Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 4
 TAE KVON DO Æsispennandi úrslitaviðureign í +80 kg flokki á 3. íslandsmótinu Ólafur B. Bjömsson úr ÍR sigraði þriðja árið í röð ÍSLANDSMÓTIÐ íTae kwon do fór fram í íþróttahúsi Hagaskóla á sunnudag. Þrjú félög sendu kepp- endur á mótið að þessu sinni, en það fór fram með talsvert stuttum ‘ fyrirvara og hafði það nokkur áhrif á þátttakendafjölda. Keppt var í tveimur afbrigðum Tae kwon do - Tae geuk og Sparring. í Tae geuk kemur keppandinn einn fram og sýnir þá taktana sem Edwjn hann býr yfir. Markmið Rögnvaldsson keppenda í Sparring er að skrifar skora stig með því að ná höggi í búk andstæðings- ins, en auk þess eru spörk i höfuð leyfð. Mótshöldurum er skylt að hafa a.m.k. einn lækni viðstaddan auk sjúkrabifreiðar vegna slysahættu. Hver bardagi er þijár lotur, en hver lota stendur yfir í þijár mínútur. Ákveðið var að aðeins skyldi há þriggja lotna bardaga í meistaraflokki, e'n Ioturnar voru tvær í hinum flokkunum. Meistaraflokki karla í Sparring var skipt í tvo þyngdarflokka. í +80 kg börðust ÍR-ingurinn Ólafur B. Björnsson og Sigur- jón Magnússon úr Fjölni. Viðureign þeirra var æsispennandi og var spennan mikil þegar að því kom að tilkynna sigurveg- ara, en svo mjótt var á mununum að áhorf- endur vissu_ ekki hver hafði borið sigur úr býtum. Ólafur var úrskurðaður sigur- vegari og hefur hann því sigrað í öll þijú skiptin sem mótið hefur verið haldið. „Það vilja auðvitað allir vinna sigurvegarann, þannig að þeir hlutu að koma vel þjálfað- ir til leiks og búnir að skoða mína baráttu- aðferð vel. Ég bjóst alveg eins við því að vinna þetta, en það er ekkert gefið í þessu. Ég ákvað bara að vera rólegur og fara ekki of geyst, því hver mistök geta verið dýrkeypt," sagði Ólafur eftir bardagann. í þriðja sæti hafnaði Pjölnismaöurinn Sig- ursteinn Snorrason. í -80 kg flokki sigraði Björn Þorleifsson úr Fjölni, en hann sigraði félaga sinn, Örn Kára Arnarsson, í úrslitaviðureigninni. I 3. til 4. sæti höfnuðu ÍR-ingarnir Styrmir Sævarsson og Reynir Sveinsson. I meistaraflokki kvenna varð Ragnheið- ur Magnúsdóttir úr ÍR hlutskörpust. Hún hafði betur í úrslitaviðureigninni gegn Ármenningnum Huldu S. Jóhannsdóttur, en í 3. til 4. sæti höfnðuðu Fjölniskonurn- ar Guðrún Karlsdóttir og Sonja Richter. Fyrsta flokki karla var skipt í þijá þyngdarflokka. í +80 kg. flokki sigraði Jón R. Gunnarsson úr Ármanni, en félagi hans, Ragnar K. Gunnarsson, hafnaði í öðru sæti. í þriðja sæti var Ingi Atlason úr Fjölni. í -80 kg. flokki varð Fjölnismaðurinn Þórður Ólafsson hlutskarpastur^ en hann lagði Grétar Guðjónsson úr Ármanni í úrslitum. í 3. til 4. sæti lentu Atli Már Ingólfsson og Arnar Bragason, en þeir eru báðir úr Fjölni. * í -68 kg. flokki kepptu Ármenningurinn Normandy Sverrisson og Hörður Kristins- son úr Fjölni til úrslita, en þeirri viðureign lauk með sigri Normandys. í 