Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að prentsmiðjan Grafík skuli afhenda umdeilda bókbandsvél BÓKBANDSVÉL, sem bókbands- stofan Flatey og prentsmiðjan Oddi hafa deilt um eignarhald á, hefur verið tekin niður. Vélin var staðsett í húsnæði prentsmiðjunn- ar Grafíkur, sem að langmestu leyti er í eigu prentsmiðjunnar Odda. Krafa um innsetningu verð- ur tekin fyrir á mánudaginn kem- ur í framhaldi af úrskurði Héraðs- dóms Reykjavíkur 31. október um eignarhald Flateyjar á vélinni, en dómurinn hafnaði kröfu lögmanns Grafíkur um að vélin yrði ekki afhent fyrr en Hæstiréttur hefði fellt úrskurð sinn, en þangað áfrýj- aði lögmaður Grafíkur málinu. Þorgeir Baldursson, forstjóri prentsmiðjunnar Odda, segir að vélin hafi verið tekin niður vegna þess að þurft hafí að rýma hús- næðið þar sem vélin var. Þetta er í annað sinn sem Hér- aðsdómur fellir úrskurð í málinu og einnig í annað sinn sem Hæsti- réttur fær málið til umfjöllunar og í öllum tilfellum hefur dómsúr- skurður gengið Flatey í vil. í fyrra tilvikinu sem málið var til umfjöll- unar dómstóla var málið höfðað á hendur prentsmiðjunni Odda. Vél- Krafa um innsetningu tekin fyrir eftirhelgi in var þá hins vegar komin í eigu Grafíkur og því þurfti að höfða mál á nýjan leik til að fá vélina afhenta. Neitað að afhenda vélina Forsaga málsins er sú að bók- bandsstofan Flatey keypti vélina fyrir 5,5 milljónir króna af hol- lenskum vélakaupmönnum í febr- úar í vetur, en þeir höfðu fengið vélina hjá prentsmiðjunni Odda. Helmingur kaupverðs var greiddur strax en hinn helminginn átti að greiða við afhendingu vélarinnar 1. mars. Þegar til kom neitaði hins vegar Oddi að afhenta vélina. Þor- geir Baldursson, forstjóri Odda, sagði í samtali við Morgunblaðið 8. október síðastliðinn að sam- komulag um sölu vélinnar við hol- lensku vélakaupmennina hafi verið gert með því skilyrði að vélin yrði seld úr landi og ekki til aðila hér á landi. Vilberg Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri Flateyjar, sagði að eftir að dómur Héraðsdóms gekk í lok október hafi þeir leitað full- tingis fógeta um að fá vélina af- henta. Ákveðið hafi verið að taka kröfu um innsetningu fyrir 7. nóv- ember. í millitíðinni hafi þeir haft veður af því að verið væri að taka vélina niður. Þeir hefðu því farið með lögmanni sínum og fulltrúa fógeta á staðinn og krafist þess að fá vélina afhenta. Lögmaður Odda hefði vísað til þess að frest- ur til gerðarinnar þyrfti að vera að lágmarki 15 dagar og á það hefði fulltrúi fógeta fallist. I fram- haldinu hefðu þeir fylgst með hvort framhald yrði á vinnu við að taka vélina niður, en ekki orðið varir við að neitt slíkt væri í gangi. Daginn eftir hefði hins vegar kom- ið í ljós að vélin væri horfin úr húsnæðinu og þeir vissu ekki hvar hún væri niður komin nú. Vilberg sagði að forsvarsmönn- um prentsmiðjunnar Odda hafi tekist það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir að fyrirtækið gæti notað vélina nú fyrir jólin. Aðeins ein önnur vélasamstæða væri til í landinu, sem gæti gert það sama og þessi vélasamstæða og hún væri í eigu prentsmiðjunn- ar Odda. Þessu máli væri engan veginn lokið, því krafist yrði skaðabóta