Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Ný þjónusta hjá Þjóðráði Fyrsta íslenska síma- miðstöðin tekin til starfa ÞJÓÐRÁÐ ehf., sem sérhæfir sig í símaþjónustu, hefur frá því í byrjun september boðið upp á nýja þjón- ustu, Call Center, eða símamiðstöð sem er fyrst sinnar tegundar hér á landi. Með henni getur Þjóðráð boð- . ið viðskiptavinum sínum upp á sím- svörun í þeirra nafni. Þjóðráð var stofnað 1. október 1989 og eru eigendurnir þrír, Eirík- ur Hans Sigurðsson, sem sér um fjármálin hjá fyrirtækinu, Jón Óli Sigurðsson, sem sér um tölvumálin, og Svavar Kristinsson sem sér um markaðsmál fyrirtækisins. Að sögn Svavars hefur Þjóðráð frá upphafi aðallega sinnt úthringingaþjónustu, s.s. auglýsingasöfnun, fyrir fyrir- tæki og hagsmunasamtök. „Eins höfum við selt geisladiska í síma- sölu og margt fleira. Til þess að geta bætt þjónustuna enn frekar við okkar viðskiptavini þá ákváðum við að taka símamiðstöðina í notk- un. Fyrirmyndin af símamiðstöðinni kemur upprunalega frá Bandaríkj- unum en þar hefur sambærileg þjónusta verið á boðstólum í þrjátíu ár og í Evrópu síðastliðin fimmtán ár." ÖU vöruafgreiðsla lijá Þjóðráði Þjóðráð rekur einnig vöruhús fyrir smærri fyrirtæki. Með tilkomu vöruhússins opnast sá möguleiki að sjá alfarið um þjónustu við við- skiptavininn, segir Eiríkur. „Ef við tökum pöntunarlista sem dæmi gætum við annast símasvörun vegna pantana eftir dreifingu list- ans. Öll vöruafgreiðsla, allt frá toll- afgreiðslu til afhendingar vörunnar, ásamt birgðahaldi og birgðabók- haldi gæti verið í höndum Þjóðráðs. Með öðrum orðum, yfirbygging pöntunarlistans þarf ekki að vera stórkostleg heldur sjáum við alfarið um afgreiðsluna fyrir listann eða það fyrirtæki eða samtök sem þess óska." Frá opnun sjónvarpsmarkaðar Stöðvar 3, Heimskaupa, hefur Þjóðráð haft umsjón með markaðn- um. Að sögn Svavars hafa Heims- kaup, fyrsta verkefni símamið- stöðvar og vöruhúss Þjóðráðs, gengið samkvæmt áætlun og nú er fyrirtækið tilbúið til að taka að sér svipaða þjónustu fyrir fleiri að- ila. „Fyrirtæki erlendis eru í vax- andi mæli að nýta sér símamið- stöðvar þegar álagspunktar koma upp í rekstrinum, s.s. í kjölfar aug- lýsingaherferða. Það svarar varla kostnaði fyrir þau að þjálfa upp nýtt starfsfólk, bæta við símakerfí og skrifstofubúnaði fyrir nokkra vikna aukaálag. Aftur á móti ef þau gera ekkert til þess að bæta þjón- ustuna á álagstímum þá geta þau tapað viðskiptavinum. I tilvikum sem þessum getur símamiðstöð komið að gagni. Símakerfið hjá okkur og tölvukerfið er tengt saman þannig að símsvörunarkerfið gefur Morgunblaðið/Þorkell SVAVAR Kristinsson, Eiríkur Hans Sigurðsson og Jón Óli Sigurðsson, eigendur Þjóðráðs ehf. upp hvaða þjónustu viðkomandi við- skiptavinur vill ná samband við. Starfsmaður Þjóðráðs sem svarar í símann er því undir það búinn að svara spurningum og skrá niður vörukaup viðskiptavinarins. Við gætum jafnvel tekið að okkur að svara í síma fyrir opinberar stofnan- ir og m.a svarað spurningum um breytingar á reglugerðum o.fl." Símamiðstöð Þjóðráðs er opin frá 8.30-19 alla virka daga en stefnt er að sólarhringsvöktum og segir Svavar að ef óskað er eftir lengri afgreiðslutíma en nú er þá sé auð- velt að verða við því. Nútíma tölvutækni í nefndarstörfum Unnið að uppsetningu Erindreka