Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 12
VroSHPn/fflVINNUUF FIMMTUDAGUR 7. NOVEMBER 1996 Fólk Nýir starfs- menn hjá Samskipum • ANNA Guðný Aradóttir hóf störf sem framkvæmdastjóri Landflutninga 1. september síð- astliðinn. Anna Guðný er stúdent frá MA og lauk rekstrar- og við- skiptanámi frá Endurmenntun Hí vorið 1996. Hún var áður að- stoðarmarkaðs- stjóri Stöðvar 2. Anna Guðný er gift Ásgeiri Hermanni Stein- grímssyni trompetleikara og eiga þau tvær dætur. • ARNÓR Steingrímur Guð- jónsson hefur hafið störf sem deildarstjóri hagdeildar. Arnór lauk námi í við- skiptafræði frá Hí 1995. Hann hefur starfað hjá Samskipum síðan hann lauk námi. Hann er kvæntur Auði Ólínu Svavarsdóttur rekstrarhagfræð- ingi og eiga þau eina dóttur. Anna Guðný Aradóttir Arnór Steingrímur Guðjónsson • RAGNAR Þór Ragnarsson hefur verið ráðinn deildarstjóri tölvudeildar. Ragnar Þór er tölv- unarfræðingur frá HÍ og útskrif- aðist 1993. Hann hefur starfað hjá Samskiptum frá þeim tíma. Ragn- ar Þór er kvænt- ur Hólmfríði Einarsdóttur og eiga þau einn son. Kristínn Þór Geirsson Ragnar Þór Ragnarsson • KRISTINN Þór Geirsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri rekstrar- sviðs Samskipa. Hann er fæddur 27. júlí 1966. Kristinn Þór lauk námi í viðskipta- fræði frá HÍ árið 1991 og prófi í rekstrarhagfræði (MBA) frá Wharton Business School í Bandaríkjunum árið 1995. Hann hefur starfað hjá Samskip- um frá árinu 1989 og sem deildar- stjóri hagdeildar Samskipa frá 1995. Kristinn Þór er kvæntur Thelmu Víglundsdóttur og eiga þau eina dóttur. Ráðinn til Op- inna kerfa hf. • HJÖRLEIFUR Kristinsson hefur hafið störf hjá Opnum kerf- um hf. Hjörleifur lauk prófi í raf- magnstækni- fræði frá Odense Teknikum árið 1987. Hann starfaði áður hjá Gísla J. Johnsen & Skrifstofuvél- um 1987-1990. Síðan starfaði Hjörleifur hjá Einari J. Skúla- syni frá 1990 til 4. okt. 1996 er hann hóf störf hjá Opnum kerfum hf. Hjörleifur hefur lokið ýmsum prófum hjá Microsoft og má þar m.a. nefna MCP (Microsoft System Engineer) og MCSE (Microsoft Certified System Eng- ineer). Hjörleifur mun vinna í þjón- ustudeild fyrirtækisins að ráðgjaf- ar- og þjónustustörfum. Sambýlis- kona Hjörleifs er Bjarney Kol- brún Garðarsdóttir skrifstofu- maður og eiga þau tvö börn. Ráðinn til Prenthönnunar • SIGURÐUR Bjarnason hefur verið ráðinn hjá Prenthönnun ehf. til að annast þar markaðsmál Hjörleifur Kristínsson Sigurður Bjarnason ásamt fram- leiðslustjórnun. Sigurður lauk námi sem prent- smiður frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1964. Að loknu sveins- prófi starfaði hann meðal ann- ars hjá Mynda- mótum hf. fram til ársins 1974 að hann stofnaði Prentþjónustuna Korpus hf. og starfaði þar til í desember 1993 að hann réðst til starfa hjá Prentþjónustunni ehf. sem framleiðslustjóri. Fyrirtækið Prenthönnun ehf. er prentþjónusta sem hefur yfir að ráða fullkomn- ustu tækni til forvinnslu ' prent- verks og hefur á að skipa sjö starfsmönnum. Eiginkona Sigurðar er Helga Eyjólfsdóttir ritari hjá Reykjavík- urborg og eiga þau þrjú uppkomin börn. Ráðinn hús- næðis- og hygg- ingafulltrúi á Húsavík • GAUKUR Hjartarson verk- fræðingur hefur verið ráðinn hús- næðis- og byggingafulltrúi Húsa- víkurbæjar. Hann er fæddur 15. janúar 1965. Gaukur varð stúdent frá Menntaskólan- um á Akureyri árið 1985 og lauk byggingaverk- Gaukur fræðiprófi^ frá Hjartarson Háskóla íslauds 1990 og meistaraprófi frá Uni- versity of Washington 1991 með burðarþolsfræði sem sérgrein. Hann hefur unnið hjá Tækniþjón- ustunni ehf. á Húsavík frá 1992 við fjölbreytt