Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 9
-+- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 B 9 VIÐSKIPTI Dagbók ÚR fiskvinnslusalnum hjá Taabbel Hvað rækjuframleiðsluna varðar þá fæ ég ekki betur séð en að ís- lenskir framleiðendur ættu að hafa töluvert meira upp úr henni en þeir dönsku. Allir kostnaðarliðir eru hærri í Danmörku en á íslandi, nema hugsanlega viðhaldskostnað- ur. Hráefnið er allt að 20 prósent ódýrara, annar framleiðslukostnað- ur eins og laun, vatn, orka, skólp- gjald og önnur umhverfisgjöld lægri. Vatnsnotkun er gríðarleg í rækjuvinnslunni og við þurftum að leggja í töluverðan kostnað til að sía það vatn, sem skilað er til hreinsistöðvarinnar, auk kostnaður við að losa okkur við skelina. Vatns- kostnaður á íslandi er það lítill að hann er ekki tekinn með í fjárhags- áætlanir, en er umtalsverður kostn- aðarliður hér. Hver rúmmetri vatns hjá okkur kostar um 4 krónur danskar, um 45 íslenskar krónur, sem er með því ódýrasta í Dan- mörku. Frárennslisvatn frá flestum íslenskum verksmiðjum fer beint í sjóinn, þó það breytist vísast með hertum umhverfisreglum. Á móti kemur að flutningskostnaður er- meiri á íslandi. Það hefur vakið undrun í Dan- mörku að íslendingar hafa yfirfyllt markaðinn af rækju. Þó verðið hafi lækkað um 20 prósent stöðvar það ekki framleiðsluna, heldur er rækj- unni áfram skellt inn á markaðinn. Danskir kaupendur bíða rólegir, því allir vita að á íslandi er mikið magn á lager, um fimm þúsund tonn af pillaðri rækju og verðþróunin geng- ur aðeins í eina átt, niður. Þetta er slæm þróun, þar sem hráefnis- verð hefur ekki lækkað að sama skapi og verð á fullunninn vöru. íslendingar liggja þar af leiðandi með vörur á lager, sem þeir hafa greitt hátt verið fyrir og að auki tekið dýr afurðalán út á." + Fátt eins gott og glæný ýsa Hjá fiskþjóð eins og íslendingum hafa unnar fiskvörur til neytenda ekki verið í miklu áliti og þegar Axel er spurður að því hvort hann borði sjálfur framleiðsluna sem hann hefur eftirlit með hlær hann dátt og segist gera það með bestu lyst. „Það er ekkert af okkar fram- leiðslu, sem ég myndi ekki borða sjálfur. Gæðaeftirlitið er strangt og hjá fyrirtækinu vinna einn líffræð- ingur og fjórir starfsmenn á rann- sóknarstofu við gæða- og hrein- gerningaeftirlit. En hluti af öflugu gæðaeftirliti okkar liggur hjá við- skiptavinunum. Þannig seljum við til dæmis fisk til bandaríska hersins í Þýskalandi. Framan af komu eftir- litsmenn þaðan fjórum sinnum á ári í heimsókn til að tryggja að framleiðslan stæðist gæðakröfur þeirra, en nú hefur skapast reynsla og trúnaðarsamband, svo ein eða tvær heimsóknir á ári eru látnar duga. Sama er með samskiptin við aðra stóra viðskiptavini. Við erum í auknum mæli að draga úr lokaathugun vðrunnar, en færum eftirlitið inn í framleiðsluna, þar sem öll stig eru undir stöðugu eftirliti. Allt sem við kaupum í miklu magni fer í gegnum móttökueftirlit okkar. Sem dæmi má nefna að okkur hefur reynst erfitt að stýra gæðum á rækju frá Bangladesh, að stærð og flokkun væri í lagi og að vatnsmagn og gerlamagn væri réttu meginn við strikið. Til þess að hafa betri stjórn á gæðunum erum við því í auknum mæli farnir að kaupa rækjuna hráa og frosna þaðan, í stað þess að fá hana soðna og jpillaða. Eg hef því góða lyst á fram- leiðslu okkar, en neita því hins veg- ar ekki að mér finnst fátt eins gott og glæný ýsa." Útílutnings- ráðFÍS ÚTFLUTNINGSRÁÐ Félags ís- lenskra stórkaupmanna boðar til fundar föstudaginn 8. nóvember nk. kl. 12 í Víkingasal á Hótel Loftleið- um. Framsögumenn verða: Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra pg Jón Ásbjörnsson, formaður FÍS. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500. Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu félagsins í síma 588 8910. Athugið breyttan fundarstað. Nýtur landsbyggðin góðærisins? Á MORGUNVERÐARFUNDI Verslunarráðs íslands, sem haldinn verður á Hótel KEA 8. nóvember nk., verður fjallað um hvort lands- byggðin njóti góðs af góðærinu með sama eða svipuðum hætti og höfuð- borgarsvæðið. Framsögumenn verða: Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, Vilhjálmur Egilsson, alþingis- maður og framkvæmdastjóri Versl- unarráðs, Jóhannes Geir Sigurgeirs- son, stjórnarformaður KEA. I lok fundarins verða almennar umræður og svör gefin við fyrirspurnum. Morgunverðarfundur VÍ fer fram sem fyrr segir á Hótel KEA frá kl. 8 til 9.30 8. nóvember nk. Ráðstefna um atvinnusvæði framtíðarinnar RÁÐSTEFNA um atvinnusvæði framtíðarinnar verður haldin í Fé- lagsheimili Kópavogs föstudaginn 8. nóvember frá kl. 14-17. Reynt verður að svara spurningum um hvaða stefna og straumar ríki í alþjóðlegum fjárfestingum og fyrir hverja ný at- vinnusvæði i Kópavogsdalnum séu og munu fyrirlesarar fj'alla um þetta efni, auk þess sem Davíð Oddsson, forsætisráðherra, heldur fyrirlestur um hvers sé að vænta af íslensku efnahagslífi á næstu árum. Aðrir fyrirlesarar eru Peter L.W. Morgan markaðsráðgjafi og fram- kvæmdastjóri Evrópudeildar ráð- gjafa- og fjármálafyrirtækisins DTZ, Gunnar I. Birgisson, formaður bæj- arráðs Kópavogs, og Birgir H. Sig- urðsson, skipulagsstjóri Kópavogs. I fréttatilkynningu segir að ráð- stefnan sé fyrir alla þá sem láti sig framvindu atvinnulífsins einhverju skipta, en nánari upplýsingar um ráðstefnuna er hægt að fá á mark- aðsskrifstofu Kópavogs. Endurmenntun EFTIRFARANDI námsskeið verða haldin á vegum Endurmenntunar- stofnunar HI: Að ná árangri í samningum er yfirskrift námskeiðs Endurmennt- unarstofnunar sem haldið verður 11-12. nóvember nk. kl. 8.15-16.00. Kennari er Alister MacLennan, iðn- aðarfélagsfræðingur. Innri markaðsmál. 7. nóvember kl. 8.30-12.30. Kennari: Þórður Sverrisson rekstrarhagfræðingur, ráðgjafi hjá Forskoti ehf. Að ná árangri í samningum. Samningatækni fyrir þá sem eru að kaupa eða selja. 11. og 12. nóvember kl. 8.15-16. Kennari: Alistair Mac- Lennan, iðnaðarfélagsfræðingur. Skattaréttur — fræðileg og hag- nýt atriði. 11., 12. og 13. nóvember kl. 16-19.30. Kennarar: Ingvar J. Rögnvaldsson, Kristín Norðfjörð, Kristján Gunnar Valdimarsson frá Skattstofu Reykjavíkur. Bein markaðssetning. 12. og 13. nóvember kl. 8.30-12.30. Kennarar: Marteinn Jónasson, framkvæmda- stjóri Framtíðarsýnar ehf., og Sverr- ir V. Hauksson, verkefnisstjóri hjá Markhúsinu ehf. Notkun Exel 5.0 við fjármála- sljórn. Kennari: Páll Jensspn pró- fessor HÍ og Guðmundur Ólafsson kennari HI. - ^ iSffillilíllKH hflW^illllíli lllllliiMll i xg^^s^i 1.200 Apple CD1200Í [átta hraöa] Apple Multiple Scan 14" lítaskjár 3.5* - les Mao- og POdiska Hnappaborð: Apple Design Keyboard Nettengi: Innbyggt LocaíTalk (sæti' fyrir Ethemet-spjald) Hljób: 16 b'ita hljóö inn og út Styrikerfi: System 7.5.5, sem aö sjálfsögðu er allt á islensku Hugbúnabur: Hið Ijölhæfa ClarisWorks 3.0. í forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, tvö teikniforrit, gagna- grunnur og samskiptaforrit. Ritvöllur 3.0 - stafsetningarleiðrétting og samheitaorðabók og Málfræðigreining - kennsluforrit í íslenskri málfræði. Öll þessi forrit eru á íslensku. Mac Gallery Clip Art, Thinkin' Things, At Ease, Millies Math House, Click Art Performa, Spin Doctor og Supermaze Wars. Geisladiskar: Groliers Encyclopedia, Myst, Mega Rock Rap 'n' Roll, RedNex, The Way Things Work, Deadalus Encounter, Making Music, Aladdin Activity Centre, Lion King Story Book og Toy Story Preview Leikir o.fl.: :ðL MY: VwHOC m Color StyieWriter 1500: Prentaðferð: .Thermar-bleksprauta 720x360 pát með mjúkum útíínum í sv/hv 360x360 pát fyrir lía- og grátónaprentun Háhraða raðtengi (885 Kbps) Beintenging viö töh/unet með StyleWriter EtherTalk Adapter (aukabúnaður) Allt að 3 síður á mínútu í svart/hvítu Stuðningur við TrueType- og Adobe PostScript letur Pappírsmötun: Fjölnota bakki sem tekur allt ab 100 síður eða 15 umslög Flestallur pappir, glærur, „back-printfilm", umslög og límmiðar Tengi: Hraöi: Leturgerðir: Prentefni; \ ^S^tg-r^ Apple-umboðið Skipholti 21. 105 Reykjavík, simi: 511 5111 Heimaslöa: http://www.apple.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.