. ekki dönsku maddömuna í Haust- brúði Þórunnar Sigurðardóttur, þar sem skörp háðstungan gerði allt ótryggt í kringum sig, eða lífsklóku gömlu konuna í Hafinu eftir Ólaf Hauk? Á allra síðustu árum skap- aði Bríet og tvær sínar svipmestu mannlýsingar, Móðurina í Blóð- brullaupi, eins konar minnismerki hins ljóðræna harms, og skáldkon- una Karen Blixen í Dóttur Lúsífers, vangamynd af þeirri óræðu gátu lífs og listar, sem stöðugt fangar hug manns. Sem leikstjóri var Bríet einnig í fremstu röð. Hún var mikill unn- andi bókmennta og til hennar höfð- uðu hin fremstu skáld. Fyrstu sýn- ingarnar stóðu ýmist á traustum grunni veruleikalýsingar eða báru keim af vitsmunalegri og óræðri könnun fáránleikastefnunnar. Um- fram allt voru í þeim skilaboð, fyrir Bríeti var listin ekki tjáningarleikur tjáningarinnar einnar vegna. Þann- ig stýrði hún snemma Brúðuheimili Ibsens og sýningu, sem kölluð var Ertu nú ánægð kerling, sýningu sem kannski var meira framlag til baráttu kvenna fyrir áhrifum í þjóð- félaginu en menn hafa hingað til almennt gert sér grein fyrir. Sú sýning hitti svo í mark, að áður en upp var staðið höfðu bókstaflega allar leikkonur Þjóðleikhússins tek- ið þátt í henni. Og söngvarnir það- an voru sungnir á Lækjartorgi á kvennadaginn mikla. Það þarf því engan að undra, þó að hún beindi sjónum sínum að kvenlýsingum í bókmenntum okkar, þegar hún fór að glíma við leikgerð- ir fyrir sviðið og afraksturinn varð sýningar á Atómstöðinni fyrir Leik- félag Akureyrar, Jómfrú Ragnheiði eftir Skálholti Kambans fyrst fyrir Leikfélag Akureyrar og síðar Þjóð- leikhúsið og loks Hið ljósa man í Borgarleikhúsinu síðastliðið vor; fyrsta glíman við hinn mikla sagna- bálk Nóbelsskáldsins hafði verið í þokkafullri sýningu í Nemendaleik- húsinu þegar 1980.1 öllum þessum tilvikum stóðu merkilegar íslenskar konur í forgrunni og áhersluatriði og sýn nokkuð önnur en hjá okkur körlunum og varla síður tímabær. Hún gerði reyndar gott betur til að halda fram erindi kvenna í sam- félaginu, er hún ritaði mikla bók um ömmu sína og nöfnu, Bríeti Bj arnhéðinsdóttur. Hún samdi fleiri leikgerðir hinna ágætustu íslenskra skáldverka og ber þar að nefna Svartfugl Gunnars Gunnarssonar, en úr þeirri bók útbjó hún afar minnisverða sýningu í Iðnó; þá má og nefna leikgerð af Merði Valgarðssyni eftir Jóhann Siguijónsson, sem unnin var fyrir útvarp, líkt og önnur leikgerð Svart- fugls og Dægurvísa Jakobínu Sig- urðardóttur, sem mun hafa verið fyrsta verk hennar í þessa veru. Allt var þetta gert af fullkominni trúmennsku við skáldin og texta þeirra; Bríet greip aldrei til sýndar- tilþrifa til að setja sinn hlut á háan hest á leiksviðinu; þurfti þess ékki, því að grunnurinn og handbragðið var traust. Hún þýddi mikið, enda hafði hún á valdi sínu mörg tungu- mál, skáldsögur og einkum leikrit, þar sem hún naut leikhúsreynslu sinnar við að móta tilsvörin, en það reynist bókmenntamönnum stund- um erfið hnota, þó að bijóturinn sé í lagi og vandað sé til verks. Og ekki má gleyma óperusýning- um hennar, en leikhúsfólki vill stundum gleymast að þar er unnin fullgild leikhúsvinna og