Morgunblaðið - 07.11.1996, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.11.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 B 11 __________________________________VIÐSKIPTI___________________________________ Álit umboðsmanns Alþingis á málsmeðferð bankaeftirlits á hlutabréfasölu Softis Tekið undir sum kvört- unarefni kæranda UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur sent frá sér álit vegna kvörtunar frá lögmanni hugbúnaðarfyrirtækisins Softís hf. vegna málsmeðferðar og niðurstöðu bankaeftirlits Seðla- banka íslands í tengslum við sölu á hlutabréfum í fyrirtækinu, sem boð- in höfðu verið hluthöfum í frétta- bréfi hlutafélagsins til hluthafa hinn 9. desember 1994. Þá var einnig kvartað yfir því að reglugerð um almennt útboð verðbréfa, hefði ekki næga lagastoð, svo og að ekki virt- ist unnt að koma fram endurskoðun á ákvörðunum bankaeftirlitsins inn- an stjórnsýslunnar. Er í álitinu tekið undir sum af kvörtunaratriðunum og hefur álitið verið sent áfram til forseta Alþingis og viðskiptaráðu- neytis með það fyrir augum að fá fram lagfæringu að viðkomandi lög- um og reglugerð. í kvörtuninni er m.a. vitnað til fréttar í Morgunblaðinu hinn 17. desember 1994 þar sem kom fram að bankaeftirlitið hefði til athugunar hvort framangreind hlutabréfasala Softis væri í samræmi við almennt útboð verðbréfa, og jafnframt að samkvæmt uppíýsingum Morgun- blaðsins hefði bankaeftirlitið óskað eftir upplýsingum frá fyrirtækinu um hlutabréfasöluna, m.a. til að ganga út skugga um hvort hún félli undir reglugerð um almennt útboð verðbréfa. í framhaldi af frétt þessari ritaði stjórn fyrirtækisins bankaeftirlitinu bréf, þar sem spurst var fyrir hvort eftirlitið hefði athugasemdir eða spurningar fram að færa vegna hugsanlegrar hlutabréfasölu til hlut- hafa eða um nýjasta fréttabréf fyrir- tækisins, jafnframt því sem óskað var skýringa á frétt Morgunblaðsins. í framhaldið af bréfinu var haft samband við forstöðumann banka- eftirlits símleiðis, og vísaði hann þá til bréfs stofnunarinnar er sent hefði verið 16. desember. Softis barst samkvæmt beiðni ljósrit af þessu bréfi, en frumrit þess barst hins vegar ekki fyrr en 20. desember. I umræddu bréfi er óskað upplýsinga um hlutabréfasöluna, og var því svarað af hálfu Softis þegar 19. desember. í svarbréfi bankaeftirlitsins sem dagsett er 21. desember segir m.a. að á grundvelli fyrirliggjandi gagna og upplýsinga telji það ljóst að fyrir- huguð sala hlutafjár, eins og að henni er staðið af hálfu bankaeftir- lits, teljist almennt útboð í skilningi laga. Jafnframt sé ljóst af hálfu bankaeftirlitsins að reglum um al- mennt útboð hafi ekki verið fylgt af hálfu félagsins í þessu sambandi. Verði ekki hjá því komist, ekki síst með tilliti til fyrri samskipta banka- eftirlits og fyrirtækisins að átelja forráðamenn Softis fyrir fram- kvæmd umræddrar sölu. Afrit af áðurnefndu bréfi var sent viðskiptaráðherra, svo sem lög kveða á um. Af hálfu Softis var óskað eftir því við bankaeftirlitið að félagið feng- ið frest til að koma sjónarmiðum sín- um um hlutabréfasöluna á framfæri áður en bankaeftirlitið afgreiddi mál- ið. Jafnframt var samsvarandi bón borin fram við viðskiptaráðuneytið, og í kjölfar þess veitti bankaeftirlitið fyrirtækinu umboðinn frest til hádeg- is næsta dags, þ.e. 23. desember. í greinargerð Softis var megin- áhersla lögð á að vegna eðlis um- ræddrar hlutabréfasölu, þ.e. að stærsti hluti þess hlutafjár sem til ráðstöfunar var hafi verið heitið starfsmönnum í kaupauka og sem yfírvinnugreiðsla, félli hún ekki und- ir reglur um almennt útboð í lögum um verðbréfaviðskipti. Hinn 23. des- ember tilkynnti síðan bankaeftirlitið