Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Æskulýðsfélagið gengst fyrir „heimspekilegu kaffí“ í Laxdalshúsi frá 15 til 18 í dag, laugardag. Þórg- nýr Dýrfjörð leiðir umræðuna og flytur stutt erindi. Sunnudagaskóli verður að þessu sinni í Dvalarheim- ilinu Hlíð kl. 11. Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 14 á morgun, Skúli Svavarsson, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga, prédikar. Tekið við framlögum til kristniboðsins. Guðs- þjónusta á Seli kl. 16. Æskulýðs- fundur í kapellu kl. 17. Sérstök kynning fyrir fermingarbörn. Bibl- íulestur í safnaðarheimili kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund verður í dag kl. 11. Barnasamkoma á morgun, sunnu- dag kl. 11. Foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Guðs- þjónusta verður í kirkjunni kl. 14. Sr. Guðmundur Guðmundsson hér- aðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Tekið við samskotum til kristniboðsins að guðsþjónustunni lokinni. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 í dag, bæna- stund kl. 19.30, almenn samkoma kl. 20. Heimilasamband kl. 16 á mánudag, krakkaklúbbur fyrir 6 ára og eldri á miðvikudag kl. 17, biblíulestur ki. 20.30. 11+ fyrir 10-12 ára krakka á fimmtudag kl. 17. Flóamarkaður á föstudag frá kl. 10-17, unglingakór kl. 19.30 unglingaklúbbur kl. 20.30 sama dag. HVÍTASUNNUKIRJAN: Sam- koma á sunnudag kl. 14, ræðumað- ur Ove Pedersen skólastjóri biblíu- skólans Troens Bevis í Noregi. Samskot tekin til starfsins. Krakkaklúbbur fyrir 10 til 13 ára á þriðjudag kl. 17.30, biblíulestur og bænasamkoma kl. 20 á mið- vikudag, krakkaklúbbur kl. 17.15 á föstudag, unglingasamkoma kl. 20.30 sama dag. KFUM og K á Akureyri. Sam- koma í kvöld, laugardag kl. 20.30. Ræðumaður Skúli Svavarsson. Kaffisala til styrktar kristniboðinu kl. 15 á sunnudag. Samkoma kl. 20.30, ræðumaður Skúli Svavars- son, samskot tekin til kristniboðs- insv Ólafsfjarðarkirkja: Sunnudaga- skóli kl. 11 á morgun, mömmu- morgun frá kl. 10 til 12 á miðviku- dag. Morgunblaðið/Kristján Fyrstu jólatrén komin í bæinn FYRSTU jólatrén sem starfs- menn Skógræktarfélags Eyfirð- inga hjuggu á Miðhálsstöðum í Hörgárdal voru fluttu í Kjarna- skóg í gær, en það var blágreni, alls um 50 tré. Að sögn Hallgríms Indriðasonar framkvæmdastjóra félagsins er gert ráð fyrir að höggvin verði um 300jólatré úr reitum félagsins í Eyjafirði nú fyrir jólin, en svo eru keypttré annars staðar frá. Töluverður snjór er norðan- lands og kuldatíð hefur verið ríkjandi síðustu daga sem gert hefur skógarhöggsmönnum erf- itt fyrir. „Það hefur óneitanlega verið svolítið meiri fyrirhöfn við þetta en þegar jörð er auð,“ sagði Hallgrímur. Á myndinni eru Þröstur Pálma- son og Helgi Þórsson starfsmenn Skógræktarfélags Eyfirðinga sem komu með um 50 jólatré i Kjarnaskóg í gær, en þau voru höggvin á Miðhálsstöðum í Hörg- árdal. Morgunblaðið/Margrét Þóra Djöflaeyjan frumsýnd í Borgarbíói DJÖFLAEYJAN var frumsýnd í Borgarbíói í vikunni en mynd- in hefur hlotið feikigóðar við- tökur áhorfenda sem eru ríf- lega 50 þúsund. Forsvarsmenn myndarinnar vænta þess að nokkur þúsund manns muni sjá myndina á Akureyri. Einar Kárason, höfundur handrits, og nokkrir leikarar voru við- staddir frumsýningu myndar- innar, m.a. Sigurveig Jónsdótt- ir og Baltasar Kormákur. Morgunverðarfundur Verslunarráðs um góðæri á