Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 7. NOVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Ný könnun Hagvangs hf. á viðhorfí almennings til persónulegr- ar afkomu mælir stóraukna bjartsýni Rösklega þriðjungur tel- ur betri tíð í vændum Mest bjartsýni meðal ungs fólks og starfsf ólks í iðnaði IRI bjartsýni ríkir meðal íslend- skoðunar og sker greinin sig veru- tækjum sem það starfar hjá, en i um persónulega afkomu sína lega úr frá öðrum atvinnugreinum. ir hópar. Einnig hefur fólk sem s MEIRI bjartsýni ríkir meðal íslend inga um persónulega afkomu sína en verið hefur á undanförnum árum, samkvæmt könnun sem Hagvangur hf. hefur unnið fyrir Morgunblaðið. Þar kemur meðal annars í ljós að um 35% íslendinga eru nú þeirrar skoðunar að persónuleg afkoma þeirra verði betri á næsta ári en á þessu ári. Það eru mun fleiri en í september 1995 þegar tæplega fjórðungur þátttakenda svöruðu sömu spurningu játandi. Niðurstöður könnunarinnar sjást nánar á meðfylgjandi korti og kemur þar ennfremur fram að nú telja ein- ungis 8% að afkoma sín verði verri á næsta ári í samanburði við þetta ár, en lægri tala hefur ekki sést á undanförnum árum. Ríflega helm- ingur þátttakenda býst við svipaðri afkomu. Ungt fólk og fólk sem starfar í iðnaði er bjartsýnast á framtíðina. Hátt í helmingur þeirra sem eru á aldrinum 18-29 ára telur að betri tíð sé í vændum á næsta ári. Þá er ríflegur meirihluti fólks í iðnaði sömu skoðunar og sker greinin sig veru- lega úr frá öðrum atvinnugreinum. Áberandi munur milli kynja Þá var útivinnandi fólk spurt hvort það hefði orðið vart við samdrátt eða erfiðleika á undanförnum mánuðum í rekstri þess fyrirtækis sem það starfaði hjá og svöruðu tæplega 22% þátttakenda þeirri spurningu ját- andi. Þetta endurspeglar batnandi stöðu fyrirtækja því í sambærilegri könnun í september 1995 svöruðu 39% þessari spurningu játandi. Raunar hafa aldrei jafnfáir orðið varir við erfiðleika frá árinu 1989 þegar könnunin fór fram í fyrsta skiptí. Aberandi munur kom fram á milli kynja og aldurshópa. Konur hafa frekar orðið varar við erfiðleika og þá sérstaklega eldri konur. Aftur á móti hafa yngri karlmenn frekar orðið varir við erfiðleika en þeir eldri. Þegar litið var á svörin eftir tekju- skiptingu þátttakenda kom í ljós að það er frekar lágtekjufólk sem orðið hefur vart við erfiðleika hjá fyrir- tækjum sem það starfar hjá, en aðr- ir hópar. Einnig hefur fólk sem starf- ar í opinberri þjónustu eða landbún- aði frekar orðið vart við erfiðleika, en þeir sem starfa í öðrum greinum. Þrír af hverjum fímm þátttakend- um sem eru útivinnandi og höfðu orðið varir við samdrátt eða erfið- leika hjá sínu fyrirtæki telja að ekki verði verulegar breytingar til batnað- ar í rekstrinum á þessu ári. Eru það ekki marktækar breytingar frá því í september 1995. Aftur á móti spá 22% þeirra að verulegar breytingar verði til batnaðar á næsta ári. Ekki er marktækur munur á milli ein- stakra hópa. Áberandi er hvað fólk á höfuðborgarsvæðinu er ekki eins ákveðið í skoðunum sínum og fólk á landsbyggðinni. Þá virðist sem eldra fólkið sé óákveðnara og það yngra en jafnframt svartsýnna. Könnunin var framkvæmd 16.-24. september sl. og byggist á 1.000 manna slembiúrtaki úr þjóðskrá með- al íslendinga af öllu landinu á aldrin- um 18-67 ára. Könnunin var gerð símleiðis og var svarhlutfallið 74,5%. Framkvæmdastjóri sölusviðs Flugleiða Fargjöld æ oftar lægrí hér en erlendis STEINN Logi Björnsson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs Flugleiða hf., segir að flugfargjöld á íslenska markaðnum séu nú æ oftar lægri en fargjöld félagsins á erlendum mörkuðum, öfugt við það sem margir telji. Þetta kemur fram í viðtali við Stein Loga í nýútkomnu tölublaði Flugleiðafrétta. Þar bendir hann á að hér á landi hafi fargjöld farið lækkandi eins