Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þingvallaprestakall ÞAÐ er enn eitt prestavesenið hr. foringi . . . Ungir ökumenn ræða hætturnar í umferðinni ég hefði not- að bíl- belti...“ Morgunblaðið/Ásdís AÐALBJÖRG Guðgeirsdóttir á umferðarfundi með ungu fólki á vegum VÍS. TALAÐ er tæpitungulaust um skelfilegar afleiðingar umferð- arslysa á fundum fyrir unga ökumenn sem Vátryggingafé- lag Islands stendur reglulega fyrir. Allir sitja hljóðir og hlusta þegar Aðalbjörg Guðgeirsdótt- ir lýsir reynslu sinni. „Ég var á leiðinni frá Keflavík og lang- aði til að leggja mig í aftursæt- inu en þar sem ómögulegt var að hafa bílbeltin spennt og jafn- framt liggja útaf, sleppti ég bílbeltinu. Skyndilega vaknaði ég við að stelpan í framsætinu byrjaði að öskra og svo vissi ég ekki af mér fyrr en úti í móa með mikinn verk í bakinu og það var eins og fæturnir á mér væru ekki til,“ sagði Aðal- björg á umferðarfundi fyrir skömmu. Hún lamaðist upp að mitti fyrir 10 árum þá tvítug að aldri. „Ef ég hefði notað bílbelti væri ég líklega ekki í hjólastól," sagði Aðalbjörg. 10 ungmenni látist í ár „í langflestum tilfellum má rekja mænuskaða af völdum umferðarslysa til vanrækslu á notkun bílbelta", sagði Ragn- heiður Davíðsdóttur, forvarna- fulltrúi VÍS, á fundinum. „Það sem af er árinu hafa 10 ung- menni yngri en 30 ára látist í umferðinni mörg án bílbelta," sagði Ragnheiður ennfremur. Um 6.000 ungmenni á aldrin- um 17-25 ára hafa setið um- ferðarfundi VÍS á undanförn- um tveimur árum en þeir eru haldnir hálfsmánaðarlega í húsakynnum VÍS við Ármúla í samvinnu við lögregluna í Reykjavík, áhugafólk um um- ferðaröryggismál og SEM-sam- tökin sem eru samtök endur- hæfðra mænuskaddaðra. Sjö slys á dag Á fundinum var útskýrt hver sagan á bakvið fréttir af um- ferðarslysum í fjölmiðlum er og hvað það þýðir að „líða eftir atvikum“. Fæstir hinna ungu fundarmanna gerðu sér grein fyrir hve afleiðingar gáleysis- legs aksturs geta verið alvar- legar en sýnt var af myndbandi viðtal við ungan karlmann sem ók undir áhrifum áfengis og olli alvarlegu slysi. Lögreglumaður kemur af og til á umferðarfundi og segir þá frá afskiptum sínum af ungum ökumönnum. Einnig lýsir hann samskiptum lögreglunnar við foreldra eftir að börn þeirra hafa slasast eða látist í umferð- arslysum. Fundargestir höfðu flestir ekki hugmynd um að umferðar- slys væru eins algeng og raun ber vitni en í máli Ragnheiðar kom fram að árlega verða 2.500 slys í umferðinni sem jafngildir sjö slysum á dag. „Ungt fólk á aldrinum 17-25 ára veldur um þriðjungi alvarlegra umferða- slysa hérlendis," sagði hún. Mörgum kom á óvart hve kostnaður við umferðarslys er mikill en þau kosta þjóðfélagið ár hvert um 18 milljarða króna. Jteiknað er með að eitt tjón kosti 135.000 kr. og hvert slys um 1,2 miiy. kr. Ragnheiður sagði að ef farið yrði að fordæmi nágrannaland- anna og byggt æfingasvæði fyr- ir óreynda ökumenn þar sem væri m.a. hálkubraut myndi slysum í umferðinni fækka og þar með kostnaður minnka. Skipakostur Landhelgisgæslunnar Þörf fyrir nýtt fjölnota varðskip Hafsteinn Hafsteinsson NÝTT varðskip fyrir Landhelgisgæsl- una þarf helst að vera um 3.000 tonn að stærð og geta nýst sem fjölnota skip til eftirlits, björgunar og rannsókna- starfa, að sögn Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar (LHG). Hafsteinn er for- maður fimm manna nefnd- ar sem skipuð var til að kanna með nýsmíði eða kaup á notuðu skipi. Nefndin hefur ekki enn skilað tillögum en hefur aflað sér upplýsinga um nýsmíði og er að kanna með notuð skip. Er þörf fyrir nýtt varð- skip? „Hingað til höfum við haft þijú skip til umráða og það elsta, Óðinn, var smíðað 1959 og því að nálgast fertugsald- urinn,“ sagði Hafsteinn. „Það má áætla að viðgerðir á Óðni næstu tvö til þijú ár kosti ekki undir 500-600 milijónum króna. Hann verður eftir sem áður gamalt skip og óhentugt til þeirra verkefna sem af okkur er krafist. Týr og Ægir eru komnir af unglingsárum og vel á þrítugsaldri. Þeir gegna ágætlega sínu hlutverki í flestum tilvikum. Staðreyndin er sú að varðskipin eru orðin of lítil fyrir mörg verkefni ser'. við þurfum að sinna.