Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 15 Varnarbarátta Eiríks í Eyjablómi í Vestmannaeyjum Selur kjöt og rófur í blómabúðinni Vestmannaeyjum - Eiríkur Sæ- land, blómasali í versluninni Eyja- blóm í Vestmannaeyjum, hefur fetað sig inn á nýjar brautir í kaup- mennskunni. Undanfarnar vikur hafa nýir vöruflokkar bæst á vöru- lista verslunarinnar, vörur sem óhætt er að segja að séu ekki al- gengar í hillum blómaverslana. Ei- ríkur hefur komið fyrir kæli í versl- un sinni þar sem hann er með loft- þétt pakkað kjötmeti til sölu, auk þess sem hann selur kartöflur og rófur. Eiríkur sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann væri með þessu uppátæki sínu að svara óvæntri samkeppni sem hann hefði fengið frá verslunum Kaupfélags Arnes- inga í Eyjum. Kaupféiagið ræki tvær stórar matvöruverslanir í Vest- mannaeyjum og væru komnar þar inn vörur sem hingað til hefðu ein- ungis verið seldar í blómaverslunun- um í Eyjum. „Það má segja að þetta sé varn- arbarátta fyrir sérverslunina. Vest- mannaeyjar eru ekki það stór bær að sérverslanir eins og blómaversl- anir geti þrifíst í honum ef þessir stórmarkaðir fara að taka inn hluta af þeim vörum sem við erum með. Það verður einungis til þess að sér- verslanir eins og blómabúðir leggja upp laupana og sú þjónusta sem veitt er í þessum verslunum verður þá ekki til staðar í bænum lengur. Þá þarf að sækja þá þjónustu upp á land með öllu því óhagræði sem því fylgir. Morgunbiaðið/Sigurgeir Jónasson EIRÍKUR Sæland blómasali í Eyjablómi. A.m.k. trúi ég ekki að Kaupfélag- ið ætli að fara að bjóða upp á alla þá þjónustu sem sérverslanir á þessu sviði veita,“ sagði Eiríkur. Viðskiptavinir kaupa kjötvörur í Eyjablómi í Eyjum, vörur sem ekki eiga heima í blómabúð frekar en blóm í matvörubúð. „Ég byrjaði að selja hér kartöflur og rófur á hag- stæðu verði. Síðan fékk ég mér kæli og tók inn saltkjöt og nú er ég kominn með folaldakjöt líka sem ég sel líká á lágu verði. Framundan er jólaverslunin og ég er ákveðinn í að taka hér inn hangikjöt og ýmislegt fleira kjötmeti sem 'fólk vill fá á jólaborðið hjá sér og verð með það á mjög hagstæðu verði eins og það sem ég er með nú,“ sagði Eiríkur. VIÐSKIPT A VINIR kaupa kjötvörur í Eyjablómi. Vesturlandspóstur Nýtt héraðsfréttablað Morgunblaðið/Atli Vigfússon JÓN H. Jóhannsson og Unnur Káradóttir með verðlauna- gripina. VESTURLANDSPOSTURINN, heitir nýtt héraðsfréttablað, sem kom út í fyrsta sinn þann 30. októ- ber síðastliðinn. Útgefandi er Borg- firðingur/Nú sf. í Borgarnesi. Rit- stjóri og ábyrgðarmaður er Gísli Einarsson. í leiðara fyrsta tölublaðs segir að blaðinu sé ætlað að fylla upp í það tómarúm, sem hafi verið í út- gáfu héraðsfréttablaða um nokkurt skeið. Útgáfu Borgfírðings hafi ver- ið hætt í sumar og á Akranesi hafi ekkert blað komið út í nokkum tíma. Bent er á að á Snæfellsnesi komi út staðbundin bæjarblöð í þéttbýli og að hugmyndin með útgáfu Vest- urlandspóstsins sé að skapa kröft- ugan miðil fyrir allt Vesturlands- kjördæmi. Vesturlandspósturinn er prentað- ur í 5.500 eintökum og dreift endur- gjaldslaust inn á öll heimili á Vest- urlandi. Morgunblaðið/Egill Egilsson Smalað á haustdegi Flateyri - Á Flateyri er nú orðið frekar vetrarlegt um að líta, eft- ir afstaðnar norðaustanáttir. Fjöllin hafa skrýðst hvítum skikkjum og tún eru ekki lengur sígræn. Því varð fréttaritari held- ur betur hissa þegar hann mætti myndarlegum hópi af kindum á vegfi sínum. