Morgunblaðið - 09.11.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 09.11.1996, Síða 1
96 SIÐUR B/C/D 257. TBL. 84. ÁRG. LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nígerísk farþega- vél fórst með ölhmi um borð Lagos. Reuter. EMBÆTTISMAÐUR nígeríska flug- málaráðuneytisins sagði í gær að nígerísk farþegaflugvél af gerðinni Boeing-727, sem hafði verið saknað frá því á fimmtudagskvöid, hefði hrapað og hefðu allir um borð far- ist. 141 maður var í vélinni. Flugvélin var í eigu Flugþróunar- félagsins, einkaflugfélags í Nígeríu. Hún missti samband við flugturninn í Lagos klukkan fimm síðdegis á fímmtudag (16 að íslenskum tíma), um fimm mínútum fyrir áætlaðan lendingartíma. Ekki greint frá slysstað Embættismaðurinn sagði að greint yrði frá því hvar flugvélin hefði hrapað og öðrum atriðum máls- ins þegar ráðuneytið hefði lagt mat á alla þætti þess. Vélin var á leið frá olíuborginni Port Harcourt til Lagos með 132 farþega og níu manna áhöfn. Samkvæmt heimildarmönnum á flugvellinum voru nokkrir útlending- ar um borð í vélinni og gætu þeir hafa verið stjórnendur olíufyrirtækja. Dagblöð í Nígeríu höfðu eftir flug- manni, sem flaug skammt þar frá, er vélin sást síðast á ratsjá, að hann hefði séð mikla eldsúlu. Slæmt ástand efnahagsmála hefur haft áhrif samgöngur í Nígeríu og á undanförnum árum hafa flugslys verið tíð í landinu. Ein af vélum Flugþróunarfélags- ins hrapaði i Líberíu í fyrra. Fjárlagavandi Þjóðverja Waigel hyggst halda áætlun Bonn. Reuter. ÞÝSKA ríkisstjórnin lýsti yfir því í gær að takast mundi að halda fjár- lagahallanum innan þeirra marka, sem eru skilyrði fyrir aðild að efna- hags- og myntbandalagi Evrópu, þrátt fyrir nýjar spár um að skatt- tekjur yrðu um 10 milljörðum marka (um 435 milljörðum ís- lenskra króna) lægri en áður hafði verið áætlað. Theo Waigel fjármálaráðherra hét því að fjárlagahallinn mundi ekki fara yfir 56,6 milljarða marka (um 2.462 milljarða króna), en það mark setti stjórnin sér. Skoraði hann á sambandslönd Þýskalands að leggja sitt af mörkum til að tak- ast mætti að halda opinberri lán- töku undir mörkum Maastricht- sáttmálans. Waigel sagði að aukinn sparnað- ur, að andvirði sjö milljarða marka (304,5 milljarða króna), væri þegar í drögum að fjárlögum næsta árs, en skera þyrfti niður um þijá millj- arða marka (130 milljarða króna) til viðbótar. Helmut Kohl kanslari stjórnaði ríkisstjómarfundi í gærmorgun og náðist þar samkomulag um niður- skurðinn í megindráttum. Búist er við lokaákvörðun á morgun, eftir að allir þrír stjórnarflokkarnir hafa farið yfir tillögurnar. Reuter 40.000 ára skögultönn FORNLEIF AFRÆÐIN GUR rannsakar 3,5 metra langa og 150 kílóa þunga skögultönn úr forsögulegum mammút er fannst skammt frá borginni Kikinda í Serbíu í september. Leifarnar af dýrinu eru stein- gerðar og er beinagrindin fimm metrar að hæð. Hún fannst á um 20 metra dýpi og er talin vera að minnsta kosti 40.000 ára gömul. Reuter Fórnarlömb fellibyls NOKKRIR íbúar borgarinnar Kakinada í indverska sambands- ríkinu Andra Pradesh syrgja lát- inn ættingja sem var eitt af fórn- arlömbum fellibyls er heijaði á suðurströnd Indlands á fimmtu- dagskvöld. Vitað var að minnst 510 manns týndu lífi en óttast er að allt að þúsund manns hafi farist. Mörg þúsund manns slös- uðust og um 400.000 hús eru skemmd eða ónýt. Flóðbylgja braust sums staðar fimm km inn í landið. Er talið að tjón í Austur- Godavari héraði geti numið allt að 36 milljörðum króna. Clinton velur nýj- an skrif- stofustjóra Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti til- kynnti í gær að Erskine Bowles, fjár- málasérfræðingur og fyrrverandi embættismaður forsetans, tæki við starfi skrifstofustjóra af Leon Pan- etta. Sagt er að skrifstofustjórinn gangi næstur forseta að völdum í