Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 C 5. HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Bjami Eiríksson ar ofl á tíöum harkalega tekslt á í leiknum að Hlíðarenda í gærkvöldl. Hér fær HK-maðurinn Ósk- var Óskarsson að finna til fyrir ferðina hjá Eyþóri Guðjónssynl Valsmanni og fyrrum HK-manní. HK seigl- an nægði ekkiáVal Islandsmeistarar Vals sýndu litla meistaratakta er þeir tóku á móti HK að Hlíðarenda í gærkvöldi og að ieikslokum ivar mega þeir teljast Benediktsson heppnir að hafa skrifar fengið bæði stigin og náðu þar með að lyfta sér úr næst neðsta sæti deild- arinnar. Lokatölur voru 21:20 en HK menn sýndu mikla seiglu og dug á lokakaflanum er þeir skor- uðu fimm mörk í röð og hefðu að launum verðskuldað jafntefli, en það er ekki spurt að réttlæti í íþróttum og það þekkja þeir HK menn að loknum tveimur síðustu leikjum. Leiksins verður ekki minnst fyrir góðan handknattleik, því leikmenn beggja liða gerðu mikið af mistök- um og mörg þeirra æði fljótfærnis- leg. Þá var sóknarleikur beggja liða fremur fábrotinn og hornamenn beggja liða áttu náðugan dag lengst af. En baráttan var talsverð og greinilegt að leikmenn HK voru komnir til leiks til þess að tryggja sér að minnsta koist annað stigið. Þetta kom niður á gæðunum og einnig það að Valsmenn léku. oft varfærnislega og líkast því að beðið væri eftir að þjálfarinn Jón Krist- jánsson lyki sóknunum, einkum bar á þessu í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var ákaflega jafn og mátti heita jafnt á öllum tölum og þegar flautað var til leikhlés var staðan 10:10. Valsmenn hresstust örlítið í upphafi síðari hálfleiks og náðu um tíma að bæta vörnina. Þá lifnaði yfir Jóni þjálfara í sókninni og hann skoraði fimm mörk á stutt- um kafla og átti mestan þátt í að koma sínum mönnum í fimm marka forystu 19:14 þegar 13,30 mínútur voru til leiksloka. En HK-menn neituðu að gefast upp þó útliticþ væri ekki bjart. Þeir bitu í skjaldar- rendur, sýndu meiri þolinmæði í sókninni en áður og börðust vel í vörninni og náðu að jafna, 19:19, er tæpar átta míntur voru eftir og aftur, 20:20, er fjórar og hálf mín- úta var eftir. En reynslumennirnir í Valsliðinu létu ekki sigurinn sér úr greipum ganga og Valgarð skor- aði mikilvæg stig í botnbaráttunni skömmu fyrir leikslok. Sá tími sem eftir var nægði HK ekki til að knýja fram það sem þeir verðskulduðu og þráðu. Góður sigur hjá FH á móti ÍR FH-ingar sigruðu ÍR-inga 29:26 í frekar slökum leik liðanna í Hafnarfirði í gær- kvöldi. FH hafði lengst af undirtök- in en er tíu mínút- ur voru eftir misstu þeir ein- beitinguna og Breiðhyltingar voru ekki lengi að refsa þeim, gerðu fimm mörk í röð og minnk- uðu muninn í þrjú mörk. Þá var einn leikmanna IR rekinn af velli, trúlega réttilega, og í kjölfarið var Matthíasi þjálfara sýnt rauða spjaldið án nokkurrar viðvörunar og því voru ÍR-ingar tveimur leik- mönnum færri í tvær mínútur. Góðum Ieikkafla IR lauk þar með og munurinn hélst óbreyttur til leiksloka síðustu sjö mínúturnar. Leikurinn var lélegur framan af fyrri hálfleik og inn á milli komu hræðilegir kaflar þar sem leikmenn klúðruðu boltanum trekk í trekk á óskiljanlegan hátt. FH tók leikhlé er staðan var 5:5, ÍR komst 15:6 en það sem eftir lifði fyrri hálfleiks skoruðu FH-ingar úr öllum níu sóknum sínum meðan ÍR gerði aðeins þrjú mörk. Hafi einhverjir talið að fimm marka munur í leikhléi dygði FH urðu þeir hinir sömu ekki eins vissir í upphafi síðari hálfleiks. ÍR gerði fyrstu þrjú mörkin og munurinn var orðinn tvö mörk. En heimamenn gerðu fyrsta markið eftir rúmar fimm mínút- ur og skoruðu sjö mörk gegn einu marki ÍR og þar með var björninn unninn - eða hvað? ÍR-ingar tóku tvo FH-inga úr umferð með mjög góðum árangri og gerðu sjö mörk