Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 1
KONNUN Aukin bjartsýni almennings/4 Verslunum fækkar en krám fjölgar/6 PANMORK Fiskvinnslan hlaðin gjöldum /8 VroSHPn/iOVINNUIJF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 7. NOVEMBER 1996 BLAÐ B Bókbandsvél BÓKBANDSVÉL, sem bókbands- stofan Flatey og prentsmiðjan Oddi hafa deilt um eignarhald á, hefur verið tekin niður. Vélin var staðsett í húsnæði prentsmiðjunn- ar Grafíkur, sem að langmestu leyti er í eigu prentsmiðjunnar Odda. Krafa um innsetningu verð- ur tekin fyrir á mánudaginn kem- ur í framhaldi af úrskurði Héraðs- dóms. 2 Símafyrirtæki EVRÓPSK símafyrirtæki berjast um hylli fjárfesta þessa dagana í tengslum við afnám einokunar ríkisrekinna simafyrirtækja í að- ildarríkjum Evrópusambandsins sem og i þeim löndum sem eiga aðild að evrópska efnahagssvæð- inu, en samkeppni í þessum geira verður gefin frjáls 1998. 3 Sjávarútvegur ENDURMETIÐ eigið fé tíu sjáv- arútvegsfyrirtækja á hlutabréfa- markaði er þrefalt hærra en bók- fært eigið fé fyrirtækjanna. Eigið fé hækkar úr 13 iniil jörðiini króna í 39 niilljai'ða króna við endurmat- ið og er þá meðtalið áætlað verð- mæti veiðiheimilda að upphæð 28 miltjarðar króna. 5 SÖLUGENGI DOLLARS Verðlag sjávarafurða 1990-1996 Vísitala Áætlað verðlag sjávarafurða ISDR. VísHala, 1993 = 100. 104,8 1990 1991 1992 1993 1994 .' 1995 ' 1S 2200------- dollarar/tonn 2000 Alverð 1990-1996 Verð á áli á skyndimarkaði í London (LME).- s, Dollarar 1332 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 35 Olíuverð 1990-1996 Olíuverð, UK Brent 38, Dollarar/fat. 24,7 10 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Heimild: Hagvísar 26. ágúst 1996. Þjóðhagsstofnun Alþjóðleg miðlun ehf., samstarfsaðili FIB, eykur umsvif sín í tryggingum Erlend sam- keppni íheim- ilistryggingum Stefnt að því að bjóða lægri iðgjöld en gerist og gengur ALÞJÓÐLEG miðlun ehf., sem ann- ast rekstur FÍB-tryggingar í sam- starfi við Félag íslenskra bifreiða- eigenda, hefur í undirbúningi að bjóða heimilis- og húseigendatrygg- ingar í tengslum við bílatrygging- arnar. Er stefnt að því að þær verði töluvert ódýrari en gengur og ger- ist hjá íslensku vátryggingafélög- unum. Fyrirtækið hefur haft milligöngu um bílatryggingar félagsmanna FÍB hjá Ibex policies hjá Lloyd's í Bretlandi, en þar hefur eitt af stærstu og virtustu fyrirtækjum í vátryggingamiðlun á Lloyd's-mark- aðnum, Jardines, jafnframt komið að málinu. Samstarf við önnur samtök neytenda Alþjóðleg miðlun hyggst nú efna til samstarfs við önnur stór samtök neytenda, hliðstæð FÍB, um heimil- is- og húseigandatryggingar. Mun annar breskur vátryggjandi á Lloyd's-markaðnum væntanlega taka að sér tryggingarnar. Halldór Sigurðsson, vátrygging- amiðlari hjá Alþjóðlegri miðlun, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta mál væri í vinnslu fyrir ákveðna umbjóðendur sem ekki væri hægt að nafngreina á þessu stigi. Hægt yrði að bjóða þessar tryggingar innan örfárra vikna. „Þetta verður unnið á svipaðan hátt og gert hefur verið með bíl- ana, en við stefrium að því að bjóða bíla- og heimilistryggingarnar sam- an," sagði Halldór. „Takmarkið er að heimilistryggingarnar verði ódýrari en gengur og gerist." Erum ennþá langódýrastir Um útkomuna hjá FÍB-trygg- ingu, sem hóf starfsemi 18. sept- ember sl., sagði Halldór að ánægja ríkti með viðtökurnar hingað til og þær hafi farið fram úr upphaflegum áætlunum. Hann kvaðst þó ekki geta skýrt frá því hversu margir bílar væru komnir í tryggingu hjá fyrirtækinu. „Það kom mikið rót á þennan markað aftur eftir að VÍS keypti Skandia, en þar voru um 12 þúsund bílar tryggðir. Ég veit ekki hversu margir vilja koma hingað, en sá stofn verður allur laus í 30 daga eftir samruna Skandia við VÍS sem verður væntanlega um áramótin. Það hefur einnig komið í ljós að við erum ennþá langódýrastir í þessum tryggingum," sagði Halldór Sig- urðsson. ^^^^^^^™ - jyrsti peningamarkaðssjóðurinn Nafnávöxtun sl. 2 daga 7,04% Nafnávöxtun sl. 20 daga 6.87% Nafnávöxtun sl. 1 mán. 6,70% Nafnávöxtun sl. 2 mán. 6,29% Peningabréf eru kjörin leið fyrir þá sem vilja festa fé til skamms tíma, s.s. fyrirtæki, sjóði, sveitarfélög, tryggingarfélög og einstaklinga. Sjóðurinn fjárfestir einungis í traustustu tegundum verðbréfa á markaðnum, einkum skammtímaverðbréfum ríkissjóðs og bankastofnana. Peningabréf eru laus til útborgunar án kostnaðar þegar 3 dagar eru liðnir frá kaupunum. Hvenær sem er eftir það er hægt að leysa bréfin út samdægurs með einu símtali. , LANDSBRÉFHF. -rféUW*. - Ifshi, úilvtt, Á*ífS/ m Hringdu eða kotndu... og nýttu þór ráðgjafaþjónustu okkar og umboðsmanna okkar í öllum útibúum Landsbanka íslands. Lðggllt verðbréfafyrirtæki. Afiili afi Verðbréfaþingi Islands. SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 588 9200, BRÉFASÍMI 588 8598

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.