Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 3KtortgmiSA$^ib 1996 HANDKNATTLEIKUR FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER BLAÐ c Jaf nt og spennandi í gærkvöldi ÞAÐ var víða spenna f leikjum gærkvöldsins í 1. deild karla í handknattleik. Afturelding treysti stöðu sína á toppnum með sigri á lokasekúndunni á Gróttu, 28:27, og Valsmenn sluppu fyrir horn á heimavelli einnig með eins marks sigri, 21:20, yfir HK. í Eyjum voru taugarnar einnig þandar en þar tryggðu heimenn sér 21:20 sigur á Fram með marki úr vítakasti á síðustu sekúndu. KA-menn heimsóttu Selfyssinga og sigr- uðu 34:26 og FH-ingar lögðu ÍR-inga að velli í Kaplakríka, 29:26. Hér skorar Guðjón Árna- son eitt marka FH án þess að ÍR-ingarnir Magnús Þórðarson og Ólafur Gylfason fái við nokk- uð ráðið. KNATTSPYRNA Fyrsti sigur Bosníumanna á kostnað ítala MH)HERJINN Elvir Bolic hjá Fenerbache í Tyrklandi, sem sá til þess fyrír viku að Manchest- er United tapaði á Old Trafford í fyrsta sinn í Evrópukeppni i 40 ár, var aftur í s viðsljósinu í gær. Þá tók landslið Bosníu á móti ítölum og heimamenn fögnuðu 2:1 sigrí, sem var jafnframt fyrsti sigur Bosníu í knattepyrnulandsleik á heímavelli, en BoUc gerði sigurmarkið skbmmu fyrír hlé. Hasan Salihamidzic, leikmaður HSV í Þýskalandi, skoraði fyrír Bosniu á fimmtu min- útu en Enrico Chisa jafnaði með þrumuskoti skömmu síðar. Leikurinn f ór fram á Kosevo leikvanginum í Sarajevo og var litið á hann sem táknrænan viðburð í tilefni friðar en ekki er vfst að Arrigo Sacchi, landsliðsþjálfari ftaliu, fái frið í heima- landinu vegna úrslitanna þó margir lykilmenn hafi verið fjarri þar sem þeir voru að leika með félagsliðum sinum. Gestirnir áttu leikinn lengst af en fóru illa með marktækif ær in. „ Við vorum nær óaðf innanlegir þar til flautað var til leiks," sagði Sacchi. „ í talska knattspy rna n á í erfiðleik- um um þessar mundir og ég gæti komið með 1.000 afsakanir en gerí það ekki. Við erum at- vinnumenn og ger ðum ekki það sem við þurftum að gera." Óvissa um heima- leikiBosníuíHM EFTHILITSMAÐUR Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, FIFA, gaf til kynna að loknum æf inga- leik Bosní ii og ítalíu í gær að enn gæti liðið nokkur tími þar til Kosevo-leikvangu rinn yrði viðurkenndur af FIFA. Bosnia fékk í talíu til að leika á vellinum í þeirrí von að ráðamenn al- þjóða knattspy rnu gerðu sér grein fyrir hættu- ástand ríkti ekki í Sarajevo og leikurinn yrði til þess að heimaleikirnir færu fram á þjóðarleik- vanginum í framtiðinni. Fyrsti hcimal eikur Bosniu i riðlakeppni heimsmeistaramótsins - við Króatíu - fór fram í Bologna á ítaliu og næsti leikur, á móti Grikklandi, er ráðgerður á sama stað 2. apríl nema FIFA samþykki Koscvo- leikvanghm. Til þessa hefur FIFA bannað Bosn- íu að leika opinbera leiki heima af öryggisástæð- um. Ernie Walker, formaður vallarnefndar UEFA og fyrrum framkvæmdastiórí Knattspyrnusam- bands Skotlands, sagði að hlutverk sitt í Sarajevo hefði ekki aðeins veríð að taka út völlinn. „Greinilega hafa mjög iniklar endurbætur átt sér stað en enn er margt ógert," sagði hann og visaði ma. til þess að ekki er eingðngu um númer- uð sæti að ræða eins og tilskilið er. Eins nefndi hann að ytra umhverfi skipti miklu máli, flug- völlur, hótel, aðstaða fyrir fjölmiðla og fleira. St. Miiren vill fá Ólaf Tony Fitzpatrick, knattspyrnu- stjóri skoska 1. deildarliðsins St. Mirren hefur sýnt Fylkismann- inum Ólafi Stígssyni áhuga. Ólafur hefur æft með liðinu að undanförnu á Love Street. Fitzpatrick ætlaði að láta hann leika með gegn Clyde- bank á laugardaginn, en ekkert verður úr því, þar sem Ólafur leikur með 21 árs landsliðinu gegn Irum í Dublin. „Ólafur hefur staðið sig vel á æfingum og með varaliðinu. Hann kemur aftur til okkar eftir leikinn í Dublin og þá kemur í ljós um fram- haldið," sagði Fitzpatrick í viðtali við eitt skosku blaðanna í gær. Þess má geta að tveir íslendingar hafa leikið með St. Mirren, marka- hrókarnir Þórólfur Beck og Guð- mundur Torfason. Ef Ólafur gerist leikmaður með St. Mirren er hann þriðji leikmaður Fylkis sem fer frá liðinu. Þórhallur Dan Jóhannesson er genginn til liðs við KR, Finnur Kolbeinsson er far- inn til Leifturs í Ólafsfirði og þá hafa Grindvíkingar áhuga á að fá Kristin Tómasson, miðherja Fylkis, til liðs við sig. OLAFUR St.gsson tll hœgrl í baráttu við KR-lnginn RíkharA Daftason f leik KR og Fylkis í sumar. HANDKNATTLEIKUR: FH SIGRAÐISTJORNUIMA11. DEILD KVEIMNA / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.