Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli ÆVAR Valgeirsson tæknimaður, Ragnar Magnússon verkstjóri og Ólafur Brynjólfsson verkstjóri tóku við viðurkenningu umhverfisráðuneytisins fyrir hönd Arvakurs hf. Arvakur o g KEA í Hrísey fengu umhverfisverðlaun ÁRNI Ólafsson, framkvæmdastjóri Fiskvinnslustöðvar KEA í Hrísey, með umhverfisviðurkenninguna sem Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra afhenti. UMHVERFISVERÐLAUN um- hverfisráðuneytisins voru veitt tveimur fyrirtækjum á umhverfis- þingi sem hófst á Hótel Loftleiðum í gær. Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru veitt og eiga þau að virka sem hvatning til þess að huga enn frekar að hveiju því sem betur má_ fara í umhverfismáium. Uthlutunarnefnd verðlaunanna er skipuð fulltrúum atvinnulífs og umhverfisráðuneytis. Verðlaun fyr- ir árið 1995 hlaut Fiskvinnslustöð KEA í Hrísey og Árvakur hf., út- gáfufélag Morgunblaðsins, fyrir árið 1996. Fiskvinnslustöð KEA í Hrísey fékk verðlaunin fyrir fyrirmyndar hráefnisnýtingu og minnkun úr- gangs, snyrtilegt umhverfi og um- hverfisvitund stjórnenda og starfs- fólks. Fyrirtækið er stærsti vinnu- ’ staðurinn í Hrísey og starfa þar um 60 manns. Allur fiskur fullnýttur I viðurkenningarskjalinu segir meðal annars: „Fyrirtækið hefur um langt skeið verið í forystu um nýtingu hráefnis og má þar nefna að fískvinnslustöðin fullnýtir nánast allan fisk, hausar eru þurrkaðir og oft á tíðum dálkar og klumbubein og það litla sem þá er eftir fer í bræðslu, nánast engu hráefni er hent og þar með er stuðlað að minnkun úrgangs." Árvakur hf. hlaut viðurkenningu fyrir „ítarlega útfærslu á umhverf- isstefnu við vinnslu og prentun Morgunblaðsins, góðan árangur við endurnýtingu úrgangs og ábyrga meðferð spilliefna," eins og segir í viðurkenningarskjalinu. í umsögn úthlutunarnefndarinnar segir enn- fremur að leitun sé á jafn-metnað- arfullri umhverfisstefnu og virku umhverfisverndarstarfí hjá íslensku fyrirtæki. Pappír endurunninn Hjá Morgunblaðinu hefur verið komið á fót flokkunarkerfi fyrir allan úrgang, með plastpokum í mismun- andi litum fyrir endurvinnanlegan pappír og annan úrgang. Framköll- unarvökvum, fíxerum, prentfarfa og fleiri vökvum er safnað saman og þeir fluttir til förgunar á viðeigandi stað. Árvakur hf. hefur fest kaup á sérstöku tæki sem endurvinnur silfur úr fixernum og starfsmenn Morgun- blaðsins hafa smíðað sérstaka skil- vindu sem skilur pappírstreíjar og önnur óhreinindi _úr skolvatni við þrif á prentvél. Úrgangspappír er pressaður og baggaður í prentsmiðju Morgunblaðsins og hann síðan flutt- ur til Úrvinnslunnar á Akureyri, þar sem hann er notaður við smíði kubba í vörubretti, eða til Silfurtúns í Garðabæ sem framleiðir úr honum eggjabakka. Fiskvinnslunni ekki hjálpað með sértækum aðgerðum Innlend kostn- aðaraukning er hluti vandans ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði á fundi hjá Félagi íslenskra stórkaupmanna að ein meginskýringin á versnandi afkomu landvinnslunnar væni innlendar kostnaðarhækkanir. Hráefnisverð væri auk þess of hátt. Margir fund- armenn gagnrýndu kvótakerfið harðlega og sögðu að sú mismunun sem fælist í því væri að ganga af landvinnslunni dauðri. Þorsteinn sagði að hefðbundin landvinnsla hefði ekki tekið miklum breytingum síðustu áratugina. Á allra síðustu árum hefðu fyrirtæki verið að reyna nýjar leiðir við full- vinnslu aflans og ljóst væri að menn þyrftu að leggja aukna vinnu og íjár- muni í vöruþróun og markaðsstarf. Tækninýjungar og skipulagsbreyt- ingar gætu einnig stuðlað að því að skjóta sterkari stoðum undir vinnsl- una. Þorsteinn sagði að sjávarútvegs- fyrirtæki, sem hefðu verið að sam- einast, virtust ætla að hafa nægileg- an styrk til að standast þá erfiðleika sem nú steðjuðu að fískvinnslunni. Einnig virtust ýmis smærri fyrirtæki í sérhæfðri vinnslu standa sig vel. Mestur vandi væri hjá meðalstórum fyrirtækjum í hefðbundinni vinnslu. Þorsteinn sagði að vandinn yrði ekki leystur með sértækum aðgerðum, gengisfellingu eða millifærslu líkt og menn gripu til við svipaðar að- stæður fyrir 5-10 árum. Fiskvinnsl- an yrði að takast á við vandann sjálf. Ekki samkeppnishæf vegna kvótans Jón Ásbjörnsson, framkvæmda- stjóri Fiskkaupa hf., lýsti vanda fisk- vinnslunnar með allt öðrum hætti. Hann sagði að meginástæðan fyrir vandanum væri sú að fiskvinnslan væri ekki samkeppnishæf vegna þeirra leikreglna sem stjórnvöld settu með kvótakerfínu. Á síðustu árum hefðu stjórnvöld stöðugt vegið að landvinnslunni með stjórn fisk- veiða. í fyrsta lagi hefðu þau sett reglur um úreldingu fiskiskipa, sem fyrst og fremst beindust gegn