Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR7.NÓVEMBER1996 B 3 VIÐSKIPTI Evrópsk símafyrirtæki slást um hylli fjárfesta Morgunblaðið. Montpellier. EVRÓPSK símafyrirtæki beriast um hylli fjárfesta þessa dagana í tengslum við afnám einokunar rík- isrekinna símafyrirtækja i aðildar- ríkjum Evrópusambandsins sem og í þeim löndum sem eiga aðild að evrópska efnahagssvæðinu, en samkeppni í þessum geira verður gefin frjáls 1. janúar 1998. British Telecom hefur að vísu þegar nokkra sérstöðu meðal evrópskra símafyr- irtækja, þar sem það hefur verið einkarekið um alllangt skeið, og hefur sennilega enn skotið keppi- nautunum ref fyrir rass með samr- unanum við MCI. Næstu stórtíðindi á þessum evr- ópska markaði verða væntanlega hinn 18. nóvember næstkomandi en þá verða hlutabréf þýska síma- fyrirtækisins Deutsche Telekom skráð á hlutabréfamarkaði og verða 500 milljarðar hluta, eða sem sam- svarar um 20% af heildarhlutafé fyrirtækisins, sem er hið þriðja stærsta í heiminum, boðin fjárfest- um til kaups. Þrjú símafyrirtæki á markað í byrjun næsta árs Þetta hlutafjárútboð, sem talið er að sé að minnsta kosti um 670 milljarðar íslenskra króna að sölu- verðmæti, hefur vakið_ mikla at- hygli í Frakklandi, á ítalíu og á Spáni, þar sem undirbúningur stendur yfir á sölu á hlut ríkisins í símafyrirtækjum þessara landa. í febrúar eða mars á næsta ári hyggst ítalska ríkisstjórnin selja 64,1% hlut í STET, móðurfyrirtæki ítalska símafyrirtækisins Telecom Italia, en fyrirtækið er sjötta stærsta símafyrirtæki heims. Sölu- verðmæti þessara hlutabréfa er áætlað rúmlega 470 milljarðar ís- lenskra króna. Um miðjan apríl á næsta ári hyggst franska ríkisstjórnin síðan selja 20% hlut í franska símafyrir- tækinu France Telekom, sem er hið fjórða stærsta í heiminum. Er sölu- verðmæti þeirra hlutabréfa áætlað a.m.k. 270 milljarðar íslenskra króna. Þá stefnir spænska símafyrir- tækið Telephonica að því að skrá hlutabréf sín á hlutabréfamarkaði og lýsti spænska ríkisstjórnin því yfír hinn 14. október síðastliðinn að hún hygðist selja 21,2% í fyrir- tækinu strax í byrjun næsta árs. Þessi hlutur er metinn á rúmlega 240 milljarða íslenskra króna. Svo mikið f ramboð á hlutabréfum í sömu atvinnugrein á svo stuttu tímabili er algert einsdæmi, .en markaðsvirði þeirra hlutabréfa sem áætlað er að selja er um 1.600 milljarðar íslenskra króna. Þetta mikla framboð tengist sem fyrr segir afnámi á einokun ríkisrekinna símafyrirtækja í aðildarríkjum Evr- ópusambandsins, en samkeppni verður gefin frjáls 1. janúar 1998. Ríkisstjórnir þeirra landa sem hér eiga í hlut hafa gefið þá ástæðu fyrir sölu á hlutabréfum í símafyrir- tækjum, að hún sé liður í því að búa fyrirtækin undir samkeppni og tryggja að þau standi jafnfætis væntanlegum keppinautum sínum frá og með 1. janúar 1998. Enn á eftir að móta betur þær reglur sem koma til með að gilda um samkeppni í símaþjónustu í að- ildarríkjum Evrópusambandsins, en vinna við þær er á lokastigi og aðeins á eftir að ganga frá fáeinum atriðum. Gert er ráð fyrir að þessar reglur muni liggja fyrir ekki síðar en í lok þessa árs eða byrjun þess næsta, enda þarf að vera nægur fyrirvari áður en þær taka gildi í ársbyrjun 