gegn tveimur mörkum FH, en þá kom að brott- vikningu þjálfarans og FH-ingar önduðu rólegar. Dómarinn taldi Matthías hafa beðið sig að hætta þessari „helv... heimadómgæslu" og rak hann af bekknum fyrir vikið. Matthías segist hins vegar ekki hafa bölvað. Hvað um það, dómarinn ræður og hvort þetta gerði útslagið eða ekki - úr því fæst aldrei skorið, en hitt er víst að IR var á mikilli siglingu þegar þetta gerðist. Suk-hyung Lee, markvörður FH, var besti maður liðsins og þeir Knútur, Hálfdán og Guðjón áttu góðan leik eins og Gunnar þjálfari. Hjá ÍR var Magnús Már sterkur á línunni og táningarnir, þeir Ólafur Sigurjónsson, Ragn- ar og Ingimundur, stóðu fyrir sínu lengst af. Jóhann stóð sig einnig vel í vinstra horninu. í kvöld Körfuknattleikur Lengjubikarinn 8-liða úrslit: Nesið: KR - Haukar.. Borgarnes: UMFS - UMFN Skúli Unnar Sveinsson skrifar Rafmagnað hjáÍBVog Fram í Eyjum ^að var mikil spenna í Eyjum í t* gærkvöldi er heimamenn tóku móti Fram. Leikurinn var jafn BBgBBI lengst af og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunni er heimamenn fengu 'ium vítakast og staðan ir jöfn 20:20. Úr vítakastinu yggði Zoltan Belany ÍBV eins nvka sicrnr. ..Þetta var einn erfiö- gfús G. uðmundsson :rifar frá asti sigur sem við höfum innbyrt. Framarar eru með gott lið og vel spilandi. En við höfðum þetta á Eyj abaráttunni, “ sagði Erlingur Richardsson línumaður og varnar- jaxl ÍBV liðsins. „Við lékum góða vörn og ég held að leikurinn hafí verið hin besta skemmtun fýrir áhorfendur, spennan var mikil og ekki spillti það að sigurinn hafnaði okkar megin,“ bætti Erlingur við. Leikurinn var nokkuð jafn frá byijun en þó voru Framarar oftar á undan að skora framan af leikn- um. Bæði lið léku ágætis varnir svo sóknirnar urðu nokkuð langar oft og tíðum, en þó var ávallt líf í leikn- um. Lið IBV varð fyrir áfalli á 20. mínútu þegar Arnar Pétursson var borinn af leikvelli meiddur í baki og kom ekki meira við sögu. En Eyjamenn létu þetta atvik ekki draga úr sér kjarkinn, skoruðu þrjú mörk í röð og komust 11:8 yfir en Framarar gáfu ekkert eftir og jöfn- uðu fýrir leikhlé 11:11. í síðari hálfleik voru Framarar sterkari framan af, þrátt fyrir að vera tveimur leikmönnum færri á tímabili. Fyrrverandi Eyjamaður og núverandi liðsmaður Fram, Magnús A. Arngrímsson, reyndist fýrri fé- lögum sínum erfiður. En Eyjamenn gefast aldrei upp fyrr en í fulla hnefana og það sýndu þeir svo sannarlega á lokakaflanum í gær- kvöldi. Síðustu 5 mínúturnar voru æsispennandi. Framarar voru 19:17 yfír er lukkuhjólið fór að snúast heimamönnum í vil og þeir jöfnuðu 19:19 og aftur 20:20 þegar rúm mínúta var eftir. Eyjamenn unnu knöttinn af Fram þegar 27 sekúnd- ur voru eftir og léku af skynsemi slðustu sekúndurnar og biðu eftir færi. Það kom er boltinn var sendur inn á línuna þar sem Belany var og leikmenn Fram brutu á honum og vítakast var umsvifalaust dæmt. Úr því skoraði Belany sjálfur og tryggði tvö dýrmæt stig og annað sæti í deildinni. Óvæntur sigur FH FH-stúlkur komu svo sannarlega á óvart í gærkvöldi er þær lögðu lið Stjörnunnar 24:23 í Kapla- krika. Garðbæingar voru yfir lengst af í leiknum, 10:12 í leikhléi, en á lokakaflanum náðu FH-ingar for- ystunni. Heimamenn léku af mikilli skynsemi undir lokin, héldu boltan- um vel og það bar ríkulegan ávöxt. Stjörnustúlkur náðu þó boltanum er nokkrar sekúndur voru til leiks- loka og Ragnheiður Stephensen stökk upp talsvert utan við punkta- línu og náði ágætis skoti. Markvörð- urinn varði, en missti boltann inn fyrir marklínuna. Það kom hins vegar ekki að sök því klukka tíma- varðar gall sekúndubroti áður. Það var því Stjörnustúlkum skammgóð- ur vermir að Haukar skyldu tapa stigi til KR um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.