verkfræðileg störf, þó einkum á sviði hönnunar og byggingaeftirlits. Eiginkoria Gauks er Sigurlaug Elmarsdótt- ir, yfirlyfjafræðingur í Húsavík- urapóteki, og eiga þau einn son. Bill Gates og félagi hans gefa Harvard 25 millj. dala Cambridge, Massachusetts. Reuter. BBLL GATES og félagi hans hjá Microsoft, Steven Ballmer, hafa gefið Harvardháskóla 20 milljónir dollara til að reisa tölvuvísindabyggingu — 20 árum eftir að Gates hætti námi í skólanum án þess að 1 júka því. Gates og Balhner gáfu 5 millj- ónir dollara að auki til rann- sóknarstarfa og stofnunar pró- fessorsembætti fyrir deildina. Andvirði gjafarinnar á íslensk- an mælikvarða eru því nærri 1,7 milljarður. Gates hætti námi í Harvard á öðru námsári sínu þar til að stofna Microsoft. Ballmer, sem er einn æðstu manna Micro- soft, útskrifaðist frá Harvard 1977 í hagnýtri stærðfræði. „Háskólar hafa gegnt megin- hlutverki í þróun alnetsins og alls konar tækni," sagði Gates í yfirlýsingu.„Steve og ég viljum hjálpa Harvard að efla þessa þróun þannig að hún leggi bein- an skerf til einstæðra nýjunga, sem hafnar eru á sviði upplýs- ingatækni, og nákvæmrar skoð- unar á áhrifum hennar á þjóðfé- lagið." Nýja byggingin á að heita Maxwell Dworkin til heiðurs mæðrum gefendanna, Mary Maxwell Gates og Beatrice Dworkin Ballmer. Bock hættir hjá Lonrho London. Reuter, ÞÝZKI fjármálamaðurinn Dieter Bock, sem vék „Tiny" Rowland úr starfi yfirmanns Lonrho fjöl- greinafyrirtækisins eftir harða valdabaráttu, hefur nýlega selt öll hlutabréf sín í fyrirtækinu og mun láta af starfi forstjóra. Þessar ráðstafanir eru liður í þeirri fyrirætlun Bocks að stjórna viðskiptasviði Lonrho þegar fyrir- tækinu hefur verið skipt í þrjú aðskilin fyrirtæki að því er Lonrho sagði í yfirlýsingu. Bock seldi 18,3% hlut sinn í Lonrho suður-afríska námurisan- um Anglo American. Bock er fyrrverandi lögfræðing- ur og fasteignajöfur, sem kom til liðs við Lonrho í febrúar 1993, en fljótlega kastaðist í kekki með honum og Rowland, hinum um- deilda yfirmanni hans. Deilur þeirra náðu hámarki í marz 1995 þegar Rowland var vikið úr stjórn Lonrho, 34 árum eftir að hann stofnaði fyrirtækið 44 ára gamall. Lonrho segir að Bock hafi ákveðið að segja af sér og taka við stöðu varastjórnarformanns án framkvæmdavalds til að auðvelda fyrirtækinu að ljúka við fyrirhug- aða skiptingu þess. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar frá 23. apríl 1995 er lagður grunnur að stefnumótun í málefn- um upplýsingasamfélagsins. Þar er gefið fyrirheit um mótun heildar- stefnu um hagnýtingu upplýsinga- tækni í þágu efnahagslegra fram- fara og uppbyggingar í atvinnulíf- inu, vísindarannsókna, lista og annarra menningarmála. Aðgang- ur fólks að opinberum upplýsing- um verði tryggður, dregið verði úr skrifræði í samskiptum borgar- anna við stjórnvöld og óþarfa laga- og reglugerðaákvæði afnumin. Samhliða þessu verðí þjónusta rík- isins sniðin að nútímatækni td. með nettengingu þjónustustofn- ana og pappírslausum viðskiptum. ( framtíðarsýn ríkisstjórnar Is- lands sem gefin var út í október sl. segir að upplýsingatæknin verði virkjuð til þess að bæta samkeppn- isstöðu íslenskra atvinnuvega, fjölga atvinnukostum og auka framleiðni, fjölbreytni starfa og nýsköpun. íslenskt atvinnulíf verði þannig i fremstu röð við hagnýt- ingu upplýsingatækni og sam- keppnishæft í alþjóðlegu umhverfi. Á fundi sem iðnaðar- og við- skiptaráðuneyti stóð fyrir sl. þriðju- dag var umræðuefnið, upplýsinga- tækni og einföldun starfshátta rík- Torgið Kerfið á upplýsingaöld isstofnana til að gera samskipti fyrirtækja