Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FISKVINNSLUFYRIR- TÆKIÐ Taabbel er eitt af stærstu fyrirtækjum Dana á sínu sviði og eitt fárra slíkra fyrirtækja, sem ekki þarf að kvarta undan afkomunni. Fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki, en framleiðslustjórinn er Axel Ól- afsson og hefur hann á sínum snær- um allt framleiðslusvið fyrirtækis- ins. Axel er með íslenskt vélstjóra- próf, en strax að lqknu prófi í rekstrarverkfræði frá Álaborgarhá- skóla hóf hann störf hjá Taabbel. Þar sem mörg dönsk fiskvinnslufyr- irtæki hafa átt í rekstrarerfiðleikum undanfarin ár er forvitnilegt að heyra af fyrirtæki, sem gengur vel. *• Það liggur beint við að spyrja íslendinga, sem ráða sig í vinnu erlendis að prófi loknu af hverju þeir sæki ekki beint heim. Axel segist hafa haft hug á að kanna atvinnumöguleika í Danmörku því honum og fjölskyldunni hafa fallið vel lífið þar og eins hafí honum fundist verkefnin spennandi^ en lítið um að vera á sínu sviði á Islandi. Dönsk fiskvinnsla gjöldum hlaðin Fiskvinnslufyrirtækið Taabbel í Hanstholm er eitt stærsta og best rekna fyrirtæki Dana á því sviði. Sá sem stýrir framleiðslunni þar er Axel Olafsson. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við hann um að- Örlög Foodmark lærdómsrík stæður í danskri físk- Fyrirtækið er til húsa í Hanst- holm, þangað sem fjöldi íslendinga hefur sótt í vinnu undanfarin ár og byggingarnar teygja sig víða um iðnaðarhverfi bæjarins, enda eru ^þær orðnar 25 þúsund fermetrar að flatarmáli. Fyrirtækið var stofn- að um aldamótin síðustu og fram- leiðir á ári um fimm þúsund tonn af tilbúnum fískréttum og 500 tonn af rækju. Ársveltan er 200-250 milljónir danskra króna eða um 2,5 milljarðar íslenskra króna og 250 manns vinna hjá fyrirtækinu. Axel segir að til séu stærri dönsk físk- vinnslufyrirtæki eins og Royal Gre- enland og Rahbek og við þau séu Taabbel í harðri samkeppni, en Taabbel gangi einna best að skila *fiagnaði. Fyrir nokkrum árum var fyrir- tækið Foodmark eitt helsta fisk- vinnslufyrirtæki Dana og miklar vonir bundnar við það, en eftir að það var leyst upp er Taabbel orðið eitt síðasta stóra fyrirtækið í þess- ari grein, sem er í danskri eigu. Foodmark var í eigu nokkurra dan- skra fyrirtækja, þar á meðal mjólk- urfyrirtækisins MD Foods og lífeyr- issjóða. I fyrstu voru keypt tvö traust og stöndug fjölskyldufyrir- tæki, Rahbek samsteypan og Thor- fisk og síðar bætt við fyrirtækjum í Skotlandi og Noregi. Axel segir fjölskyldufyrirtækin tvö hvort um sig hafa haft sinn háttinn á í rekstri k>g sölu, en við samrunann hafí ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri með aðsetur í Kaupmannahöfn. Það gafst ekki vel, illa gekk að sam- ræma starfsemina og ná þeim krafti í reksturinn sem samruninn átti að færa og starfsemi í Murmansk og ; tilraunaveiðar í Namibíu varð pen- ingahít, sem ekki skilaði hagnaði. Því kipptu fjárfestar að sér höndum 1 og vildu ekki hætta á frekara tap. ! Tapið síðustu tvö árin var 36 millj- ónir danskra króna og sextíu millj- ónir. Axel segir sögu Foodmark athyglisverða. fyrirtækið hefði átt að geta náð hagkvæmni með fjöl- breyttri framleiðslu líkt og Taabb- jel, en í staðinn drukknaði það í skrifræði og stjórnun. Matvælafyrirtæki - ekki fískvinnslufyrirtæki Axel segist ekki hafa þekkt vel til fyrirtækisins, þegar hann réð sig þangað á sínum tíma, en hafi síðar komist að því að það var framsæk- ið og nógu stöndugt til að hafa bolmagn til