Morgunblaðið - 08.11.1996, Side 1

Morgunblaðið - 08.11.1996, Side 1
KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Arni Sæberg Manchini verður áfram hjá Sampdoria ROBERTO Mancini, fyrirliði Sampdoria, afþakk- aði í gær tilboð frá Inter Milan, en Manchini hafði lýst þvi yfir að hann hefði áhuga á að yfírgefa herbúðir Sampdoria eftir að hafa verið þar í fjórtán ár. Það mun vera sökum þess að hann er ósáttur við þá stefnu félagsins að selja marga unga og efnilega menn frá félaginu. Það komi í veg fyrir að liðið sé í allra fremstu röð á Ítalíu. Hann sagði I gær að hann hefði ákveð- ið að verða um kyrrt í Genúa. Aðdáendur félags- ins hafa legið á bæn undanfarna daga og beðið þess að Manchini verði áfram en hann hefur gert 130 mörk fyrir félagið. Zola í herbúðir Chelsea? GIANFRANCO Zola, framheiji ítalska landsliðs- ins og hjá Parma síðan 1993, er líklega á leið til Chelsea fyrir um 500 miiy. kr. og leikur þá með löndum sinum, Gianluca Vialli og Roberto Di Matteo en gengið var frá atriðum félaganna á milli í gær. Zola hefur lýst því yfir að hann væri ekki sáttur hjá Parma, og að hann lynti ekki við Ancelotti þjálfara. Hann hafði ennfrem- ur sagst vonast til að í sameiningu fyndu menn lausn svo að til þess kæmi ekki að hann hyrfi frá Parma. En I framhaldi af viðræðum við Aneelotti í gær tilkynntu forráðamenn félagsins að Zola færi til Chelsea, kærði hann sig um. Þjóðverjar herða róðurinn gegn lyfjamisnotkun ÞJÓÐVERJAR ætla enn að herða róðurinn gegn ólöglegri notkun iþróttamanna á lyfjum til að bæta árangur sinn. Nú stendur fyrir dyrum að breyta lögum í landinu þannig að notkun á ólög- legum lyfjum verður hér eftir lögreglumál og litið á hana sem glæpsamlegt athæfi. Gert er ráð fyrir að lagabreytingin fari í gegnum þýska þingið í byijun næsta árs átakalítið, en hún nýtur stuðnings jafnt stjórnar sem sljórnarand- stöðu i landinu. Teitur Þórðarson, landsliðsþjálfari Eistlands, fékk það sem hann vildi Aftur flautað til leiks hjá Eistlandi og Skotlandi Guðni verður ekki með í Dublin GUÐNI Bergsson, fyrirliði íslenska Iandsliðsins i knatt- spyrnu, leikur ekki með lið- inu sem mætir írum í Dublin í undankeppni Heimsmeist- aramótsins á sunnudag vegna meiðsla en í vikubyij- un taldi hann jafna mögu- leika á að geta spilað. „Þetta gekk ekki upp,“ sagði hann við Morgunblaðið í gærkvöldi en bætti við að hann færi til írlands á morgun til að hvetja strákana. Leikmenn a-liðsins og ung- mennaliðsins, sem voru á ís- landi, flugu til frlands í gær- kvöldi og myndin sýnir þá vera að leggja í hann. ■ Sögulegar/B2 Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti í gær að leik- ur Eisllands og Skotlands í 4. riðli heimsmeistarakeppninnar, sem var flautaður af 9. október vegna þess að heimamenn mættu ekki til leiks í Tallinn, ætti að fara fram í Tallinn ekki síðar en .16. mars á næsta ári. Skotar sætta sig við ákvörðun FIFA, þó sambandið hafi af tækni- legum ástæðum áður úrskurðað þeim 3:0 sigur, og Eistlendingar eru ánægðir. Aganefnd FIFA ákveður eftir hálfan mánuð hvort Eistlend- ingum verði refsað fyrir að mæta ekki til leiks. Eins og Morgunblaðið greindi frá fyrir fjórum vikum var leiktími umrædds leiks fluttur fram, að morgni leikdags, vegna þess að Skotar sættu sig ekki við flóðljósin á vellinum, vildu leika í dagsbirtu, og eftirlitsmaður FIFA tók undir kröfu þeirra eftir að hafa samþykkt ljósin og fyrirfram ákveðinn leik- tíma kvöldið áður. Teitur Þórðar- son, landsliðsþjálfari Eistlands, var með leikmenn sína á æfingu og vissi ekki af breytingunni fyrr en ljóst var að liðið næði ekki í leikinn á tilsettum tíma. Hins vegar mætti skoska liðið, dómarinn flautaði til leiks, flautaði af eftir þrjár sekúnd- ur og gestunum var dæmdur 3:0 sigur. Eistlendingar voru mjög óánægð- ir með framkomu Skota og ákvörð- un FIFA og sögðust hafa verið órétti beittir. „Ég vona bara að við fáum að spila annan leik því allt annað yrði óréttlæti," sagði Teitur við Morgunblaðið fyrir mánuði. Lennart Johansson, forseti Knattspyrnusambands Evrópu og varaforseti FIFA, sagði á umrædd- um tíma að best væri fyrir alla að leikurinn yrði endurtekinn og það varð niðurstaðan. Sepp Blatter, framkvæmdastjóri FIFA, sagði í gær að Eistlendingar hefðu viljað leika umræddan leik en tilkynning um breyttan leiktíma hefði sannan- lega borist þeim of seint og því hefði fyrrnefnd ákvörðun verið tek- in. Samkvæmt ákvörðun FIFA á leikurinn að fara fram í dagsbirtu og sambandið greiðir allan kostnað vegna ferðar Skotanna. Jim Farry hjá Knattspyrnusambandi Skota sagði að Skotar sættu sig við niður- stöðuna en taldi að erfítt gæti ver- ið að koma leiknum fyrir og skýra þyrfti nokkur atriði nánar. „Lands- leikjadagur er í desember og annar í febrúar en veðrið getur sett strik í reikninginn,“ sagði hann. Gary McAllister, fyrirliði Skot- lands, átti að taka út leikbann í Tallinn í október en gerir það í Glasgow á sunnudag þegar Skot- land tekur á móti Svíum. „Ég átti von á að missa af leiknum við Eist- land en þess í stað verð ég ekki með á móti Svíþjóð og sá leikur er mjög mikilvægur í riðlinum,“ sagði fyrirliðinn. Aenar Lepponen, framkvæmda- stjóri Knattspyrnusambands Eist- lands, var mjög kátur. „Þessi ákvörðun gleður okkur. Ef veðrið verður slæmt er hægt að leika i hlutlausu landi eins og Kýpur,“ sagði hann. KÖRFUKNATTLEIKUR: KR SIGRAÐIHAUKA í ANNAÐ SINN Á SKÖMMUM TÍMA / B2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.