niðurstöðu sína í málinu, þar sem fram kemur að það telji að af hálfu félagsins hafi verið gerðar ráðstaf- anir um framkvæmd sölu hlutabréf- anna í félaginu sem séu fullnægj- andi með hliðsjón af gildandi reglum um almenn útboð verðbréfa. Sama dag þessi niðurstaða lá fyr- ir sendi Softis frá sér fréttatilkynn- ingu, þar sem vísað var til þess að samkvæmt niðurstöðu bankaeftirlits væri hlutabréfasala félagsins lögleg. Jafnframt var tekið fram að að frétt Morgunblaðsins hefði valdið hluthöf- um og öðrum aðstandendum félags- ins áhyggjum, því að þótt stjórn fé- lagsins hefði ávallt verið ljóst að hlutabréfasalan hefði verið lögleg, skaðaði slík fréttaumfjöllun félagið. Kært til viðskiptaráðuneytis í framhaldi af þessu kærði síðan Softis til viðskiptaráðherra meðferð og niðurstöðu bankaeftirlits Seðla- bankans og gerði þær kröfur að af- greiðsla málsins eins og hún kom fram í bréfinu til félagsins 23. des- ember yrði ógilt, og það staðfest að umrædd hlutabréfasala hefði verið í samræmi við lög. í rökstuðningi fyrir kæruatriðum taldi félagið að meðferð bankaeftir- litsins hefði ekki verið í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti, að bankaeftirlitið hefði brotið stjórn- sýslulög með því að ætla að fara á svig við andmælarétt félagsins og að bankaeftirlitið hefði brotið ákvæði um þagnarskyldu Seðlabankalag- anna, því að í frétt Morgunblaðsins hefðu verið upplýsingar sem gætu vart verið annarsstaðar komnar en frá starfsmönnum bankaeftirlits, svo og að forsvarsmenn þess hefðu bor- ið félaginu á brýn að ósannindi fæl- ust í fréttatilkynningu þeirri frá fé- laginu sem áður er tilgreind. Viðskiptaráðuneytið vísaði hins vegar kærunni frá og féllst ekki á þá skoðun Softis að mál félagsins heyrði undir viðskiptaráðherra en ekki bankaeftirlitið. Hins vegar var tekið undir þá skoðun lögmanns Softis að mjög óheppilegt yrði að teljast, ef bankaeftirlitið teldist vera lægra sett stjórnvald og bankastjórn og bankaráð Seðlabankans æðra sett stjórnvald í skilningi stjórnsýslu- laga. Það leiddi til þess að kæra á úrskurði bankaeftirlitsins fengi ekki umfjöllun utan bankans. Tók ráðu- neytið undir þetta sjónarmið og kvaðst mundu leggja drög að breyt- ingu þar á. Kært til Seðlabanka Softis undi ekki þessu svari og kærði þessu næst til bankaráðs Seðlabankans. Enn var kærunni vís- að frá á þeirri forsendu að bankaráð skorti heimildir til að fella úr gildi eða breyta ákvörðunum sem teknar væru af bankanum eða einstökum deildum hans á lögmætan og form- lega réttan hátt. Hins vegar var tek- ið fram af hálfu bankaráðsins að það hefði kynnt sér málið efnislega og ályktað um það. Samkvæmt því væri niðurstaða bankaráðsins að bankaeftirlitið hefði fulla ástæðu til að kanna hvort umrædd hlutabré- fasala teldist almennt útboð í skiln- ingi laganna og bankaeftirlitið hefði með þeirri athugun verið að sinna lögboðinni eftirlitsskyldu sinni. Upp- lýsingar þær sem komið hafi fram í fréttabréfi Softis hafi ekki verið nægilega glöggar, og það hafi reyndar ekki verið fyrr en með bréfi félagsins 22. desember að upplýst var hve há hlutafjárupphæð væri borðin til sölu. Um það kæruatriðið sem snýr að þangnarskylduákvæðinu tekur bankaráðið fram að ávallt hafi verið lögð rík áhersla á það við starfs- menn Seðlabankans á gæta þeirra þagnarskyldu sem á þá er lögð. Á það beri hins vegar að líta að jafnan sé matsatriði hvenær rétt sé að veita fjölmiðlum upplýsingar um mál af því tagi sem hér um ræðir. Við mat á því hvort og með hvaða hætti rétt- lætanlegt sé að veita fjölmiðlum upplýsingar beri að hafa í huga að starfsemi bankaeftirlits, í tilvikum eins og hér um ræðir, sé ekki síst verið