vöruþróunar og sóknar inn á nýja markaði með nýjar vör- ur. Þannig námu fjárfestingar þess 23 milljónum danskra króna á síð- asta ári og þær voru fjármagnaðar 'af eigin fé, sem veitir mikið svig- rúm. Framsæknin kemur einkum í ljós á sviði tækni- og vöruþróunar, segir Axel. „Hvað framleiðsluna varðar getum við nánast allt. Við vinnum allar höfuðtegundir neyslu- fisks að síld og makríl undanskild- um, aðallega ufsa, þorsk, ýsu og . rauðsprettu. Fyrirtækið stundar ekki útgerð. Fiskinn kaupum við hér í Hanstholm og niður til Hol- vinnslu, meðal annars í samanburði við ís- lenskar aðstæður. Iands og eins í Noregi. Frá íslandi höfum við keypt karfa og rækju, frosinn fisk frá Namibíu og rækjur frá Víetnam og Bangladesh svo eitt- hvað sé nefnt. Norska fiskinum er ýmist landað hér eða við kaupum hann í Noregi. Styrkur okkar liggur meðal ann- ars í því hve framleiðslan er fjöl- breytt. Við erum ekki nauðbeygðir til að taka allt, sem býðst heldur getum valið fisk, bæði með tilliti til stærðar og verðs. Það horfir öðru vísi við fyrir flest íslensk fisk- vinnslufyrirtæki, sem hafa sína eig- in útgerð og verða að taka það sem að landi kemur, hvort sem það hent- ar framleiðslunni eða ekki. Annað er svo að vöruþróun geng- ur hratt fyrir sig hjá okkur, ákvarð- anataka gengur hratt fyrir sig og við getum brugðist fljótt við. Við seljum ekki beint í verslanir, heldur fyrst og fremst til heildsala eins og kjörbúðakeðja eða þeirra sem selja til smásala og þá er fiskurinn seldur undir þeirra vörumerki. Við seljum til dæmis til sænsks fyrirtækis, sem kaupir fisk frá okkur, en síðan kjöt, grænmeti og annað víðar að til að selja í skólamötuneyti. Við erum með litla viðskiptavini, en einnig aðra verulega stóra og markaðir okkar eru í Noregi, Svíþjóð, Þýska- landi, Frakklandi og ítalíu, svo eitt- hvað sé nefnt. Viðskiptavinir okkar setja iðulega fram óskir við okkur og við þróum þá vöruna í samráði við þá og sama gildir um umbúðirn- ar. En þó við séum sveigjanlegir og getum komið til móts við óskirnar þá erum við með fjöldaframleiðslu og vörunum er dælt út í stórum stíl. Við berum ábyrgð á framleiðsl- unni frammi fyrir viðskiptavinum okkar, þó neytandinn þekki ekki vörumerki okkar. Flest fyrirtæki á íslandi eru tengd Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna eða Öðrum sölusam- tökum, sem safna framleiðslunni saman og selja. Það er því utanað- AXEL Ólafsson er framleiðslustjóri Taabbel í Hanstholm. komandi sölukerfi, sem stýrir fram- leiðslunni. Fyrirtækin hafa eðlilega ekki bolmagn til að standa að sölu- starfinu hvert fyrir sig, en að mínu mati eru sölusamtökin ill nauðsyn, því það heftir framsækni fyrirtækj- anna að vörum þeirra sé öllum blandað saman við fyrirfram ákveð- ið verð. Það dregur úr áhuga þeirra á vöruþróun og fyrirtækjunum er þá heldur ekki kleyft að byggja upp sérþekkingu og rækta samband við viðskiptavinina. Þetta þýðir að fyr- irtækið er ekki í neinu sambandi við viðskiptavini sína og um leið er vandséð hvernig hægt er að mæta þörfum þeirra og séróskum. Önnur sjálfhelda, sem íslensk fiskvinnslufyrirtæki búa við er að með eigin útgerð og eiginn kvóta er ég ekki viss um að markaðslög- málin gildi, þegar togari landar í eigin fyrirtæki, en ekki þar sem besta verðið fæst. En það er líka skiljanlegt að í litlu byggðarlagi er útgerðin oft undirstaða atvinnulífs- ins og áríðandi að físknum sé land- ið þar, meðan fyrirtæki eins og Taabbel getur valið og hafnað. Við