Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ný sending frá Caroline Rohmer. TBSS v neð ncöst viö Dunhaga, sími 562 2230 Opið virka daga kl. 9-18, iaugardaga kl. 10-14. - kjarni málsins! FASTEIGN ER FRAMTID FASTEIGNA Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík, fax 568 7072 m MIÐLUN Sverrir Kristjánsson XS lögg. fasteignasali II Þór Þorgeirsson, sölum., Kristín Benediktsdóttir, ritari, Kristjana Lind, ritari Opið kl. 11-14. Urriðakvísi - Ártúnsholt Vorum að fá í sölu 200 fm einbhús sem er hæð og ris ásamt 32 fm bílsk. á fal- legum útsýnisstað. Húsið er m.a. rúmg. stofur, 5 svefnherb., flísalagt bað. Parket. Áhv. 4,6 í húsbr. Verð 16,3 millj. Espigerði - „penthouse“. Mjög vönduð, falleg og björt 5 herb. 131 fm íb. á 8. og 9. hæð I eftirsóttu lyftu- húsi rétt við Borgarspítalann. Tvennar svalir. Stórkostl. útsýni. (búðin er laus. Verð 10,5 millj. Tjarnarstígur - Seltj. - sérh. Góö og vel skipul. ca 105 fm neðri sérh. ásamt 32 fm jeppabílsk. Ib. skiptist í forstgang, stóra saml. stofu, eldh., bað o.fl. Skipti á 3ja herb. íb. koma til greina. Áhv. 5,3 millj. húsbr. og byggsj. Verð 9,9 millj. nusgogn gæðahúsgögn á góðu veroi! Vönduð lusgogn Armúla 8 - 108 Reykjavík FRÉTTIR Sjálfstæðismenn segja R-lista hafa misst tökin á fjármálum borgarinnar Telja að skuldaaukning verði um einn milljarður BORGARFULLTRÚAR minnihluta Sjálfstæðisflokks í • borgarstjórn telja að skuldaaukning borgarsjóðs verði um eða yfir einn milljarður í ár þrátt fyrir gott árferði, auknar skatttekjur og meiri arðgjöf borgar- fyrirtækja. Sögðu þeir á fundi borg- arstjórnar á fimmtudaginn að með því að samþykkja yfir 700 millj. kr. aukafjárveitingar á árinu, umfram jjárhagsáætlun, viðurkenndi R-list- inn uppgjöf sína við að stýra fjár- málum borgarsjóðs. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kvaðst í samtali við Morgunblaðið draga í efa að skuldaaukning næmi einum milljarði og sagði í borgar- stjórn að staða borgarsjóðs væri mun betri en verið hefði undanfarin ár. Allt frá árinu 1992 hefði auka- fjárveitingar numið 400-550 millj. kr. á hveiju ári en því viðbótar hefðu rekstrarútgjöld árvisst farið 5-6,6% fram úr fjárveitingum. Borgarstjóri seg-ir stöðuna mun betri en undanfarin ár Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæð- ismanna, sagði að R-listinn hefði afgreitt síðustu fjárhagsáætlun með um 500 millj. kr. skuldaaukn- ingu. Til viðbótar þessu hefði R- listinn samþykkt 700 millj. kr. auk- afjárveitingar en til frádráttar kæmu 300 millj. kr. vegna aukinna útsvarstekna. Taidi hann loks ekki fullljóst hvort tækist að ná inn þeim tekjum sem ráð væri fyrir gert í fjárþagsáætlun vegna sölu borgar- fyrirtækja, um 300 millj. kr. Árni benti á að á sama tíma hefðu tekjur borgarinnar samt auk- ist um rúman 1 milljarð vegna auk- inna skattaálaga og meiri arðgjafar borgarfyrirtækja. Kvaðst hann ekki sjá áþreifanleg merki um að meiri- hlutinn hygðist gera ráðstafanir til að leysa vandann og minnti á að R-listinn hafi í ár vísað frá tillögum sjálfstæðismanna sem miðað hafi að sparnaði og hagræðingu. Ný vinnubrögð innleidd Ingibjörg Sólrún taldi ekkert benda til að þess skuldaaukning stefndi í einn milljarð króna og kvaðst vilja spyija að leikslokum að joknu yfirstandandi íjárhagsári. Í málflutningi sínum í borgar- stjórn lagði hún áherslu á að með endurskoðun fjárhagsáætlunar væri verið að innleiða ný vinnubrögð sem fælust í að fá betri yfirsýn yfir íjár- mál borgarinnar og ná betri tökum á þeim en á undanförnum árum. Taldi hún þetta mikilvægt, ekki síst vegna þess að taka ætti upp nýja aðferð við gerð fjárhagsáætlunar með því að ákvarða rammaáætlanir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fyrirhugaðar breytingar á Landsvirkjun Umræðum frestað í borgarstjórn að ósk sjálfstæðismanna UMRÆÐUM um samning ríkis- stjórnar, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar um fyrirhugaðar breytingar á stjómskipulagi Landsvirkjunar og fyrirkomulagi arðgreiðslna var frestað á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld. Til- laga Árna Sigfússonar, Sjálfstæð- isflokki, þess efnis var samþykkt samhljóða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lýsti yfir því er hún kynnti samninginn á fundinum að full samstaða ríkti um efni samn- ingsins hjá borgarfulltrúum R-lista. Árni fullyrti að góð samstaða væri um meginefni samningsins hjá sjálfstæðismönnum. Hann sagði á hinn bóginn sjálfsagt, m.a. vegna umfangs málsins, að borg- arfulltrúar fengju tækifæri til að ræða einstök efnisatriði samnings- ins. Sagði hann að margir borgar- fulltrúar hefðu lýst áhyggjum sín- um, að fá ekki tækifæri til að ræða um málið í borgarstjórn. Afmælis- veisla í Nanthóls- vík NEMENDUR Menntaskólans í Hamrahlíð hafa minnst þess með ýmsum hætti seinustu daga að um þessar mundir eru liðin þrjátíu ár frá því skólinn hóf göngu sína. Meðal annars hafa listamenn troð- ið upp í frímínútum og nemendur einnig. I fyrrakvöld safnaðist hóp- ur nema saman við skólann, um 200-300 krakkar, og gekk með blys í hönd út í Nauthólsvík þar sem kveikt var í bálkesti. Þar var dansaður vikivaki og afrískir dansar, sungið og skemmt sér á ýmsan hátt annan, eins og siður er í afmælisveislum. á Lengjunm og Velkomin ab netfangi WWW. TOTO. IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.