1998. Sérfræðingar bjartsýnir Það er líklegt að almenningur í þessum löndum renni hýru auga til hlutafjárútboðs á almennum mark- aði, þrátt fyrir svo mikið framboð bréfa. Sérfræðingar eru líka bjart- sýnir á að sala bréfanna muni ganga vel. „Það efast enginn um að öll bréfín muni seljast," sagði Laurence Heyworth, hjá Robert Flemings Securities, í desember á síðasta ári á ráðstefnu sem Financ- ial Times stóð fyrir í London. BZW, sem sér um sölu á hluta- bréfum í ítalska símafyrirtækinu STET, telur engan vafa leika á því að fjárfestar, sér í lagi stofnanafjár- festar, muni sækjast eftir því að bæta símafyrirtækjunum fjórum í hlutabréfasafn sitt. Þannig sé lík- legt að stofnanafjárfestar muni dreifa hlutabréfaeign sinni á öll símafyrirtækin fjögur. Þá er einnig bent á væntanlegt vægi þessara hlutabréfa á hluta- bréfamarkaði í hverju landi fyrir sig. Þannig munu hlutabréf Deutsche Telekom verða meðal hlutabréfa þeirra 30 fyrirtækja sem mynda DAX-hlutabréfavísitöluna í Frankfurt. Hlutabréf í DT einu og sér munu vega um 5% af vísi- töiunni og það eitt og sér geri það nauðsynlegt fyrir stærri fjárfesta að eignast hlut i fyrirtækinu til að viðhalda réttri áhættudreifingu á hlutabréfaeign sinni. Nokkur óvissa ríkir þó um það meðal fjárfesta hvernig verðleggja eigi símafyrirtækin fjögur. Sá þátt- ur, sem veldur hvað mestri óvissu, er hvernig einokunarfyrirtækjunum muni ganga að fóta sig í samkeppn- isumhverfi og hversu stórum hluta af núverandi markaðshlutdeild þeim muni takast að halda. Þá er einnig alveg óvíst hversu mörg ný símafyr- irtæki muni taka til starfa í hverju landi eftir að frelsið kemst á. Fjárfestar munu þvi væntanlega fylgjast grannt með því hvernig Deutsche Telekom tekst að fóta sig á hlutabréfamarkaði frá og með 18. nóvember næstkomandi, og hver þróunin verður á gengi hlutabréfa í fyrirtækinu fram að þeim tíma er hlutafjárútboð í hinum símafyrir- tækjunum þremur hefst. USAir kaupir 120 Airbus New York. Bandaríska flugfélagið USAir mun panta 120 litlar farþega- þotur af Airbus Industrie og þar með hafa evrópsku flug- iðnaðarsamtökin unnið annan sigur í baráttu sinni við banda- rísku Boeing-flugvélaverk- smiðjunnar að sögn Wall Str- eet Journal. Flugvélarnar kosta 5.3 milljarða dollara, en verða seldar með afslætti að sögn blaðsins. Keyptar verða 120 þotur af gerðunum A-319 og A-320, sem hver um sig tekur 124-150 farþega. Búizt er við að afhendingar hefjist 1998. Fleiri flugfélög í Norður- Ameríku hafa pantað farþega- þotur frá Airbus að undan- förnu. Northwest Airlines, Air Canada, America West Air- lines og Federal Express Corp hafa gert föst tilboð í tæplega 300 124-150 sæta þotur. Pantanirnar eru ekki aðeins áfall fyrir Boeing í Seattle heldur einnig fyrir McDonnell Douglas Corp í St. Louis, sem hefur ákaft reynt að tryggja kaupendur að 100 sæta þotu sinni, MD-95. USAir hefur fengið kaup- rétt á 120-180 þotum til vibót- ar hjá Airbus og verði þær allar keyptar eykst verðmæti pöntunarinnar í yfír 12 millj- arða dollara að sögn Wall Str- eet Journal. M HEKLA Vinsæll vinnuþjarkur kostar aoeins frá 1J362J • • I an vs k. Volkswagen Öruggur á alla vegul

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.