göngum svo skrefí lengra því í vinnslunni eykst verðgildi fisksins töluvert. Við seljum unna vöru, ekki hráefni. Við lítum því svo á að við séum fremur í matvælaiðn- aði en í fiskvinnslu. Við keppum við önnur matvæli eins og kjöt, sem er niðurgreitt og búum við kröfur um stöðugt ódýrari vörur, sem legg- ur okkur þær kvaðir á herðar að nýta fiskinn æ betur og lækka framleiðslukostnaðinn. Línudansinn felst svo í því að ef fiskverðið verð- ur of lágt hætta sjómennirnir að veiða, því afraksturinn þar er þegar ekki sérlega mikill. Líkt og íslensk frystihús, sem fyrst og fremst flokka og pakka, hafa þau dönsku átt erfitt uppdrátt- ar og nýlega lokaði til dæmis eitt þeirra hér í Hanstholm og flutti til Póllands. Ástæðan fyrir flutningn- ÚR frystigeymslunni hjá danska fiskvinnsluyfyrirtækinu. um er fyrst og fremst sú að í Aust- ur-Evrópu er launakostnaður lægri, ekkert lágmarksfískverð, litlar kröfur hvað varðar umhverfísvernd og litlar kvótatakmarkanir, en það síðastnefnda mun væntanlega breytast þegar fram í sækir. Til- gangurinn með flutningnum er auð- vitað að lækka framleiðslukostnað- inn og eins er sölunni beint til landa utan Evrópusambandsins. Lang- tímamarkmiðið er sennilega einnig að ná fótfestu í landi, sem væntan- legur verður eitt af fyrstu Austur- Evrópulöndunum til áð fá inngöngu í Evrópubandalagið." Aðspurður hvort matvælaiðnað- arfyrirtæki eins og Taabbel sé það sem koma skuli, meðan frystihúsin líði undir lok, segir Axel að svo sé ekki. Það verði alltaf þörf fyrir blokkir sem hráefni í vinnsluna. Búið í haginn fyrir starfsfólkið Vinnueftirlit er strangt í Dan- mörku, en Axel segir að mesta að- haldið hvað aðbúnað starfsfólks snerti sé að stjórnendur fyrirtækis- ins álíti að góður aðbúnaður sé hluti af því að bæta framleiðsluna. Þessi skilningur marki fyrirtækinu sér- stöðu. „Við höfum á ýmsan hátt reynt að búa í haginn fyrir starfs- fólkið, rekum til dæmis leikskóla, þar sem meðal annars eru húsdýr og fyrirtækið rekur klúbb fyrir eldri starfsmenn. Þessi aðbúnaður starfsfólks er eitt af því sem gerir fyrirtækið sérstakt og slíkt er ann- ars sjaldnast að finna nema hjá stórum fyrirtækjum. Annað sem ég tel að marki fyrir- tækinu sérstöðu er afslappaður og óformlegur stjórnunarstíll. Við stjórnendurnir höldum eins fáa fundi okkar á milli og unnt er. Fundir eru hinn mesti tímaþjófur, en við tölum óformlega saman þeg- ar þess er þörf. Styrkur okkar eru hraðar, markvissar ákvarðanir, enda erum við fljótari að svara breyttum markaðsaðstæðum en flestir keppinautar okkar. Til að styrkja samstarf bæði milli starfsfólksins innbyrðis og milli þess og stjórnenda held ég svokall- aða spjallfundi í hádegishlénu. Starfsfólk sem vinnur saman eða tilheyrir sama framleiðslusvæði er boðið til rabbfundar án fyrirfram ákveðinnar dagskrár. Mæting er frjáls, en það mæta allir og sýna áhuga. Reynslan sýnir að starfsfólk er fróðleiksfúst um framleiðsluna og vill skilja af hverju hún er skipu- lögð eins og hún er. Við vorum áður með upplýsingafundi fyrir alla starfsmen, en slíkir fundir urðu venjulega eintal stjórnenda, því fæstir starfsmenn hafa þor til að stand upp í 250 manna hópi. Ég held að spjallfundirnir séu mun ár- angursríkari aðferð til upplýs- ingamiðlunar en stórir fundir eða tillögukassinn, sem er annars al- gengur í fyrirtækjum, en hefur til- hneigingu til að enda sem rusla- tunna fyrir sælgætisbréf." Rekstur danskrar fiskvinnslu hvorki ríkis- né ESB-styrktur Um samanburð