landsbyggðinni Meiri eftirspum eftir starfsfólki á landsbyggðinni LANDSBYGGIÐN er ekki á eftir, ef á heildina litið, þegar miðað er við höfuðborgarsvæðið, en vissu- lega er ástandið mismunandi eftir landshlutum. Að meðaltali hafa laun hækkað um 5,5% á lands- byggðinni en um 4,9% á höfuðborg- arsvæðinu síðustu misseri. Þá hefur atvinnuleysi minnkað örar á lands- byggðinni en höfuðborgarsvæðinu og miðað við kannanir á atvinnu- ástandi í haust er meiri eftirspurn eftir fólki til starfa á landsbyggð- inni en höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. Þetta kom fram í erindi Þórðar Friðjónssonar forstjóra Þjóðhags- stofnunar á morgunverðarfundi Verslunarráðs sem haldinn var á Hótel KEA í gær, þar sem fjallað var um hvort landsbyggðin nyti góðærisins. „Flestir sjá merki um góðærið, en yfirleitt hjá öðrum en sjálfum sér,“ sagði Þórður. Nefndi hann m.a. að hagvöxtur hefði auk- ist um 8,5% og greinilegt væri að fjárfestingar sem og einkaneysla hefðu aukist mikið á árinu, augljós- ustu merkin um aukna einkaneyslu væru meiri innflutningur bíla og aukin ferðalög til útlanda. Vilhjálmur Egilsson fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs sagði að svo virtist sem margir íbúar landsbyggðarinnar sæju höfuð- borgarsvæðið í hillingum, enda væru vel auglýstar og umfangs- miklar framkvæmdir þar í gangi. Við það bættist þrálát umræða um nauðsyn á samdrætti í heilbrigði- skerfi og annarri opinberri starf- semi á landsbyggðinni. Ekki væri því óeðlilegt að mörgum lands- byggðarmanninum þætti framtíðin vera á höfuðborgarsvæðinu, rétt væri að styðja börnin til náms þannig að þau gætu spjarað sig sunnan Kollafjarðar og vestan Rauðavatns fremur en hvetja þau til að afla sér menntunar sem nýtt- ist á heimaslóð. Góð skilyrði Vilhjálmur nefndi mörg dæmi um uppbyggingu á landsbyggðinni, fyr- irtæki, sérstaklega í sjávarútvegi, væru að nota hagnað sinn til að bæta stöðu sína, styrkja þau störf sem fyrir væru og leggja grunn að nýjum störfum. Landshlutarnir væru þó ekki jafnvel settir, svo virt- ist sem Vestfirðir hefðu að ein- hverju leyti orðið eftir, en vonandi skilaði sú uppstokkun, sem ætti sér stað í sjávarúvegi, mönnum fram á veginn. Vilhjálmur sagði það undir landsbyggðinni sjálfri komið hvort hún nyti góðærisins, atvinnulífið hefði fengið óvenjugóð skilyrði til að ná árangri. Oflugt atvinnulíf væri undirstaða þess mannlífs og þjónustustigs sem þrifist í byggð- arlögunum. Stærsta hættan fyrir landsbyggðina væri að tekjuhæsta fólkið þar ákvæði að það hefði efni á að kaupa sér gott húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og búa þar en vinna úti á landi. Þetta sæju menn sumstaðar vera að gerast með yfirmenn á frystitogurum og jafnvel undirmenn líka. Lækna nefndi hann einnig í þessu sam- bandi, hægt yrði að skipuleggja vinnutíma þeirra eins og úthald á togara, vinna mikið og þéna vel í góðri lotu, fara burt til að hvíla sig og eyða tekjunum annars stað- ar. „Ef þessi þróun ágerist setur það mörg byggðarlögin í vanda,“ sagði Vilhjálmur. Engin landamæri Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Kaupfélags Ey- firðinga, sagði atvinnulíf á íslandi hafa tekið verulegum breytingum á síðustu 10-15 árum. Þá hefði bol- fiskvinnslan verið alls ráðandi og afkomunni stýrt með gengisbreyt- ingum. Bolfiskvinnsla væri í mikilli lægð þannig að fyrirtæki