og annarsstaðar. Allir starfsmenn Flugleiða kannist við kvartanir ís- lendinga um of há flugfargjöld á íslenska markaðnum. „Á sumrin til dæmis eru íslend- ingar oftar en ekki að borga lægri fargjöld en erlendir ferðamenn á sömu leiðum, þó svo auðvitað megi finna undantekningar þar á þegar um sérstök tilboð er að ræða á er- lendum mörkuðum, einkum yfír N-Atlantshafið," segir hann. Minnkandi vægi íslenska markaðarins I viðtalinu kemur fram að ríflega 20% af heildartekjum af millilanda- flugi Flugleiða verða nú til á ís- lenska markaðnum og spáir Steinn Logi því að innan fárra ára verði hlutfallið komið niður í 10-15% án þess þó að hlutdeild Flugleiða í hérlendum markaði minnki að ráði. „íslenski markaðurinn er enn sem komið er stærsti staki markaðurinn í starfsemi Flugleiða í millilanda- flugi og mjög mikilvægur í upp- byggingu starfseminnar. Við mun- um því verja stöðu okkar hér með öllum tiltækum ráðum. Ekki verður þó fram hjá því litið að íslenski markaðurinn er mjög takmarkaður. Sóknartækifærin liggja tvímæla- laust á erlendum mörkuðum." Viðhorf fólks til stöðu atvinnulífs og persónulegrar afkomu IHvernig telur þú að næsta ár verði fyrir þig persónulega hvað varðar afkomu í samanburði við þetta ár? Sept.'96 SSJS buíeíu Eftiratvinnugrein I------i I------1 10° Betra g0 70 Veitekki:3,0% 7,4% Verra 57,8 % m 53,7 % Ubl - ¦5 1 •8 C co o -Q *o •a ¦ 1 •5 2 :<o öf •o - V3 C - *o co c - >3 ¦ -Q . "o . c ca c . -o -£ - O) o • e " c ¦o - 5: -d ¦ .c Hefur þú orðið var/vör við samdrátt eða erfiðleika í rekstri þess fyrirtækis sem þú starfar hjá? Þeir sem vinna úti: Eftir atvinnugrein Sept.'95 Sept.'96 100 90 80 Eftir búsetu 70 60 50 40 30 20 10 0 ----- 3Verða verulegar breytingar til batnaðar á rekstri fyrírtækisins á þessu ári? Þeir sem vinna úti og hafa orðið varir við samdrátt EfBr _ «»„!__„_«,:_ Sept.'96 ioo1búsetu Eft,ratwinnu9re,n Cargolux fær viðurkenningu Arendal sölu- og markaðsstjóri við verðlaununum ásamt fleiri fulltrú- um flugfélagsins og þakkaði forseta TIACA, Ram Meren, og aðildarfé- lögum TIACA, þann heiður sem félaginu væri sýndur. Cargolux hefur áður hlotið verð- laun fyrir góða þjónustu á fundi fragtflugfélaga 1994 í Seattle. CARGOLOX hefur hlotið viður- kenningu fyrir fraktflutninga á þessu ári á fundi fraktflugfélaga í heiminum (Air Cargo Forum) í Dubai við Persaflóa. Viðurkenninguna veittu alþjóða- samtök fraktflugféla, TIACA, fyrir frábæra frammistöðu og merkt framlag í greininni. Fyrir hönd Cargolux tók Robert Qlir I f*Y} CT111 íS1 V ^ w O Lll UCL lgJLllvJll ^^ báðumendum I 690541 003766 BhtrftftM 1 M)»mi Undanfarna mánuöi hafa Samskipstórefltflutningaþjónustu sína til og frá Norður Ameríku, íslenskum inn- og útflytjendum til mikilla hagsbóta. Flutningakerfið er tvískipt, annars vegar með beinum siglingum á þriggja vikna fresti og hinsvegar með vikulegri tíðni í gegnum Evrópu. Með breytingunni sem varð við að taka vörur gegnum Evrópu hafa Samskip bætt við nýjum höfnum á austurströnd Norður Ameríku inn í siglingakerfið. Flutningakerfið í gegnum Evrópu hefur sannað gildi sitt undanfarna 9 mánuði og hafa viðskiptavinir getað nýtt sér þessa nýjung með góðum árangri. Einnig hafa Samskip nýlega kynnt þjónustu frá vesturströnd Bandaríkjanna, einnig í gegnum Evrópu og bjóðast viðskiptavinum þartvær afskipanir í viku frá Los Angeles. Virk samkeppni íflutningaþjónustu er íslenskum inn- og útflytjendum til hagsbóta. Ef þú hyggur á flutninga frá N-Ameríku eru Samskip rétti flutningsaðilinn. Hafðu samband við okkar menn. Aksel Jansen Innflutníngsdeild Samskip Reykjavik Sími: 569 8304 Fax: 569 8327 Óskar Gíslason Útflutningsdeild Samskip Reykjavík Sími: 569 8320 Fax: 569 8349 «AVIwIöIV.Ib Holtabakka við Holtaveg, 104 Reykjavík, sími 569 8300, fax 569 8327

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.