á aðstæðum fisk- vinnslu á íslandi og í Danmörku segir Axel að slíkt sé flókið mál, því þar fléttist saman margir þætt- ir og hann hafí ekki sett sig inn í íslenskar aðstæður í smáatriðum. „Ég er hins vegar ekki sannfærður um að hærri laun í danskri físk- vinnslu en þeirri íslensku stafí af því að hér sé ódýrara eða auðveld- ara að stunda þennan rekstur. Á íslandi heyrist stundum að dönsk fiskvinnsla njóti ESB-styrkja og aðstoðar frá sveitarfélögunum, ekki síst í Hanstholm, þar sem ESB hafí byggt upp hafnaraðstöðuna. Þetta er úr lausu lofti gripið. Fisk- iðnaðurinn nýtur alls engra rekstr- arstyrkja, hvorki frá sveitafélögum ná ESB. Einu ESB-styrkirnir sem við eigum kost á eru fjárfestingar- styrkir upp á 25-30 prósent og þá þurfa fjárfestingarnar líka að upp- fylla mörg skilyrði. Þær þurfa til dæmis að nýtast til að bæta vinnu- aðstöðu og -umhverfi, létta störfin eða fjölga þeim. Styrkirnir koma ekki sjálfkrafa á neinn hátt og þeim fylgja heimsóknir eftirlitsaðila ESB. Umhverfísgjöld af ýmsu tagi, svokölluð „græn gjöld" eru vaxandi kostnaðarliður í fiskvinnslu eins og í annarri framleiðslu. Vatnsverð er hátt, svo hver rúmmetri af vatni er dýr, en það kostar okkur líka að skila vatninu frá okkur, því á það legst sérstakt frárennslisgjald. Einnig eru ýmsar kvaðir lagðar á fyrirtæki hvað varðar vinnuaðstöðu. Við þurfum til dæmis að greiða ákveðna upphæð á hvern starfs- mann til atvinnuheilsugæslustöðv- ar, þó við höfum valið þá leið að hafa okkar eigin hjúkrunarkonu. Við höfum vatíð þá leið, því við telj- um það hluta af góðum aðbúnaði á vinnustað, þó það tíðkist annars ekki nema meðal stórfyrirtækja. Vinnueftirlitið fylgist vel með og þar þurfum við að leggja fyrir ná- kvæma lýsingu á hverju einasta vinnuferli fyrirtækisins, meta og vera markvissir í áætlunum um hvað betur megi fara. Við erum ekki sérlega ánægðir með þessar kvaðir, því við álitum sjálfir að það sé fyrirtækinu í hag að búa vel að starfsfólkinu, því þannig verði framleiðslan betri. Nú stendur til að gera opinbert átak gegn einhæfri og slítandi vinnu. I Danmörku hefur fiskvinnsl- an slæmt orð á sér hvað vinnuað- stæður og -umhverfí varðar, en það er ekkert nýtt fyrir okkur að vinna í fiskvinnslu sé einhæf og slítandi og því höfum við leitast við að gera vinnuferlið sem fjölbreyttast. Við álítum okkur hafa náð góðum ár- angri, en líklega endar þetta með því að gerðar verðar kröfur um vinnuhlé í ofanálag við okkar eigin úrbætur. Hátt vatnsverð, græn gjöld og kröfur um aðbúnað starfs- fólks er óhjákvæmilega hvatning til fjárfestinga til að spara vinnuafl, orku og bæta umhverfisþættina. Á íslandi hef ég séð því haldið fram að launatengd gjöld í ís- lenskri fiskvinnslu séu rúmlega 33 prósent, en nemi 20 prósentum í danskri fiskvinnslu. Þetta er rangt, því launatengd gjöld hér eru 27 prósent. Það er rétt að það þarf fleira fólk til að hreinsa orm á ís- landi, því hjá okkur sést varla orm- ur. Fjarlægð frá mörkuðum kostar líka sitt. Hvað varðar afköst á hvern unninn tíma hefur verið nefnt að hann sé mun hærri í Danmörku en á Islandi, þó munurinn hafi minnk- að eftir að tekið yar upp hóplauna- kerfi á íslandi. í þessu sambandi er vert að nefna að við skiptum fyrir nokkrum árum yfir í almennt tímakaup, þannig að afkastamun- urinn liggur ekki þar. Ég nefndi áður tækniþróun í fyrirtækinu og held að hún sé ein aðalskýringin á góðum afköstum, til dæmis hjá okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.