hjá mörgum sveitarfélögum NYTT og endurbætt tölvukerfi fyrir byggingarfulltrúa og bygg- inganefndir sveitarfélaga er nú komið á markaðinn. Kerfið, sem nefnist Eríndreki, er hannað af hugbúnaðardeild Tæknivals hf. í samvinnu við fleiri aðila. Erindreki hefur verið reyndur hjá Borgar- skipulagi Reykjavíkur og gefíð góða raun. Unnið er að uppsetn- ingu kerfísins hjá fleiri sveitarfé- lögum vítt og breitt um landið, að því er segir í frétt. Þar kemur fram að með upp- setningu nýja kerfísins megi segja að byggingarnefndir hafi tekið nútíma upplýsingatækni í þjón- ustu sína. Helstu kostir Erindreka eru þeir að þar fer fram á einum stað skráning, umfjöllun og af- greiðsla þeirra mála sem berast. Þetta gefur nefndarmönnum og starfsmönnum sveitarfélaga glögga yfirsýn yfir öll erindi, hvers eðlis þau eru, hvar þau eru stödd á hverjum tíma og hver endanleg afgreiðsla er. Sömuleið- is auðveldar kerfið fólki að fylgj- ast með því hvaða meðferð erindi þess fá. Meðal þess sem Erindreki held- ur utan um er skráning erinda ásamt viðeigandi upplýsingum og fylgiskjölum, dagskrá, umfjöllun, fundargerðir og svarbréf um af- greiðslu mála. Unnt er að tengja Erindreka við ýmis landskerfí, svo sem fasteignaskrá og þjóðskrá, og sækja þangað upplýsingar. Með skipulegri skráningu er jafnframt hægt að rekja umfjöllun og af- greiðslu allra mála. Erindreki byggist á eldri kerf- um, Byggi og Bauki, sem hafa verið í notkun hjá sveitarfélögum um nokkurra ára skeið. Hugbún- aðardeild Tæknivals hefur unnið að hönnun kerfísins í samstarfi við Kugg hf. og ýmis sveitarfélög. Erindreki er einnig hannaður með þarfir annarra nefnda sveitarfélaga í huga en bygginganefnda. Þá hent- ar kerfið félagasamtökum og fyrir- tækjum sem þurfa að skrá og halda utan um ýmis skjöl og fundi á að- gengilegan og einfaldan hátt. Morgunblaðið/Július. HALLDÓR Pálsson, bókaútgefandi, með kínverskt og enskt eintak af The Nordic Book. Riti um Norður- lönd dreift í Asíu Rit fyrir Eystrasaltsríkin í undirbúningi «K AGRESSO Haföu samband viö AGRESSO ráðgjafana hjá Skýrr hf. Síminn er 569 5100. Hiö virta tímarit PC-User veitti fjármálastjórnunar- kerfinu AGRESSO gullverólaun og segir að kerfió henti sérstaklega vel millistórum og stórum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum. Skýrr hf. og AGRESSO - samstarf sem skilar þér árangri PC-User^ veittiAGRESSoí gullverðUuninjjT UPPLÝbi,. FYRIRTÆKIÐ Nordic Book (HK) Ltd., hefur gefið út vandað kynn- ingarrit um Norðurlönd. Ritið er bæði gefið út á kínversku og ensku, samtals í tíu þúsund eintökum, og er nú verið að dreifa því í Suðaust- ur-Asíu, Kína, Singapúr, Tævan (Formósu), og Hong Kong. Að sögn aðstandenda fyrirtækisins hefur rit- inu hvarvetna verið vel tekið. Öll Norðurlöndin eru tekin fyrir í útgáfunni og segir Halldór Páls- son, einn aðstandenda Nordic Book að ritið sé eitt stærsta kynningarrit um Norðuriöndin í heild. „Ritið er 512 síður og þar eru um þúsund litmyndir frá öllum Norðurlöndun- um. Útgáfunni hefur verið vel tekið eystra og á næstunni verður ráðist í endurprentun til að mæta eftir- spurn. Efni ritsins er á alnetinu og það margfaldar útbreiðsluna." Halldór segir að Nordic Book (HK) Ltd. sé nú að kanna mögu- leika á útgáfu kynningarrits fyrir Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Lithaugaland