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að verið var að smala þeim utan úr firði og heim í hús fyrir veturinn. Við smölun- ina notaði Gunnlaugur Finnsson í Hvilft og fyrrverandi alþingis- maður nútima farartæki, fór sjálfur fyrir hópnum á vélsleða og naut síðan aðstoðar unglings- pilta á bíl við eftirreksturinn. Alþýðusamband Austurlands þingar Lagmarkslaun verði 90 þúsund Egilsstöðum - Alþýðusamband Austurlands þingaði nýlega á Iða- völlum á Fljótsdalshéraði. Töluvert var rætt um atvinnu- og kjaramál og benti þingið á að með þjóðar- sáttinni hafi verið lagður grunnur að stöðugleika sem nýst hefur fyr- irtækjum til rekstraruppbygging- ar. Á sama tíma hafi staða heimil- anna versnað og í raun hafa skuld- ir færst frá ríki og fyrirtækjum yfir á heimilin. Þingið ályktaði að lágmarkslaun skuli vera 90.000 krónur á mánuði og að skattleysis- mörk verði 75.000 krónur. Rætt var um veiðiheimildir og skoraði þing ASA á þingmenn að vera á varðbergi og koma í veg fyrir að þeir sem hafa fengið til afnota sameign þjóðarinnar geti löglega veðsett hana fyrir fjármuni eins og um eign sé að ræða. Hvað fræðslumálin varðar þá mótmælir þingið þeim mikla niðurskurði sem á sér stað í menntamálum í fjórð- ungnum en þar eru m.a. skorin niður framlög til Framhaldsskóla A-Skaftafellssýslu og til Farskóla Austurlands. Þingið telur mikilvægt að byggja upp fullorðinsfræðslu og bendir á mikilvægi endur- og símenntunar verkafólks í tæknivæddu þjóðfé- lagi. Þá telur þingið að tímabært sé að skoða vel skipulag ASA og aðildarfélaga innan þess. Þingið felur stjórn ASA að láta fara fram athugun á því hvernig framtíðar- skipulagi stéttarfélaga á Austur- landi verði best fyrir komið með nánara samstarf fyrir augum. Yerðlaun fyrir úrvalskýr Laxamýri - Niðurstöður kúasýn- inga í Suður-Þingeyjarsýslu voru nýlega kynntar á fundi á Breiðu- mýri í Reykjadal. Stigahæstu kýrnar komu frá bæj- unum Arnstapa, Árnesi, Baldurs- heimi, Dæli, Eyjadalsá, ísólfsstöðum og Vallakoti en sú kýr sem bar af var Huppa frá Víðiholti, eign Jóns H. Jóhannssonar og Unnar Kára- dóttur. Jón Viðar Jónmundsson, ráðu- nautur hjá Bændasamtökum ís- lands, ræddi á fundinum málefni nautgriparæktarinnar. Erlingur Teitsson á Brún afhenti verðlaun frá Mjólkursamlagi Kaupfélags Þingey- inga og voru veittar viðurkenningar fyrir bestu kú í hveiju búnaðarfélagi fyrir sig. Þá veitti Búnaðarsambandið verð- laun fyrir hæst dæmdu kúna og var það gripur úr kýrhorni sem hannað- ur var af Kristínu Ketilsdóttur á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal. Á fundi þessum var einnig fjallað um árangur í kynbótastarfinu á und- anförnum árum og viðhorf til inn- flutnings nýs mjólkurkyns rædd. Tilboð á hreinlætistækjum WC með stút í vegg eða gólf með setu. Verð frá . 9.364 Verð frá Verð frá Handlaugar, 17 gerðir á vegg og borð VATNS ViRKINN HF. Ármúla 21, símar 533 2020 og 533 2021 Grænt númer 800 402O Verslið þar sem úrvalið er mest! Blöndunartæki í miklu úrvali Hitastillitæki Verö frá Mikið úrval af sturtuklefum, sturtuhornum og huröum. Athugaðu verðið! Stálvaskar í eldhús yfir 30 gerðir Verð frá Baðkör upp í 190 cm Verö frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.