sem lagt hefðu allt sitt í hana ættu nú í erfið- leikum, en uppsveifla væri í vinnslu uppsjávarfiska. Hann sagði marga hafa áhyggur af miklum framkvæmdum á höfuð- borgarsvæðinu og hvaða áhrif þær hefðu út um land. Stjórnvöld yrðu að standa á bremsunni svo þessar miklu framkvæmdir bitnuðu ekki á landsbyggðinni. Hvað framtíðina varðar væru miklar breytingar í vændum, tæki- færin sem ættu eftir að skapast á upplýsingaöldinni ættu sér engin landamæri og þar gæti landsbyggð- in ekki síður en höfuðborgarsvæðið látið mjög til sín taka. Þess þyrfti þó að gæta að ekki kæmi til þess að rætur við þjóðmenninguna og tengsl við landið slitnuðu. Sjávarút- vegssjóður Islands stofnaður SJÁVARÚTVEGSSJÓÐUR ís- lands var stofnaður á Hótel KEA á Akureyri í gær. Stofn- hlutafé er 100 milljónir króna. Stofnhluthafar eru Hluta- bréfasjóður Norðurlands, Kaup- þing Norðurlands, Lífeyrissjóð- ur Norðurlands, Lífeyrissjóður KEA, Lífeyrissjóður Austur- lands, Lífeyrissjóðurinn Hlíf, Lífeyrissjóður Vestmannaey- inga og Lífeyrissjóður Vestfirð- inga auk einstaklinga. Tilgangur sjóðsins er að fjár- festa í fyrirtækjum í sjávarút- vegi og tengdum greinum. Mið- að er við að 80% af eignum fé- lagsins verði að jafnaði bundin í hlutabréfum innlendra og er- lendra fyrirtækja í sjávarútvegi og tengdri starfsemi. Gert er ráð fyrir að 50-70% flárfestinga sjóðsins verði í hlutabréfum fyr- irtækja í vinnslu og veiðum og 30-50% í tengdum greinum. Þá mun stjóm sjóðsins skoða fjár- festingar í óskráðum félögum innanlands, auk erlendra fyrir- tækja sem starfa í sjávarútvegi. I stjórn Sjávarútvegssjóðs Islands er Kári Arnór Kárason, formaður, Halldór Jónsson og Valdimar Bragason. Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra Niðurskurði til fram- haldsskóla mótmælt AÐALFUNDUR kjördæmis- ráðs Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra mótmælti harðlega niðurskurði til fram- haldsskólanna í landinu í fjár- lagafrumvarpi og ekki síst því sem beinist að litlum fram- haldsskólum á landsbyggðinni, þar af séu tveir skólar í Norð- urlandskjördæmi eystra, á Húsavík og að Laugum. „Fundurinn átelur að með þessum hætti skuli sérstaklega vegið að framhaldsmenntuyn í minni byggðarlögum og krefst fundurinn þess að ríkisstjómin geri grein fyrir stefnu sinni varð- andi framhaldsmenntun á lands- byggðinni almennt. Nær væri að hlúa að þessum vaxtarbrodd- um framhaldsmenntunar á landsbyggðinni og auðvelda fólki þar að koma bömum sínum til náms heldur en að ráðast á garð- inn þar sem hann er lægstur eins og til stendur að gera samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjómar- innar,“ segir í ályktuninni. Tónleikar í Listasafni JACQUELINE FitzGibbon óbó- leikari og Michael Jón Clarke efna til tónleika í Listasafninu á Akureyri á sunnudag, 10. nóvember í Listasafninu á Ak- ureyri. Þeir hefjast kl. 13. Frumflutt verða „Tvö Yeats lög“ eftir Oliver Kentish, samin að beiðni Jacqueline í tilefni af fimmtugsafmæli hennar á þessu ári, en hún stakk upp á ljóðum W.B. Yeats, sem var írskur líkt og hún sjálf. Á efnisskránni eru einnig verk eftir Vincent Persichetti, Robert Schumann og Melindu Maxwell fyrir óbó og enskt horn og útsetningar Vaughan Willimas á ljóðum Williams Blake fyrir óbó og söng. Miðaverð er 1.000 krónur en ókeypis fyrir skólabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.