að vernda almenning og hags- muni verðabréfamarkaðarins og tryggja að farið sér eftir lögum og reglum þegar leitað er eftir fjár- magm til sölu verðbréfa til almenn- ings. Ákveðin upplýsingaskylda hvíli því á Seðiabankanum í þessum efn- um. Bankastjórnin hafi tjáð bankar- áðinu að hún áformi að setja reglur um framkvæmd þeirrar upplýsinga- skyldu. Leitað til umboðsmanns Þegar þessi niðurstaða lá fyrir var ákveðið af hálfu Softis að leita eftir áliti umboðsmanns Alþingis. Kvört- un félagsins til umboðsmanns var í fimm atriðum. í fyrsta lagi vildi fé- lagið ekki una því að ekki skyldi vera gerlegt að fá ákvarðanir banka- eftirlitsins endurskoðaðar innan stjórnsýslunnar með_ kæru til við- skiptaráðuneytisins. í öðru lagi taldi félagið að bankaeftirlitið hefði ekki virt þangarskylduákvæði Seðlabank- ans, þar sem frétt í fjölmiðlum um athugun þess á hlutabréfasölunni hafí verið komin frá stofnuninni. í þriðja lagi hafi bankaeftirlitið ekki gætt þess við meðferð málsins að félagið fengi að njóta andmælaréttar síns og þannig broitið gegn stjóm- sýslulögum. í fjórða lagi áleit félag- ið að í umræddu bréfi bankaeftirlits 23. desember væri röng staðhæfing um hlutabréfasölu félagsins, er hefði skaðað það, sérstaklega vegna kynn- ingar bankaeftirlitsins á sjónarmið- um sínum í fjölmiðlum. í fimmta og síðasta lagi taldi svo félagið að nokk- ur ákvæði reglugerðar um almennt útboð verðbréfa eigi sér ekki stoð í lögum um verðbréfaviðskipti. Niðurstaða umboðsmanns Meginatriði í niðurstöðu umboðs- manns Alþingis um kvörtunaratriðin fimm eru eftirfarandi: Hann telur að óljóst sé samkvæmt núverandi löggjöf hvort félaginu hafi verið heimilt að kæra hina umdeildu ákvörðun banakeftirlitsins frá 23. desember í máli þess og meðferð þess á málinu til viðskiptaráðuneytis í því skyni að fá ákvörðunina fellda úr gildi eð henni breytt. Telur um- boðsmaður nauðsynlegt að þessari óvissu verði eytt og tryggður verði með lögum kæruréttur til viðskipta- ráðuneytisins á ákvörðnum banka- eftirlits Seðlabanka íslands bæði á vettvangi hins eiginlega bankaeftir- lits og annarra verkefna sem banka- eftirliti eru falin lögum samkvæmt. Af því tilefni hefur álit þetta verið sent forseta Alþingis og viðskipta- ráðherra til athugunar. Að því er snertir lagaheimild ákvæða í reglugerð um almennt út- boð, telur umboðsmaður tilefni til að beina því til viðskiptaráðuneytis- ins að það taki til endurskoðunar þau skilyrði reglurgerðarinnar sem bindur skilgreiningu á afmörkuðum hópi við hámarksíjölda aðila, svo og ákvörðun fját'hæða. Að því er varðar meðferð banka- eftirlitsins á máli félagsins telur umboðsmaður að eins og atvikum sé háttað hafi félagið haft nægjan- legt tækifæri til að neyta andmæla- réttar síns, áður en ákvörðun var tekin. Hann álítur hins vegar að vinnubrögð bankaeftirlitsins hefðu átt að vera vandaðri og rannsókn málsins ítarlegri og markvissari. Um ætluð brot bankaeftirlitsins á þangarskylduákvæðunum og yfir- lýsingar forssvarsmanna þess í fjöl- miðlum, segir umboðsmaður að þau gefi honum ekki tilefni til sérstakra athugasemda, enda hafi komið fram af hálfu viðskiptaráðuneytisins og Seðlabankans að ráðgert sé áð huga sérstaklega að þagnarskyldunni. Við hjálpum þeim sem hjálpa sér sjálfir HYUNDAI H100 Verð frá 1.186.345 kr. án vsk. Einn vinsælasti sendibíll síðari ára. RENAULT EXPRESS RENAULT ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 HYLHIDIII fer á kostum BEiNN SÍMI: 553 1236 tilframtíðar # Sun *■ L ORACLE i Forskot án fyrirhafnar Ráðstefna um nýja tíma Möguleikar án takmarkana 26. - 27. nóvember 6ona vjs/ ndiuq s snouv

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.