ekki sú kröfuminnsta. Þar naut Bríet tón- næmis síns, en lagði einnig á sig að læra ítölsku til þess að vera betur í stakk búin að takast á við verkefnin; hafði reyndar af ítölsku- náminu ómælda ánægju eins og flestu því sem hún tók sér fyrir hendur. Þar neytti hún og sálfræði- legrar skarpskyggni sinnar og dramatísks næmleika, sem var eitt höfuðeinkenni á allri leikhúsvinnu hennar. Allur þessi glæsti ferill er þeim sem nokkru láta sig varða íslenska leikmenningu vel kunnur. Þeir sem ekki þekktu hana sjálfa, eiga kannski erfiðara með að gera sér í hugarlund þá eiginleika, sem gerðu Bríeti að harla óvenjulegri konu. Hún hafði vitsmunalega yfirburði, sem hún flíkaði stundum og stund- um ekki, eftir því hvað við átti, persónuleika, sem leiftraði af og beindi augum að henni, hvort sem hún talaði eða þagði. Hún bjó yfir andríki, sem lyfti samræðum við hana í þann farveg, að lífið í þess óþijótandi myndum varð spennandi viðfangsefni fýrir hvern þann, sem hafði nennu að takast á við það. Og ekki var minnst vert um skop- skyn hennar, sem varpaði nýrri sýn á dauða hluti og lifandi fólk, stund- um hlýrri, stundum háðslegri og feykti burt vanahugsun. Hún var tryggur vinur vina sinna, en vönd að því að ekki nyti hún slíks í starfi sínu; þar skyldi eingöngu gilda at- vinnumennska og hæfni. Hún var viljasterk og metnaðarfull, en seldi ekki sannfæringu sína fyrir skild- ing. Réttlætiskennd og samúð með þeim sem minna mega sín í samfé- laginu var ríkur þáttur í öllu henn- ar fari. Þó að trú okkar á því hvern- ig þjóðfélögum væri best háttað í heiminum færi ekki ævinlega sam- an, slógu hugur okkar og hjarta þeim mun meira í takt við æðaslög þessa lands, sem máttarvöldin höfðu valið okkur. Hún unni landi sínu af heitu geði. Hún var meðalhá vexti og löng- um mjög grönn, í rauninni engin lífsnautnakona, þó að hún gleddist vel með glöðum. Augun voru brún og stór og leiftruðu af hýrleik og gleði eða skutu gneistum eftir því sem í bólið stóð. Svipurinn varð með árunum æ mikilúðlegri, en fas- ið jafnframt hógværara í stíl við smekklegan klæðaburðinn. En það sópaði að Bríeti Héðinsdóttur hvar sem hún kom. Síðastliðið vor greindist Bríet með þann sjúkdóm, sem dró hana til dauða. Þeim tíðindum tók hún af fágætri stillingu. Hún hafði satt að segja ekki undan að hugga alla þá, sem áttu um sárt að binda vegna sjúkdóms hennar, eins og hún orð- aði það. Skopskyni sínu hélt hún þannig til síðustu stundar. Og and- BRIET HÉÐINSDÓTTIR legri reisn. Kannski nærðist æðru- leysi hennar að einhveiju leyti af þeirri fullvissu, að hún hafði átt auðugt líf, sem hafði gefið henni mikið. Við sem eftir sitjum getum bætt því við, að sjálf gaf hún mikið af sér í lífi sínu og list. Bríet Héðinsdóttir var fædd 14. október 1935 og lést á hádegi laug- ardaginn 26. október síðastliðinn og varð þannig 61 árs gömul. Að henni stóð kjarnakyn í báðar ættir, fólk sem sett hefur svip á landið. Fyrri maður hennar var Sigurður Örn Steingrímsson prófessor og með honum átti hún dæturnar Lauf- eyju og Guðrúnu Theódóru, sem báðar eru þjóðþekktar tónlistarkon- ur. Síðari maður hennar er