Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Verslunum fækkar en krám fjölgar í Kvosinni Sögustaðurað gleðihverfi? í skýrslu Þróunarfélags Reykjavíkur um fjölda og flokkun verslana í miðborg Reykjavíkur kemur fram að verslunum í Kvosinni fer sífellt fækkandi. Töluverð óánægja er meðal verslunareigenda í Kvosinni með hversu mikið kaffi- og veitingahúsum hefur fjölgað á kostnað verslana á svæðinu. Með lokun Hafnastrætis hefur óánægja verslunareiganda í Kvosinni vaxið ennfrekar. Guðrún Hálfdánardóttir kynnti sér málið. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIÐAN í sumar hefur Hafnarstræti verið lokað við Pósthússtræti. í skýrslu Þróunarfélags Reykjavík- ur kemur fram að verslunum í Kvosinni fækkaði um sex á síðasta ári en starfandi verslanir þar voru alls 67 talsins í september sl. Að sögn Péturs Sveinbjarnarsonar, framkvæmdastjóra Þróunarfélags Reykjavíkur, verður verslun og almenn þjónusta að mestu horfin úr Kvosinni innan fárra ára ef ekki er gripið til róttækra aðgerða en áður hafí Kvosin verið dýrasta og eftirsóttasta verslunarsvæði landsins. Miðborg Reykjavíkur er skil- greind í hverfaskipulagi sem svæð- ið sem nær frá Rauðarárstíg að Ingólfstorgi (Garðastræti að hluta), frá Grettisgötu að Sæbraut og Skothúsvegi að Reykjavíkur- höfn. Stærð miðborgarinnar er 3,5 ferkílómetrar. Fyrirtæki og stofn- anir eru 1.200 með 8.000 starfs- menn. íbúar í miðborginni eru um 3.000, námsmenn um 7.400 og bílastæði um 6.200. Innan mið- borgarinnar er Kvosin, sem er elsti hluti Reykjavíkur. Til Kvosarinnar telst svæðið milli Lækjargötu og Aðalstrætis. Pétur segir að einungis 3% af íbúum borgarinnar búi í miðborg- inni en til þess að hún standi und- ir nafni sem miðborg þyrftu 5-6% borgarbúa að búa innan hennar. „Reykvíkingar þurfa að hafa mið- borg með blandaðri viðskipta- og íbúðabyggð. Til þess þarf að tak- marka fjölda kaffi- og veitinga- húsa. Að sjálfsögðu er nauðsyn- legt að hafa þá starfsemi í mið- borginni en ekki á kostnað versl- unar og annarrar þjónustu. Ástandið er verst í Kvosinni, þar fer verslunum stöðugt fækkandi sem er ástæðan fyrir því^ að fólk verslar þar ekki lengur. Áður var Kvosin helsta viðskiptamiðstöð landsins. í stað verslana hafa í mörgum tilvikum komið kaffi- og veitingahús og það er mjög alvar- legt ef ætlunin er að gera Kvosina að framtíðargleðihverfi þjóðarinn- ar. Slík hverfi eru afar brothætt, þau geta verið glæsileg en í flest- um tilvikum eru neikvæðu hliðarn- ar fleiri en jákvæðu hliðarnar. Þegar verslunum fækkar jafnmik- ið og í Kvosinni er það nærri því lögmál að við taki lélegt ástand á húsnæði, óþrif, glæpir og ýmiskon- ar félagslegir erfiðleikar. Þetta hefur sáralítið verið rætt hér en víða erlendis hafa borgaryfirvöld þurft að aðstoða verslunareigend- ur fjárhagslega til þess að byggja upp verslun aftur í miðborgum. Þetta tel ég að við ættum að forð- ast því það eina sem þarf að gera í Kvosinni er að fjölga verslunum, um leið fjölgar íbúum og öll önn- ur starfsemi leitar jafnvægis. Heildarmat fasteigna í Kvosinni er 8,5 milljarðar og það getur haft áhrif á tekjur borgarinnar af fasteignagjöldum ef verð á fasteignum þar lækkar mikið. Það eru því miklir fjárhagslegir hags- munir í húfi fyrir borgaryfirvöld, ríkissjóð og alla fasteignaeigend- ur að fasteignaverð haldist hátt í hverfinu." Skoðun Péturs er sú að Kvosin sé einn helgasti staður íslands og á því að skipa sama sess og Þing- vellir í huga landsmanna. Innan hennar varupphafið að þéttbýlis- myndun á íslandi. Allt á niðurleið í Kvosinni Sigríður Jóhannsdóttir, eigandi verslunarinnar Seymu, er að flytja verslunina á Laugaveg 71 um miðjan nóvember. Sigríður hefur verið með verslunarrekstur í Kvo- sinni undanfarin átján ár. Ástæð- una fyrir flutningum þaðan segir hún vera þær breytingar sem hafa orðið á Kvosinni á undanförnum árum. „Það er allt \ niðurleið hér í Kvosinni, ekkert nema pöbbar og kaffihús og ég er hreinlega að flýja upp á Laugaveg þrátt fyrir að hafa alla tíð haldið að ég yrði sú síðasta að hætta verslunar- rekstri í Kvosinni. Síðustu tvö ár hafa verið mjög erfíð. Það er allt að drabbast niður hér, skítur út um allt og eftir því sem meira hefur verið lagt af peningum í miðbæinn því verra hefur ástandið M|ii l'tMiiiiiiiuni liiM v'" !