“ Hvaða verkefni eru það? „Það er orðin mikil þörf fyrir viðveru okkar á úthafinu. Við höfum undanfarið sent varðskip í Smuguna milli Noregs og Rúss- lands og þar hefur það verið um tvo mánuði í senn. Ef til vill er enn mikilvægara svæðið við land- helgismörkin suð-vestur af land- inu, á Reykjaneshryggnum. Þar er mikill ágangur af íslenskum og erlendum skipum . Við þurfum að fylgjast mjög grannt með þessu svæði. Eins þurfum við að fylgjast með veiðum í síldarsmugunni austur af landinu. Það má ekki gleymast að þegar mest á reynir í illviðrum eru okk- ar skip send út meðan önnur skip leita vars. Þegar náttúruhamfarir hafa orðið á landi, líkt og snjóflóð- in fyrir vestan, eru okkar skip notuð til að flytja hjálparlið og búnað á staðinn. Þegar snjóflóð dundu yfir Súðavík þurfti varðskip að fara öðru skipi til hjálpar sem var hætt komið norður af Horni. Það hefði verið auðveldara að fara þá ferð á stærra og öflugra skipi en við höfðum. Fiskiskip og flutningaskip hafa stækkað. Togararnir á Reykjanes- hryggnum eru til dæmis jafnstórir eða mun stærri en íslensku varð- skipin og það skiptir máli við björgunarstörf.“ Hvað er óskaskipið stórt? „Það er í kringum 3.000 tonn. Danir eru með fjögur skip af þeirri stærð til eftirlitsstarfa við Færeyj- ar og Grænland.“ Hafið þið tekið mið af dönsku skipunum við ykkar óskir? „Við erum hrifnir af þeim, en viljum ekkert einskorða okkur við slík skip. En ég vil benda sérstak- lega á að það verði keypt skip sem er fjölnota. Það sé hægt að stunda ýmis vísinda- og rannsóknastörf á skipinu, jafnframt eftirliti og björgunarstörfum. Þrátt fyrir til- komu nýs hafrannsóknaskips vona ég að það geti áfram verið sam- starf á milli Hafrannsóknastofn- unar og Landhelgisgæslunnar. Til dæmis unnum við fyrir Hafrann- ► Hafsteinn Hafsteinsson hæstaréttarlögmaður tók við starfi forstjóra Landhelgis- gæslunnar 1. september 1993. Hann er einnig formaður Al- mannavarnaráðs. Hafsteinn vann hjá Fiskifélagi íslands 1959-60 og var framkvæmda- stjóri Pólstjörnunnar hf. á Siglufirði jafnhliða laganámi. Hann var fulltrúi bæjarfóget- ans í Keflavík og lögreglustjóri í Bolungarvík 1966-69 jafn- framt því að vera sveitarstjóri Hólshrepps 1966-68. Hafsteinn opnaði lögmannsstofu í Reykja- vík 1969 og rak hana þar til hann tók við núverandi starfi. Hann var lögfræðingur Land- helgisgæslunnar frá 1969 og blaðafulltrúi hennar frá 1. sept- ember 1972, framkvæmdastjóri SÍT og Alþjóðlegra bifreiða- trygginga á íslandi 1973-85 og framkvæmdastjóri Björgunar- félagsins hf. 1983-85. sóknastofnun norður í Smugu í sumar og erum reiðubúnir til áframhaldandi samstarfs." Hafa varðskipin verið notuð tii annarra vísindastarfa? „Já, við höfum unnið fyrir veð- urstofur og einnig aðstoðað vís- indamenn við rannsóknir á jarð- skjálftum. Það eru því margs kon- ar vísindastörf sem við höfum komið að.“ Hvernig eru skipin öðruvísi út- búin ef þau eru einnig ætluð til rannsókna? „Fjölnota skip eru notuð til margs konar vísinda- og rannsókna- starfa. Til dæmis hafa Danir leigt sín skip til rannsókna á hafsbotninum og til olíuleitar. Það er hægt að setja um borð í skipin færanlegar og sérbúnar rannsóknastofur sem henta hinum ýmsu þörfum. Rannsóknastofurn- ar eru í stöðluðum gámum sem eru hífðir um borð með lítilli fyrir- höfn og falla niður í efra dekk skipsins. Þá er gengið inn í rann- sóknastofuna af neðra dekki en þakið á gámnum nemur við efra dekk. Við leggjum áherslu á að nýtt varðskip verði búið þessum möguleikum." Hvað kostar nýtt og fullkomið varðskip? „Það má reikna með nálægt tveimur milljörðum króna." Áttu von á nýju varðskipi fyrir aldamót? „Já, það ætla ég að vona. Nefndinni var falið að kanna með nýsmíði eða kaup á notuðu skipi og auðvitað gerum við það sem okkur er falið, en við hjá Land- helgisgæslunni óskum eftir nýju skipi. Við erum búnir að fá nóg af gömlum skipum!" Fara á sjó þegar aðrir leita vars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.