Morgunblaðið - 07.11.1996, Page 5

Morgunblaðið - 07.11.1996, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 B 5 Eiginfjárstaða tíu sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði hér á landi VIÐSKIPTI Bókfært eigið fé þre- faldast við endurmat ENDURMETIÐ eigið fé tíu sjávar- útvegsfyrirtækja á hlutabréfa- markaði er þrefalt hærra en bók- fært eigið fé fyrirtækjanna, sam- kvæmt útreikningi Andra Teits- sonar, forstöðumanns Verðbréfa- markaðar íslandsbanka á Akur- eyri. Eigið fé hækkar úr 13 millj- örðum króna í 39 milljarða króna við endurmatið og er þá meðtalið áætlað verðmæti veiðiheimilda að upphæð 28 milljarðar króna. Mark- aðsverðmæti þessara tíu fyrirtækja á hlutabréfamarkaði er um 31 milljarður króna. Þetta kom meðal annars fram í erindi Sigurðar B. Stefánssonar, framkvæmdastjóra VIB, á aðal- fundi Landssambands íslenskra útvegsmanna fyrir stuttu. Samtals eru fimmtán fyrirtæki í sjávarút- vegi á Verðbréfaþingi íslands eða Opna tilboðsmarkaðnum, en þau tíu fyrirtæki, sem framangreindar tölur miðast við, eru Árnes, Borg- ey, Grandi, HB, Hraðfrystihús Eskifjarðar, Skagstrendingur, Síldarvinnslan, Útgerðarfélag Akureyringa, Vinnslustöðin og Þormóður rammi. Endurmetið eig- ið fé fyrirtækjanna og veiðiheimild- anna skiptist þannig að verðmæti skipa er um 22% af heild, veltufjár- munir 15%, aðrar eignir 18% og áætlað verðmæti veiðiheimilda 45%. Ef litið er til markaðsverðmætis fyrirtækjanna þá er markaðsverð- mæti Granda hæst, 5,2 milljarðar króna, en því næst koma Síldar- vinnslan með markaðsverðmæti upp á 4,9 milljarða króna og Út- gerðarfélag Akureyringa með markaðsverðmæti upp á 4,6 millj- arða króna. Hluthafar í fyrirtækj- unum tíu eru samtals um fimm þúsund. Flestir eru hluthafamir í Útgerðarfélagi Akureyringa um 1.800. Hefur orðið til góðs hér á landi í erindinu segir að enginn vafi leiki á því að efling hlutabréfavið- skipta á íslandi hafi orðið íslensk- um atvinnurekstri til góðs, jafnt í sjávarútvegi sem annars staðar. Vökult auga markaðarins og opin- berar upplýsingar veiti stjómend- um aðhald sem sé æskilegt til þess að ná góðum árangri í rekstri, auk þess sem fyrirtækjunum opnist leið til að afla sér áhættufjár á innlend- um markaði. Námstefna Upplýs- ingaþjónustunnar Minni áhætta í lánsvið- skiptum AÐGANGUR að upplýsingum er forsenda þess að hægt sé að meta lánshæfi viðskiptavina og þar með forðast tap fyrirtækja í lánsviðskipt- um. Þetta kom meðal annars fram í máli Tryggva Jónssonar, löggilts endurskoðanda hjá KPMG Endur- skoðun hf., á námstefnu Upplýsinga- þjónustunnar ehf. þann 28. október sl. Á námstefnunni var fjallað um nýjar leiðir við minnkun áhættu í lánsviðskiptum. Að sögn Tryggva standa vonir til að Félagaskráin, sem áætlað er að taki við af hlutafélagaskránni sam- kvæmt lögum um ársreikninga fyrir- tækja, muni auðvelda aðgang að upplýsingum um fjárhagslega stöðu einstakra fyrirtækja. Samkvæmt reglugerð um skil og birtingu árs- reikninga eiga öll fyrirtæki sem lög- um samkvæmt eiga að skila árs- reikningum til ríkisskattstjóra, þar til félagaskrá tekur til starfa, eigi síðar en einum mánuði frá því þeir hafa verið samþykktir, þó aldrei síð- ar en 8 mánuðum eftir lok reiknings- árs. I máli Tryggva kom fram að lána- stofnanir eru farnar að gefa fyrir- tækjum einkunnir sem skilar sér í þeim kjörvöxtum sem fyrirtækjun- um bjóðast hjá viðkomandi lána- stofnun. Við einkunnamat eru skoð- aðir ársreikningar fyrirtækjanna, stjórnendur þeirra eru metnir og framtíðaráætlanir. „Eg sé þó ekki fyrir mér að lánastofnanir eigi eftir að ná saman um greiðslumat líkt og danskar lánastofnanir gerðu fyrir tæpri öld.“ Ljósritun hefur hingað til ekki þótt neinn draumur. En nú er draumavélin komin. Ja, manni þykir vænt um Konica 7050 og alla kosti hennar. • Hun er stafræn og geymir frumritið i minni sinu, • prentar 51 Ijosrit á mínútu, • hefur 16 megabæta minni sem stækka má í 112, • hefur yfirburða myndgæði og 400 punkta upplausn, • hefur fjölmargar skerpustillingar, • greinir sjalfvirkt milli mynda og texta, »raðar blöðum og byr til bækling, • prentar tvær frummyndir a eina síðu, • prentai fjorar frummyndir baðum megin a eitt blað, • Ijosritar baðum megin og kaflaskiptir alltaf a hægri siðu. • skiptii köflum með auðum síóuni eða Ijosrituðum, • sleppir óþarfa skuggum. »prentar merki eða taknmynd eins oft og þarf a siðu, • stækkar og minnkar stafrænt fia 50°o upp 1400",>, iárett eða loðrett, • og gerir svo ötal margt tleira ... Kynntu þér kosti Wlkominn i draumaliðið! ■ , * ■E ft

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.