Banda- ríkjunum. Hann stjórnar því hveijir fá að hitta forsetann að máli og hef- ur mikil áhrif á hvaða mál komast inn á borð til hans. Bowles var aðstoðarskrifstofu- stjóri Clintons til ársins 1995. Hann hefur gegnt ýmsum erindum fyrir Clinton síðan og einnig leikið golf með forsetanum. Clinton greindi frá þessu á blaða- mannafundi í gær. Á fundinum sagði hann að hallalaus fjárlög yrðu fremst í forgangsröðinni á næsta kjörtíma- bili. Bætti Clinton því við að hann hygðist bjóða leiðtogum beggja flokka á þingi til viðræðna um ijár- lögin í næstu viku. Forsetinn kvaðst telja að það mundi greiða fyrir allsheijarfriði í Miðausturlöndum ef samkomulag tækist um að ísraelar hyrfu á brott með herlið sitt frá borginni Hebron á Vesturbakkanum. Hann sagði einnig að svo gæti farið að Bandaríkjamenn sendu sveit- ir til að taka þátt í framhaldi friðar- gæslu í Bosníu, en hann mundi ekki taka ákvörðun fyrr en tillögur bær- ust frá Atlantshafsbandalaginu. Robert Reich, vinnumálaráðherra í stjórn Clintons, sagði í gær að hann hygðist láta af störfum. Hann kvaðst vilja hafa meiri tíma með flölskyldu sinni. Þrýst á um að senda gæslulið til Zaire • • Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræðir ályktun Frakka Bujuinbura, Genf, Goma, París. Reuter. BOUTROS Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ítrekaði í gær mikilvægi þess að komið yrði í veg fyrir hrikalegar afleiðingar hungursneyðar vegna átakanna í austurhluta Zaire og búist var við að öryggisráð Samein- uðu þjóðanna gengi seint í gær- kvöldi til atkvæða um tillögu, sem sagt er að Frakkar séu meginhöf- undar að, um að senda fjölþjóða- gæslulið til átakasvæðisins. Barist var umhverfis bæinn Goma í austurhluta Zaire í gærkvöldi og sögðu talsmenn hjálparstofnana á Spáni að mikill fjöldi manna gæti látið lífið vegna átakanna þar. Bern- ard Pecoul, stjórnandi samtakanna Læknar án landamæra, sagði í Par- ís að rúmlega 13.600 flóttamanna í austurhluta Zaire hefðu látið lífið vegna matarskorts á undanförnum vikum og taldi hann fórnarlömb átakanna ekki með. Boguo Makeli, upplýsingaráð- herra Zaire, sagði í gær að flótta- mönnum frá Rúanda og Búrúndí yrði ekki leyft að vera í Zaire og ekki mætti reisa nýjar flóttamanna- búðir neins staðar í landinu. Hann ítrekaði þá ákvörðun stjórnar Zaire að bannað væri að dreifa mat til flóttamanna í landinu. Óeirðir í Goma Enginn matur hefur borist til Goma frá því að uppreisnarmenn náðu borginni á sitt vald í lok síðustu viku. I gær brutust út óeirðir í bænum vegna matarskorts. Talið er að um 20 þúsund flótta- menn úr röðum Hútúa frá Burundi hafi snúið aftur til heimalands síns frá búðum í austurhluta Zaire. Þeir hafa hvorki hreint vatn né mat, að sögn starfsmanna alþjóðamatar- áætlunar Sameinuðu þjóðanna. Um 140 þúsund flóttamenn úr röðum Hútúa frá Búrúndí flúðu flóttamannabúðir í austurhluta Zaire vegna átaka fyrir þremur vikum og ekki er vitað um afdrif 70% þeirra. Seint í gærkvöldi var talið að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna mundi þá og þegar samþykkja álykt- un um að mynda alþjóðlegar gæslu- sveitir, sem ekki yrðu undir stjórn SÞ, til að koma í veg fyrir að „svelti endi með þjóðarmorði" eins og Bout- ros-Ghali, orðaði það. Mótfallnir þátttöku Frakka Pasteur Bizimungu, forseti Rú- anda, sagði í gær að stjórn landsins væri mótfallin þátttöku Frakka í gæsluliði í austurhluta Zaire til að tryggja öryggi milljóna flóttamanna frá Búrúndí og Rúanda, sem komast hvergi vegna átakanna á svæðinu. Hann sagði að liðið yrði að vera hlut- laust. Mikilvægt er að Rúanda styðji gæslusveitir vegna þess að birgða- flutningaleiðir til Zaire liggja um landið og uppreisnarmennirnir, sem meðal annars hafa lagt undir sig Goma, eru bandamenn Rúanda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.