en fyrirtæki þar vanti sárlega vettvang til að kynna þjónustu og framleiðsluvörur sínar erlendis. „Hugmyndin er sú að gefa út kynningarrit um þessi lönd svip- að því og við gáfum út um Norður- löndin. Þar munu koma fram upp- lýsingar um löndin, þjóðirnar og stjórnkerfið. Meginefnið verður hins vegar upplýsingar um fyrirtæki og stofnanir, sem áhuga hefðu á við- skiptasambönd við fyrirtæki í öðr- um löndum. Hugmyndum okkar um útgáfuna hefur verið vel tekið í þessum löndum og ef af henni verð- ur myndi ritinu verða dreift um allan heim, en þó einkum í Evrópu og Bandaríkjunum," segir Halldór. Iceland Export Directory 1997ívinnslu ÞRIÐJA útgáfa útflutningshand- bókarinnar Iceland Export Direct- ory, the Official Guide to Quality Products and Services, er nú í vinnslu. Útgefandi bókarinnar er Útflutningsráð íslands í samvinnu við Miðlun ehf. Skráningu lýkur 15. nóvember en áætluð útgáfa bókarinnar er 15. janúar 1997. Bókinni er dreift í 10.000 eintök- um. Útflutningsráð dreifir henni á sýningum erlendis, í opinberum heimsóknum og í gegnum viðskipta- stofur sínar erlendis. Utanríkisráðu- neytið dreifir bókinni til sendiráða íslands og ræðismanna erlendis. Fleiri ráðuneyti auk Ferðamálaráðs og Verslunarráðs munu einnig nýta handbókina til dreifingar. Miðlun •• AtilO- nýtt upp- lýsingarit Á VEGUM MIÐLUNAR er um þessar mundir verið að dreifa nýju upplýsingariti, A til Ö, þjónustu- skrá Gulu línunnar, inn á hvert heimili og fyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu. Handbókin inniheldur upplýsingar um öll fyrirtæki, stofn- anir og þjónustuaðila á höfuðborg- arsvæðinu, alls rúmlega 9.000 að- ila, auk þess sem í henni er að fínna götukort o.fl. Bókin, sem er 400 blaðsíður að stærð, gefin út í 70 þúsund eintök- um og prentuð á yfir 35 tonn af pappír, mun verastærsta prent- verk þessa árs á íslandi ef síma- skráin er undanskilin, að því er fram kemur í frétt frá útgefanda. A til Ö er prentuð í prentsmiðjunni Odda en útgefandi er Miðlun ehf. Skiptist í tvo meginhluta I fréttinni kemur einnig fram að A til O þjónustuskránni er skipt í tvo meginhluta, gular síður og hvítar. Á gulu síðunum er fyrir- tækjum skipað eftir starfssviðum en í stafrófsröð á þeim hvítu. í bókinni eru að auki sérstaklega unnir kaflar sem veita samhæfðar upplýsingar hver á sínu sviði. Þannig er sérstakur kafli helgaður ungu fólki, annar helgaður heimil- inu og sá þriðji bílnum. Loks er kafli þar sem veittar eru upplýs- ingar um þjónustu sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu. í bók- inni er jafnframt að finna götukort yfir þau sveitarfélög. í frétt Miðlunar segir einnig að fyrirtækið hafi nú með útgáfu A til O þjónustuskrárinnar haslað sér völl á þeim þremur sviðum upplýs- ingaþjónustu sem mestu máli skipta fyrir fyrirtæki, þ.e. miðlun upplýsinga í gegnum síma, inter- netið og uppflettiskrár. Þessi út- gáfa marki upphaf árlegrar útgáfu Þjónustuskrár Gulu línunnar og sé vonast til þess að hún muni innan tíðar þykja jafn nauðsynleg hverju heimili og símaskráin er í dag. Við undirbúning útgáfunnar hafí Miðl- un notið þekkingu og reynslu norska stórfyrirtækisins Telenor Media, sem hefur í áratugi gefið út sambærilegar skrár í Noregi. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.