báta- flotanum. í öðru lagi hefðu króka- leyfi verið afnumin og í þriðja lagi væri búið að afnema línutvöföldun. Stórútgerðir væru núna að kaupa báta í stórum stíl og færa kvótann yfir á frystitogarana. Jón hvatti sjávarútvegsráðherra til að veita línubátunum 10-20% viðbót í kvóta og benti m.a. á að frá þeim kæmi besta hráefnið. Þorsteinn sagði að ekki yrði snúið til baka með afnám línutvöföldunar. Hann sagði línutvöföldun millifærslukerfi sem brenglaði verðmyndun. Línuafl- inn væri nú sóttur með færri skipum en áður og með minni tilkostnaði. Það hlyti að vera hagkvæmt fyrir vinnsluna. Jón gagnrýndi frystitogarana harðlega fyrir að nýta aflann illa. Hann fullyrti að þeir hentu í sjóinn 2 af aflanum. Hann nefndi sem dæmi að fyrirtæki hans, Fiskkaup hf., seldi yfir 2.000 tonn af þunnildum, lifur, hrognum, hausum og hryggjarafurð- um fyrir 60 milljónir á síðasta ári. Mest af þessum afurðum færi beint í sjóinn hjá frystitogurum. Jón skor- aði á sjávarútvegsráðherra að skylda togarana til að koma með þetta hrá- efni að landi. Þorsteinn sagði að sýnt hefði verið fram á að tap væri af vinnslu þessara afurða úti á sjó og þess vegna hefði Alþingi ekki treyst sér til að þvinga skipin til að koma með þetta hráefni að landi. ------------» ♦ ♦------- Ein milljón til aðstoðar í Zaire RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sín- um í gær að veita eina milljón króna til neyðaraðstoðar í Zaire, vegna stríðsástands í landinu og flótta- mannavanda af þeim sökum. Upphæðin rennur til Rauða kross íslands sem ræður ráðstöfun hennar til hjálparstarfsins í landinu. Fram- lag þetta úr ríkissjóði er í tengslum við söfnun RKÍ fyrir Zaire sem stað- ið hefur yfir að undanförnu á meðal almennings, en þar að auki hyggst RKI láta tvær milljónir króna renna til þessa verkefnis. Samningaviðræðum við Evrópusambandið um heilbrigðiseftirlit með fiski að ljúka Tillögru* um 6 eða 7 iandamærastöðvar Tillögur um landamærastöðvar fyrir fisk, sem fluttur er inn frá ríkjum utan EES SAMNINGAVIÐRÆÐUM um að ísland yfírtaki nýjar reglur Evrópu- sambandsins um heilbrigðiseftirlit með físki á landamærum verður að öllum líkindum lokið í Brussel í næstu viku. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins liggur sam- komulag fyrir í meginatriðum. Sam- kvæmt því verða settar upp sex eða sjö landamærastöðvar til skoðunar á fiski, sem fluttur er inn til lands- ins frá ríkjum utan Evrópska efna- hagssvæðisins og tíu til ellefu minni stöðvar eða „aukastöðvar" þar sem eftirlit getur einnig farið fram. Fjöldi og staðsetning stöðvanna er enn ekki endanlega frágengin og á ríkis- stjórnin eftir að taka afstöðu til til- lagna í því efni. Nýjar reglur ESB um samræm- ingu heilbrigðiseftirlits með fiski á landamærum og töku heilbrigðis- skoðunargjalds taka gildi um ára- mót. Talið hefur verið að eftirlitið myndi kosta íslenzka fískútflytjend- ur hundruð milljóna króna að óbreyttu. Hefur því verið leitazt við að ná samningum um að reglurnar verði teknar upp í EES-samninginn og ísland taki þannig að sér eftirlit- ið á ytri iandamærum EES. Fiskistofa annist eftirlitið Reglur ESB gera ráð fyrir að all- ur fiskur, sem fluttur er inn til svæð- isins frá þriðju ríkjum, t.d. Rúss- landi, gangist undir heilbrigðisskoð- un í sérstökum landamærastöðvum undir opinberu eftirliti. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er samkomulag um að sjö slíkar stöðvar verði settar upp hér á landi og er rætt um að þær verði í Reykjavík, Hafnarfirði, á Isafírði, Akureyri, Eskifírði, í Vest- 'mannaeyjum og á Keflavíkurflug- velli. Eftirlitsmenn Fiskistofu hafi umsjón með landamærastöðvunum og þannig verði slegnar tvær flugur í einu höggi, því Fiskistofa hefur stefnt að því að hafa eftirlitsmenn í hveijum landsfjórðungi. „Aukastöðvar" til bráðabirgða Þá er gert ráð fyrir að 10-11 „aukastöðvum" verði komið á fót tímabundið. Rætt er um að sett verði upp stöð í Keflavík, ein stöð á Snæ- fellsnesi og ein eða tvær á Vestfjörð- um. Þá verði aukastöðvar á Sauðár- króki, Dalvík, Húsavík, Þórshöfn og Vopnafírði, ein stöð á Austfjörðum, og ein í Þorlákshöfn. Dráttur á gildistöku sennilegur Að loknum fyrirhuguðum síðasta samningafundi um málið í næstu viku fer væntanlegt samkomulag fyrir svokallaða undirnefnd I í des- ember og að því búnu fyrir sameig- inlegu EES-nefndina í janúar. Síðan á ráðherraráð ESB eftir að sam- þykkja málið. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ólíklegt að það markmið náist að nýjar reglur taki gildi hér á landi 1. marz á næsta ári og má búast við að gildistakan dragist um 2-3 mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.