>'» !|»ílðn lilllllllðil.ilkil llil lllHlllil •X" Sliilíiiinoilti, I l-ll/ lilllllllllill, lll!il(llll!|;ll1lí(i;ll, 1111(1;11 il llllinl(i(| II II » (Vií w'i* . . . | 'tf M- - merkirþað semþú óskar! Herma límmiðaforritið gefur PC* notendum kost á að kost á að útbúa límmiða eftir eigin forskrift. Það er einfalt í notkun og gefur vinnugögnum og útsendiefhi faglegt yfirbragð. Verðið er engin fyrirstaða því hugbúnaðurinn kostar aðeins 3.847 kr! í Pennanum getur þú valið úr úrvali límmiða. Þegar þú hefur fundið þá stærð sem hentar þér, gefur þú honum útlit, prentar hann út og límir á sinn stað. Þú getur valið um leturgerðir og stafastærðir, skeytt inn vörumerkjum, eða myndum, myndskreyt- ingum og ýmsu öðru sem þú vilt láta prýða miðann. Notin geta verið margvísleg: Strikamerki, límmiðar á umslög, bréfabindi, disklinga og ýmislegt fleira. Komdu við í næstu Pennaverslun og kynntu þér málið! "(Nauðsynlegur PC búnaður:(lágmark) 386 sx örgjörvi, 2MB innra minni, 2 MS-D0S 3.0 og nýrra eða sambærilegt. Windows 3.1.) Reykjavík • Hallarmúla 2 Et 581 3211 - Fax 5683909 Austurstrœti 18 s 551 0130 • Kringlunni 13568 9211 Hafnarfirði • Stiandgötu 31 S 555 0045 orðið. Mínir viðskiptavinir eru hættir að vilja koma í Kvosina eftir klukkan þrjú á daginn vegna þess hvernig ástandið er orðið. Það virðist þó vera mun betra á Lauga- veginum. Þar eru fleiri verslanir og færri krár. Borgaryfirvöld verða að fara að hrista af sér drungann og sjá veruleikann, eins og hann er orðinn í Kvosinni. Það væri miklu nær hjá þeim að hafa samband við þá sem starfa í mið- bænum því við vitum hvernig ástandið er." Að sögn Hannesar Johnsen, eins eiganda Hafnarstrætis 1-3 þar sem verslunin Seyma hefur verið til húsa, eru margir á biðlista að fá húsnæðið á leigu en engin ákvörðun hafi verið tekin um hver hlýtur hnossið en húsið hefur ver- ið til sölu í mörg ár. Þó segist hann helst ekki vilja fá kaffihús í húsnæðið. Áhrif alþjóðlegra vershmarkeðja I skýrslu Þróunarfélagsins kem- ur fram að framundan sé bylting í verslunarháttum. Með upplýs- ingahraðbrautinni muni verslun færast í vaxandi mæli á alnetið, í sjónvarp og gegnum vörulista. Færa megi að því rök að innan 5 til 10 ára verði allt að helmingur núverandi verslana í þéttbýli hætt- ar starfsemi. Að sögn Péturs á þessi spádóm- ur ekki einvörðungu við um mið- borgina heldur allt landið. „Þrátt fyrir að upplýsingahraðbrautin eigi stærsta þáttinn í fækkun starfandi verslana þá skiptir einn- ig miklu máli samruni verslana og tilkoma alþjóðlegra verslunar- keðja hér á landi. Þær hafa að sjálfsögðu áhrif á innlenda versl- un. íslenski markaðurinn þykir eftirsóknarverður smásölumark- aður vegna kaupgetu og mikillar neyslu landans. Ef miðborgin ætl- ar að standa sig í harðnandi sam- keppni á verslunar- og þjónustu- sviðinu er hún í samkeppni við önnur verslunarhverfi á höfuð- borgarsvæðinu. Miðborgin verður að hafa verulega margt upp á að bjóða umfram önnur verslunar- svæði til þess að halda uppi gjald- töku á bílastæðum líkt og nú er gert og þetta snýst ekki bara um Kringluna annarsvegar og mið- borgina hinsvegar heldur höfuð- borgarsvæðið í heild. Það er því mikilvægt að borgaryfirvöld móti ákveðna stefnu í bílastæðamálum sem hluta af skipulagi og upp- byggingu miðborgarinnar. Miðja borgarinnar færist sífellt í austur- átt. Þetta bitnar á miðborginni ef ekki eru gerðar ráðstafanir til þess að draga fólk að miðborginni með verslun, þjónustu og afþrey- ingu sem ekki er annarsstaður."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.