Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 7
+ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 B 7 VIÐSKIPTI Níu ár eru liðin frá því að Kringlan var opnuð. Pétur segir að fyrst eftir að hún var opnuð þá hafí það verið blóðtaka fyrir miðborgina sem hún hafi ekki ver- ið viðbúin. Á undanförnum árum hafi hluti miðborgarinnar, s.s. Laugavegur og Skólavörðustígur verið að sækja í sig veðrið og bætt sinn hag. „Skólavórðustígur- inn hefur gjörbreyst á skömmum tíma án þess að ein króna hafí verið lögð í gatnaframkvæmdir. Flest allt það góða sem hefur ver- ið að gerast á Skólavörðustígnum er tilkomið vegna fjölgunar versl- ana við götuna." Pétur segir að það sé ódýrara fyrir borgaryfirvöld að beina upp- byggingunni að miðborginni í stað þess að byggja sífellt upp ný við- skipta- og þjónustusvæði. „Víða erlendis eru opinberir aðilar sem höfðu flutt út úr miðborgum að flytja inn í þær aftur. í Reykjavík hefur ekki verið nægilega skýr stefna í skipulagsmálum. Það þarf að veita þjónustu í úthverfum en það er heppilegra að bjóða upp á betri samgöngur og góða aðkomu að miðborgum heldur en draga sérverslanir í úthverfin. Borgar- yfirvöld standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort þau hafa áhuga á að hafa áhrif á þessa þróun með afgerandi hætti eða horfast í augu við það að eftir innan við áratug verði þau neydd til þess að mínu hyggjuviti að eyða stærstum hluta af skattpeningum borgarinnar í uþpbyggingu mið- borgarinnar á ný." Að sögn Guðrúnar Ágústsdótt- ur, forseta borgarstjórnar, hafa borgaryfirvöld ekki treyst sér til að neita aðilum, sem vilja breyta verslunum og öðru húsnæði í veit- ingastaði, um leyfi til þess og setja upp kvótakerfí. „Þróunin hefur verið sú að Skólavörðustígur og Laugavegur blómstra sem versl- unargötur í dag en á sama tíma virðist þróunin vera sú að í mið- borginni eru að rísa fleiri og fleiri skemmtistaðir. Ég tel æskilegt að við reynum að styrkja verslun í miðborginni í samvinnu við hags- muna- og rekstraraðila þar. Þetta er forsenda þess að fólk treysti sér til þess að búa í miðborinni. Við erum með átak í gangi, „íbúð á efri hæð", með að fjölga íbúum í miðborginni. Með því er ætlunin að gera eigendum atvinnuhús- næðis kleift að breyta illa nýttu húsnæði í íbúðir. Átakið gengur vel og þó nokkrir styrkir hafa ver- ið veittir til breytinga." Aðkeyrsla í mið- borgina erfið Edda Níels, eigandi Linsunnar í Aðalstræti, segir miðborgina vera að breytast úr verslunarsvæði í kaffihúsa- og kráarsvæði. „Með lokun Hafnarstrætis er verslunar- eigendum við götuna gert erfiðara um vik og öll aðkeyrsla inn í mið- borgina er orðin erfið. Hönnun Ingólfstorgs er mislukkuð frá grunni og þar er ekki einu sinni gert ráð fyrir salernisaðstöðu þannig að það þurfti að setja upp færanlega kamra í Aðalstrætinu með tilheyrandi sóðaskap í ná- grenninu. Nú er ég dauðhrædd KVOSIN að breytast úr verslunarhverfí í kaffi- og veitingahúsahverfi. VERSLUNIN Seyma er að flylja upp á Laugarveg vegna slæms ástands í Kvosinni. um að næst verði Austurvelli breytt á svipaðan hátt og Ingólf- storgi. Að mínu áliti væri nær hjá borgaryfirvöldum að styðja við bakið á ungu listafólki og gefa því tækifæri til að sýna og selja fram- Ieiðslu sína í miðborginni í stað þess að sekta alla sem ekki greiða í stöðumæla sem koma í miðborg Reykjavíkur. Það væri miklu nær að bjóða upp á ókeypis bflastæði í bílastæðishúsum því við getum ekki keppt við verslanir í ððrum hverfum sem bjóða upp á ókeypis bílastæði." Byggja verslunar- kjarna Að sögn framkvæmdastjóra Þróunarfélags Reykjavíkur er nauðsynlegt að skipuleggja mið- borgina sem eina heild. „Það vant- ar ókeypis samgöngur innan svæð- isins. Síðan þarf að byggja upp verslunarkjarna í miðborginni. Tveir til þrír þeirra gætu meðal annars tengt Hverfisgötu og Laugaveg saman þannig að innan- gengt væri frá báðum götunum. I hverjum verslunarkjarna verði starfræktar 30-40 verslanir. í kringum verslunarkjarnana er hægt að reka blómlega verslun og veitingastaði. Með þessum fram- kvæmdum styrkjum við best versl- un í miðborginni." „Ég vona að fallið verði frá þeirri hugmynd að breyta Hafnar- húsinu í listasafn. Ef fyrstu tvær hæðirnar og portið verða ekki að verslunarmiðstöð þá má afskrifa Kvosina sem verslunarsvæði með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Eins væri hægt að byggja verslun- armiðstöð við Tryggvagötuna þar sem áður var gert ráð fyrir strætis- vagnamiðstöð hjá Tollhúsinu," segir Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Reykjavíkur. Nýtt deiliskipulag fyrir miðborgina Að sögn Guðrúnar Ágústsdótt- ur hefur lítill strætisvagn ekið um Þingholtin undanfarna mánuði. „Það er að komast á reynsla með hann sem mun nýtast okkur þegar tekin verður ákvörðun um fram- haldið, en það er alltaf spurning um hvort eigi að vera ókeypis í suma strætisvagna en ekki aðra." Að hennar sögn á allt Hafnar- stræti að vera lokað fyrir umferð samkvæmt deiliskipulagi sem var samþykkt í tíð fyrri meirihluta í borgarstjórn. „Ný skipulagsnefnd og borgarstjórn hafa skoðað möguleika á að loka einungis hluta Hafnarstrætis fyrir bílaum- ferð en það er ekki fullfrágengið ennþá. Borgarskipulag og skipu- lagsnefnd hafa ákveðið að endur- skoða deiliskipulag miðborgarinn- ar sem eina heild og á næstunni verður gerð þróunaráætlun um miðborgarstarfsemi í náinni sam- vinnu við hagsmunaðaila á svæð- inu," segir forseti borgarsjórnar. L 4 HannaB fyrir Microsoff Windows'95 Navision Financials nýja grafíska bókhalds- og upplýsingakerfið, tengist beint við algeng forrit s.s. Word og Excel og gengur á öllum algengustu PC stýrikerfunum. Navision Financials - kerfi sem stemmir! Navision Financiats er fyrsta viðskiptakerfið í heiminum sem viðurkennt er fyrir Windows 95 og hlaut gullverðiaun PC User. Allar nánari upplýsingar veita sölumenn okkar. Umbods- og dreifingaradili: STRENGUR ÁRMÚLA7 • 105 REYKJAVÍK SÍMI 550 9000 • FAX 550 9010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.