vegna þess skaða sem fyrirtækið hefði orðið fyrir vegna Búvörur og bensín hafa hækkað mest BUVÖRUR, bifreiðakostnaður, vörur og þjónusta háð opinberum verðákvörðunum og önnur þjón- usta hafa hækkað umfram hækkun vísitölu neysluverðs í heild síðastl- iðna tólf mánuði eða frá því í októ- ber 1995 til jafnlengdar í ár. Þetta kemur fram í grein í októberhefti af Hagtölum mánað- arins sem Seðlabanki íslands gefur út. Vísitalan í heild hefur hækkað um 2,1% á þessu tímabili, en búvör- ur hafa á sama tímabili hækkað hækkað um 3,28%, bensín og bif- reiðar um 2,97%, vörur og þjón- usta háð opðinberum verðákvörð- unum um 2,78% og önnur þjónusta um 2,58%. Innfluttar mat- og drykkjarvörur hafa á sama tíma- bili hækkað um 0,56%, aðrar inn- fluttar vörur um 1,04% og innlend- ar mat- og drykkjarvörur aðrar en búyörur hafa hækkað um 1,05%. í greininni segir að sú eftir- spurnaaukning sem greinilega hafi komið fram í þróun viðskipta- jafnaðar komi ekki skýrt fram í þróun verðlags á árinu. Breytingar á nokkrum þáttum neyslu- verðsvísitölu, frá okt. 1995 til okt.'96 Búvörur háðar verðlagsgrundvelli Aðrar innlendar mat- og drykkjarv. Aðrar innlendar vörur Innfluttar mat- og drykkjarvörur Áfengi og lóbak Aðrarinnfluttarvörur Innfl.: Nýr bíll, bensín og varahlutir Húsnæði Vörur og þjón. háð opinb. verðákv. Önnur þjónusta \+3,28% \+1,05% \+2,14% \+0,56% [ +1,54% I +1,04% +2,97% +2,78% +2,58% ALLS: Innlendar vörur samtals: Innfluttar vörur samtals: +2,06% Morgunblaðið/Ásdís FRÁ afhendingu á lokaútgáfu af stundatöflukerfinuEdda Scheduler til Menntaskólans í Hamrahlíð. Talið frá vinstri eru: Ásgrímur Skarp- héðinsson, deildarstjóri hjá EJS, Pálmi Magnússon, töflusmiður í MH, Magnús Guðmundsson, verkefnisstjóri EJS, Wincie Jóhannsdótt- ir, settur rektor MH og Sigurborg Matthíasdóttir, konrektor MH. EJS framleiðir stundatöflukerfi EJS Scandinavia ehf, dótturfyrir- tæki EJS hf, hefur hafið fram- leiðslu á stundatöflukerfinu Edda Scheduler. Kerfið er hannað fyrir áfangaskóla og byggir á langri reynslu íslendinga af rekstri slíkra skóla. Kerfið er þróað í samvinnu við Menntaskólann við Hamrahlíð og Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Tilraunaútgáfa af Edda Schedul- er hefur verið notuð við töflugerð tveggja síðustu anna hjá MH, en lokaútgáfan af kerfinu var form- lega afhent í gær. EJS Scandinavia hefur einnig náð samningum við stórfyrirtækið WM-data og Skoldata AB um markaðssetningu og þjónustu við Edda Scheduler í Svíþjóð og hefur kerfið þegar verið tekið í notkun af Breviksskolan í Oxelösund. Ekki eru hins vegar uppi áform um frekari sölu á kerfinu hér innan- lands. þess dráttar sem orðið hefði á af- hendingu vélarinnar. Leiguhúsnæði rýmt Þorgeir Baldursson, forstjóri prentsmiðjunnar Odda, staðfesti að vélin hefði verið tekin niður og fj'ar- lægð úr húsnæði Grafíkur, auk ann- ars búnaðar sem þar hefði verið. Ástæðan væri sú að um leiguhús- næði væri að ræða sem þurft hefði að rýma. Vélin væri geymd á vísum stað og ekki yrðu nein vandræði með að vísa á hana yrði þess krafist. Þorgeir sagði að það væru feiki- leg vonbrigði að fyrirtæki sem þeir hefðu skipt við í mörg ár kysi að svíkja gerða