og almennings við stofn- anir auðveldari. í erindi Sveins Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðn- aðarins, kom meðal annars fram að opinber rekstur er umfangs- meiri hér heldur en víða annars staðar í nágrannalöndunum. Ekki eru mörg ár síðan að það tók marga daga að fyrir almenning að fá keyptan erlendan gjaldeyri og ríkisbankarnir voru þeir einu sem höfðu leyfi til að versla með hann. Undanfarið hafi orðið miklar fram- farir í frjálsræðisátt. Má þar nefna að hjá tollstjóraembættinu er stefnt að pappírslausum viðskipt- um við tollafgreiðslu á innfluttri vöru fyrir árið 2000. Raunir fiskútflytjenda Lítið hefur verið fjallað um tóllaf- greiðslu og afgreiðslu á útflutn- ingspappírum. Á fundinum kom fyrirspum frá fiskútflytjenda sem spurði hvort hann mætti vænta þess að eiga pappírlaus viðskipti við opinberar stofnanir hvað varð- ar pappíra vegna útflutnings á fiski til Evrópu. Til þess að geta flutt út fisk þá þurfa útflytjendur að leita til Fiski- stofu og fá þar stimplað heilbrigð- isvottorð fyrir vöruna. Síðan þarf að fara með heilbrigðisvottorðið, afrit af vörureikningi, útflutnings- skýrsluna og vottorð sem staðfest- ir uppruna vörunnar og farmbréf á skrifstofu tollstjóra fyrir klukkan 15:00, en þá lokar tollafgreiðslan. Þar er farmbréfið stimplað, gefið leyfi til útflutningsins og útflutn- ingsskýrslan stimpluð. Þaðan þarf fiskútflytjandinn að fara með papp- írana í skipafélagið sem sér um fraktflutningana til þess að útflutn- ingurinn sé leyfilegur. Ekki er langt síðan að fiskútflytj- endur þurftu einnig að leita til ut- anríkisráðuneytis til þess að fá leyfi til útflutnings. í kjölfar dómsúr- skurðar fiskútflytanda í hag þarf þess ekki lengur. Engin tæknileg vandkvæði Fiskútflytjendur eru að vonum óánægðir með hversu mikill tími fer í fá skjöl stimpluð og aðilar sem eru með mikinn útflutning hafa ráðið til sín starfsfólk sem ein- göngu sinnir þessum sendiferðum enda fer oft langur tími í að bíða eftir afgreiðslu á Fiskistofu og tolli þar sem margir aðilar eru að flytja út fisk með sömu skipunum. Á áðumefndum fundi kom það fram hjá fulltrúa Pósts og síma að engin tæknileg vandkvæði væru á að hægt væri að afgreiða útflutn- ingsskjöl á rafrænan hátt. Aftur á móti taldi fundarstjóri að þetta væri spurning um lagalegu hliðina á því að afgreiða skjöl á þennan hátt. í framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið kemur fram að endurskoða þurfi löggjöf- ina til að tryggja að hún taki í senn mið af þróun upplýsingatækninnar og setji nauðsynlegar skorður við notkun hennar. Standa þurfi vörð um gildi eins og friðhelgi einkalifs og öryggi, en gæta þess þó að ganga ekki of langt í hömlum og ofvemdun. Ekki er langt síðan stefnumörk- un ríkisstjórnarinnar á sviði upplýs- ingatækni leit dagsins Ijós enda hefur þróunin verið mjög hröð á upplýsingartæknisviðinu. Hjá toll- stjóraembættinu hefur verið já- kvæð framþróun í afgreiðslu toll- skjala á undanförnum árum og vonandi verður ekki staðar numið við innflutning heldur er ekki síður mikilvægt að gera útflytjendum auðveldara fyrir og að þeim gefist kostur á að eiga viðskipti við opin- berar stofnanir með rafrænum hætti. Jafnframt þurfa opinberar stofnanir að taka að sér frum- kvæðið á því sviði að útflytjendum berist með skilvirkum hætti allar upplýsingar um tollafgreiðslu, breytingar á reglum og skilyrðum í samkeppnislöndum frá opinber- um aðilum. Þetta gæti sparað fyrir- tækjum fé og tíma um leið og það bætir samkeppnisstöðu íslenskra atvinnuvega. GH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.