Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 11 FLOKKSÞING ALÞÝÐUFLOKKSINS Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ Morgunblaðið/Ásdís GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. Grétar flutti ávarp við setningu flokks- þingsins. Hvatti til sameiningar félagshyggj nfólks „Verkefni okkar nú á þessu þingi, á næstu misserum og árum er sam- eining með öðrum jafnaðarmönn- um, sem er að finna í öðrum flokk- um. Að byggja upp trúverðugan valkost, samhentan, öflugan, sterk- an nútímalegan jafnaðarmanna- flokk, eins og þeir gerast á Norður- löndum eða í Norður-Evrópu, með öfiuga, vel skipulagða launþega- hreyfingu að baki, sem getur boðið birginn þessu valdakerfi Sjálfstæð- isflokksins sem nú ræður lögum og lofum í íslensku þjóðfélagi með rangri pólitík," sagði Jón Baldvin. Hugleiddi afsögn eftir kosningar í ræðu sinni flallaði Jón Baldvin einnig um stöðu Alþýðuflokksins og sagði að hann hefði gengið sundraður til seinustu kosninga vegna sundurlyndis í eigin röðum. „Ég viðurkenni það og segi hrein- skilnislega að þetta tímabil var erf- iðasta tímabil á mínum formanns- ferli og það voru þær stundir sem ég hélt jafnvel að við myndum varla hafa okkur í gegnum þetta. Eftir kosningarnar hugsaði ég um það af mikilli alvöru hvort mér bæri ekki skylda til að axla ábyrgðina á þessu með því að segja af mér. En við nánari umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að ég gæti ekki varið það fyrir samvisku minni að skilja við flokkinn með þeim hætti. Þvert á móti bæri mér skylda til að leggja mig allan fram um að bæta fyrir þau mistök sem hefðu orðið að rétta hlut flokksins og því væri ekki tímabært að gera það á stund ósigurs," sagði hann. Undir lok ræðunnar fjallaði Jón Baldvin um þau viðbrögð sem hug- mynd hans um æskilega skipan forystusveitar flokksins, hefðu fengið meðal alþýðuflokksfólks. „Sú pólitíska erfðaskrá sem ég vil að þetta flokksþing taki við, beri fram og ávaxti, er að Alþýðuflokk- urinn verði frumkvæðisaðilinn að þeirri endursköpun íslenskra stjórn- mála, á grundvelli nútímalegrar jafnaðarstefnu, sem hefur verið markmið okkar en við höfum nú betur tækifæri til að fylgja fram en nokkru sinni fyrr,“ sagði hann. Svanfríður Jónasdóttir Þurfa að hefja sig yfir nágranna- kryt SVANFRÍÐUR Jónasdóttir, þing- maður Þjóðvaka og varaformaður þingflokks jafnaðarmanna, flutti ávarp á þingi Alþýðuflokksins í gær, og íjallaði um samstarf jafnað- armanna. Svanfríður sagði að jafnaðar- menn þyrftu nú sem aldrei fyrr að hefja sig yfir áratuga nágrannakryt og sameina kraftana og sagði að sameining þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka hefði orðið á grund- velli málefna. Svanfríður sagðist þó heyra efa- sémdarraddir innan annarra stjórn- arandstöðuflokka. „Ég veit um af- stöðu einstakra þingmanna hinna stjórnarandstöðuflokkanna og finn fyrir sparki sumra þeirra. Einhveijir eru þeir sem ekki treysta sér til að mæla gegn samstarfi jafnaðar- manna þegar þeir tala við áhuga- menn í eigin flokki en gera lítið úr möguleikum á breiðri samstöðu ann- ars staðar. Þessir reyna og munu reyna að réttlæta tilvist flokka sinna með því að tina til einhver sérvisku- mál eða minnihlutaskoðanir, kannski herinn og NATO. Ekki veit ég hvern- ig þeir ætla að réttlæta sjálfstætt líf fyrir sjálfum sér og sinni pólitísku samvisku ef núverandi stjórnar- flokkar ná að sitja fram á næstu öld,“ sagði Svanfríður. GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands íslands, ávarpaði flokksþing Alþýðuflokksins við setn- ingu þess í gær, og hvatti til aukins samstarfs og sameiningar félags- hyggjufólks hvar í flokki sem það stæði. Grétar fjallaði um sameiginlegan uppruna Alþýðusambandsins og Al- þýðuflokksins og um sögulegan klofning jafnaðarmanna fyrr á öld- inni. Sagði hann að samskipti ASÍ og Alþýðuflokksins hefðu ekki alltaf verið með besta móti og einkennst af tortryggni og ágreiningi. Sagði hann að ágreiningur jafnaðarmanna KONUR á flol' ksþingi Alþýðuflokks- ins héldu lokaðan fund í gær til að efla samstöðuna á þinginu um kjör kvenna í ýmis æðstu embætti og stjórnir en kosningar fara fram í dag og á morgun. Kvenkynsfulltrúar á þinginu eru um 90 talsins og er búist við að þeir muni flestir sameinast um stuðning við Astu B. Þorsteinsdóttur til varaformennsku. Einnig unnu konur að því í gær að mynda sameig- inlegan lista kvenframbjóðenda við kjör í framkvæmdastjórn og flokks- stjórn Alþýðuflokksins. Kosning formanns, varafor- manns, gjaldkera og ritara er á dag- og félagshyggjufólks á undanfömum áratugum hefði dregið verulega ur áhrifum jafnaðarstefnunnar á ís- landi. „Það er sameiginlegt verkefni verkalýðshreyfingarinnar og félags- hyggjufólks, hvar í flokki sem það stendur að breyta þessu,“ sagði hann. „Von mín hlýtur að vera sú að á þessu þingi verði mótuð stefna og framtíðarsýn sem er líkleg til að stuðla að auknu samstarfi eða sam- einingu félagshyggjufólks í landinu og treysta samstarfið milli verka- lýðshreyfingarinnar, jafnaðarmanna og alls félagshyggjufólks," sagði hann. skrá landsfundarins síðdegis í dag. Fyrir þinginu liggur lagabreyting- artillaga sem gengur út á að efla hlutverk formanns framkvæmda- stjórnar, hann beri ábyrgð á flokks- starfinu og verði jafnframt fram- kvæmdastjóri flokksins. Er gengið út frá því að kosið yrði í embættið á flokksþinginu. Nokkrir flokksmenn hafa verið orðaðir við stöðu for- manns framkvæmdastjórnar, þ.á m. Arni Gunnarsson, fyrrv. alþingis- maður, Magnús Norðdahl lögfræð- ingur, Gestur G. Gestsson, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna og Ossur Skarphéðinsson alþingismað- MaxMara Ný sending frá á góðum barna-, dömu-og herrafatnaði laugardag I sunnudag kl. 10-17 kl. 13-17 Borgartúni 2 Kosningar á flokksþingi Konur sameinast um frambjóðendur UPPBOÐ 10. nóvember 1996 GUNNLAUGUR BLÖNDAL J.S. KJARVAL GUNNLAUGUR BLÖNDAL JÓN STEFÁNSSON GUNNLAUGUR SCHEVING JÓHANN BRIEM GUNNLAUGUR BLÖNDAL MUGGUR IÐNAÐARMANNAHÚSIÐ SUNNUDAGSKVÖLD KL. 20.30. SÝNING UPPBOÐSVERKA í DAG OG Á MORGUN KL. 12-18 BORG AÐALSTRÆTI 6, SÍMI 552 4211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.