samninga, eins og hollenska fyrirtækið hefði gert í þessu tilfelli. Þeir hefðu verið algerlega grunlausir gagn- vart því að vélin yrði seld hér á landi enda um það talað að hún yrði einungis seld til útlanda. Ef vélin hefði verið til sölu hér á landi hefðu þeir að sjálfsögðu getað séð sjálfir um söluna. „Það er algild regla að á þessum litla markaði selja menn vélar til útlanda, ef þeir þurfa að losa sig við þær," sagði Þorgeir ennfremur. World Travel Mar- ket í London Metþátt- LciK.ci jLS" lendinga METÞÁTTTAKA verður af hálfu íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu í hinni árlegu ferðasýningu World Travel Market sem hefst í Earls Court í London í næstu viku og stend- ur frá 11.-16. nóvember. Þetta er ein stærsta og dýrasta ferða- sýning heims, en leiga á hverj- um fermetra kostar 356 sterl- ingspund eða um 40 þúsund kr. Að sögn Magnúsar Ásgeirs- sonar, markaðsstjóra Ferða- málaráðs, munu samtals 14 ís- lensk fyrirtæki kynna þjónustu sína í bás ráðsins. Auk þess er von á fjölmörgum óðrum aðilum frá íslandi þannig að reiknað er með að a.m.k. 80 íslendingar verði á sýningunni. Er þar bæði um að ræða aðila sem starfa við móttöku er- lendra ferðamanna hér á landi og fulltrúa ferðaskrifstofa sem selja íslendingum ferðir til ann- arra landa. „Þetta er ein af stærstu og mikilvægustu ferða- sýningum heims. Þarna er farið yfir liðið ár og línurnar lagðar fyrir næsta ár hjá kaupendum og seljendum." Mörkin - til sölu eða leigu Glæsilega innréttað verslunar-, skrifstofu- og lagerhúsnæði á einum besta stað í borginni sem skiptist í ca 314 fm verslunar- og skrifsthúsn., ásamt 854 fm lager- og þjónusturými með stór- um aðkeyrsludyrum og mikilli lofthæð. Mjög góð aðkoma. Allar nánari uppl. á skrifst. 8095. Sími: 533-4040 Fax: 588-8366 Opið mánud. -föstud. kl. 9-18. Uu. 11-14. Sunnud. 12-14 Dan V.S. Wiium hdl. Iögí>. fastcignasali Olafur (iuömundsson sölustjóri Birgir Gcorgsson sölum., ICrlcndur DavíAssön - sölum. IASI KKÍNASAI.A - Ármtiia 21 - Riykjavík-Traust og örugg þjónusta Fulltrúi Hugo Boss á Islandi VERSLUN Sævars Karls stóð fyr- ir Boss-degi, þar sem sýndur var fatnaður frá Hugo Boss fyrirtæk- inu, laugardaginn 2. nóvember en verslunin hefur selt fatnað frá Hugo Boss í sautján ár. I tilefni þess kom Henrik Jensen frá Hugo Boss í Danmörku hingað til lands til þess að skoða verslun Sævars Karls en fulltrúar frá fyrirtækinu skoða með reglulegu millibili verslanir sem selja fatnað frá Hugo Boss og nýjungar frá fyrir- tækinu kynntar fyrir söluaðilum. Að sögn Jensens var Hugo Boss fyrirtækið stofnað árið 1923. Fyrstu áratugina var megináhersl- an á vinnufatnað, yfirhafnir, regn- fatnað og einkennisbúninga. Hugo Boss var fjölskyldufyrirtæki til ársins 1985 en þá var fyrirtækið skráð á hlutabréfamarkaði. Árið 1996 er seldur fatnaður frá fyrirtækinu í 85 löndum í yfir SÆ V AR Karl Ólason og Henrik Jensen Morgunblaðið/Golli fjögur þúsund verslunum. Velta þess nam einum mill,jarði þýskra marka eða tæpum 44 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta sama ár nam 58 milljónum þýskra marka eða rúmlega 2,5 milljörðum íslenskra króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.