Þor- steinn Þorsteinsson þýðandi og þeirra dóttir Steinunn Ólína leik- kona. Samlíf þeirra Þorsteins varð gæfa beggja, því að mikið gátu þau sótt hvort til annars. Öllum eru þeim færðar samúðarkveðjur, svo og barnabörnum og ekki síst frú Guðrúnu Pálsdóttur, móður Bríetar. Þó að Bríet væri sátt við sinn skapadóm, standa aðrir eftir í miðj- um samræðum. Mér verður hugsað til orða Konráðs Gíslasonar um Jón- as Hallgrímsson, þegar hann var allur. Þeim Fjölnismönnum þóttu helstu gersemar íslenskrar ljóðlistar ekki geta sýnt til hlítar, hvílíkur hann var sjálfur í raun og veru. Þannig mun oftar fara, þegar góður gengur, að eitthvað er ósagt. Kannski er það svo, að sumir menn bera í sér slíkt fijómagn, að síðasta orðið verður aldrei sagt, því að með þeim verður lífið alltaf nýtt á hveij- um nýjum degi, þetta líf, sem er mettað af órósemi og síðan kyssir torfan náinn og verður græn á ný. Sveinn Einarsson. Hún var leikari, leikstjóri — og rithöfundur. Mikill lista- og hug- sjónamaður, full ástríðu, sem var afar heillandi og vakti aðdáun. Hún var kjarkmikil og staðföst í skoðun- um án þess þó að unnt væri að segja hana einþykka, vegna þess að skoðanir hennar voru að jafnaði studdar úthugsuðum rökum sem ævinlega mátti rekja til mannúðar- hugsjóna. Fá andartök þeirra sem ég hef séð í leikhúsi standa jafn Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum mínum og leikslokin í Mutter Courage eftir Bertolt Brecht, sem Þjóðleikhúsið sýndi á áhrifamikinn hátt 1965. Bríet var í hlutverki Katrínar, mál- lausrar dóttur Mutter Courage. Þá sá ég hana fyrst og þótti mikið til um túlkun hennar á stúlkunni van- megnugu en kjarkmiklu, sem fórnar öllu til að koma viðvörun um yfir- vofandi háska til grandalausra ibúa í nálægu þorpi. Nú þegar Bríet er dáin og minningar hópast að finnst mér eins og þetta hlutverk og túlk- un hennar á lífsfórninni hafi ef til vill hæft þessum listamanni ein- staklega vel. Því ég held að Bríet hafi ekki verið í leikhúsi til að upp- hefja sjálfa sig og ekki til þess að mega kalla sig listamann; hún hafi litið á sig sem þjón og erindreka, einstakling með það félagslega hlutverk að flytja samborgurum sínum sönn tíðindi, og hvika aldrei frá því hlutverki þó svo tíðindin væru hugsanlega váleg. Mörgum árum eftir að ég sá Mutter Courage var ég að stíga mín fyrstu skref í leiklistinni. í litlu hlutverki í barnaleikritinu Ösku- busku 1978 lenti ég í nokkrum leik- atriðum við hlið þessarar aðsóps- miklu leikkonu, sem þó var svo ótrú- lega örlát á svigrúm handa öllum sem stóðu með henni á sviðinu. Seinna sama ár var ég að leikstýra atvinnuleikurum í fyrsta skipti. Það var í útvarpinu. Ungur leikstjóri stóð ég frammi fyrir tíu stórstjörn- um. Hver og einn sökkti sér ofan í sitt hlutverk og leikstjóranum unga þótti sem honum mætti tóm- læti og tortryggni, hvort sem það var rétt mat eða ekki. Ég fann fljótt að Bríet, sem var þarna í fremur litlu hlutverki, stóð eins og klettur að baki mér. Ef óvissan og öryggis- Ieysið ætluðu að hafa mig undir við samlestrana og greininguna nægði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.