Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Nýtt og betra
lambakjöt
Kristín Gestsdóttir fagnar framtaki
bóndans á Hrafnkelsstöðum sem seldi
100 lambaskrokka snyrta og fituhreinsaða
á Selfossi um daginn.
ER NÚ loksins að rofa til í
markaðsmálum lamba-
kjötsins? Þetta er það sem koma
skal og ber að fagna hinu lofs-
verða framtaki. Að vísu var hið
snyrta lambakjöt selt á sama
verði og hitt og við hlið þess svo
að neytandinn gæti valið. Varla
er hægt að selja kjötið á því
verði í framtíðinni, þegar búið
er að skera 18% skrokksins frá,
en flestir neytendur eru fúsir til
að boga meira fyrir kjötið sem
allt er hægt að nýta. Fólk hefur
keypt heila og hálfa skrokka með
illa söguðum feitum bitum og
stungið í frystikistuna. Síðan eru
lærin, hryggur sem oftast er allt-
of feitur og einstaka bitar nýtt-
ir, en slögin, hæklar, skæklar
og fleira slíkt hafnar æði oft í
öskutunnunni þegar tekið er til
í frystikistunni. Að vísu má nota
þessa bita í kæfu og fleygja hluta
af fítunni, en það er tómt mál
um að tala, fólk gerir það ekki
í dag. Áður vildu íslendingar
borða feitt kjöt og þurftu á ork-
unni að halda, þegar húsakynni
voru köld og flestir stunduðu lík-
amiega erfíðisvinnu. En það er
liðin tíð. Hér er uppskrift af pott-
rétti með fituhreinsuðu súpu-
kjöti. Þessi réttur er úr bók minni
„220 ljúffengir lambakjötsréttir“
sem kom út árið 1984, þetta er
mjög góður réttur, svo vinsæll
að ég hefi nokkrum sinnum séð
hann örlítið breyttan á prenti í
biöðum eignaðan öðrum. í fyrir-
sögninni á réttinum í bókinni er
heil runa af því sem fer í pott-
inn, hér bæti ég um betur og
kalía hann bara ...
Uppáhaldspottréttinn
hennar Stínu
1 kg fitulítið súpukjöt með beinum
1 tsk steikarkrydd m/salti (steak
seasoning) eða salt og annað krydd
að hentugleikum
2 sellerfstönglar
_______3 hvítlauksgeirar______
2 græn epli
_________1 stór laukur________
3 msk. matarolía til að steikja
kjötið í
2 msk. smjör til að sjóða
grænmetið í
1 heildós ananas í sneiðum (helst
sykurlaus)
3 tsk. karrí
2 msk. mangosulta (mango
___________chutney)___________
_______1 dós sýrður rjómi_____
1-2 msk. smjörtil að steikja
ananassneiðarnar í
1 dl gróft saxaðar valhnetur
1. Skerið kjötið í frekar litla
bita, hafíð beinin í.
2. Hitið olíuna á pönnu þar til
rýkur úr henni og steikið kjötið á
öllum hliðum. Betra er að steikja
lítið magn í einu, notið olíuna skv.
því. Stráið steikarkryddinu yfir.
3. Skerið þvert á seilerístöngl-
ana í litla bita. Afhýðið lauk og
hvítlauk, skerið smátt, afhýðið og
stingið kjarnann úr eplunum og
skerið smátt. Hitið smjör og karrí
í potti og sjóðið þetta allt í 7-10
mínútur.
4. Setjið kjötið og helming eða
meira af ananassafanum í pottinn
og sjóðið við hægan hita í 45 mínút-
ur.
5. Setjið mangósultu og sýrðan
ijóma út í uih leið og þið takið
þetta af hellunni. Sýrði ijóminn
má ekki sjóða.
6. Hitið pönnu, ristið valhnet-
umar á þurri pönnunni, gætið þess
að þær brenni ekki, það er fljótt
að gerast.
7. Hitið smjör á pönnu, þerrið
ananassneiðarnar með eldhúspapp-
ír og steikið á pönnunni á báðum
hliðum.
8. Berið réttinn fram á pönnunni
eða hellið í skái, raðið ananas-
hringjunum ofan á og stráið muld-
um valhnetum yfir.
Meðlæti. Heitt snittubrauð og
hrísgijón.
IDAG
Með morgun-
kaffinu
fullkomiö par.
TM Reg. U.S. Pal. Off. — aH righis reserved
(c) 1996 Los Angeles Times Syndicale
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: laugaÞmbl.is
Meira um
myndina
SIGURÐURI. Ragnarsson
hringdi og hafði viðbótar-
upplýsingar um myndina
sem birtist í Velvakanda
sl. föstudag frá stríðsárun-
um og birtist á þeim tíma
í dönsku blaði. Hann segir
að myndin sé úr kvikmynd
sem líklega var tekin árið
1940. Kvikmyndin var síð-
an sýnd í Ríkissjónvarpinu
árið 1990 og þessa stuttu
mynd má sjá í fyrst þættin-
um, en alls voru þeir sex
og sá Helgi H. Jónsson,
fréttamaður hj á Sj ónvarp-
inu, um þættina. Þetta var
sýnt í tilefni þess að 50
ár voru liðin frá því þessi
myndaflokkur var gerður.
Tapað/fundið
Gallajakkar
fundust
TVEIR óslitnir galla-
mittisjakkar fundust í Breið-
holti fyrir nokkru. Upplýs-
ingar í síma 557-3333.