3. til 4. sæti höfnuðu Fjölnismennirnir Davíð Lúðvíks- son og Jónas Árnason. Einnig var keppt í unglingaflokkum. Piltaflokknum var skipt í tvo þyngdar- Morgunblaðið/Golli Á EFRI myndinni má sjá glæsiieg tilþrif í keppni helgarinnar en á þeirri neðri eru sigur- vegararnir. Aftari röð f.v., Jón R. Gunnarsson, Atli Ö. Guðmundsson, Ólafur B. Björns- son, Björn Þorleifsson og Sigursteinn Snorrason. Fremri röð f.v., Ragnheiður Magnús- dóttir, Normandy Sverrisson, Jón Sverrisson, Anna S. Þórhallsdóttir og Þórður Ólafsson. flokka. í +64 kg. flokki sigr- aði Átli Ö. Guðmundsson úr Ármanni, en hann sigraði Fjölnismanninn Heiðar Þ. Jónsspn í úrslitaviðureign- inni. í -64 kg. flokki stóð Jón Sverrisson úr Ármanni uppi sem sigurvegari, en Átli Hafsteinsson úr ÍR varð ann- ar. í stúlknaflokki sigraði Anna S. Þórhallsdóttir úr Fjölni, en ÍR-ingurinn Þóra Kjarval hafnaði í öðru sæti. Á sunnudagsmorguninn var keppt í Tae geuk og var þá flokkum beggja kynja blandað saman. I meistara- flokki varð Sigursteinn Snorrason úr Fjölni hlut- skarpastur, en í fyrsta flokki sigraði Normandy Sverrisson. Einnig var keppt um titilinn „félag mótsins" og þann titil hlutu Ármenningar, en þeir fengu ails 38 stig. Fjölnismenn höfnuðu í öðru sæti og voru aðeins einu stigi 4 eftir Ár- menningum. Bjarki bestur BJARKI Gunnlaugsson tryggði Mannheim þýðingar- mikinn sigur i fallbaráttunni í 2. deildarkeppninni í Þýska- landi, skoraði eina mark leiks- ins gegn Gtttersloh. Bjarki var besti leikmaður vallarins og var valiun í 2. deildrlið vikunn- ar í annað sinn á stuttum tima hjá Kicker. Eyjólfur Sverris- son og samhetjar hans hjá Herthu Berlin gerðu jafntefli á útivelli við SV Meppen, 1:1. Tennis Borussia Berlín, sem Helgi Sigurðsson leikur með, gerði jafntefli við Spandauer SV, 0:0. Ágætt hjá Sigurjóni SIGURJÓN Arnarsson, kylf- ingur úr GR, heldur áfram keppni i Tommy Armour mótaröðinm i golfi í Banda- rikjunum. Á dögunum keppti hann í eins dags móti á Heat- hrow-vellinum og lék á 74 höggum, tveimur yfir pari. Erfiðleikastuðull vallarins var 74 þennan daginn vegna slæmra skilyrða. Siguijón varð í 15. sæti af 58 keppend- um þrátt fyrir að slá þrívegis í vatn sem kostaði að sjálf- sögðu þijú vítishögg. Fjögur met íkraft- lyftingum FJÖGUR íslandsmet voru sett á bikarmóti Kraftlyftingasam- bandsins á laugardaginn. ísleifur Árnason setti ungl- ingamet í bekkpressu er hann lyfti 147,5 kilóum. Kári Elíson setti þijú öldungamet í 75 kg flokki, lyfti fyrst 240,5 kg í hnébeygju og síðan 245 kg og í bekkpressu lyfti hann 180,5 kg. FIosi Jónsson setti einnig öldungamet er hann lyfti 185 kg í bekkpressu í 100 kg flokki. Verðlaun voru veitt fyrir bestan árangur, talin í stigum, í hverri grein og samanlögðu. Alfreð Björnsson fékk verðlaunin fyrir hné- beygjuna og Kári Elison fékk öll hin verðlaunin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.