Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Smáfólk THI5 15 IT, LUCV..WE HAVE TO CONCEHTRATE! THE 5EA50N 15 AIMOST OVER.. rzr- ^THISIS \ /gAMe\ OURLAST ( OF ] AAU6HHI 6AME>/\U)HAT?/ I CAN'T 5TANP IT! I JUST CAN'T 5TANP IT! i rlB Nú er nóg komið, Gunna... við verð- um að einbeita okkur! Þetta er síðasti leikur- inn okkar ... Hvers konar leikur? ÚFF! Ég þoli þetta ekki! Ég bara þoli þetta ekki! Ó, hve lengi, drottinn, hve lengi?! Hornabolti! Nú man ég eftir síð- asta hornaboltaleiknum okkar! Leiktímabilið er bráð- um á enda... ---------------------------- < BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Að vilja forvarnir eða vilja ekki Frá Jóni K. Guðbergssyni: MIKIL tíska er um þessar mundir að tala um forvarnir í áfengismálum og þykjast vilja efla þær á alla lund. Nú vill svo til að forvamir hafa mis- jafnlega mikil áhrif og kostnaðurinn við að beita þeim er mismikill. Vís- indamenn hafa reynt að komast að raun um hvers konar forvamir séu hagkvæmastar, bæði með tilliti til árangurs og kostnaðar og nægir í því sambandi að benda á bókina „Alcohol Policy and the Public Good“ sem Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna stuðlaði að útgáfu á. Sveinn nokkur Andrésson dósent og yfirlæknir við sjúkrahús heilags Jórundar í Svíþjóð hefur raðað mis- munandi forvörnum á lista þannig að mest hagkvæmni (sem sagt þær ódýmstu og árangursríkustu) fær 10 stig en óhagkvæmustu forvarn- irnar fá tvö stig (þær dýrastu og árangursminnstu). Röðin er þessi: yerólagning 10 Áfengiseinkasala 8 Aldursmörk til áfengiskaupa 8 Lögregluaðgerðir 5 Reglur um áfengisveitingaleyfi 5 Heilsurækt 4 Heilsugæsla 3 Störf félagsmálastofnana 2 Fræðsla í skólum 2 Baráttudagar í fjölmiðlum 2 Að sjálfsögðu eru meðferðar- stofnanir ekki á þessari skrá því meðferð er ekki forvörn heldur til- raun til að bæta úr því sem úrskeið- is hefur farið. Áfengisframleiðendur og þeir aðr- ir sem hafa hagsmuna að gæta í sambandi við dreifingu áfengis mega, eins og að líkum lætur, ekki heyra minnst á áhrifamestu forvarn- imar. Þær draga úr hagnaði þeirra. Þeir telja það eitt forvarnir sem ólík- legast er til veralegs árangurs. íslenskur almenningur og flestir stjómmálamenn fram undir okkar daga skildu á hinn bóginn hvað klukkan sló. Hér var komið á öflug- um forvömum sem báru þann árang- ur að íslendingar hafa drukkið minna en aðrar Evrópuþjóðir nánast alla öldina. Nú fínnst hins vegar sumum að við svo búið megi ekki standa. Helst þurfi að koma hér á svipuðu ástandi og Danir búa við en kostnaður þeirra af drykkjunni nemur nú, samkvæmt nýlegri könn- un sem félagsmálaráðherra þeirra lét gera, ellefu og hálfum milljarði danskra króna hið minnsta (öll kurl ekki komin til grafar). Sem sé: Uppi era raddir um að leggja niður áfengiseinkasöluna og lækka lögaldur til áfengiskaupa - og gengur hvort tveggja þvert á það sem best er vitað um forvarnir. Hins vegar er nokkum veginn víst að þeir sem fremstir fara við að ryðja virkum forvörnum úr vegi munu hafa uppi mærðarlegt tilfinninga- raus um að efla forvarnir um leið og þeir leitast við að bijóta virkin sem best hafa dugað. JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. Fólk fái forgang Viðbrögð við bréfi Kristins Frá Ásu Kristínu Jóhannsdóttir: Á ÞESSA leið skrifar Breiðhylting- urinn Kristinn Snæland og er mér skapi næst að spytja, hvem fj. .. honum komi Grafarvogurinn við. En svoleiðis gerir maður ekki. Mér sýn- ist þó nokkuð Ijóst af skrifum manns- ins að hann er ekki einn af þeim sem daglega njóta návistar við náttúru- perluna Grafarvog. Þama gætir flóðs og ijöru, þannig að ekki er um fúlan uppistöðupytt að ræða, eins og Krist- inn virðist halda. Einkenni bæjar- hlutans Grafarvogs er hversu náttúr- an er látin halda sér. Hefði þó mátt gera betur. Upp af Grafarvoginum er mýri, sem fyrst eftir að ég flutti í hverfið var gósenland fugla. Á hvetju vori komu hinar ýmsu fugla- tegundir inn í garð hjá manni, eins og hrossagaukur, spói, lóa, jaðrakan o.fl. Núna hefur mýrin að mestu verið ræst fram og lagðir íþróttavell- ir langleiðina niður að Voginum og mófuglamir að mestu horfnir. Við innbyggjar í Grafarvogi verðum því að leggja leið okkar niður að Vogin- um til að skoða hið fjölbreytta fugla- líf sem þar er að finna. Þar er svo sem ekki í kot vísað, því eins og Kristinn segir, þá er á fjöru svo ríkt pöddulíf að fínna á þessum leiram að fuglalíf er þar afskaplega fjöl- breytt. Stundum hefur maður freist- ast til að haga sér eins og ferðamað- ur eða fuglafræðingur og haft með sér kíkinn í gönguferðum og flýtt sér svo heim til að skoða fuglabækur og fínna út hvaða nýju fuglategund maður sá núna. Ég er hlynnt því að stuðla að útivist fjölskyldunnar, eins og Krist- inn. En megum við ekki njóta nátt- úrunnar í sinni eðlilegu mynd og með þeirri lykt sem fylgir, eins og sjávarlykt? Sú plastikveröld sem reynt er að búa til alls staðar, hefur örugglega ekki eins jákvæð áhrif á fjölskyldulífið og útivist í hreinni íslenskri náttúru. ÁSA KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR, Reykjafold 11, Reykjavík. Hvað skal segja? 56 Væri rétt að segja: Nokkur hluti kvennanna var úr sveit. Svar: Hugleiða mætti, hvort t.d. höfuð kvennanna hafi verið úr sveit. Rétt væri: Nokkrar kvennanna voru úr sveit. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.