Módelhálsmen
tapaðist
GULLHÁLSMEN með
ijólubláum litum tapaðist
fyrir utan Þjóðleikhús-
kjallarann 2. nóvember sl.
Flnnandi er vinamlega
beðinn að hringja í síma
568-3513.
Gæludýr
Læða með
kettlinga í óskilum
SVÖRT læða með hvítar
loppur og hvítan „smekk“
á bringu kom inn í Unu-
fell sl. helgi og gaut fimm
kettlingum. Hún er mjög
falleg og greinilega heimil-
isköttur. Upplýsingar um
dýrin eru gefnar í síma
557-2221 eftir kl. 17.
Týnd
„heimilisgæs"
TAMIN hvít gæs með
gráan blett á höfði hvarf
sunnudaginn 27. október
frá bænum Dallandi við
Nesjavallaveg. Hugsan-
legt er að vegfarandi hafi
tekið hana með sér. Þeir
sem geta veitt upplýs-
ingar um gæsina eða af-
drif hennar vinsamlega
hringi í síma 566-6880.
Kettlingur
KOLSVÖRT fimm mán-
aða læða, blíð og kassa-
vön, fæst gefins á gott
heimili. Upplýsingar í síma
553-0203.
HÖGNIHREKKVÍSI
Farsi
Víkveiji skrifar...
ALLIR íslendingar fylgdust með
dolfallnir, þegar náttúruöflin
tóku til sinna ráða í Grímsvötnum
síðastliðinn þriðjpdag. Brýrnar, sem
voru þjóðargjöf íslendinga til sjálfra
sín á 1.100 ára afmæli íslands
byggðar, reyndust eins og smávægi-
legt pjátur, sem stóðst ekki ægiafl
landsins. Löngu eftir að Gígjukvísl-
arbrúin sviptist af ánni um hádegis-
bil hélt hlaupið áfram að aukast og
klukkan 14:30 taldi þjóðgarðsvörð-
urinn í Skaftafelli, sem horfði þá
út um eldhúsgluggann sinn á Skeið-
arárbrú, að dagar hennar væru tald-
ir. Stefán Benediktsson minntist
daganna áður en vegurinn yfír
Skeiðarársand var malbikaður og
sagði að sá sem þann veg ók hafi
næstum mátt bóka að týna hljóðk-
útnum í hverri ferð. Þessi mikilvæga
samgönguleið er sem sé rofín í bili
og uppbygging vegarins, sem var
mikið átak í vega- og samgöngumál-
um og rauf einangrun sveitarinnar
milli sanda, hvarf í einu vetfangi
þriðjudaginn 5. nóvember 1996.
XXX
SLÍKAR hamfarir og gerðust á
þriðjudag eru fyrst og síðast
hamfarir, sem henta sjónvarpi í
fréttaflutningi. Þess vegna er miður
að ekki skuli vera unnt að hafa
opna sjónvarpsrás, sem sýnir sjón-
varpsáhorfendum hvað gerist um
leið og það gerist. Slíkt gerði ríkis-
sjónvarpið í Vestmannaeyjum í gos-
inu 1973. Þá stilltu menn upp
myndavél, sem sýndi stöðugt gang
gossins og var þessi mynd höfð á
skjánum í stað stillimyndarinnar,
sem engum er til gleði eða gagns
nema þeim, sem eru að fá sér sjón-
varp þá stundina og þurfa að stilla
inn á stöðvarnar eða sjónvarpsvið-
gerðarmönnum. Myndinni frá Vest-
mannaeyjum var þó ekki komið upp
fyrr en nokkuð var liðið á gosið, en
þetta hlaup hefur staðið til í nokkrar
vikur og því hefði verið unnt að
sýna landsmönnum hamfarimar um
leið og þær gerðust, ef hugsun hefði
verið á slíku. Kannski menn hafi
haldið, að hlaupið kæmi ekki, rétt
eins og blaðamaðurinn, sem gafst
upp, leiður á biðinni og fór utan síð-
degis á mánudag. Um það leyti, sem
hann hefur lent í New York, 5'h
klukkustund síðar, hófst hlaupið,
einhveijar mestu náttúruhamfarir á
Skeiðarársandi i manna minnum.
NÁTTÚRAN er óútreiknanleg.
Vísindamennirnir sögðu
þegar bræðsluvatn fór að renna í
Grímsvötn frá gosstöðvunum við
Bárðarbungu, að um leið og vatns-
hæðin í vötnunum væri komin í
rúmlega 1.510 metra hæð yfir
sjávarmál, myndu vötnin hlaupa.
Þeir töldu í fyrstu að hlaupið
myndi koma eftir 10 daga, en
ekkert gerðist. Menn voru jafnvel
farnir að halda að hlaupið kæmi
ekki fyrr en í vor og á annarri
hvorri sjónvarpsstöðinni var sagt
á mánudgskvöld, haft eftir göml-
um Öræfingi, að þannig myndi
hlaupið haga sér. En hann hafði
vart fyrr sleppt orðinu, ef svo má
segja, en hlaupið hófst með jarð-
hræringum, sem komu fram á
mælum á Grímsfjalli í Vatnajökli.
Þá tók það aðeins 10 til 11 klukku-
stundir fyrir vatnið að ná fram á
Skeiðarársand og fór flóðaldan
mikinn. Öli þessi hegðan náttúr-
unnar gefur þó náttúrufræðingun-
um mikilvægar upplýsingar og
verða þeir enn betur í stakk búnir,
ef slíkt gerist aftur, til þess að
segja fyrir hamfarir sem þessar.
74777.3301 ©(